Morgunblaðið - 15.08.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir
12. - 22. september
Gardavatn& Feneyjar
Haust 9
Ör
fá s
æt
i la
us
Gardavatn er ótvírætt einn vinsælasti áfangastaður
Íslendinga til margra ára, enda líkti Goethe staðnum við
himnaríki og skyldi engan undra. Í ferðinni njótum við þess
að sigla á Gardavatni, heimsækjum drottningu Adríahafsins,
Feneyjar og elstu borg Norður-Ítalíu,Veróna.
Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra sagði í samtali við
mbl.is í gær að líklega verði ekki af
beinum stuðningi
ríkisins til þeirra
sem verða fyrir
tjóni af völdum
innflutnings-
banns Rússa.
Vegna stærðar
málsins í íslensku
samfélaginu sé
stakkur ríkisins
til beinnar fjár-
hagslegrar íhlut-
unar þröngt snið-
inn, færi það út í mótvægisaðgerðir.
Sigmundur sagði vilja vera fyrir
hendi til þess að aðstoða útflutnings-
fyrirtæki í þeirri stöðu sem upp er
komin. „Meðan unnið er að þessu
vilja stjórnvöld gera hvað þau geta
til að aðstoða þá sem verða fyrir
áhrifum af þessari ákvörðun.“ Í því
samhengi bendir Sigmundur á að
neikvæðra áhrifa bannsins geti einn-
ig gætt hjá almenningi, sérstaklega í
ákveðnum byggðarlögum.
Þá vísar Sigmundur í eftirleitan
utanríkisráðherra til Evrópusam-
bandsins um að lækka tolla á sjáv-
arafurðir frá Íslandi.
Aðspurður um hvort breytingar á
veiðigjöldum hafi verið á borðinu í
þessu samhengi segir Sigmundur
það ekki hafa verið sérstaklega
rætt. „Hins vegar má það vera ljóst
að það koma lítil veiðigjöld fyrir fisk
ef menn sjá ekki hag af því að veiða
hann og ef verðið lækkar mikið
verður erfiðara að greiða veiðigjöld-
in.“
Þátttakan rædd í ríkisstjórn
Sigmundur sagði þátttöku Ís-
lands í efnahagsþvingunum Evrópu-
sambandsins og Bandaríkjanna hafa
verið rædda í ríkisstjórn á sínum
tíma. Þátttakan hafi byggst á EES-
samningnum og verið sambærileg
við tugi reglugerða sem hafi verið
samþykktar til að innleiða viðskipta-
þvinganir á grundvelli samningsins
síðustu 20 ára.
Þegar Evrópusambandið fram-
lengdi þvinganirnar í ár hafi málið
ekki verið rætt sérstaklega. Slíkar
framlengingar gangi yfirleitt í gegn
sjálfkrafa.
Bitnar harðar á Íslandi
Sigmundur sagðist hafa bent á
það í máli sínu við Medvedev að
þátttaka Íslands í þvingunarað-
gerðum ESB og Bandaríkjanna hafi
haft hverfandi áhrif á efnahagslíf
Rússlands. Áhrifin af innflutnings-
banni Rússa hér verði mun alvar-
legri. „Stór hluti útflutningsvöru Ís-
lands er matvæli og Rússland er
hlutfallslega stór markaður,“ sagði
Sigmundur. Hann sagði Medvedev
hafa í því sambandi bent á að Rúss-
land hafi ekki verið fyrra til að beita
viðskiptaþvingunum.
Segir stjórnvöld munu
veita aðstoða eftir getu
Breyting á veiðigjöldum ekki verið rædd í ríkisstjórn
Dmitrí
Medvedev
Morgunblaðið/Golli
Samtal Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson ræddi við Medvedev.
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Reikna má með að verðmæti loðnu-
afurða á vertíðinni í vetur geti dregist
saman vegna viðskiptabanns Rússa á
sjávarafurðir frá Íslandi. Verði við-
skiptabannið ekki framlengt fram yfir
31. janúar 2016 gæti loðnuvertíðin þó
bjargast að hluta því hún stendur frá
janúar og fram í mars. Teitur Gylfa-
son, sölustjóri hjá Iceland Seafood,
segir líklegt að meira af aflanum fari í
bræðslu og minna í vinnslu til mann-
eldis, sem skapar verðmætari afurðir.
„Loðnuhrognin hafa farið í miklum
mæli inn á Rússland og þeir hafa
staðið undir verðhækkunum sem
hafa orðið á þeim undanfarin ár. Nú
verður minna framleitt af hrognunum
og því hætta á að verð á þeim muni
lækka,“ bætir Teitur við. Á árunum
2012-2013 voru 13.000 tonn loðnu-
hrogna send út frá Íslandi og þar af
tók Rússlandsmarkaður í heild um
5.000 tonn. „Þannig að loðnuhrogn,
sem hafa verið að andvirði 5-6 millj-
arðar, munu óhjákvæmilega lækka
með töpuðum markaði,“ segir Teitur.
Telur hann einnig ljóst að missir
yrði á sölu loðnu, allt að 20.000 tonn-
um, að verðmæti um tveir milljarðar.
Leitar ekki annað en í bræðslu
Hermann Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Iceland Pelagic,
telur ekki að aðrir markaðir loðnunn-
ar, þ.e. Asía eða Úkraína, muni taka
við því magni loðnu sem stendur eftir
vegna viðskiptabannsins. „Úkraína
hefur ekki verið með síðan í fyrra
vegna erfiðleikanna þar og fyrst
Rússland dettur út þá getur þessi
fiskur ekki leitað annað en í bræðslu.
