Bændablaðið - 27.08.2015, Síða 4

Bændablaðið - 27.08.2015, Síða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Fréttir Útflutningur á kjötafurðum til Rússlands liggur að mestu niðri – unnið að því að endurheimta leyfin inn á Rússland Eins og fram hefur komið í frétt- um á undanförnum vikum eru hvorki íslenskar sauðfjárafurð- ir né hrossakjöt á lista yfir þær vörur sem ekki er heimilt að flytja inn til Rússlands, vegna viðskiptabannsins. Hins vegar liggur útflutningur kjötafurða til Rússlands að mestu niðri, vegna þess að Matvælaeftirlit Rússlands gerði í úttektum sínum hér á landi, seint á síðasta ári, athugasemdir við tiltekin atriði í nokkrum sláturhúsum og stöðv- aði síðan innflutning þaðan í mars á þessu ári. Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir að nokkur vinna hafi verið sett í markaðssetningu á sauðfjárafurð- um í Rússlandi. Til að mynda hafi Kaupfélag Skagfirðinga (KS) gert það í gegnum fyrirtækið Icecorpo, sem starfar í Sankti Pétursborg og KS á helmingshlut í. Það leggur áherslu á ferskt og fryst lambakjöt á markað sem borgar hátt verð. Að sögn Ágústs er bannið tímabundið og verið er að vinna að úrbótum til að mæta kröfum rússneska Matvælaeftirlitsins. Þetta bann nær til Kaupfélags Skagfirðinga, Sláturhúss KVH á Hvammstanga og Sláturfélags Suðurlands, en ekki voru gerðar við- líka athugasemdir hjá Norðlenska og engin úttekt fór fram hjá SAH Afurðum í það skiptið. „Það er verið að vinna hörðum höndum að því að ná þessum leyfum til baka og búið að senda út heilmiklar greinargerðir um úrbætur sem gerðar hafa verið. Stór hluti athugasemdanna voru minni háttar atriði og jafnvel túlkunaratriði,“ segir Ágúst. Árið 2013 voru 742 tonn af sauð- fjárafurðum flutt út til Rússlands og 514 tonn í fyrra. Af hrossakjötsafurð- um voru flutt í kringum 600 tonn bæði árin. Heildarverðmæti útflutningsins nemur um 600 milljónum króna. /smh Raunsærri mynd með breyttum forsendum við talningu á alifuglum: Um 773 þúsund kjúklingar framleiddir á 27 búum − neysluegg framleidd á 13 búum með húsplássi fyrir 220.000 varphænur Samkvæmt tölum MAST voru alifuglar taldir vera 1.205.212 á árinu 2014 miðað við nýjar reikniforsendur stofnunarinnar. Er það gjörbreytt tala frá árinu 2013 þegar alifuglar voru einungis taldir vera 220.518. Nýjustu tölur um fjölda alifugla á árinu 2014 eru því með allt öðrum og að því er virðist raunsærri hætti en fyrri tölur og er talan um 1.205.212 fugla útskýrð sem talning á fjölda fuglastæða. 773.200 kjúklingar Á árinu voru aldir kjúklingar í samtals 85 húsum á 27 búum. Voru 773.200 kjúklingar ræktaðir í þess- um búum. Kjúklingaframleiðsla jókst á árinu, kjúklingaeldi hófst á einu nýju kjúklingabúi með tveimur eldishúsum og bætt var við tveim- ur nýjum eldishúsum á öðru búi. Í fyrsta skipti í mörg ár voru aldir kjúklingar með aðgang að útisvæði í tveimur eldishúsum á liðnu ári. Kjúklingaræktin er umfangsmest í Suðurumdæmi, eða sem nemur 292.000 fuglum. Suðvesturumdæmi kemur þar fast á eftir með 219.300 fugla, en síðan kemur Vesturumdæmi með 172.800 kjúklinga. 12 þúsund kalkúnar Kalkúnar eru aldir hjá einum fram- leiðanda á 5 búum í 9 eldishúsum í Suðvestur- og Suðurumdæmi. Kalkúnar töldust 12.000 samkvæmt upplýsingum MAST og stofnfuglar samtals 800. 