Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 21
23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Baskneski veitingastaðurinn Dantxari (Calle de Ventura Ro- dríguez, 8, 28008) er sérhæfður í erkiklassískum réttum á við Ba- calao al pil-pil. Pil-pil er sósa sem er gerð úr mismunandi teg- undum af ólífuolíu, gelatíni úr fisknum sjálfum, hvítlauk og stundum smá chili. Þetta eru mikil nákvæmnisvísindi og kokk- ar Dantxari leggja mikla áherslu á að vera trúir hefðinni. BASKNESK ERKIKLASSÍK Á Taberna Arzábal (Calle Dr. Castelo, 2, 28009) ræður yngri og óhefðbundnari kokkur ríkjum, Madrídarbúinn Ál- varo Castellanos. Yfir páskatíðina fæst þar ómótstæðileg súpa með saltfiski, garbanzos og spí- nati – svokallað potaje. Áður fyrr var ekki nokkur leið að koma fiski til Madrídar án þess að salta hann og kom súpan þá í staðinn fyrir kjöt á föst- unni. Ef súpa kaþólikka fyrri tíma bragðaðist svip- að þessari var þeim lítil vorkunn. FÖSTUSÚPA Í STAÐ KJÖTS Veitingastaðurinn La Chelo (Av. de Menéndez Pelayo, 17, 28009) við Retiro-garðinn er lítill og huggulegur. Yfirkokkurinn Iñaki Oyarbide er baskneskur þriðju kynslóðar kokkur og margir rétta hans byggja á fjöl- skylduuppskriftum sem hafa lítið breyst í 100 ár. Jafnvel leirtauið þar er fornt, 70 ára gamalt, og tilheyrði áður veitingastöðum foreldra hans. La Chelo býður upp á stórkostlegar krókettur úr saltfiski (croquetas de ba- calao), með lungamjúkri bechamel-sósu. Þar er líka hægt að fá litlar salt- fiskssnittur (pinchos). Vinsælasti rétturinn hans er þó ajoarriero, sem hef- ur svipaða áferð og plokkfiskurinn íslenski. ELDGAMLAR UPPSKRIFTIR OG LEIRTAU Iñaki Oyarbide gaf góðfúslegt leyfi til birtingar á uppskrift sinni að ajo- arriero fyrir ævintýragjarna heimakokka, en uppskriftin hefur gengið óbreytt milli ættliða í heila öld. 800 grömm af úrbeinuðum saltfiskflökum/hnökkum 150 grömm piquillo-pipar (hægt að nota rauða papriku) 3 dl ferskir hakkaðir tómatar ½ lítri extra virgin ólífuolía Útvatnið saltfiskinn í 36 tíma, skiptið um vatn á 8 tíma fresti. Drekk- ið saltfisknum í ólífuolíu og setjið í ofn á mjög háum hita í 8 mínútur. Síið burt olíuna ásamt gelatíninu sem losnað hefur úr fiskinum. Stapp- ið fiskinn. Búið til pil-pil með því að blanda olíunni úr ofninum saman við restina af olíunni. Eldið og hrærið á lágum hita í stórum potti þang- að til úr verður rjómakenndur massi. Setjið pil-pil sósuna í stóra pönnu og bætið saltfisknum við ásamt tómötunum og paprikunni, fínt skorinni. Hrærið vel og látið malla saman á frekar lágum hita. SPÆNSKI PLOKKFISKURINN AJOARRIERO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.