Morgunblaðið - 15.08.2015, Page 28

Morgunblaðið - 15.08.2015, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 ✝ Eiður ValurSteingrímsson (Beisi) fæddist á Akureyri 20. nóv- ember 1943. Hann lést 10. ágúst 2015. Foreldrar hans voru Rósant Stein- grímur Eiðsson, f. 2. ágúst 1915, d. 2. júlí 1976, og Sigrún Árnadóttir, f. 28. júlí 1912, d. 28. febrúar 1952. Systkini Eiðs eru; Árni Veig- ar, f. 1943, d. 1. janúar 2009, kona hans var María Jónsdóttir, d. 1997, Júlíus Tryggvi, f. 1945, kona hans er Súsanna Frið- björnsdóttir, Una Sigríður, f. 1946, Hallur, f. 1948, kona hans braut 13, þar sem þau systkinin, hann og Una Sigríður bjuggu saman í íbúð. Sem barn og ung- lingur tók Eiður þátt í bústörfum heima í sveitinni. Eftir hefð- bundna barnaskólagöngu var hann vinnumaður á bæjum í Svarfaðardal. Hann starfaði svo á Bílaverkstæði Dalvíkur með hléum um nokkurra ára skeið. Jafnframt var hann til sjós, fór meðal annars á vertíð á Snæfells- nes og var á síld. Eiður tók meirapróf og starfaði eftir það í nokkur ár sem flutningabílstjóri hjá Óskari Jónssyni. Hann átti einnig vörubíl um tíma og var þá á vörubílastöð á Dalvík. Lengst af starfsævinni var Eiður mjólkurbílstjóri á Eyjafjarð- arsvæðinu og víðar, eða í 41 ár. Hann lét af störfum vegna heilsubrests í lok árs 2008. Útför Eiðs fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 15. ágúst 2015, og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í Tjarnarkirkju- garði í Svarfaðardal. er Anna Svein- björnsdóttir og Steinar, f. 1949, kona hans er Veró- nika Konráðsdóttir. Samfeðra eru; Sig- rún Hulda, f. 1956, maður hennar er Ingvar Engilberts- son, og Björn Ein- arsson, f. 1958, kona hans er Lovísa Kristjánsdóttir. Eiður Valur ólst upp á Ingvör- um í Svarfaðardal. Hann var næstelstur í systkinahópnum. Tvíburabróðir hans, Árni Veig- ar, var eldri. Eiður var ókvæntur og barnlaus. Hann átti heimili sitt á Dalvík eftir að hann fluttist frá Ingvörum. Lengst af í Goða- Elsku Beisi, þú varst svo sannarlega stóri bróðir minn. Ég var dálítið feimin við ykkur bræður mína á Ingvörum sem voru eldri en ég, en við þig þorði ég að tala. Það var svo gott að leita til þín. Þú varst alltaf tilbúinn til að skutla mér og aðstoða mig. Ég spyr bara Beisa, hugsaði ég oft á tíðum og ég spurði þig líka. Það var svo auðvelt og gott að spjalla um hlutina við þig. Þegar ég var farin að búa þá varst þú eins og jólasveinninn, mættir á Þorláksmessu eða á aðfangadag með konfektkassann og gafst þér alltaf tíma fyrir smá hangi- kjötsflís og spjall. Þú fylgdist vel með okkur öllum systkinun- um, heimsóttir alla og sagðir okkur hinum hvað væri að frétta, alveg eins og Eiður afi og nafni þinn gerði á sínum tíma. Þú varst sá sem tengdir alla saman. Við vorum stórfjöl- skyldan þín. Þú hafðir allaf mikinn áhuga á bílum og hvers konar tækj- um. Ég man sérstaklega eftir nýju og fínu bílunum þínum og þeir urðu nú talsvert margir. Þú áttir líka bæði hesta og kindur. Hestamennskan og félags- skapurinn í kringum hana var þér mikilvægur. Þú varst fé- lagslyndur, glaðsinna og örlát- ur. Alltaf vildir þú hafa nóg fyrir stafni og veittir mörgum hjálparhönd við að smíða og lagfæra, bæði bræðrum okkar og öðrum. Frændsystkinin voru hænd að þér, sum þeirra fóru með þér í ferðir á mjólkurbíln- um og önnur voru með þér í hesthúsinu og öðru brasi. Þú eignaðist líka nafna í sveitinni sem átti sama afmælidag og þú og hann og bræður hans áttu nú hauk í horni þar sem þú varst. Þannig liðu árin eitt af öðru. En líf þitt var ekki alltaf dans á rósum og heilsan oft tæp. Ég held að eina utanlandsferðin þín hafi verið þegar þú fórst til Gautaborgar 1993 til að fá ígrætt nýra, þar sem þín voru bæði