Morgunblaðið - 15.08.2015, Side 21

Morgunblaðið - 15.08.2015, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 Útivist Fjölgun ferðamanna fer vart framhjá nokkrum manni. Reykjanesfólkvangur er vinsæll ferðamannastaður og þeim fjölgar ört sem skoða sig um í Krýsuvík og nágrenni. Kristinn Hlutverk Landspít- alans eru lækningar, meðferð og rannsóknir og hjúkrun þeirra sem veikir eru og þurfa sér- hæfða umönnum. Bæði er þar veitt bráðaþjón- usta og langtímameðferð og aðhlynning við flókn- um og langvarandi heilsufarsvanda. Spít- alinn veitir þeim sem á þurfa að halda þjónustu á öllum ald- ursskeiðum frá vöggu til grafar. Starf- ið byggist á góðri menntun og langri þjálfun í framhaldsnámi og helgun í starfi. Spítalinn er hornsteinn kennslu þeirra sem velja sér þennan starfsvett- vang. Miðlun þekkingar, er ekki bara af bókum heldur líka með þátttöku nemanna í daglegri umönnun þeirra sem þangað sækja. Þjálfun í verklagi og ákvarðanatöku. Að læra af hand- bragði þeirra eldri. Slíkt er lykill að farsælum undirbúningi fyrir framtíð- ina. Nú líður að því að haustmisseri hefj- ist á Landspítalanum. Ár hvert stunda 1.500-1.600 nemar nám sitt á spít- alanum. Áhersla í kennslu heilbrigð- isgreina hefur í síauknum mæli verið að hefja samskipti við sjúklinga fyrr á námstímanum. Flétta þjálfunina sem fyrst inn í bóklega hlutann. Stuðla að samkennslu og samvinnu nema í hin- um ýmsu greinum í auknum mæli á meðan á námsdvöl stendur. Þannig hefja t.d. læknanemar starfsþjálfun fyrr en áður var inn á spítalanum, sem síðan vex með hverju námsári. Byggjum háskólasjúkrahús Árið 2014 voru 1.605 nemar við nám á spítalanum. Þeir mega ekki gleymast þegar hugað er að húsnæði spítalans og skipulagi starfseminnar. Því hefur þótt mikilvægt að samhliða byggingu nýs meðferðarkjarna og rannsókn- arhlutans sé unnið að uppbyggingu húsnæðis fyrir heilbrigðisvísindasvið Háskólans. Á einum stað í tengslum við spítalann. Í kennsluhúsnæði sem uppfyllir kröfur um nútímakennslu- hætti heilbrigðisstétta og annara sem þangað þurfa að leita sér menntunar. Háskóli Íslands hefur hafið undirbúningsvinnu vegna nýs heilbrigðisvís- indahúss í tengslum við uppbygginu á Landspít- alareit og er áætlað að framkvæmdir geti hafist 2017. Jafnframt stendur til endurnýjun eldra hús- næðis, Læknagarðs og sameiginlega myndi þetta eina heild tengt rann- sóknar- og meðferðarkjarna spítalans. Hljóti hugmyndir sem varpað hefur verið fram að undanförnu að flytja Landspítalann alfarið frá Hringbraut, almennan hljómgrunn verður einnig að huga að áformum um flutning heil- brigðisvísindasviðsins. Málið snýst ekki um örfáa kennara sem gætu ferðast á milli háskólasvæðis vestur í bæ og spítala í öðrum enda borg- arinnar eins og fleygt hefur verið fram. Slíkt lýsir vanmati á kennslu- hlutverki Landspítalans sem háskóla- sjúkrahúss. Málið er mun stærra í sniðum og varðar kennslu heilbrigð- isstétta til framtíðar og aðstöðu ríflega 1.500 nema til náms í heilbrigð- isfræðum og skyldum greinum. Í nú- verandi áætlunum er gert ráð fyrir að þeir hafi aðstöðu í nýju og endurbættu húsnæði heilbrigðisvísindasviðs sem hægt er að samnýta í námi þeirra inn- an spítalans. Allt í senn fyrirlestrasali, færnibúðir og sérhæfðar kennslu- stofur. Að aðskilja uppbyggingu spít- alans og heilbrigðisvísindasviðsins væri óskynsamlegt og að tvístra starf- seminni óheillavænlegt skref. Horfum til framtíðar. Eftir Reyni Arngrímsson » Árið 2014 voru 1.605 nemar við nám á spít- alanum. Þeir mega ekki gleymast þegar hugað er að húsnæði spítalans og skipulagi. Reynir Arngrímsson Höfundur er prófessor við Háskóla Ís- lands, formaður Læknaráðs Landspít- alans og situr í deildarráði læknadeildar. Landspítalinn – sjúkrahús og háskóli Viðskiptafrelsi hverrar þjóðar er hornsteinn sjálfstæðis hennar og ákvarðanir í þeim efnum eiga að takast á heimavelli en ekki sem taglhnýt- ingar annarra þjóða eða ríkjasambanda. „Það stakk alltaf í augun að Rússar skyldu ekki beita okk- ur viðskiptaþvingunum,“ sagði for- maður Samfylkingarinnar, þegar hann fagnaði stuðningi Íslands við refsiaðgerðir ESB. Með þátttöku sinni í óskilgreind- um refsiaðgerðum eru Íslendingar að breyta um stefnu frá hlutleysi sem þeir hafa annars fylgt í slíkum málum allt frá stofnun sjálfstæðis landsins. Viðskiptaþvinganirnar eru algjörlega á forsendum Evr- ópusambandsins sjálfs og Íslend- ingar