Morgunblaðið - 15.08.2015, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015
✝ Eiríkur Vern-harðsson fædd-
ist á Selfossi 29.
maí 1968. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ 4.
ágúst 2015.
Foreldrar hans:
Gyða Guðmunds-
dóttir, f. 19. desem-
ber 1932, og Vern-
harður Sigurgríms-
son, f. 23. janúar
1929, d. 5. febrúar 2000, bænd-
ur í Holti í Flóa. Systkini Eiríks
eru Guðbjörg, f. 28. febrúar
1956, Sigurgrímur, f. 7. janúar
1958, d. 9. ágúst 1992, var
er hann hafði aldur til. Eftir
grunnskólanám lærði hann
húsasmíði hjá Agnari Péturs-
syni á Selfossi og starfaði við
smíðar um árabil. Einnig rak
hann vinnuvélafyrirtæki með
Sigurgrími bróður sínum um
tíma.
Árið 1995 greindist hann með
MS-sjúkdóm sem markaði líf
hans verulega frá því allt til
dauðadags.
Eiríkur hafði mikinn áhuga á
andlegum málefnum og leitaði
sér þekkingar á þeim meðan
hann hafði heilsu til. Hann
stundaði nám í íslensku við Há-
skóla Íslands um tíma. Eiríki lét
vel að tjá hug sinn í ljóðum og
gefin var út ein bók með hluta
ljóða hans.
Útför Eiríks fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 15. ágúst 2015,
kl. 12.30. Jarðsett verður í
Stokkseyrarkirkjugarði.
kvæntur Herborgu
Pálsdóttur,
Guðmundur, f. 17.
september 1962,
kvæntur Sigríði
Helgu Sigurð-
ardóttur, Katrín, f.
13. nóvember 1964.
Synir Eiríks eru
Vernharður Tage,
f. 15. nóvember
1989, móðir hans er
Ágústa Olesen, og
Brynjar Kári, f. 31. maí 1992,
móðir hans er Aðalheiður Þórð-
ardóttir.
Eiríkur ólst upp í Holti og
stundaði hefðbundin sveitastörf
Elskulegur bróðir og mágur.
Þú varst léttur og brosmildur
bróðir í æsku. Sem ólst upp í
stórum barnahópi á þríbýlinu
Holti í Flóanum. Í allt vorum við
16 systkinabörn sem ólumst upp á
hlaðinu í Holti eins og við kölluð-
um það. Þar var margt brallað við
leik og störf. Þú varst í yngri kant-
inum í hópnum.
Þegar þú varst sem mest í lík-
amsrækt fyrir tvítugt sagðir þú
frá því með stolti að þú skokkaðir
frá Stokkseyri upp að Holti sem
eru um 7 kílómetrar. Á tímabili
vannst þú við túnþökuskurð og
sölu. Það var ekki aldeilis létt
vinna, að moka þökum á bretti.
Uppúr tvítugu varstu farinn að
finna fyrir slappleika og öðrum
líkamlegum einkennum sem voru
ólík þeirri hreysti sem þú bjóst yf-
ir. Á þessum tíma fannst þér þú
vera hálfgerður aumingi að geta
ekki hitt og þetta. Þegar þú varst
greindur með MS-sjúkdóminn,
fannst þér það á vissan hátt léttir
að vita það, að þetta væri ekki
bara aumingjaskapur.
Það var mikið á þig lagt á sjúk-
dómsgöngu þinni, séð frá sjónar-
hóli okkar sem köllum okkur heil-
brigð. En þú lagðir þig fram, um
að nýta og njóta þess sem þú hafð-
ir getu til, allan sjúkdómsferillinn.
Þú lifðir fyrir sólargeislana þína,
strákana Venna Tage og Brynjar
Kára. Jákvæðni og bjartsýni voru
þín sterkustu vopn, ásamt húmor
og sterkum lífsvilja.
