Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 31
MESSUR 31á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015
Aðventkirkjan í Reykjavík | Í dag,
laugardag, er biblíufræðsla kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður er
Sigríður Kristjánsdóttir. Barna- og ung-
lingastarf. Sameiginlegur málsverður
eftir samkomu.
Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum
| Í dag, laugardag, er guðsþjónusta kl.
12. Bein útsending frá Reykjavíkur-
söfnuði.
Aðventsöfnuðurinn á Akureyri | Í
dag, laugardag, er biblíurannsókn kl.
11. Guðsþjónusta kl. 12. Barnastarf.
Aðventsöfnuðurinn á Suð-
urnesjum | Í dag, laugardag, er biblíu-
fræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12.
Ræðumaður er Einar Valgeir Arason.
Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Í dag,
laugardag, er biblíufræðsla kl. 10.
Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður er
Erling Snorrason. Barna- og unglinga-
starf.
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Í
dag, laugardag, er guðsþjónusta kl.
11. Ræðumaður er Stefán Rafn
Stefánsson. Biblíufræðsla kl. 11.50.
Barna- og unglingastarf. Umræðuhóp-
ur á ensku. Súpa og brauð eftir sam-
komu.
Arnarbæli í Ölfusi | Útimessa kl. 14.
Sóknarprestur messar. Kirkjukór
Hveragerðis- og Kotstrandarsókna
leiðir söng undir stjórn Hannesar
Baldurssonar. Kirkjukaffi í boði kirkju-
kórs og sóknarnefnda Hveragerði-
sprestakalls.
Árbæjarkirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Fermingarbörn á ágústnámskeiði
kirkjunnar taka virkan þátt í guðsþjón-
ustunni. Sr. Þór Hauks og sr. Petrína
Jóhannesdóttir þjóna ásamt Ingunni
djákna og æskulýðsfulltrúa kirkj-
unnar. Á eftir verður stuttur fundur
með foreldrum fermingarbarna þar
sem farið verður yfir námskeiðið í
vetur.
Áskirkja | Áskirkja er lokuð vegna
sumarleyfa sóknarprests og starfs-
fólks til 18. ágúst. Næsta almenna
messa verður í kirkjunni sunnudaginn
23. ágúst. Sjá nánar á askirkja.is.
Bessastaðakirkja | Sameiginleg
messa Bessastaða- og Garðasókna
kl. 11. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson
prédikar og þjónar fyrir altari og Bjart-
ur Logi Guðnason organisti leiðir lof-
gjörðina. Fermdur verður Björn Baldur
Blewett.
Borgarneskirkja | Messa kl. 11.
Organisti er Steinunn Árnadóttir.
Prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason.
Guðsþjónusta í Brákarhlíð kl. 13.45.
Breiðholtskirkja | Messa kl. 11.
Prestur er Gísli Jónasson. Kaffisopi í
safnaðarheimili á eftir.
Bústaðakirkja | Messa kl. 11. Jón-
as Þórir er við hljóðfærið og félagar úr
Kór Bústaðakirkju leiða sönginn.
Messuþjónar aðstoða. Fermingarbörn
og foreldrar þeirra eru hvött til þátt-
töku í messunni og minnt er á
fermingarnámskeiðið sem verður 17.-
21. ágúst kl. 9 til 11.30.
Digraneskirkja | Messa kl. 11.
Prestar eru Gunnar Sigurjónsson og
Magnús B. Björnsson. Um tónlistar-
flutning sér hljómsveitin Ávextir and-
ans. Upphaf fermingarfræðslu, þar
sem fermingarbörn og foreldrar þeirra
eru sérstaklega boðin velkomin. Súpa
í safnaðarsal að athöfn lokinni. Eftir
hádegisverð verður undirbúnings-
fundur fyrir haustnámskeið sem hefst
á mánudeginum með ferming-
arbörnum og foreldrum þeirra.
Dómkirkja Krists konungs,
Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13
á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka
daga kl. 18, og mánud., miðvikud. og
föstud. kl. 8, laugardag kl. 16 á
spænsku og kl. 18 er sunnudags-
messa.
