Morgunblaðið - 15.08.2015, Page 22

Morgunblaðið - 15.08.2015, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 Margar stofnanir, félög og fyrirtæki eru rangt stafsett og mörgheita enskuskotnum nöfnum. Auk þess hafa skammstafanirfærst í aukana, svo sem SA, ESB, LÍÚ, AGS o.fl. Skammstaf-anir fara ekki vel í töluðu máli. Ríkisútvarpið er til dæmis oft kallað RÚV. Á vef þess er meira að segja hlekkur sem kallast „RÚV okkar allra“. Ný stofnun verður til við sameiningu Hafrannsóknarstofnunar og Veiði- málastofnunar. Sú stofnun hefur fengið nafnið Haf- og vatnarannsóknir. Erf- itt verður að heyra hvort um er að ræða rannsóknir eða stofnunina þegar haf- og vatnarannsóknir ber á góma. Þessi nafngift er því afleit. Þegar Arion banki fékk nafnið var gert grín að því. Menn kölluðu bankann Ara Jón en fáir vissu hvaðan nafnið Aríon kæmi. Einhverra hluta vegna var ákveðið að hafa erlendan rithátt; annars hefði hann heitið Aríonsbanki. Nafnabreyting á Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur hefur farið fyrir brjóstið á mér. Félagið var stofnað 1891 og starfaði undir þessu nafni fram til ársins 2006 þegar heiti fé- lagsins var breytt í VR sem á að standa fyrir virðingu og réttlæti. Ég skil ekki af hverju var þörf á þessari breytingu. Virðing og rétt- læti eru göfug orð en lýsa ekki beint starfsemi félags- ins. Það getur auk þess verið erfitt fyrir félagið að standa undir nafni. Ef ein- hverjum finnst forsvarsmenn þess sýna virðingarleysi eða ranglæti eru meiri líkur en minni á að því að það verði haft að háði og spotti. Umfjöllun um fé- lagið frá nafnabreytingu hefur sýnt að slík nafngift er varhugaverð. Annað sem stingur í augu er SkjárBíó. Þetta samsetta orð er út úr kú. Til eru fyrirmyndir eins og skjávarpi, skjámynd o.fl. Orðið brýtur einnig í bága við stafsetningarreglur þegar seinni liður þess er ritaður með stórum staf, en það eru erlend áhrif. Þeir sem þetta ákváðu vönduðu ekki til verka. Á Bylgjunni í sumar voru rúmin „frá Svefn & heilsu“ auglýst og eingöngu síðara orðið fallbeygt. Ég velti fyrir mér hvort þetta væri algengt og fann Fa- cebook-síðu verslunarinnar. Þar er ýmist skrifað „Svefn & heilsa“ eða „Svefn & Heilsa“ en síðari rithátturinn er enn eitt dæmi um stóran staf á röngum stað. Þessi villa finnst víða, sbr. Betra Bak, Rúm Gott og RB Rúm, sem og mismunandi ritháttur. Að lokum vil ég nefna nýjan lýðháskóla á Seyðisfirði sem hefur verið nefndur LungA. Nafnið er dregið af Listahátíð ungs fólks, Austurlandi, sem er einnig kölluð LungA. LungA er ekki nafn í mínum augum heldur röng skammstöfun. Almennt er rætt um skólann sem LungA-skólann eða LungA. Á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar er ritað „LungA skólinn“ með engu band- striki en „LungA Skólinn“ í næstu línu. Þetta vekur upp spurningar um hvort ekki sé þörf á að hamra á reglum um stóran og lítinn staf, notkun band- striks og mikilvægi samræmis ef hunsa á stafsetningarreglur. Hvaða nafn hentar best? Tungutak Eva S. Ólafsdóttir eva@skyrslur.is Skammstafanir hafa færst í aukana en þær fara ekki alltaf vel í töluðu máli. Innflutningsbann, sem rússnesk stjórnvöld settu ámatvöru frá Vesturlöndum fyrir ári sem andsvarvið refsiaðgerðum vegna aðgerða Rússa í austur-hluta Úkraínu og á Krímskaga hefur ekki reynzt auðvelt í framkvæmd vegna skipulegra tilrauna til að smygla matvörum inn í Rússland eftir öðrum leiðum m.a. í gegnum Hvíta-Rússland og Kazakhstan. En jafnframt hafa fyrirmæli Pútíns um eyðileggingu á slíkri matvöru valdið verulegri gagnrýni innan Rússlands og sumir greinendur telja að þau mótmæli muni aukast eftir því sem frekari fréttir berast af því að mat sé hent í stórum stíl. Þetta þýðir að innflutningsbannið og afleiðingar þess gætu