Morgunblaðið - 15.08.2015, Side 35

Morgunblaðið - 15.08.2015, Side 35
á köfunarnám við Lombok í Indó- nesíu og útskrifaðist úr því námi árið 2007 með réttindi niður að 15 metrum, og lauk sérnámi í skips- flaka- og hellaköfun í Komodo- þjóðgarðinum. Fyrsta ljóðabók Steinars Braga, Svarthol, útgefin af Nykri, kom út 1998. Síðan kom út ljóðabókin Augnkúluvökvi, 1999; Ljúgðu Gosi, ljúgðu, 2001; Útgönguleiðir, 2005, og Litli karl strikes again, 2006. Fyrsta skáldsaga Steinars Braga er Turninn, útg. árið 2000. Síðan Áhyggjudúkkur, 2002; Sólskins- fólkið, f. 2004; Hið stórfenglega leyndarmál heimsins, 2006; Konur, 2008; Himinninn yfir Þingvöllum, 2009; Hálendið, 2011 og Kata, 2014. Þá sendi Steinar Bragi árið 2013 frá sér bókina Reimleikar í Reykjavík, en þar segir frá draugagangi í höfuðborginni. Með- al sögusviða draugasagnanna eru Alþingishúsið, Austurbæjarskóli, Hegningarhúsið, Dillonshús sem er nú kaffistofa Árbæjarsafns, og Landakotsskóli. Ljóð eftir Steinar Braga hafa m.a. birst í tímaritinu Andblæ, í Af stríði sem Nýhil gaf út, í Skírni og í Stínu. Skriftir, jóga og ferðalög Steinar Bragi hefur skrifað frá því að hann lærði að skrifa. Hann fer gjarnan einn upp í sumar- bústað móður sinnar í Grímsnesinu og situr þar einn við skriftir dög- um saman. Hann var átta ára er hann fékk verðlaun í ritgerða- samkeppni Morgunblaðsins um „Nammilausan dag“. Hann var til- nefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009 fyrir skáld- söguna Konur. Þegar Steinar Bragi er spurður um áhugamál segist hann hafa áhuga á Kúrdum. Hann hefur ver- ið á faraldsfæti víða um Asíu og er nú staddur í Istanbul í Tyrklandi, á leiðinni til Búlgaríu. „Ég var forfallinn stangveiði- maður á unglingsárunum og fór í fjölda veiðiferða með foreldrum mínum. Ferðalög um heiminn eru mér afar mikilvæg. Ég skokka töluvert og hleyp og svo hef ég æft jóga í a.m.k. áratug.“ Fjölskylda Kona Steinars Braga er Björk Þorgrímsdóttir, f. 2.11. 1984, skáld. Foreldrar hennar eru Rannveig S. Guðmundsdóttir, f. 12.12. 1958, rit- ari í Augljós, og Þorgrímur Guð- mundsson, f. 14.6. 1955, þjónustu- fulltrúi hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Systir Steinars Braga er Rósa Guðmundsdóttir, f. 13.9. 1981, verkfræðingur, búsett í Reykjavík, en maður hennar er Ægir Tóm- asson nemi og eru dætur þeirra Hafrún, f. 2009, og Hrönn, f. 2013. Foreldrar Steinars Braga eru Guðmundur Jens Bjarnason, f. 4.9. 1955, lyfjafræðingur, búsettur í Reykjavík, og Guðrún Steinars- dóttir, f. 26.9. 1955, rekstrar- fræðingur í Reykjavík. Úr frændgarði Steinars Braga Guðmundssonar Steinar Bragi Guðmundsson Ólöf Bjarnadóttir húsfr. í Rvík, Stykkishólmi, og iðnverkak. í Rvík, sonardóttir Jens Sigurðss. rektors Lærða skólans, bróður Jóns forseta Bjarni Bragi Jónsson fyrrv. aðstoðarseðlabankastjóri Rósa Guðmundsdóttir kennari í Rvík Guðmundur Jens Bjarnason lyfjafræðingur í Rvík Sigurrós Þorsteinsdóttir húsfr. saumak. og iðn- verkak. í Rvík Guðmundur Matthíasson verslunarm. og verkstj. við Lindargötu í Rvík Guðrún Jakobsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Finnbogi