Dómkirkjan | Messa kl. 11, séra
Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Fermingarfræðslan hefst
með þessari guðsþjónustu. Eftir
messu verður kynningarfundur með
fermingarbörnum og fjölskyldum
þeirra þar sem farið verður yfir hvernig
fermingarfræðslunni verður háttað í
vetur.
Fella- og Hólakirkja | Helgistund kl.
20. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson
þjónar. Organisti er Guðný Einars-
dóttir. Meðhjálpari er Jóhanna Freyja
Björnsdóttir. Kaffisopi eftir stundina.
Fríkirkjan Reykjavík | Fermingar-
messa kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jó-
hannsson safnaðarprestur þjónar fyrir
altari. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir
sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni
organista. Fermingarbarn dagsins er
Linda Rún Jónsdóttir.
Glerárkirkja | Messa kl. 20. Prestur
er Jón Ómar Gunnarsson. Organisti er
Valmar Väljaots. Kór Glerárkirkju leiðir
söng.
Grafarvogskirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari
leiðir safnaðarsöng. Organisti er Há-
kon Leifsson. Kaffisopi eftir messu.
Grensáskirkja | Morgunverður kl. 10
og bænastund kl. 10.15. Messa kl.
11. Altarisganga. Samskot til lang-
veikra barna. Messuhópur þjónar. Fé-
lagar úr kirkjukór Grensáskirkju
syngja. Organisti er Ásta Haralds-
dóttir. Prestur er Ólafur Jóhannsson.
Molasopi eftir messu.
Guðríðarkirkja í Grafarholti | Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur er Karl V.
Matthíasson. Organisti er Hrönn
Helgadóttir og Kór Guðríðarkirkju
syngur. Meðhjálpari er Kristbjörn Árna-
son og kirkjuvörður er Lovísa Guð-
mundsdóttir. Kaffisopi eftir messu.
Hafnarfjarðarkirkja | Helgistund kl.
11. Sálmasöngur, ritningarlestur, hug-
leiðing, bænagjörð, altarisganga. Org-
anisti er Guðmundur Sigurðsson.
Prestur er Þórhildur Ólafs.
Hallgrímskirkja | Hátíðarmessa kl.
11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson
vígslubiskup prédikar og þjónar ásamt
sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur, sr. Helgu
Soffíu Konráðsdóttur prófasti, sr.
Leonard Ashford, dr. Sigurði Árna
Þórðarsyni og hópi messuþjóna.
Schola cantorum syngur, stjórnandi er
Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Organisti
er Eyþór Franzson Wechner. Ein-
söngur: Oddur Arnþór Jónsson bassi.
Hljóðfæraleikarar úr Alþjóðlegu bar-
okksveitinni í Haag. Sögustund fyrir
börnin.
Háteigskirkja | Messa kl. 11.
Organisti er Kári Allansson. Prestur er
Árni Svanur Daníelsson. Samskot
dagsins renna til félagsstarfs flótta-
manna í Reykjavík.
Íslenska Kristskirkjan | Samkoma
kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum.
Edda Matthíasdóttir Swan prédikar.
Kaffi eftir stundina.
Keflavíkurkirkja | Kvöldmessa kl.
20. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju
syngja undir stjórn Arnórs Vilbergs-
sonar organista. Prestur er Erla Guð-
mundsdóttir.
Langholtskirkja | Messa kl. 11. Sr.
Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar og fé-
lagar úr Kór Langholtskirkju leiða
safnaðarsöng undir stjórn Jóns Stef-
ánssonar organista. Í messunni verða
þrír piltar fermdir. Messan markar
einnig nýtt upphaf fermingarfræðslu
fyrir komandi vetur og er öllum ung-
lingum sem ætla að sækja fermingar-
fræðslu í kirkjunni og foreldrum þeirra
boðið að koma til kirkju þennan dag.
Eftir messuna verður stuttur foreldra-
fundur þar sem farið verður yfir skipu-
lag fermingarfræðslunnar í vetur.
Laugarneskirkja | Sumarguðsþjón-
usta kl. 17. Toshiki Toma prestur inn-
flytjenda prédikar og þjónar ásamt
sóknarpresti. Arngerður María tón-
listarstjóri leiðir söng.
Lágafellskirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Organisti er Arnhildur Valgarðs-
dóttir. Prestur er Skírnir Garðarsson.