Sorgin á sér margar myndir og
við fundum vissulega fyrir henni
við að horfa upp á þig missa mátt
og verða ósjálfbjarga. Það bland-
ast þeirri sorg sem við finnum
þegar þú ert farinn. Nú hugsum
við til þín með hlýhug og trúum að
þú sért á betri stað, laus úr fjötr-
um sjúks líkama. Guð blessi þig í
kærleiksljósi sínu.
Hér fylgir með ljóð eftir þig úr
ljóðabókinni Athyglivert. Ljóðið
heitir Heim.
Ég er á leiðinni heim.
Hvenær og hvernig veit ég ekki.
En minn staður eins og allra annarra
er í faðmi Guðs.
Ég er blóm
í garði lífsins
og þarf vökvun.
Hún er til staðar
En hvernig á að nálgast hana er
þrautin þyngri.
Kveðja,
Guðmundur og Sigríður
Helga
(Mummi bróðir og Sigga
Helga mágkona).
Glaður, hláturmildur, fallegur,
léttfætur átta ára gamall strákur.
Brosið einstaklega fallegt. Þannig
var Eiríkur þegar ég kynntist
honum fyrst. Yngstur fimm systk-
ina. Hæfileg stríðni í gangi í hópn-
um. Græskulaus þó.
Árin liðu. Á unglingsárunum
var breakdans það heitasta. Eirík-
ur fimur, sterkur, einn af þeim
bestu.
Reiðtúrar, fjallferð. Eiríkur ná-
tengdur náttúrunni og sveitinni
sinni. Stundaði nám í húsasmíði
og vann við smíðar í nokkur ár.
Einnig við rekstur vinnuvéla og
túnþökusala með Sigga bróður
sínum. Alltaf virkur. Alltaf á
hreyfingu.
Svo varð breyting. Þrekið var
ekki það sama. Ýmis einkenni
leiddu loks til greiningar.
MS-sjúkdómur. Eiríkur samt í
aðra röndina feginn að fá úrskurð-
inn. Þetta var þá ekki tóm vitleysa
eða ímyndun. Við tóku önnur
verkefni. Nægur tími til samvista
við synina tvo sem hann var svo
stoltur af.
Ræktaði andann og sálina.
Leitaði svara við gátum lífsins.
Stundaði nám við Háskóla Ís-
lands. Orti ljóð. Alltaf vongóður
um lækningu. Bjartsýnn. Stutt í
grín og gaman.
Eiríkur var þrotinn að kröftum
þegar hann kvaddi. Síðustu árin
dvaldi hann á hjúkrunardeildinni
Brekkubæ. Naut umhyggju og
hjúkrunar þar sem seint verður
fullþökkuð. Eftir stendur minning
um drenginn unga sem hljóp og lék
sér glaður og kátur en einnig
manninn sem tók örlögum sínum
af einstökum skapstyrk. Var okkur
hinum fyrirmynd á svo margan
hátt.
Veri Eiríkur mágur minn kært
kvaddur og Guði falinn.
Herborg Pálsdóttir.
Nú er fallin frá góður drengur
úr frændsystkinahópnum frá
Holti. Við bjuggum í okkar eigin
litla samfélagi þar sem þrír bræð-
ur ásamt eiginkonum og sextán
börnum deildu lífi sínu og lífsaf-
komu.
Við krakkarnir ólumst upp
saman og byrjuðum öll snemma
að vinna við búið, reka kýrnar,
gefa lömbunum, mjólka, laga girð-
ingar, tína grjót og heyskapurinn
skipaði stóran sess. Svo var auð-
vitað mikið leikið og skroppið á
hestbak.
Eiríkur var ekki bara frændi
okkar. Hann var líka strákurinn í
næsta húsi, leikfélagi, skólabróðir
og vinur. Það er ómetanlegt að
hafa fengið að alast upp við þessar
aðstæður með Eiríki og öllum hin-
um.