Ingólfsson starfsm. á Olíustöð í Hafnarfirði Helga Finnbogadóttir húsfr. í Rvík Steinar Þorfinnsson yfirkennari í Rvík Guðrún Steinarsdóttir rekstrarfræðingur í Rvík Steinunn Guðnadóttir veitingam. í Baldurshaga Þorfinnur Jónsson veitingam. í Baldurshaga Tryggvi Guðjón Þorfinnsson skólastj. Matsveina- og veitingaþjónaskólans Ólöf Erla leirlistakona og kennari Jón Bragi Bjarnason prófessor í lífefnafræði Gunnar Guðmundsson stofnandi og forstj. GG þungaflutningafyrirtæki Sigríður Guðbjörg Einvarðsdóttir hjúkrunarfræðingur Jóhann Einvarðsson fyrrv. alþm. Jónatan Einvarðsson fyrrv. ríkissaksóknari Einvarður Hallvarðsson starfsmannastj. Lands- bankans og Seðlabankans Halldór Jónatansson fyrrv. forstjóri Landsvirkjunar Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómari Jens Bjarnason skrifstofustj. Sláturfélags Suðurlands Jón Hallvarðsson sýslum. lögmaður og hrl. í Rvík ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 Grímur fæddist í Reykjavík15.8. 1925. Foreldrar hansvoru Guðmundur Grímsson, fisksali í Reykjavík, og k.h., Guð- mundína Oddsdóttir, húsfreyja og matráðskona. Guðmundur var sonur Gríms Gunnlaugssonar, bónda á Nauthól í Skerjafirði og síðar búsetts í Hlíðarhúsum í Reykjavík, og Sig- ríðar Ingibjargar Ólafsdóttur, vinnu- konu á Lækjarbotnum og húsfreyju í Reykjavík, en Guðmundína var dóttir Odds Þórarinssonar, vinnumanns í Sjóbúð í Reykjavík, og Eggrúnar Eggertsdóttur, húsfreyju í Hólsbæ í Grjótaþorpi og víðar í Reykjavík. Systkini Gríms voru Bettý, Sigríð- ur, Gyða, Ágúst og Sigríður, sem eru öll látin. Grímur kvæntist 1956 Elínu Sigur- björtu Sæmundsdóttur, sem lést 2009. Elín var dóttir hjónanna Odd- nýjar Runólfsdóttur og Sæmundar Bjarnasonar, frá Vík í Mýrdal. Börn Gríms og Elínar eru Guð- mundur, framkvæmdastjóri, Finnur, framleiðslustjóri og Elín, starfs- mannastjóri og launafulltrúi, en son- ur Gríms frá því áður er Óskar Smith, kjötiðnaðarmaður, og síðan Margrét, búsett í Danmörku. Uppeldissonur Gríms, sonur Elínar, er Jón Elvar Kjartansson, starfs- maður hjá Íspan. Grímur ólst upp við Laugaveg í Reykjavík en var auk þess mikið hjá Grími föðurbróður sínum á Braga- götu. Hann var í Austurbæjarskóla og stundaði síðan nám í pípulögnum við Iðnskólann í Reykjavík. Grímur var verslunarstjóri hjá J. Þorláksson & Norman við Skúlagötu um langt árabil. Hann stofnaði gler- verksmiðjuna Íspan þann 14.8. 1969 og starfaði við fyrirtækið til dauða- dags, fyrst í Skeifunni í Reykjavík en síðar við Smiðjuveg í Kópavogi, og var lengst af forstjóri þess. Íspan er dæmigert fjölskyldufyrirtæki, en þar starfa nú 30 manns. Grímur var áhugasamur um myndlist og átti gott málverkasafn. Hann þótti óvenju bóngóður og reyndist vel ýmsum þeim sem hrasa á lífsleiðinni og minna mega sín. Grímur lést 27.11. 