Morgunblaðið - 15.08.2015, Page 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það þarf mikið hugrekki til að gera
sér ljóst hvað það er sem skiptir máli í þessu
lífi. Vertu ekki að velta þér of mikið upp úr
hlutunum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert með mikilvæga hluti á prjón-
unum. Finndu þér einhvern góðan stað þar
sem þú finnur frelsi og frið. Þú ert glaðlynd/
ur og ástríðufull/ur og laðar aðra að þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú munt þurfa að sýna börnum
mikla þolinmæði og skilning í dag. Gerðu ráð
fyrir að verða mikið á ferðinni og í miklum
samskiptum við aðra.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er svo margt að gerast í kringum
þig að þér finnst erfitt að einbeita þér að
þeim hlutum sem skipta raunverulega máli.
Leggðu þig alla/n fram í vinnunni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fjölskyldan og heimilið eru í brennidepli
hjá þér þessa dagana. Þér berst stuðningur
úr óvæntri átt. Farðu og biddu um heiðarlegt
svar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hafðu auga með öllum smáatriðum.
Þú býrð yfir innsæi og skilningi og átt auðvelt
með að ávinna þér traust.
23. sept. - 22. okt.
Vog Tilvalið er að snúa við blaðinu í dag hvað
varðar heilsu og snyrtingu. Láttu ekkert trufla
þig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Oscar Wilde sagði að ef þú ætlar
að segja fólki sannleikann, þá er betra að fá
það til að hlæja, annars drepur það þig. Mik-
ilvæg persóna bíður eftir að þú hafir sam-
band við sig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er ekki laust við að þú þurfir
á enn meiri hvíld að halda en endranær. Ef þú
hins vegar ert reikul/l í ráði þá fer margt úr-
skeiðis.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að fá aukið svigrúm svo
þú náir að einbeita þér að þeim verkefnum
sem fyrir liggja. Svona leiktilfinning er ekki til
að hunsa því hún lætur ekki of oft á sér
kræla.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert tilfinningalega hrærð/ur og
því ekki fær um að taka skynsamlegar
ákvarðanir. Finndu þér stað í tómarúmi og
gleymdu þér við lestur góðrar bókar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Varastu að láta hugmyndaflugið
hlaupa með þig í gönur. Reyndu að láta þetta
hafa sem minnst áhrif á þig því þú ert með
þitt á hreinu.
Eins og endranær var síðastalaugardagsgáta eftir Guð-
mund Arnfinnsson:
Fljótt það breytist eftir árstíðonum.
Af ýmsu pata hafa sumir menn.
Um fengitímann fagna ærnar honum.
Feikna áhlaup gerir kannski senn.
Harpa á Hjarðarfelli á þessa
lausn:
Veður breytist, víst það er,
veður af því hafa menn.
Veður, hrútur, virðist mér.
Veðuráhlaup gerir enn.
Árni Blöndal svarar:
Veður breytist víða hér.
Veður færð, af hinu og þessu.
Blær til ánna blæsma fer.
Birtast veðrahvörfin mér.
Guðrún Bjarnadóttir á þessa
ráðningu:
Veður breytist, ekki er alltaf blíða.
Um áramótin veður hef af því,
að veður fái rollunum að ríða
við rysjótt veður, dökkleit kólguský.
Helgi Seljan svarar:
„Árstíðabundið er veður víst,
veður ég ætíð hef af því.
Veitull um ærnar veður snýst,
veðurhamurinn fer með gný.
En orðið veður um hrúta hef ég
varla heyrt og því kom þetta:
Marga hrúta hef ég átt,
hyrnda vel í friði og sátt.
Horfnir eru í heiðið blátt,
hugann minning gleður.
En aldrei nokkur hrútur nefndist veður.“
Sjálfur gefur Guðmundur þessa
lausn:
Veður breytist eftir árstíðonum.
Af ýmsu veður hafa sumir menn.
Blæsma ám er veður kær að vonum.
Veðuráhlaup gerir kannski senn.
Og lætur limru fylgja:
„Von er nú allra veðra,
senn vitja ég minna feðra,“
kvað Benjamín,
„þeir bíða mín
nokkrir hjá þeim í neðra.“
Ásamt morgunverkunum lauk
Guðmundur við að semja gátu og
sendi mér:
Hávaði sem krakka kríli fremja.