Það var alltaf sól í minningunni
um Eirík. Hann var sterkur og
klár, góður í öllu og hafði óbilandi
sjálfstraust. Hann var auk þess
mjög hugsandi ungur maður og
fór snemma að rækta andann og
kynna sér andleg mál. Minningar
um hressa, duglega og lífsglaða
frænda okkar Eirík lifa.
Minningin frá köldum vetrar-
kvöldum þegar við fórum í leið-
angra á skautum á ísilögðum
skurðum og smátjörnum. Við lág-
um á bakinu á ísnum og horfðum
upp í stjörnurnar og fannst við
næstum heyra þær snarka, svo
bjartar voru þær. Bæjarljósin í
Holti voru leiðarljósið á leiðinni
heim.
Minningin um stoltan ferming-
ardreng með hvolp í fanginu. Um
reiðtúr eitt sumarkvöld angandi
af grasi og mold, fuglasöngur í
eyrunum og vindur í hárinu þegar
Lappi náði mink í Breiðumýrar-
holti, eigandinn ekki lítið ánægður
með sinn frækna veiðihund.
Minning um Eirík sitjandi á
Smára gamla á leiðinni í göngur,
spenntan og glaðan á leið í æv-
intýr upp til fjalla. Frá því við rið-
um saman á hestamannamót á
Murneyrum, mamma kom með
nesti og Eiríkur þáði kaffi með
pönnukökunum á meðan við syst-
ur sötruðum kakóið okkar.
Minning um áræðinn ungan
mann sem var farinn að reka fyr-
irtæki, okkur systrum fannst
hann allt í einu orðin fullorðinn og
ábyrgðarfullur, skrefi á undan
okkur sem sátum enn á skólabekk
og höfðum helst áhyggjur af
heimalærdómi og fatavali.
Minning um ungan mann sem
allt í einu var orðinn veikur en tók
því af miklu jafnaðargeði og hélt
gleðinni þrátt fyrir erfiðleika.
Æðruleysi Eiríks og afstaða til
lífsins, þrátt fyrir veikindi og
brestandi heilsu, var aðdáunar-
vert.
Heimsóknir til hans urðu til
þess að við endurskoðuðum lífið
og öll vandamál urðu léttvægari.
Lærum af honum, njótum hverrar
stundar, njótum samvista við þá
sem við elskum á meðan við get-
um og lifum lífinu á meðan við höf-
um tækifæri til.
Minningin um Eirík mun lifa
með okkur öllum. Við sendum
Venna Tage og Brynjari Kára
frændum okkar og fjölskyldunni í
Holti II innilegar samúðarkveðjur.
Vertu blessaður, Eiríkur, og
takk fyrir allar samverustundirn-
ar.
Systkinin frá Holti III.
Unnur, Ásmundur,
Guðlín, Ingveldur,
Ingibjörg og Sigurgrímur.
Eiríkur minn kvaddur. Ég
kynntist bróður hans á námskeiði
hjá mér, en hann kvaddi skyndi-
lega 1992 ef ég man rétt. Þá hittist
hópurinn hans til að biðja fyrir
honum. Þegar ég kem út á Vífils-
staðaveginn, ég á litla rauða bíln-
um mínum, þá er flautað á mig og
bent á hjólið og ég stoppa í veg-
kantinum. Kom þá til mín fallegur
ungur maður og segir „það er
sprungið hjá þér“ og ég segi „Ó,
Guð hvað geri ég þá?“ Þá segir
hann „ég skipti“, sem hann og
gerði. Hver ert þú, spyr ég. Segir
það þér eitthvað að ég er Vern-
harðsson? „Vá, ég var að koma frá
því að biðja fyrir bróður þínum.
Ég veit hver þú ert.“ Síðan kom
þessi djúpa vinátta við hann og
fólkið hans. Síðan kom hann inn í
félagið mitt og var mikil hjálpar-
hella þar. Hann leigði líka íbúðina
mína á loftinu svo við kynntumst
enn betur. Síðan fylgdist ég með
veikindum hans sem komu allt of
snemma. Við fórum víða í ferðir
um landið saman til að skoða álfa
og furðuverur. Við fórum alltaf á
Jónsmessu til Þingvalla til að
fagna nýjum degi. Við hittumst
alltaf á sumarsólstöðum og vetr-
arsólstöðum og hann var hrókur
alls fagnaðar.
