Morgunblaðið - 15.08.2015, Síða 41
Innlifun Jared Followill plokkaði bassann af miklu öryggi.
AF TÓNLIST
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónleikar Kings of Leon íLaugardalshöll í fyrrakvöldvoru hressandi, þó söngvari
og gítarleikari hennar, Caleb
Followill, væri heldur þreytulegur
að sjá. Enda sagðist hann ansi
þreyttur eftir flugferðina til Ís-
lands og að hann ætlaði að detta í
það að tónleikum loknum. Sem bet-
ur fer gerði hann það ekki á með-
an á þeim stóð.
Caleb ávarpaði gesti sjaldan,
leyfði þess í stað tónlistinni að tala
og aðdáendur sveitarinnar fengu
það sem þeir vildu, helstu smelli
hljómsveitarinnar á færibandi og
af öllum sex hljómplötum hennar í
fullri lengd. Má nefna lög eins og
„Notion“, „Use Somebody“,
„Radioactive“, „Molly’s Chamb-
ers“, „On Call“, „Crawl“ og „Black
Thumbnail“. Drengirnir slógu
hvergi af, spilamennskan var
hnökralaus sem og söngur Calebs.
Virtust þeir komnir í hvað mest
stuð í þremur uppklappslögum
tónleikanna og enduðu með frá-
bærum flutningi á einu af sínum
vinsælustu lögum, „Sex on Fire“.
Þá var kátt í höllinni.
Dáleiðandi kviksjármynstur
Sjónrænn hluti tónleikanna
var tilkomumikill. Á þremur skjá-
um, tveimur til hliðar við sviðið og
einum fyrir aftan, var varpað lif-
andi upptökum af tónleikunum
með margs konar grafíkbrellum í
bland við gömul myndbönd og lit-
skrúðug vídeó sem sýndu síbreyti-
leg og litrík kviksjármynstur sem
voru allt að því dáleiðandi. Stund-
um var engu líkara en maður væri
að horfa á tónlistarmyndband
frekar en tónleika. Kings of Leon
er enda vön því að leika fyrir
mannmergð, á leikvöngum og
stærstu sviðum tónlistarhátíða
þannig að þeir sem aftast eru sjá
ekki hljómsveitina nema henni sé
varpað á skjái.
Tónleikarnir voru fyrir vikið
ekki minni sjónræn upplifun en
tónlistarleg og stemningin var góð.
Gestir sungu hástöfum með, stund-
um að beiðni Calebs sem sýndi vel-
þóknun sína með töffaralegu
Töffaralegir vinnuþjarkar
Morgunblaðið/Eva Björk
Forsprakkinn Þrátt fyrir flugþreytu skilaði Caleb sínu vel.
glotti. Aðrir hljómsveitarmeðlimir
brugðu varla svip, töffaralegir og
fullir einbeitingar. Trommarinn
Nathan var feykilega góður, að
öðrum ólöstuðum, grimmur á svip
undir síðu hári, engu líkara en til
stæði að myrða trommusettið. Sem
hann og gerði.
Kings of Leon eru vinnuþjark-
ar, svo mikið er víst. Þeir skiluðu
sínu vissulega vel en frekari sam-
skipti við tónleikagesti hefðu gert
góða tónleika betri. Eitthvað vesen
mun hafa verið á hljómsveitinni
hin síðustu ár, fréttir fluttar af
ágreiningi, drykkju og jafnvel
slagsmálum. Ber að fagna því að
drengirnir séu nú á réttri braut og
jafnfagmannlegir og raun bar vitni
í fyrrakvöld.
Ekki má gleyma íslensku
hljómsveitinni Kaleo sem sá um
upphitun. Caleb þakkaði henni
kærlega fyrir undir lok tónleika og
þótti ekki verra að Kaleo-menn
hefðu dvalið í heimaborg þeirra
bræðra, Nashville og klappaði
þeim lof í lófa. Ekki amalegt fyrir
Kaleo að fá lof frá slíku frægðar-
menni úr rokkheimi.
» Trommarinn, Nat-han, var feykilega
góður, að öðrum ólöst-
uðum, grimmur á svip
undir síðu hári og engu
líkara en til stæði að
myrða trommusettið.
Stemning Tónleikagestir fögnuðu Kings of Leon ákaft og sungu með.