óstarfhæf. Kransæðarnar voru líka til vandræða eins og títt er í okkar fjölskyldu. En þú kvartaðir ekki, „iss, þetta er nú ekkert“ var viðkvæðið hjá þér og þú stóðst meðan að stætt var. Einhvern tímann komstu beint af hjartadeild Landspít- alans og á þorrablótið heima í Svarfaðardal. Það var ekki hægt að láta góða skemmtun framhjá sér fara. Þú valdir kannski ekki alltaf skynsömustu leiðina, en þú varst gleðinnar maður og gangnamaður af líf og sál, eins fleiri í okkar fjölskyldu. Í einni af þínum aðventuheimsóknum sagðirðu að jólin væru nú engin hátíð í samanburði við göng- urnar. Undanfarin ár voru þér erfið vegna versnandi heilsu, en „Ingvarafýlan“ fleytti þér langt. Húmorinn var aldrei langt undan. Við gátum oftast hlegið saman að einhverri vit- leysunni og þú máttir vera ansi veikur til að ekki kæmi að minnsta kosti smá glettnis- glampi í augun. Síðustu mán- uðir voru stöðug barátta. Oft héldum við að þú værir á för- um, en þú reist alltaf upp aftur af óbilandi seiglu, þar til nú. Þú fórst frá okkur allt of snemma, en baráttan var töpuð. Nú get- urðu aftur skroppið á fjórhjólið eða í reiðtúr um sveitina okkar, eins og þú varst svo oft búinn að tala um á meðan þú varst á sjúkrahúsinu. Við sem eftir sitjum getum yljað okkur við margar góðar minningar og þakkað fyrir allar góðu stund- irnar okkar saman. Hulda Steingrímsdóttir. Fyrir tæpri viku barst mér sú fregn að kær vinur væri lát- inn. Það kom mér ekki algjörlega á óvart þar sem hann var búinn að þjást af veikindum í langan tíma. Það er með sorg og sökn- uð í hjarta sem ég kveð kæran vin, Eið Steingrímsson eða Beisa eins og hann var gjarnan kallaður af samferðamönnum sínum og vinum sem hann átti marga. Stórt skarð myndaðist í vinahópinn við fráfall hans. Kynni okkar Beisa hófust upp úr 1960 sem hafa þróast í vináttu sem haldist hefur æ síð- an. Starfsferill Beisa var farsæll og hvar sem hann var, á sjó eða landi, var hann vel látinn af öll- um sem honum kynntust. Ungur fór hann til sjós og var allnokkurn tíma sjómaður, þá hóf hann störf á Bílaverk- stæði Dalvíkur, en lengst starf- aði hann sem mjólkurbílstjóri, fyrst hjá Mjólkurflutninga- félagi í Svarfaðardal og síðar hjá Mjólkursamlagi KEA. Beisi var afar handlaginn maður og segja má að allt hafi leikið í höndum hans, hvort heldur sem var vélaviðgerðir eða smíðar á tré og járn. Beisi var iðinn og ávallt vinnandi sér og sínum til hagsbóta. Vinnu okkar vegna áttum við oft samleið í sveitinni og stund- um í misjöfnum veðrum og færi, þá var gott að vita af þér á ferðinni og gjarnan heyra þig segja, „iss, þetta er ekki neitt, við höldum bara áfram“. Beisi var þannig gerður að dugnaður, bjartsýni og harka við sjálfan sig var hans aðals- merki og entist honum til síð- ustu stundar. Aldrei kvartaði hann út af veikindum sínum en sá alltaf eitthvað jákvætt fram- undan. Félagar í Hestamannafélag- inu Hringi eiga þér mikið að þakka fyrir óeigingjarnt starf í þágu hesta og hestamanna hér á svæðinu, þar mun þín einnig sárt saknað. Beisi var einstakur maður, hann var ókvæntur og barnlaus en hann bar ávallt hag ættingja sinna og vina fyrir brjósti og fylgdist vel með systkinabörn- um sínum og lét sér annt um velferð þeirra. Kæri vinur minn, þakkir fyr- ir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag og þakkir fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Ég sendi systkinum þínum, mágkonum og mági sem og systkinabörnum og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Þinn vinur, Rafn Arnbjörnsson. Gangnamenn í Skíðadalsaf- rétt sjá nú á eftir foringja sín- um til margra áratuga. Eiður Steingrímsson frá Ingvörum er fallinn frá. Beisi var hann gjarnan kallaður. Lengst af starfsævi