valdið og eru kannski að valda usla innan Rúss- lands. Hið ársgamla innflutningsbann hefur leitt til þess að verðlag á matvælum í Rússlandi hefur hækkað að með- altali um 20%. Hver og einn getur séð hvers konar áhrif slík hækkun matvöru mundi hafa hér. Snemma á þessu ári hækkuðu sumar tegundir grænmetis í Rússlandi um 60%. Þegar innflutningsbannið var sett á hétu stjórnvöld í Rússlandi því að þau mundu vinna gegn verðhækkunum með því að auka framleiðslu heima fyrir og flytja matvörur inn frá öðrum löndum. Þannig jókst innflutningur frá Serbíu og Makedóníu um 35% og 200% á síðustu 12 mán- uðum. En jafnframt tók svarti markaðurinn til starfa og hóf innflutning á matvöru frá Vesturlöndum í gegnum Hvíta- Rússland og Kazakhstan. Á fyrstu sex mánuðum inn- flutningsbannsins jókst innflutningur frá Vesturlöndum til fyrrnefnda ríkisins um 141% og hins síðarnefnda um 108%. Þessar matvörur voru svo sendar til Rússlands. Þegar rússneskum stjórnvöldum tókst að stöðva þennan innflutning var farið að falsa upprunaskírteini. Það eru matvörur frá Vesturlöndum, sem hafa ratað með þessum hætti til Rússlands, sem nú er verið að henda. Þessar upplýsingar byggjast á greiningu sjálfstæðrar bandarískrar rannsóknarstofnunar sem nefnist Stratfor og var stofnuð af George Friedman sem athygli hefur vakið hin síðari ár vegna bóka, sem hann hefur skrifað um „geó-pólitíska“ stöðu heimsmála, þar á meðal bóka þar sem hann spáir fyrir um þróun mála á næstu áratugum. Stratfor bendir á að eyðing matvöru hafi kallað fram pólitísk mótmæli heima fyrir í þeim mæli að þau hafi kom- ið rússneskum stjórnvöldum á óvart. Yfir 285 þúsund ein- staklingar hafi skrifað undir áskorun á netinu þess efnis að þessi matur verði gefinn fátækum í stað þess að hann sé eyðilagður. Talið er að um 20 milljónir Rússa lifi nú undir fátæktarmörkum. Gagnrýnin á þessar aðgerðir er ekki takmörkuð við stjórnarandstöðuna í Rússlandi. Þekktur sjónvarpsmaður í Rússlandi og stuðningsmaður stjórnvalda, Vladimir Solovyov að nafni, hefur gagnrýnt aðgerðirnar og segist ekki skilja hvernig hægt sé að henda mat. Prestur í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur sagt það sama og segir að amma sín hafi kennt sér að það væri synd að henda mat. Ein ástæða fyrir þessum sterku viðbrögðum er að mati Stratfor að snemma á 20. öld og fram undir miðja öldina hafi milljónir dáið úr hungri í Sovétríkjunum. Sex millj- ónir manna hafi dáið á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri og í kjölfar byltingarinnar hafi orðið hungursneyð á ákveðnum svæðum. Þá hafi um 7 milljónir manna dáið þegar sovézk stjórnvöld keyrðu í gegn samyrkjubúskap í Kazakhstan, Úkraínu og á fleiri svæðum sem leiddi til matarskorts. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari hafi um 1,5 milljón manna dáið úr hungri vegna eyðileggingar styrjaldarinnar. Í kjölfar falls Sovétríkjanna hafi matvörur frá Vest- urlöndum flætt yfir Rússland og greiður aðgangur að matvælum hafi treyst ráðamenn í Rússlandi í sessi. Stratfor telur að þessar deil- ur innan Rússlands getið aukið á óánægju vegna versnandi efna- hagsástands og ráðamenn í Kreml hafi áhyggjur af því að slík óánægja geti leitt til vaxandi þjóðfélagslegs óróa. George Friedman spáði því fyrir nokkrum misserum að nýtt kalt stríð væri í aðsigi milli Vesturlanda og Rúss- lands og tæpast hægt að segja annað en að hann hafi reynzt sannspár miðað við stöðu mála í samskiptum Rússlands og Vesturlanda. En jafnframt lét hann í ljósi þá skoðun að Rússar mundu tapa því kalda stríð vegna þess að þeir hefðu ekki efnahagslegt bolmagn til þess að halda það út. Augljóst er að verðfall á olíu á heimsmark- aði sem nú er líklegra en áður að verði langvinnt m.a. vegna samkomulagsins