Til Asíu selst svo einnig annar hluti
vörunnar en til Rússlands, þeir kaupa
hrygnuna en Rússar hænginn.“
Mjög alvarlegt ástand
„Þetta er miklu meira en mjög al-
varlegt, þetta er algjör katastrófa
fyrir íslenskan uppsjávariðnað og þar
af leiðandi íslensku þjóðina,“ segir
Hermann og bætir við að þegar og ef
þessum þvingunum yrði aflétt þá sé
ekki sjálfgefið að gengið verði að
þessum markaði vísum á ný. „Neysl-
an gæti hafa dregist saman eða aðrir
birgjar búnir að taka okkar stöðu á
markaðnum.“
Morgunblaðið/Þórður
Löndun Nokkur grænlensk skip hafa landað í Hafnarfirði í vikunni, meðal annars makríl.
„Þetta er algjör katastrófa“
fyrir uppsjávariðnaðinn
Rússland stærsti markaðurinn fyrir loðnu og loðnuhrogn
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Í kjölfar viðskiptabanns Rússa á
hendur Íslendingum hefur ítrekað
verið bent á aðra markaði sem
mögulegir séu fyrir íslenskar sjáv-
arafurðir, þar á meðal Nígeríu.
Víkingur Þórir Víkingsson, fram-
kvæmdastjóri Haustaks á Reykja-
nesi, sem flytur út þurrkaðan fisk til
Nígeríu, segir ástandið vera slæmt
þar úti.
„Eftir kosningarnar í Nígeríu þá
tók ný ríkisstjórn við taumunum og
það er ekki búið að skipa í ýmis
embætti í nefndum og sjávarútvegs-
ráðuneytinu,“ segir Víkingur.
Útflutningur í hægagangi
„Þetta hefur haft töluverðan rugl-
ing í för með sér og það er til dæmis
búið að stöðva þær bankaábyrgðir
sem við vorum vanir að fá frá þeim.
Nú eru þeir bara með pening ef þeir
fá innflutningsleyfi á annað borð.“
Víkingur segir að útflutningurinn
sé því í ákveðnum hægagangi á
meðan á þessu stendur. „Þetta er nú
ekki alveg stopp en þetta gengur
vissulega hægar,“ segir hann en
bætir við að hann vonist til að
ástandið leysist á haustmánuðum.
„Ég reikna með að þetta breytist í
október eða nóvember. Þá fer þetta
að skýrast með þessar banka-
ábyrgðir og hægt verður að opna
þær á ný.“
Slæm áhrif lækkandi olíuverðs
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum, segir lok-
un markaðarins eiga sér skýringar í
hríðfallandi olíuverði.
„Þetta snýst um gjaldeyrisskort
þar í landi. Níutíu prósent af út-
flutningsverðmæti landsins kemur
frá olíu. Hún féll um helming í verði
og í kjölfarið er gjaldeyrisvaraforði
nígeríska seðlabankans aðeins næg-
ur fyrir þriggja mánaða matarinn-
flutningi til landsins,“ segir Sigur-
geir.
„Þeir hafa gripið til þess ráðs að
banna innflutning tiltekinna vöru-
flokka, þar á meðal fisks. Nú er því
verið að þrýsta á þá um að fara aðr-
ar leiðir, til dæmis að leggja tak-
markanir jafnt yfir alla heildina
frekar en að banna algjörlega þessa
ákveðnu flokka.“
Leiðin til Nígeríu
ekki greiðfær
Gjaldeyrisskortur veldur vandræðum
„Þetta er nýr markaður og það
tekur töluverðan tíma að vinna
sig inn á nýja markaði,“ segir
Jóhannes Már Jóhannesson,
sölustjóri hjá About fish, en þeir
hafa í rúm tvö ár selt makríl til
Kína. „Eftir að við gerðum frí-
verslunarsamning við Kína þá
átti skrifræðið að einfaldast en
það hefur einhverra hluta vegna
ekki náð að skila sér í gegnum
stjórnkerfið í Kína og okkar
kaupendur hafa lent í vandræð-
um með að afgreiða vöruna inn í
landið,“ segir hann og því sé
ekki verið að flytja út eins mikið
og þeir helst vildu.
Markaðurinn með makríl í
Kína mun því ekki taka við sér á
örskotsstundu, segir Jóhannes.
Skriffinnskan
tefur söluna
MAKRÍLLINN TIL KÍNA
Sigurður Ingi Jó-
hannsson, sjávar-
útvegs- og land-
búnaðarráð-
herra, segir að
skoða þurfi með
hvaða hætti við-
skiptabann Rússa
„hafi áhrif á ein-
staka byggðir,
einstök fyrirtæki
og á þjóðarbúið í
heild sinni, því það er margt sem
bendir til að þetta geti haft veruleg
áhrif á það“. Þetta kom fram í viðtali
mbl.is við ráðherrann að loknum
ríkisstjórnarfundi í gær.
Undanþegin banni
Grænland og Færeyjar eru
undanþegin viðskiptabanni Rússa,
þar sem þau hafa ekki tekið þátt í
viðskiptaþvingunum gegn þeim.
Þórir Hrafnsson upplýsingafulltrúi
segir í samtali við Morgunblaðið að
skip grænlenskra útgerða ættu því
að geta landað afla hér á landi og
flutt hann til Rússlands. „Ef flaggið
er grænlenskt þá er það það sem
skiptir máli.“
Vill skoða áhrif á
byggðir og fyrirtæki
Sigurður Ingi
Jóhannsson