Lindakirkja í Kópavogi | Lofgjörðar-
og fyrirbænastund kl. 20. A. Júlíus
Ólafsson gefur okkur sinn vitnisburð.
Séra Sveinn Alfreðsson flytur hug-
vekju. Ávextir andans sjá um tónlist-
ina. Boðið er upp á persónulega fyrir-
bæn í lok stundarinnar. Bænastund
er fyrir stundina og hefst hún kl.
19.30. Kaffi eftir stundina.
Neskirkja | Messa kl. 11. Prestur er
Sigurvin Lárus Jónsson. Kór Neskirkju
leiðir safnaðarsöng undir stjórn Stein-
gríms Þórhallssonar. Samfélag á Torg-
inu í kjölfar messu.
Salt kristið samfélag | Samkoma
kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleit-
isbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður
er sr. Kjartan Jónsson. Túlkað á
ensku.
Selfosskirkja | Messa kl. 11. Prest-
ur er Guðbjörg Arnardóttir, organisti er
Jörg E. Sondermann, Kirkjukór Sel-
fosskirkju syngur. Súpa á eftir gegn
vægu gjaldi.
Seljakirkja | Kvöldmessa kl. 20. Sr.
Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar.
Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti
er Tómas Guðni Eggertsson. Altaris-
ganga.
Seltjarnarneskirkja | Guðsþjónusta
kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason sóknar-
prestur þjónar. Glúmur Gylfason er
organisti. Félagar úr Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju leiða almennan safn-
aðarsöng. Kaffiveitingar.
Skálholtsdómkirkja | Messa kl. 11.
Egill Hallgrímsson sóknarprestur ann-
ast prestsþjónustuna. Organisti er
Jón Bjarnason.
Strandarkirkja | Maríu- og upp-
skerumessa kl. 14. Prestur er Baldur
Kristjánsson, organisti er Hilmar Örn
Agnarsson. Björg Þórhallsdóttir og
Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja og Elísa-
bet Waage leikur á hörpu. Eftir mess-
una hefjast tónleikar sömu lista-
manna.
Þingvallakirkja | Messa kl. 14. Séra
Halldór Reynisson prédikar og þjónar
fyrir altari. Kirkjugestir leggi bifreiðum
á næstu bílastæði og gangi til kirkju.
Orð dagsins:
Farísei og toll-
heimtumaður.
(Lúk. 19)
Morgunblaðið/Ómar
Strandarkirkja
Í dag kveðjum
við einstaka konu,
móður mína kæra,
Þorsteinu Guð-
rúnu. Þegar íhugað
er hennar langa og
farsæla lífshlaup þá eru þrjú
orð sem fyrst koma upp í hug-
ann: hetjuskapur, metnaður og
þrautseigja. Móðir mín, sann-
arlega varst þú hetja þegar þú
varðst skyndilega ekkja með
þrjú börn innan við ferming-
araldur og ungling í framhalds-
skóla. Það var sár missir þegar
eiginmaður og faðir andaðist
langt um aldur fram. Ekki kom
þér til hugar að leggja árar í
bát, heldur skyldi barist og þá
kom metnaðurinn í ljós – ekki
kom til mála að gefast upp,
heldur skyldum við, við systk-
inin sem heima vorum, öll
mennta okkur og það tókst með
þrautseigju þinni og ákveðni
fyrst og fremst.
Ekki má gleyma hjálp ætt-
ingja og vina. Ættboginn norð-
an af Hornströndum stóð
styrkur við bakið á öllum þeim
sem áttu um sárt að binda og
þar stóðu systkini og foreldrar
fremst í flokki.
Einnig minnist ég dyggrar
hjálpar vinafólksins Birgis og
Birnu sem og Freys og Soffíu.
Ekki voru auraráðin mikil þína
búskapartíð á fyrri árum, en þá
kom nýtni þín og handlagni til
skjalanna.
Við saumavélina var mörg
hetjudáðin drýgð og þar óx þér
ekkert í augum. Þar var ekkert
ómögulegt; kjóla, jakkaföt og
ekta leðurjakka mætti nefna
sem þú saumaðir á okkur
krakkana og þú lést þig ekki
muna um að sauma líka á vin-
ina og vinkonurnar, svona í
leiðinni, að sjálfsögðu meðfram
annarri vinnu, að ég ekki nefni,
heimilisstörfum.