220 þúsund varphænur Á árinu voru framleidd neysluegg til dreifingar á 13 varphænsnabúum í samtals 44 varphúsum með hús- plássi fyrir alls 220.000 varphæn- ur. Í 20 þessara húsa eru hænurnar haldnar á gólfi, eða 28% allra varp- hæna. 72% varphæna á landinu eru því haldnar í hefðbundnum búrum. Suðvesturumdæmi ber höfuð og herðar yfir önnur umdæmi í eggjaframleiðslunni með 179.500 varphænur. Þar á eftir kemur Suðurumdæmi með 21.500 varp- hænur. Leyfum fjölgar Á árinu var einu nýju varphænsna- búi með einu varphúsi veitt leyfi til frumframleiðslu eggja, auk þess fengu tvö ný varphús á öðru varp- hænsnabúi leyfi til frumframleiðslu eggja. Ekki er búið að skilgreina í reglu- gerð á síðasta ári hvaða starfsemi krefst úttektar áður en starfsemin hefst skv. lögum nr. 55/2014 um velferð dýra. Þess vegna getur MAST ekki upplýst um úttektir á fyrirhugaðri starfsemi með alifugl- um skv. lögum um velferð dýra. Í henni koma ekki fram ákvæði um lágmarkskröfur fyrir fullorðnar varphænur sem eru haldnar á gólfi. Matvælastofnun hefur þó gert kröfur um hámarksþéttleika og aðra vel- ferðarþætti skv. tilskipun 1999/74/ EC um vernd varphænsna, en til- skipunin er ekki innleidd hérlendis. Fjöldi fuglastæða í lausagöngu- húsum varphæna miða við fyrr- greinda tilskipun. Á árinu voru starfræktar 12 eggjapökkunarstöðvar á jafnmörg- um varphænsnabúum. Eitt fyrirtæki er að auki með leyfi til vinnslu á eggjum. Gjörbreytt mynd Í starfsskýrslu MAST fyrir árið 2014 er dregin upp talsvert önnur mynd af alifuglaræktinni en fram komu í tölum stofnunarinnar í fyrra. Þá kom fram að alifuglum hafði þá fækkað um þriðjung milli ára eða úr 322.021 fugli frá árinu 2012 í 220.518 eins og áður segir. Þar skipti mestu máli mikil fækkun varphænsna og holda- hænsna. Þá kom einnig fram í tölum MAST í fyrra að andaeldi hafði snar- minnkað, gæsaeldi var ekki svipur hjá sjón á meðan kalkúnaeldi jókst aðeins. Íslendingar kenna Bretum að verjast kampýlóbakter Breska matvælastofnunin FSA hefur sett á laggirnar vinnuhóp með það að markmiði að lækka tíðni kampýló- baktersmits í kjúklingum í Bretlandi. Þar hefur ekki tekist að lækka tíðni smitaðra hópa með bættum smit- vörnum á búum þrátt fyrir margra ára tilraunir til þess. Dýralækni ali- fuglasjúkdóma á Íslandi var boðið til London í febrúar til að halda erindi um stöðuna á Íslandi. Fræddi hann fundarmenn um íslenskar aðferðir til varnar því að kjúklingahópar smitist af kampýlóbakter. Árangurinn sem hefur náðst hér á landi vekur verð- skuldaða athygli erlendis. /HKr. Landbúnaður og ferðaþjónustan: Ólöglegt að borga ekki sjálfboðaliðum laun Talsvert hefur borið á því á undanförnum árum að bændur og ferðaþjónustuaðilar fái til sín starfsfólk sem ekki þiggur laun fyrir störf sín, en fær fæði og hús- næði í staðinn. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Norðausturlandi, hefur vakið athygli á því á vef skrifstofu Stéttafélaganna (fram- syn.is) að það standist ekki lög að þessu starfsfólki, sem oft er kallað sjálfboðaliðar, sé ekki greidd í það minnsta lágmarkslaun. „Ég fór yfir málin með lög- fræðingi áður en ég skrifaði þetta inn á vefinn. Mér skilst að það sé talsvert um að þetta tíðkist. Við höfum mest orðið vör við þetta í ferðaþjónustunni og hjá bændum – en sjálfsagt nær þetta víða út í atvinnulífið. Fyrir utan þá hlið að þetta er beinlínis ólöglegt þá verður manni líka hugsað til þess hvernig svona fyrirkomulag skekkir samkeppnisstöðuna í atvinnulífinu; milli þeirra sem nota sjálfboða- liðsvinnuafl og hinna sem ekki gera það. Þar fyrir utan verður sá sem er með sjálfboðaliðana í vinnu að