Morgunblaðið - 15.08.2015, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 15.08.2015, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 Svava Bernharðsdóttirvíóluleikari starfareinnig sem ökuleið- sögumaður á sumrin og keyrði þrjá hringi um land- ið, vikulangar ferðir hverja, eina fyrir þýsku- mælandi og tvær þar sem franska var töluð og svo fór hún einnig oft í dags- ferðir, þá aðallega fyrir þá sem tala ensku. „Þarna tók ég mér smáfrí frá tónlistinni en annars var ég að spila á sumartónleikum í Skálholti með Skálholtskvartettinum svokallaða. Ég fór á ættarmót í sum- ar í tilefni hundrað ára af- mælis ömmu minnar og al- nöfnu, Svövu Bernharðsdóttur. Afkom- endur hennar hittust á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði og máluðu kirkjuna í dalnum. Frænka mín, Björg Þórhallsdóttir, myndlistarkona í Noregi, málaði nýja altaristöflu og vinkona hennar gerði steinda glugga í kirkjuna.“ Svava mun spila í óra- tóríunni Salómon eftir Händel á kirkjulistahátíðinni í Hallgríms- kirkju í dag með Alþjóðlegu kammersveitinni í Haag. „Við erum nokkrir Íslendingar sem leikum á tónleikunum en hljóðfæraleik- ararnir og söngvarar koma hvaðanæva úr heiminum. Það verður mjög gaman að eiga afmæli á svona flottri tónlistarhátíð. Verkið er þrír tímar að lengd og það rúmast ekki mikið fleira á afmælisdeg- inum, kannski afmæliskaka einhvers staðar. Svo byrja ég að æfa með Sinfóníunni á mánudaginn eftir sumarfrí og kennarafundur verður í Listaháskólanum og Tónlistarskóla Kópavogs. Ég kenni einnig í sumar á Tónlistarhátíð unga fólksins. Þar er fín þátttaka og allt mjög vel skipulagt.“ Dóttir Svövu er Rannveig Marta Sarc, en hún er að læra á fiðlu í Juilliard í New York. Tvífarar Við hlið Svövu er vinkona hennar, Ásthildur Bernharðsdóttir, en hún er einnig 55 ára í dag. Þær fæddust báðar mánuði fyrir tímann, feður þeirra heita báðir Bernharður Guð- mundsson, þær eru báðar doktorar frá bandarískum háskólum, bjuggu báðar í Holtagerði, eru báðar í Rótarýklúbbn- um Borgir, Kópavogi, og skildu báðar þegar börn þeirra voru á 11. ári, en börnin starfa bæði við tónlist. Spilar Händel í dag í Hallgrímskirkju Svava Bernharðsdóttir er 55 ára S teinar Bragi Guðmunds- son fæddist í Reykjavík 15.8. 1975 en ólst upp í Kaupmannahöfn frá þriggja ára aldri og þar til hann varð sjö ára. Þá flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur, þar sem hann ólst upp í Árbæjarhverfinu. Steinar Bragi var í Skóla Ísaks Jónssonar og síðan í Árbæjarskóla til 16 ára aldurs. Þá flutti fjöl- skyldan í Vogana og við tók nám í Menntaskólanum við Sund, en það- an lauk hann stúdentsprófi. Steinar Bragi las síðan læknis- fræði við Háskóla Íslands til 22 ára aldurs en söðlaði þá um og las bókmenntafræði og heimspeki þar. Auk þess stundaði hann nám í ítalskri sögu við Háskólann í Bologna en sá ekki ástæðu til að ljúka prófum. Steinar Bragi æfði og keppti í knattspyrnu með Fylki frá níu ára aldri og í öllum yngri flokkum til tvítugs. Hann þótti sérlega efnileg- ur knattspyrnumaður og var eitt sinn markakóngur með Fylki þó að hann geri ekki sjálfur mikið úr því nú til dags. Síðar lagði Steinar Bragi stund Steinar Bragi rithöfundur og skáld – 40 ára Draugagangur Steinar Bragi og Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi í tilefni af útgáfu Reimleika í Reykjavík. Hinn ljúfi róttæklingur Rithöfundurinn Steinar Bragi er í hópi athyglisverðustu höfunda landsins. Morgunblaðið/Ómar Askja Lilja Finze, Mona Jólín Finze og Helena Helgadóttir gáfu Rauða kross- inum 1.552 kr. sem þær söfnuðu með því að halda fimleikasýningu. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Hágæða kristalglös frá Þýskalandi Við bjóðum Spiegelau í fallegum gjafaöskjum sem er tilvalin brúðkaupsgjöf. • Rauðvínsglös • Hvítvínsglös • Kampavínsglös • Bjórglös • Karöflur • Fylgihlutir • Það er ekki að ástæðulausu að fagmaðurinn velur Spiegelau og nú getur þú notið þeirra • Platinumlínan okkar er mjög sterk og þolir þvott í uppþvottavél Spiegelau er ekki bara glas heldur upplifun Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.