Hann var hagmæltur, ljúfur og
virkilega góð manneskja. Hann
átti auðvelt með að kynnast fólki
og það þótti öllum vænt um hann.
Að leiðarlokum þakka Lífssýnar-
vinir kærum vini fyrir samfylgd-
ina. Okkur þykir vænt um þig og
þína. Góða ferð inn í ljósheima.
Erla Stefánsdóttir.
Það er komið að kveðjustund.
Það er erfitt að kveðja ungan
mann og auðvitað ungur enda er-
um við jafnaldrar. Þitt hlutverk
var óvenjulegt, hlutverk veikinda
sem smám saman drógu alla færni
og mátt úr þér og möguleika að
njóta lífsins. Möguleika að gera
það sem þér fannst svo skemmti-
legt, það var að spjalla, spá og
horfa á allar myndir sem komu út
á DVD. Það sem þú fékkst þó í
gjöf sem margir óska sér heitast
að eignast, svona fyrir utan þitt
góða geðslag voru tveir fallegir og
vel heppnaðir drengir. Ég veit
best eftir spjall okkar á erfiðum
stundum á Grensási að þeir voru
þér allt. Það er erfitt fyrir tvo
unga menn að kveðja föður sinn.
Tíminn er skrítinn og örlögin leika
oft á okkur, það sem þú hefðir vilj-
að gera en gast ekki, held ég samt
að þú hafir náð að gera, það er að
skilja eftir góða unga menn sem
eru svo heppnir að hafa ása á
hendi og nú er það þeirra að spila
úr lífinu. Þeir fengu öll bestu spil-
in til að gera það vel. Ég stríddi
þér oft á að þú væri svoddan
mömmudrengur en þér leið vel
þegar veikindin herjuðu á þig að
komast til mömmu þinnar um
helgar og hún stjanaði við þig.
Það er erfitt fyrir móður að
kveðja son sinn og það í annað
sinn á ævinni.
Í dag kveð ég góðan vin, margt
höfum við brallað og ég man
ennþá eftir kaffihúsaferðum og
góðu spjalli á Sléttuveginum. Man
eftir frábærri kvöldvöku þar sem
kvennakórinn Heklurnar hélt sína
fyrstu tónleika og styrkti þig til að
komast til Kaupmannahafnar
með strákunum þínum, þær eru
ennþá að undrast á því hvernig
þær komust í gegnum 600 manna
kvöldvöku og nýbyrjaðar að æfa,
þær stóðu sig vel ásamt fullt að
fólki sem gerði þessa kvöldvöku
eftirminnilega. Eftirminnileg ferð
var farin sem lifir sem góð minn-
ing. Árin hafa liðið og þú orðið
veikari og smám saman finnst
mér ég hafa tapað gamla og góða
Eiríki.
Í dag heyri ég hlátur þinn og
tíst, grínið og glensið. Mér er
minnisstætt þegar ég missti þig á
bílaplani og þú og ég lágum í göt-
unni og gátum okkur ekki hreyft,
fyrst vegna þess að þú lást ofan á
mér og hvorugt okkar með mátt
til að standa upp og svo síðan hlát-
urskastið þegar við uppgötvuðum
þessa fáránlegu stöðu, sem betur
fer hlæ ég hátt og mikið og ein-
hver rann á hljóðið. Það er mér og
öðrum til eftirbreytni að láta það
jákvæða skína, brosa og hlæja á
gleðistundum, það gast þú svo
vissulega minn kæri. Þú áttir þér
drauma og þrár og ég vona það
svo innilega að þú sért að dansa og
njóta þín í nýjum heimkynnum.
