Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 38
M arkaðir austan hafs og vestan hafa verið í frjálsu falli í lið- inni viku. Þetta hljómar óhugnanlega en ýmsir gætu bent á að hin litríka lýsing hljómaði einnig kunnuglega. Hún hefur oft áður verið brúkuð af dramadrottn- ingum markaðanna. Hvað er nýtt núna? Sjálfsagt er að gá að sér í hvert sinn sem efnahags- legir skjálftar af stærri gerðinni mælast. Það fer eld- fjallaþjóð nærri um. En þó eru engin efni til að hrökkva af hjörum í hvert sinn. Iðulega valda gerviástæður slíkum kippum. Tölvur annast nú orðið drjúgan hluta af daglegum alþjóð- legum viðskiptum á mörkuðum. Og þótt þær séu stór- ar og öflugar og hlaðnar vísdómi eftir margra ára mötun og svo „greindar“ að þær vinna Garry Kasp- arov í skák, segir það ekki alla söguna. Skák er reikningsdæmi sem á betur við tölvutilveru en um margt annað. Gervigreind tölvanna á erfiðara þegar hún þarf að eiga við atriði sem ekki lúta fyrirsjáanlegum og rök- réttum vilja. Tölvuviðskiptin geta svo magnað frávikin og ýtt undir taugaveiklun jafnt í tölvuheimum sem í mannabyggðum. Tölvurnar eru þó með sama hætti fljótar að rétta vitlausan kúrs af. Góðkynja skjálftar líða því fljótt frá. En það er ekki alveg auðvelt að sjá í hendi sér hvort skjálftinn sé góðkynja eða ekki. Mestu skiptir í því sambandi hvort kaldur raunveruleikinn sé að berja dyra, eða hvort gamalkunnur gegnumtrekk- ur valdi óþægilegum hvellum. Sé það raunveruleikinn sem er að rumska og ræskja sig er vissara að taka það alvarlega. Sé það á hinn bóginn aðeins gegnumtrekk- ur sem gerir vart við sig er rétt að hafa sig hægan. Loka þeim glufum sem trekknum valda og halda að öðru leyti ró sinni. Gefa því smá gaum Stundum eru aðvörunarmerkin hvorki skjálfti né skellir heldur háttvísari og hlédrægari fréttir eða fyrirboðar. En það geta verið jafnalvarleg afglöp að átta sig ekki á þeim í tæka tíð. Þegar góðskáldið hélt helst að kallað hefði verið til þess og hlustaði um stund, bætti við birtuna og kallaði loks fram, þá var það kvöldgolan sem veitti því svarið, eins og menn muna. Og það voru engin smá tíðindi á ferð. Lífið sjálft hafði þar kvatt dyra og nú var það farið. Skáldið hafði brugðist eðlilega við þessu kurteislega kalli. Það hafði hugleitt hver það væri sem knúði svo varfærnislega dyra. Skáldið bætti skilyrðin til að skyggnast um gáttir og kallaði loks fram. Og þótt þetta væri allt saman eðlilegt og rétt, varð það samt sem áður rangt, af því of seint var sinnt kalli. Svo var það fyrir átta árum Áður en heimurinn varð fyrir sínum efnahagsáföllum síðast bárust margvísleg merki. Heilbrigð skynsemi var ónáðuð hvað eftir annað með athugasemdum og klípum. Það vita menn núna. En hún var ekki á vakt- inni. Og þegar hún loksins mætti og hafði orð á því sem hún hafði heyrt, þá vildi enginn hlusta á hana. Heilbrigð skynsemi varð fyrsti gleðispillirinn sem út- kastararnir vísuðu á dyr. Ísland hefur sennilega farið betur út úr sínum og al- heimsins ógöngum en margur annar. Rétt var brugð- ist við á þeim örfáu dögum þegar það skipti mestu máli. Það hjálpaði hins vegar heiminum sem heild í þess- um áföllum, að hann var ekki allur undir. Þannig fóru þessi áföll öll að mestu framhjá Kína. Svo heppilega vildi til, að þetta annað mesta efnahagsveldi veraldar og það fjölmennasta var á öðrum snúningi á þessum tíma en þróaði heimurinn var. Kína var á umbreyting- arskeiði og hinn mikli markaður þar var að opnast að hluta til að fjöldinn mikli tók því fagnandi og af bjart- sýni. Hann mætti til leiks á hárréttu augnabliki fyrir hinn haltrandi hluta heimsins. Hagvöxtur í Kína var með miklum ólíkindum ár eft- ir ár. Það á við þótt viðurkennt sé að önnur lögmál * Seðlabankar Evrópulanda ogBandaríkjanna hafa misserumsaman prentað fjármuni í stórum stíl og öllum er ljóst að slíkum efnahags- legum galdrabrögðum eru sett mörk og er fyrir löngu komið að þeim. Reykjavíkurbréf 21.08.15 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.