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Það verður löðrandi stemmari á
opnuninni,“ segir Kunstschlager-
meðlimurinn Sigmann Þórðarson
en hann hefur fengið til liðs við sig
þau Bjarna Þór Pétursson, Emmu
Heiðarsdóttur, Klæng Gunnarsson
og Unu Björgu Magnúsdóttur til
að setja upp sýninguna Hvorki né
// Neither nor í D-sal Hafnarhúss
Listasafns Reykjavíkur og verður
hún opnuð í dag klukkan 15. Sýn-
ingin er sú fimmta og næstsíðasta í
sumarsýningarröð Kunstschlager í
D-sal Hafnarhússins þar sem hver
meðlimur Kunstschlager fær með
sér valda myndlistarmenn.
Ævintýralegur hversdagsleiki
„Sýningin tekst á við hversdags-
leikann á hálfævintýralegan hátt.
Við reynum að skapa óræðan stað
þar sem andstæður rekast á eða
renna jafnvel saman. Það er ekkert
hægt en allt er mögulegt,“ kveður
Sigmann dularfullur.
„Þarna verða innsetningar þar
sem unnið er með rýmið og hvers-
dagslegum hlutum meðal annars
skeytt saman. Aðrir hlutir renna
saman í umbreytingaverki. Sjálfur
er ég að vinna með tyggjóklessur.
Ég tygg þetta allt sjálfur, búinn að
jórtra á þessu alla vikuna,“ segir
hann.
„Eina reglan hjá okkur í sumar
var að það þurftu allir að bjóða
einhverjum utan Kunstschlager
með í sýninguna sína. Ég ákvað að
bjóða þessum fjórum aðilum. Ég
var með Klængi og Bjarna í bekk,
Emma sýndi hjá okkur í
Kunstschlager í fyrra og heillaði
mig afskaplega mikið. Unu sá ég
sýna í Kling & Bang. Annars
þekkjumst við líka öll þannig séð
úr Listaháskólanum,“ segir Sig-
mann.
Setja upp sýningu í Basel
Sýningin er talsvert frábrugðin
þeirri síðustu í D-salnum, Kyrralíf,
sem Helga Páley Friðþjófsdóttir
hélt utan. „Það voru nítján lista-
menn á síðustu sýningu, algjör
stemmari. Hugsanlega löðrandi
stemmari, ég get samt ekkert full-
yrt um það. Það hefur verið allur
gangur á því hversu mörgum hefur
verið boðið að taka þátt í hverri
sýningu. Sumir buðu aðeins einum
að taka þátt með sér. Helga tók
þetta skrefinu lengra og bauð
nítján manns. Þetta heftur allt
gengið mjög vel,“ segir Sigmann.
„Sumarið hefur annars gengið
alveg glimrandi vel. Það er búið að
vera stöðugur straumur af fólki og
listamönnum sem hafa tekið þátt,
bæði á þessari samsýningu í D-
salnum og aðrir sem hafa komið í
Kunstschlager-stofu. Þetta eru allt
í allt rúmlega fimmtíu manns,“
segir hann. Sigmann kveður hóp-
inn halda til Sviss að loknu sumri,
ekki sé ljóst hvað taki við eftir það.
„Við komum til með að setja upp
sýningu í Basel. Við munum síðan
hugsa okkar gang. Framhaldið er
kannski í anda sýningarinnar, ekk-
ert hægt en allt mögulegt,“ segir
Sigmann að lokum en þess skal
getið að sýningin stendur til 30.
ágúst.
Búinn að jórtra tyggjó alla vikuna
Kunstschlager opnar sýninguna Hvorki né // Neither nor í Hafnarhúsinu
Sýningin sögð taka á hversdagsleikanum á nokkuð ævintýralegan hátt
Morgunblaðið/Þórður
Löðrandi Sigmann Þórðarson kveður stemninguna í D-salnum verða góða.
VACATION 5:50, 8, 10:10
THE GIFT 8, 10:20
FRUMMAÐURINN 2D 1:45, 3:50, 5
TRAINWRECK 8
SKÓSVEINARNIR 2D 1:50, 3:50
MINIONS - ENS TAL 2D 6
MISSION IMPOSSIBLE 10:35
INSIDE OUT 2
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 2
TILBOÐ KL 1:50
TILBOÐ KL 1:45