Ég mun í dag, jarðarfarardag
þinn, fá þann heiður að bera þig
síðasta spölinn með drengjunum
þínum og góðu fólki. Sendi sam-
úðarkveðjur til allra sem að þér
standa, farðu í friði, elsku vinur.
Þín,
Elísabet Reynisdóttir.
Árið 2002 hringdi vinur minn í
mig og spurði hvort ég gæti að-
stoðað fatlaðan mann yfir helgi.
Hann væri að fara í Sólheima í
Grímsnesi þar sem Líknar- og
vinafélagið Bergmál var með or-
lofsviku fyrir langveikt fólk. Það
stóð vel á hjá mér, ég var laus og
sló til. Þetta varð upphafið að
langri og mikilli vináttu milli okk-
ar Eiríks og fjölskyldu hans. Á
þessum 13 árum höfum við brallað
ýmislegt og stendur þar upp úr
ferð okkar með syni hans, Venna
og Brynjar, til Danmerkur. Einn-
ig er eftirminnileg ferð í Þórs-
mörk, þar sem Eiríkur manaði
mig til að fara yfir vatnsmikla
Krossána og fórum við margar
ferðir fram og til baka yfir ána.
Hann hafði gaman af spennunni.
Þetta voru góðar ferðir, þar sem
Eiríkur naut sín og hafði mikla
ánægju af. Kaffihúsaferðirnar
okkar má telja í hundruðum, enda
höfum við farið á kaffihús um svo
að segja hverja einustu helgi síð-
ustu 13 árin.
Ég hef oft verið spurður að því
hvort það sé ekki erfitt að vera
með Eirík svona fatlaðan. Ég verð
að játa að stundum tók það á, en
ég var yfirleitt uppörvaður eftir
okkar samskipti. Eiríkur var já-
kvæðasti og bjartsýnasti maður
sem ég þekki og hann hélt mér
auðmjúkum. Ekki kvartaði hann
yfir sínu hlutskipti, svo að ef mér
verður það á vera óánægður með
eitthvað í mínu lífi, þarf ég bara að
hugsa til Eiríks til að skammast
mín.
Þegar Eiríkur gat ennþá tjáð
sig töluðum við um allt mögulegt.
Oft bar trúmál á góma, þar sem
við ræddum um lífið og dauðann.
Eiríkur trúði á Guð og er kominn
á betri stað núna, þar sem engir
sjúkdómar halda honum niðri. Ég
mun ávallt sakna okkar góðu tíma
saman og bera minningu hans og
jákvæðni í hjarta. Hvíl í friði, kæri
vinur.
Hartmann Kristinn
Guðmundsson.
Eiríkur
Vernharðsson
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
Ástkær systir mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Miðdalsgröf í Strandasýslu,
lést 2. ágúst síðastliðinn í Svíþjóð.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 17. ágúst kl. 13.
.
Guðfríður Guðjónsdóttir,
Steingrímur P. Kárason, Þórhildur Einarsdóttir,
Guðjón G. Kárason, Sóley Ómarsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN KARLSDÓTTIR,
Sléttuvegi 17, Reykjavík,
áður Mávahlíð 41,
lést á Borgarspítalanum 13. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
24. ágúst kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélagið.
.
Kristín Axelsdóttir, Kristinn Guðmundsson,
Guðrún Lilja Kristinsdóttir, Axel Kristinsson,
Kristín Björk Jónsdóttir, Arnar Kárason,
María Káradóttir, Axel Kárason
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ERLING ÞÓR HERMANNSSON,
Reykjavíkurvegi 52a,
Hafnarfirði,
sem lést miðvikudaginn 5. ágúst, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 18. ágúst kl. 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Minningarsjóð blóðlækningadeildar
Landspítalans við Hringbraut.
.
G. Gréta Þórðardóttir,
Hermann B. Erlingsson, Hansína Hafsteinsdóttir,
Þórður Örn Erlingsson, Erna Kristjánsdóttir,
Hildur Erlingsdóttir, Sturla Egilsson
og fjölskyldur.