Morgunblaðið - 15.08.2015, Page 26

Morgunblaðið - 15.08.2015, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 ✝ Björn ÓlafurÁsgrímsson fæddist að Ási í Hegranesi 13. des- ember 1920. Hann lést á Heilbrigð- isstofnunni á Sauð- árkróki 29. júlí 2015. Foreldrar Björns voru Stef- anía Guðmunds- dóttir, f. í Ási 16. desember 1885, d. 8. júlí 1944, og Ásgrímur Einarsson, bóndi og skipstjóri, fæddur á Illuga- stöðum í Flókadal 1. maí 1877, d. 6. mars 1961. Systkini Björns voru: 1) Jóhanna Guðmundína, f. 5. desember 1909, d. 30. sept- ember 1962. 2) Þórhallur, f. 8. september 1911, d. 23. október 1925. 3) Einar, f. 16. apríl 1913, d. 20. nóvember 1976, kvæntist í marga áratugi, var nokkrar vetrarvertíðir í Vest- mannaeyjum á árunum eftir stríð, vann almenna verka- mannavinnu, m.a. fyrir sveitar- félagið, (girðingarvinnu o.fl.), vélavinnu fyrir Búnaðarfélagið á Sauðárkróki mörg sumur, stundaði sjó á trillu sinni í mörg ár, einn eða með öðrum og ekki síst var Björn frí- stundabóndi á Sauðárkróki alla tíð meðan heilsa og kraftar leyfðu. Björn starfaði lengi með Skátafélaginu Eilífsbúum á Sauðárkróki og heiðraði félagið hann fyrir störf sín. Á efri ár- um tók Björn gjarnan þátt í samkomum og innanlands ferðalögum eldri borgara á Sauðárkróki. Björn var einhleypur og barnlaus, móðir hans dó 1944, hann hélt heimili í Ártúni með föður sínum og systur meðan bæði lifðu, en bjó þar síðan einn í ríflega hálfa öld. Útförin fer fram frá Sauðár- krókskirkju í dag, 15. ágúst 2015, kl. 11. Sigríði Ásu Gísla- dóttur, f. 23. mars 1911, d. 10. maí 1990, sonur þeirra Gísli, f. 5. júní 1948, kvæntur Sig- rúnu Benedikts- dóttur, f. 4. febr- úar 1949, börn þeirra Ása Björk, f. 1979, og Einar Örn, f. 1983. 4) Herdís, f. 9. nóv- ember 1914, d. 28. janúar 1915. Björn ólst upp í Ási og á Reykjum á Reykjaströnd. Flutti með fjölskyldu sinn í Suðurgötu 14 (Ártún), á Sauðárkróki 1931 og bjó þar alla tíð síðan. Björn hlaut venjubundið heimanám/farkennslu þess tíma. Hann stundaði síðan öll venjuleg störf, m.a. á Slátur- húsi KS á Sauðárkróki öll haust Látinn er í hárri elli kær frændi, Björn Ásgrímsson, eftir erfið veikindi síðustu misserin. Björn hef ég þekkt náið frá frumbernsku, sumardvalir mínar með Bjössa fylltu tuginn. Í Ár- túni voru hlutir í föstum skorð- um. Afi Ásgrímur stjórnaði bú- rekstri, bjó með börnum sínum Birni og Jóhönnu eftir ótíma- bært lát konu sinnar Stefaníu. Í raun var aldrei neinu breytt í Ár- túni eftir hennar dag. Í afa Ás- grími bjó vísdómur kynslóðanna. Lífsreglur og góða siði þurfti ekki að orða. Suðurgatan var minn heimur. Við fjögur sváfum á suðurloftinu, nánast undir fótendanum á rúmi mínu var hænsnakofinn og vaknað við fyrsta hanagal. Á gamla Krókn- um voru yfir 100 kýr, flestir héldu hænsn, margir sauðfé og fáeina hesta, margir réru til fiskjar. Þótt afi Ásgrímur væri höfuð fjölskyldunnar og ímynd lífsvisk- unnar var Bjössi frændi mín hetja. Hann kunni allt. Trillu- karl, skaut svartfugl, veiddi sil- ung, keyrði gamla Ford, einnig traktora Búnaðarfélagsins, kunni að strekkja girðingar, reið út. Grannholda, léttur á sér, nautsterkur og gamansamur. Og svo las hann allt