Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Matur og drykkir Þ að er nóg að gera á Matstofunni á Höfðabakka þegar blaðamann ber að garði og biðröð myndast við af- greiðsluborðið. Í röðinni eru svangir menn, iðnaðarmenn, gröfumenn og lög- reglumenn. „Þetta eru svangir og stórir karl- menn. Karlarnir okkar,“ segir Lára Gyða Bergsdóttir, sem á og rekur staðinn ásamt Ídu Ólafsdóttur. Þær stöllur standa vaktina en eiginmenn þeirra eiga staðinn með þeim, þeir Níels Hafsteinsson framreiðslumaður og Eyjólfur Gestur Ingólfsson matreiðslumaður. Muna nöfnin á kúnnunum Opið er í hádeginu og er staðurinn vinsæll hjá vinnandi fólki í grenndinni. „Við leggjum áherslu á að vera með góðan og bragðmikinn mat. Mennirnir sem koma hingað vilja heim- ilismat, þeir vilja sósur og venjulegan íslensk- an mat. Þeir vilja fá bjúgu, snitzel, fiskibollur og djúpsteiktan fisk,“ segir Lára Gyða. Annað slagið bjóða þær upp á framandi rétti og segja að það falli vel í kramið. „Stundum fáum við líka hugmyndir frá þeim,“ segir Ída. „Við höfum hér ferskan og fjöl- breyttan mat og erum duglegar að þróa nýjar uppskriftir,“ segir Ída. „Þeir kunna því vel, kallarnir, þeir eru stundum tilraunadýr hér hjá okkur,“ segir Lára Gyða. Viðhöldin öll á sama borði Lára Gyða og Ída segja staðinn ákaflega heimilislegan og persónulegan en þær þekkja marga viðskiptavinina með nafni og vita hvað þeir vilja. „Margir kúnnarnir eiga sín sér- stöku borð. Sumir vilja mikla sósu og þá eig- um við að vita það og við reynum að muna nöfnin á þeim,“ segir Ída. „Það er góður andi hér og þeir fá bros og eru glaðir,“ segir Lára Gyða. Það er stutt í grínið á Matstofunni. Á einu borði sitja nokkrir menn frá viðhaldsfyr- irtæki. „Þarna sitja viðhöldin, vont þegar þeir koma svona allir í einu,“ segir Lára Gyða og skellihlær. Lögreglan er fastagestur hjá Matstofunni. Ólafur Barði Guðmundsson, faðir Ídu, stendur í ströngu við afgreiðsluna. HEIMILISLEGUR MATUR FYRIR HAUSTIÐ Matur fyrir stóra og sterka menn * Við leggjumáherslu á að verameð góðan og bragð- mikinn mat. Mennirnir sem koma hingað vilja heimilismat, þeir vilja sósur og venjulegan íslenskan mat. Þeir vilja fá bjúgu, snitzel, fiskibolllur og djúpsteiktan fisk. MATSTOFAN BÝÐUR UPP Á HEIMILISLEGAN MAT. FASTAKÚNNAR ERU VINNANDI KARLMENN SEM TAKA RÖSKLEGA TIL MATAR SÍNS. NÚ ÞEGAR HAUSTAR ER TILVALIÐ AÐ PRÓFA ÞENNAN SÍGILDA ÍSLENSKA HEIMILISMAT. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ída Ólafsdóttir og Lára Gyða Bergsdóttir standa vaktina á Matstofunni á Höfðabakka. Buffið 750 g nautahakk 200 g soðnar kartöflur, marðar 2 stk egg 2 msk kapers 2 msk olía 1½ dl gott soð eða mjólk 1½ dl rauðrófur, saxaðar ½ stk laukur pipar salt Aðferð Byrjið á því að saxa laukinn smátt og saxið síðan kapersið og rauðróf- urnar. Blandið saman nautahakki, vökva, grænmeti, eggjum og kryddi. Mót- ið buff úr deiginu og steikið þau í olíu á pönnu. Sósa 4 dl kjötsoð 1 msk olía ½ stk laukur ¼ tsk rósmarín maísmjöl, fínt pipar salt Aðferð Mýkið laukinn í olíunni. Bætið kjötsoðinu við og látið sósuna sjóða í 3 mínútur. Kryddið með rósmaríni, salti og pipar. Þykkið sósuna með maísmjöli og hrær- ið saman við kalt vatn, en hafið hana fremur þunna. Berið fram með spældum eggjum og kartöflum. Fyrir fjóra. Buff Lindstrom

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.