Morgunblaðið - 15.08.2015, Page 24
Ég vil þakka Gunnari Stefánssyni,
Hjálmari Styrkárssyni og fleirum
fyrir að leiðrétta orðuvísu þjóð-
skáldsins og þýðingasnillingsins
Steingríms Thorsteinssonar. En
þeir sem búa afskekkt, utan net-
heima og fjarri bókasöfnum, eiga
erfiðara með upplýsingaöflun en all-
ur fjöldinn. Hefði þó getað hringt í
vísnafróðleiksfólk en í heyskap-
arönnum fórst það fyrir og bið ég
lesendur Morgunblaðsins velvirð-
ingar á því.
Afi minn, Indriði Þórkelsson á
Ytra-Fjalli í Aðaldal, orti daginn
sem andlátsfregn Steingríms spurð-
ist norður 23. ágúst 1913:
Andaðan Steingrím segir okkur
síminn.
Sá var til loka bragðmjúkur og
glíminn.
En hann sem tilbað hjartans unga
þráin,
hann var nú reyndar fyrir löngu dáinn!
Ýmsum bregst hugsun, enn þó ræði
og skrifi,
allmörgum tekst að deyja þó þeir lifi.
Honum tókst líka, – það sem auðnast
eigi
nema útvöldum fám – að lifa þó hann
deyi.
Indriði Aðalsteinsson,
Skjaldfönn.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Að lifa þó að hann deyi
Í Morgunblaðinu 5.
ágúst sl. birtist blaða-
greinin „Uppgangur
anarkista áhyggju-
efni“ eftir Guðmund
Jónas Kristjánsson.
Ég hvet öll þau, sem
að misstu af þessari
grein að fletta henni
upp.
Málið er alvarlegt
Það er rétt að það
er áhyggjuefni að um eða yfir 1/3
kjósenda samkvæmt skoðanakönn-
unum skuli velja Pírata. Þeir hafa
varla birt neitt, hvað þá um raun-
hæfar aðgerðir í aðalmálefnum
þjóðarinnar, nema þá að í stefnu-
festu sinni hefur flokkurinn lýst
því yfir að stefna hans gagnvart
ESB sé engin og aðrir verði að sjá
um málið. Hann hefur hins vegar
verið áhugasamur um birtingu
stolinna gagna í útlöndum og helst
að hýsa þjófana án þess að gera
grein fyrir því hvernig það gagnist
Íslandi. Það er ótrúlegt að hugs-
andi fólk vilji treysta slíkum fyrir
lífi sínu og fjöreggjum þjóðarinnar
og að landinu verði stjórnað af
stjórnleysingjum „og það þrátt
fyrir ýmis furðuáform þeirra svo
sem að íslamsvæða Ísland ásamt
öðrum vinstrisinnum“, eins og
Guðmundur sagði.
Heimilislausir
Mörg okkar sem kusum yfirleitt
eða alltaf Sjálfstæðisflokkinn höf-
um verið hálfheimilislaus síðan
Davíð Oddsson hætti sem foringi.
Þvert ofan í góð ráð Davíðs og
mörgum stuðnings-
mönnum flokksins til
mikils ama þá studdi
flokkurinn Icesave-
samningana sam-
kvæmt þá ísköldu
mati hans að sögn,
sem kjósendur hins
vegar höfnuðu með yf-
irgnæfandi meirihluta
og er ekki gleymt.
Flokkurinn hefur
misst hið pólitíska nef
og þá breiðu skír-
skotun sem hann
hafði sem flokkur
allra stétta og sem sverð og
skjöldur borgaralegra viðhorfa og
er nú einkum séður, e.t.v. að ein-
hverju leyti rétt- eða ranglátlega,
en engu að síður gjarnan séður
sem þröngur stuðningsflokkur við
banka og fjármagnseigendur og
einnig við vafasamt og óvinsælt
kvótasett fiskveiði-
stjórnunarfyrirkomulag, jafnvel
þótt vinstriflokkarnir eigi e.t.v.
stærstan hlut í því máli. Þá hefur
hann ekki enn skrúfað ofan af
gjörðum vinstristjórnarinnar sál-
ugu, en viðheldur stórríkisrekstri
þvert á gefin fyrirheit.