og vissi. Bjössi frændi kunni náttúruna. Hann las í fiskifluguna og fluguna á mykjuskáninni, einnig músa- ganginn. Veðrið af skýjafari á Mælifellshnjúk og Tindastól. „Sumartungl er kviknar í suðri veit á gott sumar“. Notaði gjarn- an gömlu mánaðaheitin, fannst þau betur lýsa árinu. Í Suðurgöt- unni var allt samhengi sem máli skipti, frá vöggu til grafar. Fæðukeðjan, sambandið við jörðina og skepnurnar. Allt sem er í tísku núna, sjálfbærni, grænt hagkerfi, gagnsæi, „slow food“, allt var það á gamla Krók fyrir meira en hálfri öld. Lítill heimur en fullsköpuð algild heimsmynd. Síðustu ár Bjössa frænda voru erfið. Langvarandi, ólæknandi heyrnardeyfa varð alger. Bjössi sætti sig ekki við ellihrumleik- ann. Hélt búskap áfram langt umfram getu og annað gott fólk sá í raun að mestu um. Stundum varð að taka fram fyrir hendur hans svo honum þótti að sér veg- ið og varð þeim stundum „verst- ur er hann unni mest“. Löngu tímabær förgun bústofns Bjössa frænda kom í minn hlut. Byrjun október en fagur sumardagur. Eftir ferðina á Sláturhúsið hitti ég Bjössa á Sjúkrahúsinu, fékk honum skilagreinina. Báðum leið jafn illa. Ég, af öllum mönnum, hafði klippt á sjálfan lífsþráð Bjössa frænda. Kvöddumst eins og alltaf, „þar fór góður stofn“ sagði Bjössi. „Ætlar þú svo að lofa mér því að molda yfir mig,“ bætti hann við. Í þéttu faðmlaginu bæði væntumþykjan og örvæntingin yfir því að nú væri öllu lokið. Þung voru sporin frá Bjössa frænda það kvöldið. Ég vil þakka öllu því góða fólki á Króknum sem sýnt hefur Bjössa Ásgríms ótrúlega hjálp- semi og skilning gegnum tíðina. Að öllum ógleymdum, Þorbjörg (Obba) Ágústsdóttir og Reynir maður hennar og umfram allt Ingimar Jóhannsson og Kristín (Stína), en þau hjón hafa í raun vakað yfir hverju skrefi Bjössa frænda í áratugi og verið honum innan handar um flesta hluti. Að leiðarlokum, dýpsta þökk til elsku frænda fyrir öll árin, ómetanlegt og ríkulegt vega- nestið til lífsgöngu minnar. Laus úr viðjum stendur hann nú keik- ur vid gömlu Hlíðarendaréttina, brosir á eftir fénu upp í Hálsa. Það „skín við sólu Skagafjörð- ur“, hlýtt. Góð spretta, sumir farnir að slá. Útlitið harla gott enda kviknaði sumartungl í suðri. Gísli Einarsson. Björn Ásgrímsson er látinn – í hárri elli. Í næstum 36 ár bjugg- um við í húsum sem standa hvort sínu megin við götuna – og okkur var vel til vina. Bjössi var góður nágranni sem kippti sér ekki upp við kis- ur, hunda og börn sem voru að þvælast í kringum húsið hans – þó sérvitur væri hann í daglega lífinu. Hann bjó við kindur og hross á Nöfunum og um það snerist að mestu allt hans líf, alveg til síð- asta dags – að fara upp á Móa og hvernig gengi á Móunum. Þó stundaði hann nokkuð fé- lagsstarf eldri borgara og var m.a. um tíma í kórnum og hafði af því mikla ánægju. Bjössi var glaðlyndur og með góðan húmor og hann hafði frá mörgu að segja sem gaman var að hlusta á, en heyrnin hjá hon- um var orðin afar léleg svo veru- lega dró úr samskiptum. Líf hans var orðið erfitt í lokin. Hug- urinn var fullur af búskapar- áhuga en getan engin – það gat hann ekki sætt sig við og erfitt var að upplifa með honum. Gísli bróðursonur hans var honum afar kær og hugleikinn og var hann ásamt fjölskyldu sinni vakinn og sofinn yfir vel- ferð Bjössa. Bjössa verður saknað úr Suðurgötunni – en þar bjó hann alla tíð eftir að hann fluttist á Krókinn, einbúi á númer 14 í meira en hálfa öld. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðárkróki, saddur líf- daga þann 29. júlí sl. Við þökkum stundirnar sem við áttum og gleymum þeim ekki. Ástvinum hans sendum við samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning vinar og nágranna – Björns Ásgrímsson- ar. Kristín, Ingimar, Júlíana og Sóley. Björn Ólafur Ásgrímsson Elsku Katrín, stóra frænka mín, mikið er erfitt að missa þig frá okk- ur. Ég vildi óska þess að ég vaknaði upp og að þetta hefði bara verið hræðilegur draumur en ég veit að svo er ekki. Mig langar bara að þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar sem við áttum saman með okk- ar frábæru fjölskyldu og vinum í gegnum árin og þakka þér fyrir að hafa alltaf verið svona góð við mig jafnt sem alla aðra. Ég er svo þakklát að hafa feng- ið að eyða þessum dýrmætu tímum með þér í Hólagerðinu þar sem allir eru vanir að hitt- ast, hvort sem það er dýrindis matur hjá Gestnýju frænku eða bara til að hlæja og knúsast. Ég hef alltaf litið á þig sem stóru systur mína og hef ávallt litið upp til þín fyrir að vera svona dugleg og með svo heil- brigða sýn gagnvart lífinu. Katrín Ólöf Böðvarsdóttir ✝ Katrín ÓlöfBöðvarsdóttir fæddist 19. nóv- ember 1980. Hún lést 22. júlí 2015. Útför Katrínar Ólafar fór fram 30. júlí 2015. Ekki hafa áhyggj- ur af strákunum þínum, ég mun gera mitt besta til að passa upp á þá. Við frændsystkinin erum náin og stöndum saman. Þú tókst veikindum þínum með svo miklu æðruleysi og styrk að það er aðdáunarvert, það var líka alltaf stutt í húmorinn hjá þér, meira að segja síðustu dagana. Eins erfiðir og þungir sem síðustu dagarnir voru áttir þú ekki í vandræðum með að finna góðar sögur af Siggu ömmu eða fyndna brandara. Til dæmis vorum við nokkrum dögum áð- ur en þú kvaddir að segja sögu af því hvað Sigga amma var lé- leg að henda mygluðum mat í ruslið. Svo sagðir þú okkur frá því þegar þú ætlaðir að fá þér kokkteilsósu hjá henni, þegar þú varst yngri, en það var kom- in græn mygla yfir sósuna og Sigga amma skóf bara mygluna af og sagði: „Gjörðu svo vel. Þetta ætti ekki að gera nein- um mein.“ Svo segir þú við okk- ur á sjúkrabeðinum „og við er- um öll sprelllifandi enn“. Já, þú skilur eftir þig stórt skarð sem ekki verður hægt að fylla en við höldum ótrauð áfram og lifum þessu lífi sem við best getum og ég get sagt þér að ég mun alltaf hugsa til þín á hverjum degi, elsku frænka. Nú kveð ég þig í bili og minnist þín með gleði í hjarta þangað til næst. Ó, sláðu hægt mitt hjarta og hræðstu ei myrkrið svarta. Með sól og birtu bjarta þér birtist vor á ný. Og angan rósa rauðra, mun rísa af gröfum dauðra. Og vesæld veikra og snauðra mun víkja fyrir því. Um daga ljósa og langa er ljúft sinn veg að ganga með sól og vor um vanga og veðrin björt og hlý. Þá rís af gömlum grunni hvert gras í túni og runni. Hún, sem þér eitt sinn unni, elskar þig kannske á ný. (Steinn Steinarr) Þín