Karlrembur sér þetta jafnan temja.
Ástartjáning bæði hunda og hesta.
Hegðun þess, er skemmtir sér hið
besta.
Rétt er að minna á að lausnir
verða að berast ekki síðar en á mið-
vikudag á netfang mitt, sem stend-
ur hér fyrir neðan.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Mörg eru veðrin
Í klípu
„GUÐ LÆTUR OKKUR VINNA YFIR OKKUR
Á YFIRNÁTTÚRULEGAN HÁTT.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞETTA ER NÝJASTI GRÆNMETISSKERINN
FRÁ FRAKKLANDI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sjá hvort annað
með hjartanu.
LÍFIÐ ER GOTT,
GRETTIR.
ÞAÐ ER EKKERT
SEM ÉG VIL.
OG ÞÚ
FÉKKST ÞAÐ.
ÞETTA ER
HARÐUR
STAÐUR...
... ÞANNIG AÐ
EKKI VERA MÉR
TIL SKAMMAR! EINMITT!
HVAÐ
ÆTLIÐ ÞIÐ
AÐ FÁ?
ÉG ÆTLA
AÐ FÁ EINN
ALMENNILEGAN
ROMM MEÐ
KLÖKUM...
... OG ÉG ÆTLA AÐ FÁ
EINN ALMENNILEGAN
APPELSÍNUSAFA!
VIÐ E
IGUM
BETR
A
SKIL
IÐ!
NEI
TAKK!
ÓRÉTT-
LÁTT!
Af hverju hleyptirðu þessu svonalangt,“ sagið betri helmingur
Víkverja með samanbitnar tennur í
hálfum hljóðum og fórnaði höndum.
„Hvað meinarðu,“ sagði Víkverji og
þóttist koma af fjöllum og setti upp
sakleysislegan svip. „Klæðnaðinn á
barninu,“ hreytti sambýlingurinn út
úr sér. „Hvað. Hún vildi vera í þess-
um fötum. Ekki gat ég bannað henni
það,“ sagði Víkverji hneykslaður og
bætti við, „auk þess gafstu henni
þennan búning sjálfur,“ sagði, púk-
inn á fjósbitanum, sem átti erfitt
með að dylja glottið.
x x x
Á meðan sat barnið grunlaust ogboraði í nefið yfir barnatím-
anum, prúðbúið, að sínu mati. Raun-
veruleikinn var sá að krakkinn var í
ljótasta fjöldaframleidda búningi
sögunnar. Krílið var alsælt og
fannst það voða fínt í skræpóttum
kjól sem er eftirlíking af klæðnaði
skrípamyndapersóna sem kallast
skrímslastúlkur. Já, þetta eru
skrímsli sem vilja vera í „hátísku-
“fatnaði.
x x x
Heimilisföðurnum var langt fráþví skemmt. „Þú tekur þá auka-
föt með,“ var það síðasta sem hinn
pjattaði heimilisfaðir sagði við Vík-
verja áður en haldið var í bílferðina.
x x x
Þú verður að fara í lopapeysu ogstígvél því við þurfum að fara í
hesthúsið fyrst,“ sagði Víkverji við
dótturina sem hlýddi að sjálfsögðu.
Faðirinn hristi höfuðið rjóður í
vöngum þegar hann sá útganginn á
frumburðinum sem arkaði út í bíl.
x x x
Áður en haldið var lengra í bílferð-inni út á landsbyggðina var
staldrað við á bensínstöð. „Má ég fá
nammi? Ég vil koma með inn,“ gall í
barninu sem hélt sannfærandi tölu
um að hún þyrfti að velja sjálf gúm-
mulaðið og brosti sínu blíðasta til
föður síns. Faðirinn ranghvolfdi
augunum en samþykkti það með
semingi, „þú verður þá að skipta um
skó áður“, sagði durturinn dimm-
raddaður og klæddi hana í Nike free
-kó, og saman skottuðust þau inn,
hönd í hönd. víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er styrkur minn og lofsöngur,
hann varð mér til hjálpræðis.
Sálmarnir 118:14
Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er
Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu
af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði
og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu
ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili.
Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450
zenus@zenus.is • zenus.is
Augljós kostur
5 ára
ábyrgð