Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 11
Æfing Strákarnir æfa þrisvar til fjórum sinnum í viku, stundum oftar, þegar eitthvað er framundan. Smutty sem er með lagahöfund og textagerðarmann á sínum snærum, Tim Scott McConnell eða Ledfoot, en hann er gothic-blues-gítarleikari sem hefur m.a unnið með Bruce Springsteen og fleirum. Hann mun vinna með strákunum í Lucy in Blue. Hann hefur aðgang að bestu stúdíónum og strákarnir hafa þegar sent honum nokkur lög. Segjum ekki já við öllu Fjórmenningarnir eru að sjálf- sögðu spenntir fyrir því sem bíður þeirra, en þeir eru samt alveg ró- legir og með fæturna á jörðinni. Samningurinn er til eins árs og þeir eru ekkert stressaðir yfir því að það eigi að móta þá eftir einhverju öðru en þeir kæra sig um. „Við ætlum ekkert að segja já við öllu, en við erum til í að skoða allar hugmyndir sem koma frá Smutty. Þetta er mjög sanngjarn samningur og við getum sagt okkur frá honum þegar við viljum. Smutty vill að við höldum okkur við ræt- urnar í tónlistinni, en hann sér um að koma okkur áfram,“ segja þeir félagar sem æfa þrisvar til fjórum sinnum í viku, oftar þegar tónleikar eru framundan. „Núna erum við fyrst og fremst að semja, enda viljum við að vera með lágmark tíu heildstæð lög þegar við förum út.“ Framsækið sýrurokk Allt hófst þetta fyrir tæpum tveimur árum þegar Arnaldur og Matti kynntust í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og Matti kynnti Arnald fyrir Steina sem þá var í annarri hljómsveit. „Við þrír byrjuðum að „djamma“ saman og svo bættist Kolli fljótlega í hópinn en Matti hafði séð hann á off-venue giggi á Airwawes 2014. Við tókum þátt í Músíktilraunum í fyrra eftir að hafa æft saman í aðeins fjóra mánuði, og lentum í öðru sæti. Eftir það fór boltinn að rúlla og við spiluðum á Airwaves síðast liðið haust, á Blúshátíðinni í fyrrasumar og við komum fram á Eistnaflugi nýlega.“ Þeir segja tónlistina hafa þróast töluvert á þessum tíma sem liðinn er frá því þeir stofnuðu band- ið. „Stíllinn hefur fyrst og fremst þróast en við erum enn í sama hug- arfarinu. Við byrjuðum á að vera með löng ambíent djömm, spiluðum að fingrum fram en mótuðum það svo inn í eitthvað hnitmiðaðra. Ætli það sé ekki hægt að segja að núna sé þetta framsækið sýrurokk.“ Hljómsveitarmeðlimir eru allir á menntaskólaaldri, Steinþór er ný útskrifaður frá MH og hefur nám í FÍH í haust, Arnaldur er á þriðja ári í MH en Kolli á öðru ári og báð- ir á fjórða ári í FÍH, en Matti er á þriðja ári í FSU á Selfossi. Lucy in Blue ætlar að senda frá sér sína fyrstu plötu fljótlega, þeir eru búnir að taka upp nokkur lög, en ætla sér að breyta og bæta áður en að útgáfunni kemur. Söngur Steinþór syngur hér en hann og Arnaldur skiptast á að sjá um söng. Fyrir þá sem vilja heyra og sjá Lucy in Blue spila, þá koma þeir fram í dag kl. 16 í Hveragerði á Blómstrandi dögum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 Caddy City er enn einfaldari og hagkvæmari útfærsla af Volkswagen Caddy, sniðin að þörfum þeirra sem vilja traustan vinnufélaga til að létta sér lífið við dagleg störf. City er viðbót í sendibílalínu Volkswagen Caddy. Volkswagen Caddy hefur árum saman verið mest seldi atvinnubíllinn á Íslandi. Með tilkomu City er enn auðveldara að bætast í hóp hæstánægðra Volkswagen eigenda. Caddy City kostar aðeins frá 2.630.000 kr. (2.120.968 kr. án vsk) Caddy með nýju sniði Atvinnubílar Söluaðilar: HEKLA Reykjavík · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Vinsælasti atvinnubíllá Íslandi síðastliðin ár! www.volkswagen.is Bókamarkaður Bókabæjanna aust- anfjalls hefur staðið með miklum blóma í Leikhúsinu í Hveragerði um helgar í sumar og markaðnum lýkur með glæsibrag nú um helgina. Höfuðþema síðustu helg- arinnar verður „Núlifandi skáld á Suðurlandi.“ Verða bækur skáldanna áber- andi síðustu markaðsdagana og efnt til ljóðadagskrár í Leikhúsinu í dag laugardag kl. 15-16 með skáldum af svæðinu. Á morgun, sunnudag, verður eldfjörugt bóka- uppboð klukkan 14 sem Ölfusingar stýra af röggsemi. Þar verða boðn- ir upp merkir bókagripir allt frá 18. öld en einnig nýlegar bækur á hóflegu verði. Meðal annars verða boðnar upp eftirsóttar og fágætar bækur eins og Saga Hrauns- hverfis, Einræður Steinólfs, Lúsa- Sólveig og einstök myndabók um Ólympíuleika Hitlers. En einnig al- gengari gripir á frábæru verði svo sem Þúsund ára sveitaþorp, Að breyta fjalli, Snaran eftir Jak- obínu, Mullersæfingar og árituð ævisaga Ingólfs á Hellu og fleira og fleira. Þá eru ótaldir hinir dýru kjörgripir uppboðsins þar sem hæst ber tvö erlend átjándu aldar rit, annarsvegar Ferðabók Egg- erts og Bjarna á þýsku í samtíma forlagsbandi og fágætt sagn- fræðiverk um dönsku Jómfrúreyj- arnar. Eftirtalin tíu skáld taka þátt í dagskránni í dag laugardag: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, Kristian Guttesen, Kristján Run- ólfsson, Norma E. Samúelsdóttir, Pétur Önundur Andrésson, Sigríð- ur Jónsdóttir, SJÓN, Steinunn P. Hafstað, Þorsteinn Antonsson, Þór Stefánsson og Þórður Helgason. Markaðurinn er opinn kl 12 til 18 í dag og á morgun. Dagskrá laugardags hefst kl. 15 og sunnu- dags kl. 14. Bókamarkaður Bókabæjanna austanfjalls Upplestur skálda og fjörugt bókauppboð Ljósmyndir/Egill Bjarnason Stemning Gott andrúmsloft var á bókauppboðinu fyrr í sumar. Uppboð Bjarni Harðarson vert á Sunnlenska bókakaffinu stjórnaði uppboð- inu röggsamlega og allt fór vel fram. Skemmtanagildið ekki langt undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.