Á rangri braut
Við erum mörg sem erum held-
ur ekki sammála því að Sjálfstæð-
isflokkurinn styðji nú ESB, sem
hefur einmitt farið með viðskipta-
legum ófriði gegn okkur og að
hafa samþykkt að Ísland taki þátt
í viðskiptabanni þess gegn Rúss-
landi þvert ofan á hagsmuni lands-
ins. Hlutfallsleg áhætta og áhrif á
þjóðarhag eru miklu meiri hjá Ís-
landi en ESB svo að ekki er saman
við að jafna og því eðlilegt að
standa þar fyrir utan, aukinheldur
sem Rússar hafa lengi verið vin-
samleg viðskiptaþjóð okkar, ára-
tuga samband sem ástæðulaust er
að eyðileggja. Sjálfstæðisflokk-
urinn fer með fjármálaráðuneytið
og ætti frekar að hafa áhyggjur af
því að 30 milljarðar á ári hverfi úr
hagkerfinu ef Rússar setja á okk-
ur gagnbann. Það er eins og að
Icesave-matið sé aftur á ferðinni.
Almennt hefur flokkurinn verið
hægfara og ekki sýnt þá ákveðni
og einbeitingu sem þarf til þess að
taka fast á verkefnunum og að
þjóna hagsmunum almennings.
Það ber t.d. ekki vott um framsýni
að hann skuli ekki sinna málefnum
aldraðra og öryrkja vel og með því
gera þá kjósendur sér fráhverfa.
Þannig hefur flokkurinn pillað af
sér fylgið og mælist í sögulegu
lágmarki og tómarúm til hægri
skapast.
Óánægjan
Það er ljóst að almenn óánægja
er mikil og fylgi við Pírata er ein
birtingarmynd þess. Það sem lík-
lega ræður því er að þeir eru ann-
að en hinir flokkarnir þótt það sé
bara eitthvað og óskilgreint. Bull
og blaður hinna stjórnarand-
stöðuflokkanna hefur ekki heldur
aukið traust kjósenda á störfum
Alþingis, en það hefði átt að skila
sér að öðru jöfnu í auknu fylgi til
Sjálfstæðisflokksins, en Framsókn
er með óvinsæla ráðherra á sínum
vegum. Það er vitlaust gefið segir
fólk og óánægjan vex.
Uppbygging
Það sem vantar er stefnufesta
og praktískar lausnir byggðar á
frelsishugsjónum til heilla fyrir
borgarana. Peningarnir eiga að
liggja sem mest hjá fólkinu en
ekki hinu opinbera fyrir misvitra
stjórnmálamenn að skammta úr
hnefa að eigin geðþótta. Það þarf
aukna iðnvæðingu og einfaldara og
arðbærara umhverfi fyrir alla
starfsemi og að sníða stakk eftir
vexti.
Málefnin og vonin
Hægri grænir hafa haft stefnu-
skrá lausna frá stofnun flokksins
og er von þeirra, sem vilja heið-
arlegra þjóðfélag. Hægri grænir
eru í dag skuldugur lítill flokkur,
sem vantar afl til að komast aftur í
gang og berjast fyrir hugsjón-
unum. Gamalt stuðningsfólk jafnt
sem og öll þau sem vilja réttlátara
og skynsamlegra Ísland þurfa að
safna liði og hefna, eins og segir í
fornsögunum, en eitt fyrsta verk
flokksins, kæmist hann til áhrifa,
væri að afnema almennu verð-
trygginguna. Það er hægt að skrá
sig í flokkinn og veita stefnunni lið
með því að fara inn á xg.is. Margt
smátt gerir að lokum eitt stórt.
Oft var þörf, en nú er nauðsyn.
Það þarf að snúa hlutunum við.
Eftir Kjartan Örn
Kjartansson » Það sem vantar er
stefnufesta og
praktískar lausnir
byggðar á frelsishug-
sjónum til heilla fyrir
borgarana.
Kjartan Örn
Kjartansson
Höfundur er fv. forstjóri og Hægri
grænn.
Hvert viljum við stefna?