Ég man þegar þú fórst í bæ-
Þorsteina Guðrún
Sigurðardóttir
✝ Þorsteina Guð-rún Sigurðar-
dóttir fæddist 22.
febrúar 1924. Hún
lést 22. júlí 2015.
Útför hennar fór
fram 7. ágúst 2015.
inn og skoðaðir föt
t.d. í Karnabæ –
fórst svo heim,
sneiðst og saumað-
ir sams konar föt á
okkur systkinin
eftir minni – oft
bara flottari. Við
bólstruðum líka
sófasettið og sætin
í bílnum. Sauma-
skapnum hélst þú
svo áfram fram á
elliár, en þá komu
listrænu hæfileikarnir í ljós þó
svo að við hefðum svo sem alla
tíð vitað af þeim.
Þá voru prjónaðir og hekl-
aðir dýrindisdúkar og fleiri
hannyrðir fékkst þú við. Einnig
voru málaðar myndir og unnið í
leir. Nú var nógur tími. Ekki
það að þú hafir ekki gefið þér
tíma áður fyrr.
Ég man þegar við sátum öll
fjölskyldan saman við eldhús-
borðið og máluðum vatnslita-
myndir á kvöldin og hver skyldi
hafa átt uppástunguna?
Það væri hægt að skrifa upp
svo langa skrá þess sem þú af-
rekaðir á þinni löngu ævi að ég
efast um að blaðið í dag myndi
duga til þess svo ég læt þetta
duga sem örlítið sýnishorn. Að
byggja sumarbústað er til
dæmis kapítuli út af fyrir sig.
Broshýr móti bjartri sól
breiðir faðm sinn Álftafjörður.
Við þín fornu feðraból
finn ég yndi, hvíld og skjól.
Svipur þinn af hæð og hól
heillar mig svo fagurgjörður.
Broshýr móti bjartri sól.
breiðir faðm sinn Álftafjörður.
(Guðmundur Guðmundsson.)
Æskustöðvanna í Súðavík
minntist þú ávallt með hlýju og
margar voru sögurnar sem ég
fékk að heyra um fjörðinn þinn
Álftafjörð, þannig að þegar ég
kom þangað fyrst sex ára gam-
all þekkti ég þorpið orðið mæta
vel og jafnvel ættingjana líka.
Á ástríka foreldra sem þú
nefndir oft „bestu foreldra í
heimi“ minntist þú oft og til
okkar barnanna þinna skilaðir
þú þeim arfi sem þú fékkst í
vöggugjöf, að allt er mögulegt
– allt er hægt að læra.
Ég þakka þér, móðir mín,
fyrir að hafa veitt mér það
veganesti sem mér hefur dugað
best í lífinu og veit að þá mæli
ég fyrir munn okkar allra
systkinanna, barnanna þinna.
Blessuð sé minning þín, móðir
mín.
Þinn sonur,
Jón.
Elsku Steina amma.
Það er alltaf sárt þegar ein-
hver sem stendur manni nærri
og hefur alla tíð verið innan
handar frá því maður man eftir
sér er allt í einu fallin frá. Þú
áttir langt líf og fæddist löngu
fyrir allt sem þekkist nú í dag.
Bjóst meira segja í bragga á
lífsleiðinni, en því höfum við
krakkarnir í dag lítinn skilning
á. Þú varst alltaf mjög góð við
okkur systkinin og við getum
ímyndað okkur að það hafi ver-
ið ágætis vinna að hafa tölu á
öllum þeim barna- og barna-
barnabörnum sem eiga rætur
sínar að rekja til þín.
Þú mundir samt alltaf allt
sem gerst hafði, nöfn og afmæli
allra. Og þótt allir segi það um
ömmur sínar erum við vissir
um að amma Steina okkar var
með bestu pönnukökur sem
nokkur hefur bakað.
Við eigum góðar minningar
úr æsku frá því að leika okkur
hjá þér í stofunni og virða fyrir
okkur allar myndirnar og allt
sem þú gerðir. Það er alveg á
hreinu hvaðan listrænu hæfi-
leikarnir runnu okkur í garð.
Það verður gott að geta farið í
Steinó og fundið þar fyrir ná-
vist þinni. Takk fyrir allt, elsku
amma.