virðast engan hlut eiga í und- irbúningi þeirra. Ekkert mat virðist hafa verið lagt á það fyrirfram hver væri tilgangur þeirra, né áhrif eða afleiðingar. Á utanríkismálafundi nýverið þóttu það tíðindi að allir nefnd- armenn studdu aðild Íslands að refsiaðgerðum Evrópusambands- ins. Einstaka nefndarmenn voru þó með barnslegar væntingar um að Rússar myndu ekki taka neitt mark á þeim. Ísland úr Nató segir VG Þegar svo Rússar ákveða að taka nokkuð harkalega á móti verður uppi fótur og fit. Kafteinn Pírata skilur ekki tilganginn og spyr hvaða skilyrði Rússar þurfi að uppfylla til þess að viðskiptaþvingunum sé af- létt. „ Hver er krafan? Mér finnst hún ekki koma nægilega skýrt fram,“ segir hún Birgitta Jónsdóttir hefur barist fyrir málefnum Tíbets og gagnrýnt framferði Kínverja þar. Samt flytur hún ekki tillögur um viðskiptabönn á Kína. Formaður Vinstri grænna veit ekki hvort hún er með eða móti stuðningi við refsiaðgerðir Evrópu- sambandsins. „Ég hef nú sjálf haft fyrirvara við þessar viðskipta- þvinganir. Ekki bara aðild Íslands að þeim, heldur líka þvinga- nirnar í heild sinni,“ segir Katrín Jakobs- dóttir en flytur þess í stað góða tillögu um að Ísland segi sig úr Nató. Erum á leið í ESB, segir Árni Páll Formaður Samfylk- ingarinnar, Árni Páll Árnason, er sá eini sem er sjálfum sér samkvæmur. „Auðvitað styðjum við Evrópusam- bandið í refsiaðgerðum þess gegn Rússum“. Að hans mati erum við á leið inn í Evrópusambandið og því eðlilegt að við látum Evrópusam- bandið leiða okkur í þeim efnum. Sjálfsagt er að sækja um stuðning frá Evrópusambandinu til að bæta það tjón sem íslenskt þjóðarbú verður fyrir. Evrópusambandið ætlar jú að bæta öðrum leppríkjum sínum hundruð milljarða tjón sem þau verða fyrir vegna við- skiptabannsins og Ísland hlýtur að geta flotið þar með. Stuðningur við refsiaðgerðir ESB og viðskiptabann Rússa mun hinsvegar þrýsta okkur enn hraðar og dýpra í faðm Evrópusambands- ins, þótt umsóknin sé stopp. Sjálfstæðisbarátta eyríkja Við Íslendingar höfum þurft að berjast fyrir rétti okkar og sjálf- stæði sem strandríkis um yfirráð fiskveiðilögsögunnar og eðlilegri hlutdeild í deilistofnum eins síldar, makríls, loðnu og kolmunna. Þetta er hluti af fullveldisbaráttu okkar. Við höfum átt í harðri deilu við Evrópusambandið og einstök ríki innan þess um sjálfstæði og rétt okkar til veiða á makríl. Enn er þar ósamið og Evrópusambandið veifar refsivendi sínum um viðskipta- hindranir ef Íslendingar láta ekki að kröfum ESB. Færeyingar klókir Aðför ESB að sjálfsákvörðunar- rétti Færeyinga með allsherjar við- skiptabanni á fiskafurðir vegna síldar- og makrílveiða þeirra var gróf og miskunnarlaus. En Fær- eyingar sáu við þeim og í miðju við- skiptabanni ESB fóru þeir til Moskvu og sömdu um viðskipti með sjávarafurðir til næstu ára. Þeir fullvissuðu Rússa um að þeir myndu aldrei styðja refsiaðgerðir ESB. Þetta hefðum við átt að gera líka þegar ESB hótaði viðskiptabanni á Ísland. Átök Íslands og Færeyja við ESB hafa snúist um sjálfstæði og rétt strandríkis til að fara með ákvörðun og stjórnun fiskveiða í eigin lögsögu. Veiðar á makríl og markaðir í Rússlandi og öðrum Austur- Evr- ópulöndum skiptu okkur gríðar- miklu máli í endurreisn efnahags- kerfisins eftir hrun. Nágrannaþjóðir okkar, nema Færeyingar, brugðust þá við með hryðjuverkalögum og hótunum um viðskiptaþvinganir. Stöndum sjálfstæð á eigin fótum Nú koma menn fram af fullkom- inni vanþekkingu og segja ekkert mál að finna nýja markaði fyrir uppsjávarfisk eins og makríl inn í lönd Evrópusambandsins. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er um 20% tollur á makríl inn í ESB og refsivöndurinn á lofti ef við göngum ekki að kröfum þeirra um skiptingu makrílkvóta. Hvaða samningsstaða er það fyr- ir Ísland að þurfa að knékrjúpa fyr- ir ESB og biðja þá um að fella niður innflutningstolla á makrílafurðir? Íslendingar eiga að draga sig strax út úr refsiaðgerðum ESB. Það eru margþættir gagnkvæmir hagsmunir Íslands og Rússlands að halda áfram góðu samstarfi og við- skiptum eins og þjóðirnar hafa átt áratugum saman. Eftir Jón Bjarnason » Það er um 20% toll- ur á makríl inn í ESB og refsivöndurinn á lofti ef við göngum ekki að kröfum þeirra um skiptingu makríl- kvóta. Jón Bjarnason Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Það stakk í augun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.