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015
Hannes Hlífar Stefánsson vann
annan sigur sinn á stuttum tíma er
hann varð efstur ásamt Þjóverj-
anum Michael Prusikin á opnu al-
þjóðlegu móti sem fram fór í fjalla-
þorpinu Bayerisch-Eisenstein í
Þýskalandi og lauk um síðustu helgi.
Hannes hlaut 7½ vinning af níu
mögulegum og tapaði ekki skák.
Með þessum sigri komst Hannes aft-
ur upp í 2.600 elo-stig og hækkar
talsvert á heimslistanum en til þess
að komast í hóp 100 stigahæstu
skákmanna heims er viðmiðið í dag í
kringum 2.650 elo stig. Alls tóku 96
skákmenn þátt í mótinu í Þýska-
landi.
Nokkrir af sterkustu skákmönn-
um þjóðarinnar hafa víða teflt und-
anfarið og kjörið er að fylgjast með
taflmennsku þeirra í beinum útsend-
ingum á hinum vinsæla vef Chess-
bomb en þar eru skákirnar jafn-
harðan sundurgreindar með
öflugustu skákreiknum.
Íslandsmeistarinn Héðinn Stein-
grímsson hefur setið að tafli á opnu
skákmóti i í Washington í Banda-
ríkjunum þar sem 56 skákmenn hófu
þátttöku og var Héðinn sá fimmti
stigahæsti í hópnum. Fyrirfram var
Gata Kamsky, einn öflugasti skák-
maður Bandaríkjanna um áratuga
skeið, talinn sigurstranglegastur og
það gekk eftir; fyrir lokaumferðina
var hann efstur ásamt Indverjanum
Arun Prasad, báðir með 6½ vinning.
Héðinn var í 9.-14. sæti með 5 vinn-
inga.
Í Riga í Lettlandi sitja þessa dag-
ana að tafli Hjörvar Steinn Grét-
arsson, Guðmundur Kjartansson og
Oliver Aron Jóhannesson. Þetta er
opið mót með 191 keppanda sem
skipulagt er af tækniháskólanum
þar í borg. Eftir sex umferðir er
Hjörvar með 4 vinninga, Guð-
mundur með 3½ vinning og Oliver er
með 2 vinninga.
Viðureign Olivers í Arons fyrstu
umferð við frægasta keppanda
mótsins, Alexei Shirov frá Litháen,
vakti mikla athygli fyrir fjöruga og
skemmtilega baráttu þar sem Oliver
Aron átti í fullu tré við Shirov en
missti af jafntefli þegar hann lék sín-
um eina ónákvæma leik í skákinni:
Riga 2015; 1. umferð:
Alexei Shirov – Oliver Aron Jó-
hannesson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7.
Df3
Enska árásin hefst með 7. Dd2 en
Shirov sneiðir hjá troðnum slóðum.
7. … b5 8. Rxc6 Dxc6 9. 0-0-0 b4
10. Rd5!?
Djarfar ákvarðanir haf löngum
verið aðalsmerki Shirovs. Þessi
mannsfórn leiðir til mikilla svipt-
inga.
10. … exd5 11. exd5 Db7 12. Bd4
d6 13. Bd3 Re7 14. Hhe1 Bd7 15.
Dg3 Dc7 16. He4 f6 17. Hde1 Bb5
18. Bxb5+ axb5 19. Hxe7+ Bxe7 20.
Dxg7 Hf8 21. Bxf6 Hxf6 22. Dxf6
b3!
Skemmtilegur leikur sem setur
Shirov í mikinn vanda.
23. c3 Hxa2 24. He3 Ha1+ 25.
Kd2 Ha2 26. Dh8+ Kd7 27. Dxh7
Hxb2+ 28. Kc1 Hc2+ 29. Kb1 Dd8
30. Df5+ Kc7 31. Df7 Kb6!?
Hann gat einnig leikið 31. … Kd7
og þá á hvítur varla neitt annað en
jafntefli með 32. Df5+ Kc7 33. Df7
o.s.frv.
32. Dxe7 Dxe7 33. Hxe7 Hxf2 34.
Hg7 Kc5 35. h4 Kc4
Þetta hróksendatafl er jafntefli
með bestu taflmennsku en aðgæslu
er þörf.
