Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 20
Veitingastaðnum Al Trapo (Calle Caball- ero de Gracia, 11, 28013) er stjórnað af stjörnukokkinum Paco Morales. Þar er hægt að fá afskaplega bragðgóðar saltfisk- sgellur í grænni sósu (cocochas en salsa verde). Þessi áferðarfallegi réttur er ótrú- lega hollur, bragðmildur og léttur í maga. Hann er venjulega framreiddur með fersk- um grænum baunum og steinselju. Gellur þykja herramannsmatur á Spáni og eru gjarnan eldaðar á þennan hátt. GÓMSÆTAR GELLUR S pánverjar hafa löngum verið fram- arlega þegar kemur að því að mat- reiða saltfisk. Þessar hefðir má rekja langt aftur í aldir, þegar baskneskir sjómenn byrjuðu að salta feng sinn til varðveislu. Með tíð og tíma þróuðust aðferðir sem skiluðu ákveðnu bragði og áferð sem enn eru eftirsótt í dag, þó að söltun sem geymslu- aðferð sé í raun löngu úrelt. Íslend- ingar hafa löngum flutt út mikið af saltfiski til Spánar, enda er Atlantshafs- þorskurinn, Gadus Morhua, talinn lang- bestur meðal neytenda á Spáni. Í höfuðborginni Madríd nota kokkar mikið íslenskan saltfisk en líka færeyskan og norskan. Reyndar má segja að sögu- lega hafi Færeyingar löngum verið sterkir á Madrídarmarkaði á meðan Íslendingar hafa haft sterkari stöðu í Barcelona og Bilbao. Það má rekja til þess að samtök spænskra saltfiskseljenda skiptu á sínum tíma bróðurlega með sér svæðum eftir uppruna vörunnar. Fágaður baskneskur grunnur – íslenskt hráefni Madríd er á miðri hásléttu Íberíuskagans og þar ægir saman áhrifum frá öllum horn- um Spánar. Þar má finna aragrúa góðra veitingastaða sem bjóða upp á dýrðlega saltfisksrétti. Það má segja að flestir veit- ingastaðanna sem leggja áherslu á saltfisk í Madríd byggi á fáguðum baskneskum grunni þó að í fyrndinni hafi Madrídarbúar einfaldlega borðað fiskinn steiktan upp úr deigi úr eggjum, hveiti og kryddi. Undirritaður skorar á þá sem leggja leið sína til Madrídar að leyfa bragðlaukunum að njóta spænskrar saltfiskseldamennsku, jafnvel þó að það þýði að stíga örlítið út fyrir þægindarammann. Það er gaman að sjá saltfiskinn í hávegum hafðan og að hug- vitsamlega sé unnið með hann. Við Íslend- ingar getum ýmislegt lært af blóðheitari vinum okkar fyrir sunnan þegar kemur að meðhöndlun þessa frábæra hráefnis, en flestir veitingastaðanna sem nefndir eru í greininni notast m.a. við íslenskan saltfisk. Höfum í huga orð Sölku Völku: ... þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó um- fram allt saltfiskur en ekki draumaríngl. MATMAÐUR Í MADRÍD Lífið er saltfiskur KRISTINN BJÖRNSSON FJALLAÐI UM ÚTFLUTNING Á ÍSLENSKUM SALTFISKI TIL SPÁNAR Í MASTERSVERKEFNI SÍNU VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK SEM HANN VANN Í SAMSTARFI VIÐ ÍSLANDSSTOFU. VERKEFNIÐ ÚTHEIMTI GÓMSÆTA RANNSÓKNARVINNU Á VETTVANGI OG HÉR DEILIR KRISTINN AFRAKSTRI VINNU SINNAR Í MÁLI OG MYNDUM MEÐ LESENDUM SUNNUDAGSBLAÐSINS. Saltfiskssérfræðingurinn Kristinn Björnsson kynnti sér matarmenningu Madrídar til hlítar. AFP Madrid er lifandi borg og veitingastaðir eru á hverju strái. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Ferðalög og flakk Casa Labra (Calle de Tetu- án, 12, 28013) stendur rétt við Puerta del Sol í miðri miðborginni, og þar er salt- fiskurinn eldaður á þann máta sem er dæmigerðastur fyrir Madríd. Vinsælasti rétturinn þar er bacalao rebozado. Hann er einfaldur, steiktur upp úr deigi sem minnir á orly, ekki ósvipað og fiskur og franskar í Bretlandi. Þangað flykkjast bæði Spánverjar og túristar í stórum stíl, og þó að staðurinn þyki kannski ekki sá fágaðasti er fiskurinn vissulega ómótstæðilega bragðgóður. EINFALT EN BRAGÐGOTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.