Björgvin og Daníel
Sigurðarsynir.
HINSTA KVEÐJA
Dáðrík gæðakona í dagsins önn-
um
dýrust var þín gleði í móðurást.
Þú varst ein af ættjarðar óska-
dætrum sönnum,
er aldrei köllun sinni og starfi
brást.
(Höf. Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Með virðingu og þökk,
Sigríður Stefánsdóttir.
✝ Joyce van derWerff Gud-
mundsson fæddist
25. september 1952
í Horn í Hollandi.
Joyce lést á heimili
sínu 12. júlí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Johanna
Kool, f. 1925, og
Marinó Guðmunds-
son, f. 1927.
Þau eru bæði
látin. Joyce átti fimm systkini,
Jóhann, f. 1947, Dagnýr Mar-
inó, f. 1949, Wilma, f. 1955,
Páll, f. 1957, og Hrafnkell, f.
1962.
Joyce ólst upp í Hollandi.
Hún giftist 1974 Berhard van
der Werff. Þau eignuðust tvö
börn, Susönnu og
Peter Poul.
Joyce var kenn-
ari og kenndi
mestan hluta
starfsævinnar
börnum sem áttu
erfitt með nám eða
voru fötluð. Henni
líkaði þetta starf
mjög vel.
Hún kom oft til
Íslands, sér-
staklega á yngri árum og þótti
vænt um fjölskylduna hér. Hún
var alltaf í góðu sambandi við
ættingjana.
Fyrir fimm árum greindist
hún með illkynja sjúkdóm.
Útför hennar hefur farið
fram.
Ég vil minnast systur minnar
Joyce, sem lést á heimili sínu 12.
júlí síðastliðinn. Sem lítil börn
vorum við talsvert saman.
Veröld okkar var garður
ömmu okkar og afa á Kirkjuveg-
inum á Selfossi. Hún var fimm
árum yngri en ég.
Þegar hún minntist æskunnar
á Selfossi sagði hún oft: Það var
alltaf sólskin og lykt af heyi.
Heimur okkar þar var ekki stór.
Leikvöllurinn á Heiðarvegin-
um var okkar veröld. Soðinn
fiskur í hádeginu hjá ömmu og
þar var skyldumæting.
Ég man þegar hún var
tveggja ára gömul skírð í
Stokkseyrarkirkju. Hún gekk
sjálf inn í kirkjuna. Skoðaði allt
þar inni eins og börn á þeim
aldri gera.
Síðan kallaði presturinn á
hana og sagði að hún ætti að
koma núna, hann ætlaði að skíra
hana.
Hún gekk þá beint til hans og
þau drifu þetta af.
Joyce þótti alltaf mjög vænt
um gamla bæinn okkar við Ölf-
usá.
Alltaf þegar hún kom til
landsins varð að fara austur. Þar
átti hún góða trygga vini. Hún
ólst upp í Hollandi en kom mörg
sumur á unglingsárum og var
hjá ömmu og afa á Selfossi.
Joyce giftist Berhard van der
Werff 1974 og bjuggu þau alla
tíð í Huizen. Eignuðust tvö börn,
Susanne og Peter Poul. Joyce
varð kennari og kenndi í mörg
ár börnum sem áttu félagslega
erfitt. Systir mín hélt góðu sam-
bandi við íslensku fjölskylduna.
Margir úr fjölskyldunni okkar
hér fóru til hennar og voru þar
einhvern tíma.
Fyrir fimm árum veiktist hún
af illkynja sjúkdómi, fór í stórar
aðgerðir og lyfjameðferðir.
Stundum komu góðir tímar en
líka erfiðir. Tveim vikum fyrir
andát hennar töluðum við saman
í síma. Sagðist hún vera tilbúin
fyrir næsta skref. Hún barðist
eins og hetja.
Ég vil þakka henni vináttu og
elskulegheit við mig og mitt
fólk.
Það má ekki gleyma góðu
fólki sem við kynnumst á lífs-
leiðinni. Ben og börnum sendi
ég samúðarkveðju.
Ég veit að Guð verður
þreyttu barni sínu góður. Hvíl í
friði, kæra systir.
Jóhann Marinósson.
Joyce van der Werff
Gudmundsson