36. Hc7+ Kd3 37. g4 Hf4 38. Kb2
Hxg4 39. Kxb3 Ke4 40. c4 Hg3+ 41.
Kb4 bxc4 42. Kxc4
Svartur þarf enn að leysa nokkur
vandamál til að halda jöfnu.
42. … Hg4??
Tapleikurinn. Í varnarstöðu vinna
hrókarnir yfirleitt best á stóru
svæði. Jafntefli var að hafa með 42.
… Hg1! t.d. 43. +He7 Kf4 44. Kb4
Hc1 o.s.frv.
43. He7+ Kf5+ 44. Kb5 Kf6 45.
He6+ Kf7 46. Hh6 Ke7 47. Hh7+
– og svartur gafst upp.
Hannes Hlífar sigraði
á opna mótinu í Bay-
erisch-Eisenstein
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Félag eldri borgara í Reykjavík
Mánudaginn 10. ágúst var spilað-
ur tvímenningur á 14 borðum hjá
bridsdeild Félags eldri borgara í
Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 408
Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonss. 395
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 364
Jón Sigvaldason – Katarínus Jónss. 329
A/V
Guðm. Sigursteinss.– Björn Péturss. 391
Jóhann Benediktss. – Björn Arnarson 385
Friðrik Jóns. – Jóhannes Guðmannss. 375
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 366
Í skóginum leynast
margvísleg tré, stór
og smá. Ólíkar teg-
undir með misjafnt
vaxtarlag og fjöl-
breyttum greinum.
Öll eru þau þó sprott-
in úr sama jarðveg-
inum. Sum blómgast
vel, eru tignarleg,
berast á, halda lífi og
bera mikinn og góðan
ávöxt. Á meðan önnur ná sér aldr-
ei alveg almennilega á strik,
hrörna fljótt, visna og deyja.
Ástæðuna þekkjum við ekki.
Varla er við trén sjálf að sak-
ast? Ástæðan er ráðgáta sem okk-
ur er ekki gefið að skilja né út-
skýra með nokkru móti, þótt við
sannarlega vildum. Við setjum
okkur í stellingar, gerumst spek-
ingsleg, höldum ráðstefnur og
teljum okkur á stundum færast
nær svarinu.
Við erum sem blaktandi strá
Við erum líkt og greinar
trjánna. Einungis sem blaktandi
strá, sem reyna að
laufgast, ná áttum og
sanna okkur í lífsins
stormi og ölduróti.
En okkur tekst það
ekki alltaf og kannski
því miður sjaldnast
þrátt fyrir einlægar
tilraunir og einbeitt-
an vilja.
vernig sem allt
velkist í henni veröld
og okkur gengur og
líður hverju sinni –
munum þá bara að
dæma ekki trén í skóginum. Þau
eru bara eins og þau eru. Þau þarf
að rækta og að þeim að hlúa. Þau
þarfnast umhyggju eins og við. Að
á þau sé hlustað og mið tekið af
þörfum þeirra. Þau þurfa að læra
að lifa saman, vera vinir og standa
saman, þótt ólík séu.
Þurfum á
hvert öðru að halda
Trén í skóginum þurfa hvert á
öðru að halda til að komast af og
líða vel og til að mynda skjólgóðan
skóg sem ver fyrir óþægilegu og
óæskilegu áreiti.
Tölum því saman og knúsumst
þótt ólík séum og ósammála um
margt. Við erum nefnilega öll á
sömu leið með svipaðar þarfir og
þurfum hvert á öðru að halda.
Verum jákvæð, uppörvandi og
hvetjandi. Leitumst við að laða
það besta fram í eigin fari og
þeirra sem við umgöngumst, eru
okkur samferða og við eigum sam-
skipti við á ævinnar göngu á leið-
inni heim.
Ræktum garðinn okkar og njót-
um þess að ganga um hann og
vera í honum. Gleymum bara fyrir
alla muni ekki að reyta arfann.
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson »Dæmum ekki trén ískóginum. Þau eru
bara eins og þau eru.
Þau þarf að rækta og að
þeim að hlúa. Þau þarfn-
ast umhyggju eins og
við.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Greinar trjánna