Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 41
41 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015
Rákir
PRJÓNAHORNIÐ garn@garn.is
Herrapeysan Rákir er í boði
Handverkskúnstar. Garnið í peys-
una færðu hjá okkur í verslun
okkar sem er staðsett á Nýbýlavegi
32, Dalbrekkumegin, Kópavogi
eða á www.garn.is.
Stærð:
Maxi heklgarn frá garn.is
Nál: 2 mm
Stærð: S/M
Yfirvídd (í munsturpjóni): 88 sm
Garn:
Kartopu Ketenli 7 dokkur
Prjónar:
Hringprjónn 40 og 60-80 sm nr 4,5
Sokkaprjónar nr 4,5
Prjónfesta: 20 lykkjur og 24 umferðir = 10x10 sm
Útskýringar:
S: slétt lykkja
B: brugðin lykkja sm: sentimetrar
Munstur:
*Prjónið *1S,1B* endurtakið út umferðina frá *-*
4 sm. Prjónið 2 umferðir slétt.* Endurtakið frá *-*
Laskaúrtaka:
Fellt er af um 1 lykkju sitt hvoru megin við prjóna-
merkin þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru að prjóna-
merki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi
hana brugðið, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu
lykkjunni yfir. Prjónið 2 lykkjur slétt og síðan 2 lykkjur
slétt saman.
Bolur: Fitjið upp 225 lykkjur, tengið í hring og prjónið
stroff *2S, 3B* 7 sm. Aukið út í síðustu umferð um 1
lykkju = 226 lykkjur á prjóninum. Setjið tvö prjóna-
merki í stykkið, það fyrra í byrjun umferðar og það
seinna eftir 113 lykkjur (fram- og bakstykki). Prjónið
munstur þar til bolurinn mælist 51 sm (mælt með
stroffi). Setjið 10 lykkjur á þráð/nælu undir handvegi,
5 lykkjur sitt hvoru megin við prjónamerkin. Geymið
bolinn og prjónið ermar.
Ermar: Fitjið upp 55 lykkjur, tengið í hring og prjónið
stroff *2S, 3B* 8 sm. Aukið út í síðustu umferð um 5
lykkjur jafnt yfir umferðina. Setjið prjónamerki og
prjónið munstur eins og á bol en aukið út sitt hvoru
megin við prjónamerkið um 1 lykkju, fyrst eftir 3 sm
og síðan með 6 sm millibili alls 9 sinnum = 78 lykkjur
á erminni. Prjónið þar til ermin mælist 61 sm (mælt
með stroffi). Setjið 10 lykkjur á þráð/nælu, 5 lykkjur
sitthvorum megin við prjónamerkið. Geymið ermina
og prjónið aðra eins.
Berustykki: Sameinið bol og ermar á einn hring-
prjón = 342 lykkjur á prjóninum. Setjið prjónamerki
í öll samskeyti erma og bols = 4 prjónamerki. ATH:
Lykkjurnar tvær sitthvorum megin við prjónamerkin
eru alltaf prjónaðar slétt. Prjónið 4 umferðir áður en
úrtaka hefst. Takið úr þannig: 2x í 4. hverri umferð og
síðan í 2. hverri umferð þar til bolurinn mælist um það
bil 66 sm. Setjið þá 15 lykkjur fyrir miðju á framstykki
á þráð/nælu og prjónið nú fram og til baka. Haldið
áfram að taka úr eins og áður í laskalínunni en takið
jafnframt úr við hálsmál: 2 lykkjur x2, 1 lykkju x2.
Prónið þar til bolurinn mælist um 70 sm.
Hálsmál: Takið upp lykkjur í hálsmáli, einnig þær
sem geymdar voru á framstykki, prjónið eina umferð
slétt og jafnið lykkjufjöldann í 105 lykkjur. Prjónið
stroff *2S+3B* 10 sm. Fellið af í sléttum og brugðnum
lykkjum.
Frágangur: Gangið frá endum, lykkið saman
undir höndum. Þvoið flíkina og leggið til þerris.
Prjónakveðja,
Guðrún María Guðmundsdóttir
www.garn.is
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
2 5 9 6
3 7
7 6 1
1 4 5
4 3 6 7
7 6
9 5
9 1
6 5 2 4
Þyngst
2 1 9
4 2 7
6 9
5 7
3
8 6 1 3
4 8 3
7 5 2 4
9 5
3
1 4 7
7 9 8 2 6
6 7
3 2 9
2 1
8 1 3 5 6
2 9 1
3
7 1 5 8
4 3 7
8
2 3 1
3 6 4
9 4 8
9
4 6 1
6 8 2 1
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Fyrsta minningin úr Legolandi
Lúkas Fróði Magnússon er sjö ára
vatnsberi sem finnst skemmtileg-
ast í heimilisfræði í skólanum.
Honum finnst leiðinlegast af öllu
að liggja í leti.
Hann fór í ferðalag í sumar og
að veiða.
Nafn: Lúkas Fróði Magnússon.
Aldur: 7 ára.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Búseta: Reykjavík.
Skóli: Háteigsskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Heimilisfræði.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hundur.
Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur.
Uppáhaldshljómsveit:
Amabadama.
Uppáhaldskvikmynd: Tommi og
Jenni.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var í
bát í Legolandi í Danmörku.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð-
færi? Ég er að fara að æfa karate.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Smiður.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Þegar ég og bróðir minn
tíndum öll ,,bannað að kúka“-hunda-
skiltin úr görðunum hjá nágrönnun-
um hjá frænku okkar og Jói þurfti að
fara og skila þeim öllum.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
hefur gert? Að liggja í leti.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í
sumar? Fór í ferðalag og að veiða.
Glæsilegur og rómantískur
veitingastaður í sögufrægu
húsi í hjarta borgarinnar
við Ingólfstorg
j
Borðapantanir í síma
511 5090
www.einarben.is