Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Græjur og tækni Ný tækni við gerð regnhlífa leitnýlega dagsins ljós. Er ekki um flóknari breytingu að ræða á hinu margreynda tæki en svo að hand- fangið er sérhannað til að hægt sé að senda símskeyti í rigningunni. Draumaregnhlíf símafíkilsins Nýtt app fyrir iPhone sem heitir VHS Camcorder læt- ur símann þinn minna á gam- aldags vídeó- tökuvél frá ní- unda áratug- inum. Appið kostar tæpa fimm dollara og getur látið glæný myndbönd líta út fyrir og hljóma eins og þau séu þrjátíu ára gömul. Höfundur appsins er fyrirtækið Rarevision, eftirvinnslufyrirtæki í Los Angeles. Því meira sem síminn er hreyfð- ur á meðan á upptöku stendur, því verra verður myndbandið. Líka er hægt að ýta fingri á skjáinn til að gera gæðin verri. Það sem gerir þetta þó mjög „ekta“ í útliti er tímastimpillinn góði. Það er reyndar hægt að breyta dagsetningunni að eigin vali svo það er ekkert mál að þykjast fara aftur á níunda eða tíunda ára- tuginn. NÝTT MYNDBANDSAPP FYRIR IPHONE Óskýrt og með tíma- stimpli eins og VHS Appið lætur myndbandið líta mjög sannfærandi út. Sjónvarpsunnendur, það er sá hluti þeirra sem hefuráhuga á tækjum, en ekki bara á útsendingum, megahafa sig alla við að læra nýjar og nýjar skammstaf- anir og skilgreiningar eftir því sem framleiðendur tækj- anna finna upp á nýjum viðbótum og útfærslum og smíða í leiðinni ný markaðsorð til að selja þau. Dæmi um það er 4K, sem kom í kjölfar þess að allir voru komnir með HD- tæki (4K, sem líka er kallað Ultra HD, er semsagt fjórum sinni meiri upplausn en HD, en það er svo umdeilt hvort menn sjái muninn, sumir segja já, aðrir nei – ekki nema maður sé með nefið við skjáinn). Nú safna áhugasamir sem mest þeir mega til að kaupa sér 4K tæki, en vandast málið þegar framleiðendur fara að kynna tæki sem þeir kalla SUHD eins og Samsung gerir á nýrri sjón- varpslínu fyrirtækisins. Ég vitna fúslega um það hér að myndin í SUHD-tækjunum er með því besta sem gerist, til að mynda í 65" tækinu, UE65JS9505, sem er með upplausnina 3.840 x 2.160 og kostar líka skildinginn, 1.190.000 kr. í Samsung-setrinu. Það er líka til ódýrari týpa og minni, 55" tæki, sem státar af sömu upplausn, en kostar eðlilega minna, 649.900 kr. Að þessu sögðu þá er SUHD ekki sérstök tækni, heldur bara markaðsmál notað til að greina Samsung-tækni frá græjum annarra framleiðenda sem eru að nýta sömu eða sambærilega tækni – þetta eru LCD-tæki með LED bak- lýsingu og 4K upplausn. Það sem Samsung gerir öðruvísi, og rökstyður SUHD-merkimiðann, er að kristallarnir í skjánum (LED-tæki eru vökvakristalsskjáir) eru minni en gengur og gerist – Samsung segist nota nanókristalla og fyrir vikið sé litabilið víðara og náttúrlegra sem skýrir að hluta af hverju skjárinn er betri en fyrri gerðir. Annað sem skiptir máli er að tækið notar HDR-tækni, sem marg- ir kannast eflaust við úr stafrænum myndavélum, en í Samsung-tækjunum er hún notuð til að auka birtu á skján- um og þá skerpu um leið, en tækið notar líka tækni sem fest í breytilegri skerpu til að skapa dýpt í myndinni. Hvort tveggja, nanókristallar og HDR-stuðningur, á eftir að skipta æ meira máli eftir því sem myndefni er fram- leitt, sem kallar á tæknina og nýtir hana. Þetta sést til að mynda mjög vel þegar kvikmynd er spiluð af Blu-ray- spilara, en enn frekar þegar maður kemst yfir 4K Blu-ray- diska (og spilara). Í sem skemmstu máli þá setur Samsung ný viðmið í myndgæðum með SUHD-tækjum, litasviðið er gríðarmikið og upplausnin ævintýraleg. Mér finnst líklegt að sú tækni sem sýnd er í tækinu verði ráðandi á markaði, því vit- anlega eru aðrir framleiðendur með sambærilega hluti í smíðum (en svo koma OLED-tækin og bylta