sinnar vann Eiður sem mjólkurbílsstjóri. Hann sinnti því starfi af fullkominni trúmennsku og þrautseigju, sem eru dýrmætir eðliskostir af því mjólkurakstur má aldrei niður falla og Svarfaðardalur er vetrarhörð sveit og afar snjó- þung. En það er gangnaforingjans sem okkur gangnamönnum er skylt að minnast. Þeir Ingv- aramenn voru gangnaforingjar í Sveinsstaðaafrétt – afrétt Svarfdælinga – í um 70 ár sam- fleytt, í krafti þess að vera áhugasamir og dugmiklir fjár- menn, en umfram allt traustir menn. Þessu ábyrgðahlutverki gegndi Eiður að föður sínum gengnum, fyrst til skiptis við Árna bróður sinn og síðan einn. Ljúfmennskan einkenndi stjórnunarstíl Eiðs eins og allt hans fas. Hann treysti sínum mönnum og gaf ekki fleiri skipanir en hann nauðsynlega þurfti. Við þykjumst hafa reynt að standa undir því trausti. Hins vegar var Eiður vakinn og sofinn yfir aðstöðu og vellíðan gangna- manna og átti ótölulegar vinnu- stundir í gangnabragganum okkar og síðar skálanum í Stekkjarhúsum. Það varð hlutskipti Eiðs að glíma við sjúkdóma og margs- kyns heilsuleysi í áratugi. Það hindraði hann þó ekki að stunda bæði mjólkuraksturinn og gangnaforustuna af fádæma seiglu og æðruleysi. Í Afréttina mætti hann allt til hins síðasta og sinnti skyld- um sínum þar miklu lengur en hann með góðu móti gat. Að liðnum lífsins göngum þökkum við samfylgdina, stjórnina, um- hyggjuna og ljúfmennskuna. Fyrir hönd gangnamanna í Sveinsstaðaafrétt, Þórarinn Hjartarson. Eiður Valur Steingrímsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginkona mín og móðir, MAGNEA KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR, Fjólukletti 3, Borgarnesi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands föstudaginn 7. ágúst. Jarðsett verður frá Borgarneskirkju mánudaginn 17. ágúst kl. 14. . Ragnar Ingimar Andrésson, Gréta Bogadóttir. Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Rósa Kristjánsdóttir útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir lögfræðiþjónusta Gestur Hreinsson útfararþjónusta Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Snævar Jón Andrésson útfararþjónusta Útfarar- og lögfræðiþjónusta – Önnumst alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SESSELJU ÞORBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR bónda, Hraunholtum, Kolbeinsstaðahreppi. . Sigurður Þ. Helgason, Steinar Þór Snorrason, Jóhanna Lára Óttarsdóttir, Sigríður Jóna Sigurðardóttir, Ásberg Jónsson, Ásdís Ólöf Sigurðardóttir, Siguroddur Pétursson, Elísabet Sigurðardóttir, Guðlaugur Þór Tómasson, Jódís Sigurðardóttir, Helgi Sigurðsson, Addý G. Kristinsdóttir, Guðmundur M. Sigurðsson, Sólveig Einarsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR KONRÁÐSSON, Suðurlandsbraut 58, áður Njörvasundi 31, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Hringbraut, 6. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. ágúst kl. 13. . Ragnheiður Halldórsdóttir, Helga M. Arnarsdóttir, Þorsteinn Helgason, Andrés R. Ingólfsson, Guðlaug H. Konráðsdóttir, Halldór Ingólfsson, Elísabet Þ.Á.M. Pétursdóttir, Ásberg K. Ingólfsson, Þórhildur Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR PÁLSDÓTTUR, Dalbraut 27. Sérstakar þakkir til starfsfólks þjónustuíbúða, Dalbraut 21-27, fyrir umönnun og hlýju. . Guðrún Matthíasdóttir Óskar Heimir Ingvarsson Halldór Örn Óskarsson Þrúður Vilhjálmsdóttir Bjarni Már Óskarsson Sigurbjörg Linda Sigurðardóttir Þórunn Halldóra Matthíasdóttir Matthías Þór Óskarsson Hugrún Elfa Hjaltadóttir Jón Arnar Óskarsson Jóna Guðbjörg Árnadóttir Guðrún Óskarsdóttir Björn Patrick Swift Þórunn Óskarsdóttir Jóhann Þór Kristþórsson og barnabarnabörnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.