Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 43
Morgunblaðið/Árni Sæberg sviði. Þetta var í Leðurblökunni og Snorri Wium átti það til að vera mjög fyndinn í leik. Við Bergþór (Pálsson) vorum saman á sviðinu og fengum hláturskast. Það var ein- hvern veginn hægt að bjarga sér út úr því. Ég gat hlegið og sungið um leið,“ segir hún og skellihlær. Önnur saga kemur upp í huga hennar. „Ég veit ekki hvort ég á að segja frá því. Ég söng Violettu í La Trav- iata og í lokin liggur hún í dauðateygjunum. Alfredo er grátandi yfir henni og liggur með höfuðið á maga mínum. Ég lifði mig svo inn í hlutverkið og leysti smá vind. Það má með sanni segja að þegar mannfólkið er að skilja við er úr því allur vindur!,“ segir hún og hlær hátt. „Maður er mannlegur! Hann gat ekkert gert, hann varð bara að liggja þarna á maganum á mér og klára sinn söng! Það er ýmislegt sem gerist, al- máttugur.“ Hún segist eiga mjög auðvelt með að læra texta. „Eiginmaður minn kallar mig textavélina. Oft á kvöldin þegar ég er lögst á koddann er ég að muldra textana. Ef það kemur fyrir að ég gleymi texta, þá bara prjóna ég. The show must go on!“ segir hún hlæjandi. Elskar að vera á sviði Diddú fann sig vel í óperusöng. „Mér finnst óperan magnaðasta listformið. Maður sam- einar svo margt þar. Ég elska að vera á sviði, mér líður hvergi eins vel. Það er ein- hver guðsgjöf. Við erum öll svona systkinin og foreldrar okkar voru svona líka. Ófeimin og elskuðu að syngja fyrir framan fólk,“ segir hún og er alltaf full tilhlökkunar áður en hún fer á svið. „Þetta er okkur svo eðl- islægt í familíunni,“ segir hún. Diddú hefur ákaflega gaman af því að koma sér í hlutverk, fara í búninga og allt sem því tilheyrir. „Mér finnst það svo heillandi við óperuna. Þetta er svo ólíkt því að syngja á tónleikum. Þarna fullkomnarðu allt með leikrænum tilburðum,“ segir hún. Talinu er vikið að uppáhaldsverkum. Diddú segir það hafa verið mikla lífsreynslu að takast á við Luciu di Lammermoor eftir Donizetti. „Það hlutverk var mjög krefjandi raddlega, mæddi mikið á leiktilburðum en stúlkan sturlast í lokin. Að takast á við það var mikil áskorun,“ segir hún. Eitt hlutverk nefnir hún, sem ennþá er á óskalistanum. „Já, það er Norma eftir Bellini, það er mjög dramatísk ópera og músíkin alveg mögnuð. Það væri mikil áskorun að fást við það einhvern tímann áður en maður dregur sig í hlé,“ segir hún. Það virðist ekki vera á dagskrá. „Það er mikið eftir af sumrinu í mér, eins og kellingin sagði.“ Gömul mynd af fjölskyldunni. Diddú, Þorkell og dæturnar Salóme, Valdís og Melkorka. Diddú segir það hafa eflt sig sem listamann að eignast börn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigrún Hjálmtýsdóttir söng hlutverk Luciu di Lammermoor í Íslensku óperunni. Hún segir það hafa verið eitt mest krefjandi og um leið gefandi hlutverk sem hún hefur sungið. Systkinin Páll Óskar og Diddú Hjálmtýsbörn hafa bæði lagt sönginn fyrir sig og taka stundum lagið saman. Morgunblaðið/Golli Diddú söng með José Carre- ras í Laugardalshöll árið 2001. Í dómi Morgunblaðsins stóð: „Á söng meistarans, Carreras, og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur bar engan skugga.“ 23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.