við Íran, kemur mjög illa við efna- hag Rússa. Þetta mat Friedmans kemur heim og saman við þá heimssýn, sem blasir við frá Osló, og ráðamenn þar hafa látið í ljósi í einkasamtölum á undanförnum mánuðum. Þeir hafa sagt að áhugi Bandaríkjamanna á deilunum við Rússa sé takmarkaður vegna þess að þeir líti ekki svo á að Rússar ógni hagsmunum sínum þegar til lengri tíma sé litið. Þeir hafi einfaldlega ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Þess vegna beinist athygli Bandaríkjamanna meira að Kyrrahafi og Mið-Austurlöndum. Í grundvallaratriðum snúast deilurnar við Rússa þó um sambúð þjóðanna í Evrópu, sem Helmut Schmidt, fyrr- verandi kanslari Vestur-Þýzkalands, lýsti í stórmerkri ræðu á flokksþingi jafnaðarmanna hinn 4. desember 2011 á þann veg að hún hefði einkennzt af blóðugum átökum þjóðríkja í Evrópu, sem nú væru 40 talsins, um aldir. Ætli við Íslendingar kunnum fyllilega að meta þann frið sem við búum við vegna legu lands okkar hér norður í höfum? Innflutningsbannið veldur vandræðum innan Rússlands Matvæli hafa hækkað í verði að meðaltali um 20% og í stöku tilvikum um 60% Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Á Söguþingi 2012 gagnrýndiSkafti Ingimarsson sagnfræð- ingur bók mína um Íslenska komm- únista 1918-1998, en erindi hans er aðgengilegt á skemman.is. Hann benti að vísu ekki á neinar villur í henni, sem er fagnaðarefni, en hann kvað vænlegra til skilnings á komm- únistahreyfingunni íslensku að skoða hvers vegna hún naut mikils fylgis en að reyna að sakfella hana fyrir óeðlileg tengsl við valdhafana í Kreml. Skafti hefur bæði rangt og rétt fyrir sér. Hann hefur rangt fyrir sér: ég ætlaði ekki að skrifa almenna sögu kommúnistahreyfingarinnar ís- lensku, heldur einmitt skoða sér- staklega, að hve miklu leyti íslenskir kommúnistar væru kommúnistar, en þar skildi með kommúnistum og lýð- ræðisjafnaðarmönnum, að komm- únistar vildu ekki hafna með öllu of- beldi í stjórnmálabaráttu lýðræðis- ríkja ólíkt jafnaðarmönnum. Ég rannsakaði því sérstaklega ofbeld- isverk og ofbeldishugmyndir ís- lenskra kommúnista, tengsl þeirra við ofbeldisstjórnir og vörn þeirra fyrir slíkar stjórnir. Ég gengst fús- lega við því að ég skrifaði aðra bók en þá sem Skafti vildi að yrði skrif- uð. Skafti hefur líka rétt fyrir sér: ís- lenska kommúnistahreyfingin naut miklu meira fylgis en hreyfingar kommúnista í engilsaxneskum og norrænum grannríkjum okkar. Þetta þarf að skýra. Sjálfur nefnir Skafti að íslenskum kommúnistum hafi tekist að virkja hina sterku þjóðerniskennd Íslendinga sem spratt upp úr sjálfstæðisbaráttunni. Einnig hafi margir alþýðumenn stutt þá vegna baráttu þeirrar fyrir hagsmunum íslensks verkalýðs. Þeir hafi því sprottið upp úr íslenskum jarðvegi, ekki verið sendisveinar frá Rússlandi. Eitthvað er til í þessum skýring- um, en þær hrökkva samt ekki til. Kommúnistar fóru til dæmis fram úr jafnaðarmönnum í kosningunum 1942, en árin á undan höfðu þeir ekki beitt þjóðernisrökum, svo að heitið gæti. Þeir gripu til slíkra raka, svo að um munaði, eftir að Ísland komst á áhrifasvæði Bandaríkjamanna í kalda stríðinu. Þá varð „stéttabar- áttan“ að „þjóðfrelsisbaráttu“. Þetta skýrir því ekki góðan árangur þeirra í kosningunum 1937 og 1942. Og á Íslandi stóðu alþýðumenn frammi fyrir sama vali og í grannríkjunum milli kommúnista og jafnaðarmanna, sem hvorir tveggja sögðust berjast fyrir hagsmunum verkalýðs. Af hverju völdu tiltölulega fleiri alþýðu- menn hér á landi kommúnista? Þetta þarf að skýra. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Skýringar og sakfellingar FÁRÁNLEG VERÐ! ALLTAÐ 50% AFSLÁTTUR HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS 68.940 114.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.