frænka, Sigurbjörg Sandra. Með örfáum orðum langar okkur bekkjarsystkinin að minnast Katrínar Ólafar. Allar minningarnar um in- dæla stúlku eru ljúfar og góðar, allir voru vinir hennar. Afmæl- isveislurnar hjá Katrínu standa upp úr hjá okkur öllum, þvílík skemmtun. Einnig munum við vel þegar Katrín lét klippa hnausþykka hárið sitt og hafði hún áhyggjur af því að halda ekki haus og gerði mikið grín að sjálfri sér. Ekki má gleyma því að minnast á Ronju ræningjadóttur því að Katrín kynnti okkur fyrir henni og fengum við að horfa á þá mynd á sænsku í dönskutíma og þann vetur var mikið notað akkuru, akkuru og rassálfa- brandararnir komu á færibandi. Katrín var einhvern veginn bara í öllu, íþróttum, skátum og tónlist, og hreinlega gat þetta allt og átti vini á öllum stöðum. Þegar við bekkurinn hitt- umst 1998 mætti Katrín og mikið var gaman að hitta hana og það sem hún var stolt að segja okkur frá honum Þórólfi sínum. Mikið er ósanngjarnt að kalla konu í blóma lífsins burt frá fjölskyldunni sinni, manni og tveimur litlum drengjum. Elsku Þórólfur, Matthías Örn, Benedikt Arnór, Böðvar Örn, Gestný, Sigurjón Örn og fjölskylda, missir ykkar er mestur, biðjum við góðan Guð að veita ykkur styrk og von. Minningin um yndislega stelpu lifir í hjörtum okkar. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd árgangs 1980 Blönduskóla, Þórdís Erla. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐNI ÞORGEIRSSON, fv. kaupmaður og skrifstofustjóri Kaupmannasamtaka Íslands, Borgarholtsbraut 71, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum að morgni sunnudagsins 2. ágúst, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 19. ágúst kl. 15. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. . Ingibjörg Þorkelsdóttir, Þorkell Guðnason, Stefanía Halla Hjálmtýsdóttir, Kristín Guðnadóttir, Ásbjörn Björnsson, afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA K. JÓNSDÓTTIR, dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi, áður Tjarnarási 16, lést á Sjúkrahúsi Stykkishólms 9. ágúst. Útför hennar fer fram frá Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 18. ágúst kl. 14. . Jón Ólafur Jónsson, Hannesína R. Guðbjarnad., Þorgerður Steinþórsdóttir, Bjarni Friðrik Garðarsson, Jónas Steinþórsson, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Þ. Ellert Steinþórsson, María Steinþórsdóttir, Ásgeir Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, afi og langafi, PÁLMI K. ARNGRÍMSSON garðyrkjumeistari, Snorrabraut 58, Reykjavík, lést á Droplaugastöðum 8. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 19. ágúst kl. 15. . Arngrímur Friðrik Pálmason, Helga Ingunn Pálmadóttir, Þórdís Rut, Bryndís Gyða, Helga Matthildur, Katariya Helga og Kári Valur. Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, áður til heimilis á Mánavegi 1, Selfossi, lést að Fossheimum fimmtudaginn 13. ágúst 2015. Útförin fer fram í kyrrþey að hennar ósk. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á vinafélag Ljósheima og Fossheima. . Einar Sigurðsson, Vilborg Árný, Sigurður Kristinn, Jarþrúður, Margrét og Sonja Ingibjörg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.