2011. Merkir Íslendingar Grímur Guðmundsson Laugardagur 90 ára Gunnar G. Guðmundsson 85 ára Adólf Sigurgeirsson Auður Guðmundsdóttir Bjarni Guðmundsson Brynja Óskarsdóttir Oddný Angantýsdóttir 80 ára Óli Rafn Sumarliðason Pétur Ingólfsson 75 ára Eysteinn G. Hafberg Guðbjörg Kristjánsdóttir Helga S. Þorsteinsdóttir Magnús Tryggvason Úlla Bettý Riis Knudsen 70 ára Gréta Mörk Evensen Helga Marteinsdóttir Hlín Árnadóttir Júlíana Guðmundsdóttir Karitas M. Guðmundsdóttir Kristín L. Sch. Valgeirsdóttir María Árnadóttir Páll Andrés Alfreðsson Sigríður Burney Sigrún Þórisdóttir 60 ára Aðalheiður Jónsdóttir Anna Lilja Sigurðardóttir Dechen Namgyal Gísli Sigurjón Jónsson Guðmundur Rafn Sigurðsson Halla Reynisdóttir Maria Sobczak 50 ára Aðalsteinn Dagsson Anna V. Einarsdóttir Atli Viðar Brynjarsson Bárður Guðfinnsson Bjarni Ólafur Ólafsson Bjarni Rúnar Beck Einar Guðbjartur G. Pálsson Erlendur Einarsson Grzegorz Biczel Kristjana Jóhannsdóttir Ólafur Gísli Ágústsson Sigríður Guðrún Guðmundsdóttir Sigrún Elín Vilhjálmsdóttir Sólveig Ingólfsdóttir Svava Einarsdóttir 40 ára Arna Magnúsdóttir Artur Krawczyk Bergur Þ. Sveinbjörnsson Björn Þór Rögnvaldsson Börkur Hólmgeirsson Jose Ragasa Villados Margrethe K. Dröhse Olsen Páll Hlífar Bragason Pálmi Freyr Randversson Robert Mariusz Kaminski Sigrún Íris Traustadóttir Sigurjón Magnússon Sílvia Cristina Ramos Pereira Unnur Sigríður Erlingsdóttir Viðar Þór Ingason Þórir Heiðarsson 30 ára Amy Melissa Reynisdóttir Atli Rúnar Bjarnason Auður Inga Ísleifsdóttir Bragi Þór Ómarsson Elvar Freyr Helgason Fannar Ingi Guðmundsson Georg Óskar Giannakoudakis Hildur María Jósteinsdóttir Hjalti Geir Pétursson Hrafnhildur Ragnarsdóttir Judelyn Cabatingan Respondo Karólína Anna Snarska Magnús Þór Gestsson María Guðmundsdóttir Ragnheiður Guðrún Magnúsdóttir Sigurður Maríasson Stefán Arason Steingrímur Arason Una Dís Fróðadóttir Vendela Linnea Haellström Sunnudagur 95 ára Guðmundur Gíslason Guðmundur Sigurjónsson 90 ára Guðný Sæmundsdóttir Sigurfinna Pálmarsdóttir Sigurrós Baldvinsdóttir 85 ára Sigríður Júlíusdóttir Þórarinn Guðvarðsson 80 ára Anna Vignisdóttir Grímur Sigurgrímsson Svava Stefánsdóttir 75 ára Elínborg Þórarinsdóttir Guðrún Matthíasdóttir Hákon Valdimarsson 70 ára Björghildur Sigurðardóttir Eygló Björg Óladóttir Helgi B. Maronsson Hlíf Kjartansdóttir Jóhannes Lúther Gíslason Katrín Briem Leifur Eyfjörð Ægisson Margrét Guðmundsdóttir Ólafía Jóna Jónsdóttir Sigurður Hermannsson Sæmundur Pétursson 60 ára Auðunn Leifsson Guðmann Agnar O Levy Hinrik Morthens Hjörtur Ágúst Helgason Katrín Þorvaldsdóttir Krzysztof Lipinski Lína Hertervig Kjartansdóttir Páll Kristinsson Sesselja M Matthíasdóttir Sigurbjörg S. Rafnsdóttir Sigþór Kristinn Ágústsson 50 ára Arnar Sigurbjartsson Axel Eyjólfsson Birna Eiðsdóttir Björn Viðar Hannesson Dina C. Sigurjónsson Einar Ólafsson Elías Skúli Skúlason Oddfríður B. Helgadóttir Ólafur Þorleifsson Páll Sigfús Fanndal Sesselja Jónsdóttir Sigríður Kragh Hansdóttir Soffía Böðvarsdóttir Þórður Steinar Lárusson Þráinn Brjánsson 40 ára Aldis Makarovs Arnór Bergur Kristinsson Guðmundur Ingi Bragason Hannes Jón Hannesson Íris Björk Gylfadóttir Mariusz Piotr Zaworski Sólveig María Hauksdóttir 30 ára Adrian Markowski Davíð Örn Ívarsson Donatas Kacinskis Mokrane Louzir Til hamingju með daginn Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.