öllu). Það kemur ekki á óvart að 65 tommu tækið hafi fengið ESA- verðlaunin sem sjónvarp ársins. Kasnnski má helst lýsa því svo að skerpan sé ofurraunveruleg – maður trúir varla sín- um eigin augum. Það tæki sem ég skoðaði er kúpt, með sveigðan 55" skjá, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, og 1248,5 x 790,5 x 322,3 millimetrar að stærð með standi og 24,3 kg að þyngd. Takið eftir því að tæki með sveigðum skjá eru hugsanlega ankannanleg á vegg í verslun, en annað kemur á daginn þegar þau eru komin í stofuna. Ég var efins til að byrja með en nú sannfærður um að sveigðir sjónvarps- skjáir verði ráðandi áður en langt um líður. Hljómur í því er mjög góður. Það er snjallsjónvarp, nema hvað, og keyrir Tizen-stýrikerfið, sem byggist á Li- nux-kjarna (og er til orðið meira og minna til að koma í veg fyrir að Android-verði allsráðandi í sjónvarpstækjum líkt og er með farsíma). Það virkar bráðvel, ekkert út á það að setja, en ekki komin nóg reynsla á það hversu dug- legir menn verða að hanna fyrir það smáforrit og við- bætur, þó það sé opinn hugbúnaður. Að því sögðu þá er sitthvað aðgengilegt nú þegar, en Tizen-stýringin á tækinu gerir meðal annars kleift að stjórna því með handahreyf- ingum þegar maður nennir ekki einu sinni að teygja sig í fjarstýringuna. OFURRAUNVERULEG SKERPA TÆKJAGLAÐIR SJÓNVARPSVINIR VERÐA AÐ HAFA SIG ALLA VIÐ AÐ LEGGJA Á MINNIÐ SKAMMSTAFANIR OG HEITI YFIR NÝJUNGAR Í SJÓNVARPSTÆKNI. STUNDUM ERU SKAMMSTAF- ANIRNAR ÞÓ FREKAR MARKAÐSMÁL, EN TÆKNI- MÁL, EN GETA ÞÓ VÍSAÐ Í MAGNAÐA TÆKNI EINS OG SJÁ MÁ Í NÝRRI FRAMÚRSKARANDI SUHD-SJÓNVARPSLÍNU SAMSUNG. * Á tækinu eru ýmsirtengimöguleikar, fjögur HDMI-tengi, þrjú USB-tengi (eitt USB 3.0, tvö USB 2.0), Component og Composite- tengi, tengi fyrir netsnúru (Ethernet), en það styður líka þráðlaust net. Öll þessi tengi eru í sérstöku boxi sem fylgir og frá því aðeins eins snúra í tækið sjálft sem er náttúrlega snilld. * Mjög auðvelt var aðtengja símann við tækið, það er að veita efni úr tæk- inu í símann og öfugt, en ræðst kannski af því að ég var með Samsung-síma, en með því móti er hægt að varpa efni af símaskjánum í sjónvarpið og líka horfa á sjónvarpsefni í símanum þó maður sé staddur í öðru herbergi. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Þýska flug- og geimrannsókn- armiðstöðin, DLR, hefur á ný hafið vinnu að geimflugvél sem gæti far- ið frá Evrópu til Ástralíu á 90 mín- útum. Áætlanir um slíkt hafa legið í skúffunni svo áratugum skiptir en nú er stefnt á tilraunaflug innan næstu tuttugu ára, samkvæmt því er fram kemur á tæknivefnum Ars Technica. Miðað er að því að í flug- eða geimvélinni kæmust fyrir hundrað farþegar. Vélin myndi komast á loft með aðstoð utanáliggjandi eld- flaugar, rétt eins og gömlu geimför NASA, en utanáliggjandi eldflaugin yrði fjölnota, útbúin eigin vængjum og sótt af öðru loftfari eftir notk- un. Vélin sjálf myndi lenda á áfanga- stað eins og venjuleg flugvél, eftir að hafa svifið fyrir ofan miðhvolfið á 6,4 kílómetra hraða á sekúndu. Fjöldi fólks sem myndi nýta sér slík flug er takmarkaður en Martin Sippel, sem stýrir vinnunni í kring- um hönnun vélarinnar, telur það ekki koma að sök. Markaðurinn sé vaxandi auk þess sem tilgangur vélarinnar yrði margþættur. Má þar nefna að vélina mætti nota til að flytja gervitungl og ýmsan ann- an búnað út í geim. Hann telur einn helsta hvatann bak við verk- efnið vera framleiðslu fjölnota eld- flauganna, sem gætu minnkað kostnað annarra geimferða um- talsvert. FRÁ EVRÓPU TIL ÁSTRALÍU Á MINNA EN TVEIM TÍMUM Þjóðverjar hanna geimflugvél Eldflaugin sem kemur geimflugvélinni af stað verður fjölnota.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.