Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Vettvangur Það ætti kannski ekki að koma neinum á óvart en þetta er samt sem áður fyrsta árið sem Jennifer Lawrence vermir toppsætið á árlegum lista tíma- ritsins Forbes yfir hæstlaunuðu leik- konur Hollywood. Lawrence er 25 ára og hefur unnið til Óskarsverðlauna. Hún leikur í tveimur þekktum mynda- bálkum, Hungurleikunum og X-Men og þénaði yfir árstímabil 52 milljónir dala, eða um 6,8 milljarða króna. Scarlett Johansson er í öðru sæti, „aðeins“ 2,2 milljörðum króna á eftir Lawrence, en hún lék bæði í Black Widow og Mysti- que. Það virðist því vera sem svo að það að klæðast ofurhetjubúningi skili sér í góðum tekjum. Tekjur leikkvennanna á listan- um koma þó ekki aðeins frá kvik- myndum heldur komast An- gelina Jolie, Jennifer An- iston, Julia Roberts og Reese Witherspoon hátt á listann að hluta til út af verðmætum auglýsinga- samningum. Hin magnaða gam- anleikkona Melissa McCarthy er í þriðja sæti en myndirnar Spy og Tammy hafa notið mik- illa vinsælda. Nýlega stofnaði McCarthy fata- línuna Seven7 sem selur föt í öllum stærðum og ætlar sér að brúa bilið milli „venjulegra“ stærða og yfirstærða. Ef þetta gengur vel gæti McCarthy komist enn hærra á næsta ári, hún er að minnsta kosti á mikilli siglingu um þessar mundir. Launamunur kynjanna er mik- ill í Hollywood eins og frægt er. Aðeins fjórar leikkonur þénuðu meira en 20 milljónir dala en sambærileg tala hjá körl- unum var 21. Viðmiðið til að komast á listann yfir hæstlaunuðu leikkon- urnar var 6 millj- ónir en miðað var við 13 milljónir hjá körlunum. Lawrence á toppnum Einu sinni heyrði ég af ungri leiðsögukonu semfór með hóp ítalskra ferðamanna um Ísland.Verkefnið var ekki auðvelt. Allan þann tíma sem hópurinn dvaldist hér á landi var úrkoma svo mik- il að ekki sást lengra en fáeina metra frá rútunni sem flutti ferðalangana til að njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða. Og eins og við vitum þá þarf Ísland gott skyggni. Ef vel á að vera þarf vissulega meira til; að aðkomu- menn fái fræðslu um landið, hvernig það varð til, hvernig það byggðist og um mannlífið fyrr og nú, fái með öðrum orðum að kynnast víddum sem gera land og þjóð áhugaverð. En þetta ferst okkur gestgjöfunum misjafnlega vel úr hendi. Það sannaðist í fyrrnefndri heimsókn Ítal- anna. Það fór nefnilega svo – eða þannig heyrði ég sög- una –, að svo kynngimögnuð hafi frásögn leiðsögukon- unnar verið, að ferðalangarnir urðu hreinlega uppnumdir og kváðust aldrei hafa komið til eins heillandi og spennandi lands og Íslands. Höfðu þeir þó ekkert séð! En þeir höfðu hins vegar leiftrandi frásögn að styðj- ast við, áhugann og ímyndunaraflið. Það fylgdi sög- unni að minningin lifi enn í huga hinna ítölsku ferða- langa. Aðra litla sögu kann ég um mikilvægi leiðsögu- mannsins. Hún er frá í sumar. Við erum stödd í Vík- ingasafninu í Reykjanesbæ. Þar er að finna skipið sem hagleikssmiðurinn Gunnar Marel smíðaði og sigldi, ásamt áhöfn sinni, þöndum seglum alla leið til Vest- urheims, Vínlands og Nýju Jórvíkur á árinu 2000. Leiðsögumaður kemur í safnið með hóp banda- rískra ferðamanna. Þar eru á ferð verkfræðimennt- aðir eftirlaunamenn. Leiðsögumaðurinn segir frá fyrri tímum og þeim munum sem eru til sýnis. Að lokum snýr hann að skipinu góða: „Í því eru fimm þúsund handsmíðaðir naglar, sjáiði þennan!“ Og svo tók við leiftrandi frásögn um lögun skipsins og smíðis- og verksvit forfeðra okkar. „Og þetta tókst þeim fyrir meira en þúsund árum, og hafði þó enginn farið í há- skóla!“ Nú var hlegið. Eftir stendur þetta: Á ferðamannalandinu Íslandi er orðið til nýtt lykilstarf; hefur reyndar verið þýðing- armikið lengi, en nú þegar ferðamennskan er orðin ein helsta atvinnugrein okkar skiptir ekki litlu máli hverjir taka á móti Ítölunum og Ameríkönunum og öllum hin- um. Það skiptir máli að hágæðafólk taki á móti gestum lands og þjóðar fyrir okkar hönd; fólk sem talar af þekkingu og viti og býr yfir þeim eiginleikum að geta gert lítinn nagla að ævintýri og rigningarsortann svo spennandi að allt það sem handan hans er, hljóti að vera ómótstæðilegt. Í formála Saxo að sögu Dana, frá því um 1200, segir að hún hefði aldrei verið skrifuð án aðstoðar frá Íslandi því það sem þar skorti á í lífsgæðum hafi menn bætt upp með viti. Ætli það eigi ekki við enn í dag að vitið skipti máli þegar land og þjóð koma fyrir gestsauga. Leiðsögumaðurinn * Það skiptir máli að hágæðafólk taki á mótigestum lands og þjóðar fyrir okkar hönd; fólk sem talar af þekkingu og viti... ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is 1. Jennifer Lawrence (52 milljónir dala) 2. Scarlett Johansson (35,5) 3. Melissa McCarthy (23) 4. Bingbing Fan (21) 5. Jennifer Aniston (16,5) 6. Julia Roberts (16) 7. Angelina Jolie (15) 8. Reese Witherspoon (15) 9. Anne Hathaway (12) 10. Kristen Stewart (12) 11. Cameron Diaz (11) 12. Gwyneth Paltrow (9) 13. Meryl Streep (8) 14. Amanda Seyfried (8) 15. Sandra Bullock (8) 16. Emma Stone (6,5) 17. Mila Kunis (6,5) 18. Natalie Portman (6) (Allar tölur í milljónum dala) LISTI FORBES AFP Hér er Lawrence með Golden Globe verðlaun í hendi fyrir hlutverk sitt í American Hustle.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.