átta sig á því að ef eitthvað kemur upp á – svo sem slys – þá er hann skaðabóta- skyldur. Það er það sem við erum að benda á í þessum pistli,“ segir Aðalsteinn. Hann bætir því við að hann hafi ákveðnar áhyggjur af því að þetta muni jafnvel færast í vöxt, samhliða vaxandi fjölda ferðamanna sem sækir Ísland heim. Allir sem taka þátt í efnahagslegri starfsemi Í pistli Aðalsteins kemur fram að allir sem taki þátt í efnahagslegri starfs- semi með vinnuframlagi í þjónustu annars aðila, eins og á bæjum eða í ferða- þjónustu, séu laun- þegar og þeim beri að greiða laun. Að lágmarki laun sam- kvæmt 10. launa- flokki kjarasamn- ings Bændasamtaka Íslands og Starfs- greinasambands Íslands og tryggja þeim þar með öll réttingi sem lög og kjarasamningar tilgreina. Þá beri bændum að meta nám sem nýtist starfsmönnum í starfi um allt að tvo launaflokka. Í þeim tilvikum þegar kostnaður vegna fæðis og húsnæðis er dreginn af launum starfsmanna, samkvæmt ákvæðum kjarasamnings, ber vinnuveitendum að uppfylla að starfsmannaaðstaða standist reglugerðir um aðbúnað og hollustu starfsmanna. Þá segir í pisti Aðalsteins að vanræki bændur þessar skyldur séu þeir sjálfir ábyrgir gagnvart hinu opinbera. Mörg dæmi séu um það á almennum vinnumarkaði að litlir atvinnurekendur verði gjald- þrota vegna þeirra krafna sem á þá stofnast vegna óskráðs eða ranglega skráðs launafólks. Aðalsteinn telur að það sé ýmist vegna fáfræði eða þá að einfaldlega sé meðvitað verið að brjóta lög í þessum tilfellum sem um ræðir. „Við höfum alveg orðið vör við það að sumir vita upp á sig sökina og laga ekki það sem þeir eiga að laga. Við höfum þá einfaldlega látið skattayfirvöld vita og gefið þeim upplýsingar um þessa aðila. Þá eru þeir komnir á lista sem ekki er gott að vera á,“ segir hann. /smh Aðalsteinn Á. Baldursson. Hænuungar og egg. Mynd / Jón Eiríksson Upprunamerkingar á innfluttum matjurtum í verslunum á Íslandi: Upprunalands ekki getið í 16 til 25% tilvika Samkvæmt starfsskýrslu Matvælastofnunar (MAST) fyrir árið 2014 er töluvert um að upp- runamerkingum sé ábótavant á innfluttum matjurtum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og Matvælastofnun stóðu fyrir verkefni til að kanna hvort upp- lýsingar sem skylt er að gefa um uppruna matjurta væru til staðar, hvort þær væru læsilegar og hvort þær væru villandi. Skoðaðar voru innpakkaðar og óinnpakkaðar matjurtir í 49 verslunum. Á innpökkuðum matjurtum voru upplýsingar um uppruna- land á 84% vara sem innihéldu eina matjurtategund. Á vörum með blöndu af tegundum voru upplýsingar um upprunaland allra tegunda á þremur af hverjum fjór- um vörum. Upplýsingar um upp- runaland vantaði því á 16% þeirra vara sem innihéldu eina tegund matjurta en á um fjórðung vara sem innihéldu blöndu matjurta. Merkingar þessara vara voru almennt vel læsilegar (92% var- anna) og skýrar (ekki villandi, 93% varanna). Á óinnpakkaðar matjurtir vant- aði upprunamerkingar við þriðjung þeirra eða upprunamerkingin var þannig að ekki var greinilegt hvort hún ætti við matjurtina. Við þriðj- ung óinnpakkaðra matjurta var upprunamerkingin ekki vel læsi- leg þótt hún væri til staðar. Mikill munur reyndist vera á milli versl- ana, sumar þeirra voru með allar óinnpakkaðar matjurtir vel merktar en einnig voru dæmi um verslanir þar sem engar upprunamerkingar voru til staðar að því er fram kemur í skýrslu MAST. /HKr.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.