Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 40
Viðtal 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 D iddú bíður brosandi í hlaðinu þegar ég kem akandi að appelsínugula húsinu sem stendur falið á fallegum gróðurreit í Mosfellsdalnum. Sólin fer einmitt að skína og lýsir upp rauða hárið hennar sem fer vel við litinn á húsinu. Í dag er hún í rósóttum kjól, rós- óttri peysu og fjólubláum sokkabuxum. Það þarf enga sól til að lýsa upp húsfreyjuna því það geislar af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og hún tekur á móti blaðamanni með sínu einstaka brosi og býður inn í hlýlegt eld- hús. Söngkonan sem ávallt er kölluð Diddú, gæti flokkast sem þjóðargersemi en hún hefur glatt landsmenn með söng og leik í fjörtíu ár. Við eldhúsborðið hefjum við spjall yfir kaffibolla og smákökum og tölum um ævistarfið, sönginn. Þessi ástsæla söng- kona stendur á sextugu en er enn á útopnu við sönginn. Var uppnefnd Carmen sem barn Diddú man ekki öðruvísi eftir sér en syngj- andi. Mamma hennar sagði víst að hún hefði sungið áður en hún fór að tala. „Það var eins og segir í Abba-textanum: She sa- ys I began to sing long before I could talk“, ég var víst alltaf syngjandi,“ segir Diddú og brosir. „Þau uppnefndu mig Car- men þegar ég var lítil.“ Foreldrar Sigrúnar sungu bæði mikið og voru í kórum og faðir hennar, Hjálmtýr Hjálmtýsson, söng stund- um einsöng. Foreldrar hennar sungu gjarn- an dúetta saman þegar fór að róast á heim- ilinu. Hjálmtýr starfaði sem fulltrúi bankastjóra í Útvegsbankanum. Móðir hennar, Margrét Matthíasdóttir, var heima- vinnandi, enda erilsamt á heimilinu með sjö börn. Diddú er næstelst og segir æskuárin hafa einkennst af lífi og fjöri á heimilinu. „Það var mikill söngur og tónlist á mínu heimili þótt við hefðum ekki eignast hljóð- færi eða hljómflutningstæki fyrr en ég var fimmtán ára. Þá virðist hagur hafa vænkast svolítið,“ segir hún og hlær sínum smitandi hlátri. Frelsi að fá sitt eigið rúm Diddú er Vesturbæingur og gekk í Mela- skóla, Hagaskóla og Menntaskólann í Reykjavík. „Við fæddumst sex í þéttri röð og svo kom örverpið, Páll Óskar, sex árum á eftir þeim næstyngsta,“ segir hún. Það var þröng á þingi hjá þessari níu manna fjölskyldu á Sólvallagötunni en allir voru sáttir við sitt, að hennar sögn. Hún segir að þau hafi ýmist sofið þrjú og fjögur sam- an í gömlu hjónarúmi og önnur í kojum. „Ég fékk mitt einkarúm og Ásdís systir þegar við fermdumst saman 1968. Hún beið eftir mér og ég fermdist á undan til að hagræða hlutunum. Við fengum sitt rúmið hvor í fermingargjöf, sem var þvílík frels- istilfinning. Ég var fjórtan ára. Það voru hirslur í rúminu sem var mikil umbreyt- ing,“ segir hún og brosir að minningunni. Systirin hljóp í skarðið Diddú segir að öll systkinin hafi erft góðar söngraddir og syngi öll en aðeins hún og Páll Óskar hafi haft sönginn að atvinnu. „Ég man þegar ég var að taka upp plötuna Emil í Kattholti. Það var mikið söngálag á mér við ýmis verkefni og ofþreytti ég mig í röddinni. Ég fann að ég gat ekki lokið við eitt lagið, en mikið lá á að ljúka plötunni. Þá voru allar systurnar prófaðar til að klára lagið. Og sú sem líktist mér mest var látin syngja, það var Jóhanna Steinunn. Það eru ekki margir sem vita af því!“ segir hún og skellir uppúr. Lék í kvikmynd sextán ára Söngferillinn byrjaði snemma. „Þetta byrj- aði allt í Melaskóla en ég var í kór hjá Magnúsi Péturssyni og hann heyrði greini- lega að ég hafði eitthvað í þetta og hann bauð mér að syngja einsöng í söngleik eftir sig, Grámann í Garðshorni. Þar með byrjaði söngævintýrið,“ segir hún og boltinn fór að rúlla. Henni var boðið að syngja víða en fyrsta stóra leikhlutverk sem henni hlotn- aðist sem unglingur var að leika í sjón- varpskvikmyndinni Brekkukotsannál, þá sextán ára gömul. „Það var ærið verkefni. Ég var óreynd leikkona en var treyst fyrir þessu stóra hlutverki. Þetta var sumarið ’72. Það var mikið fjölmiðlafár í kringum þetta og þótti mjög merkilegt. Þarna stimplaði maður sig fyrst inn.“ Ég spyr hvort myndin hafi verið í lit. „Jú, hún var einmitt í lit,“ segir hún hlæjandi og rifjar upp þegar litasjónvarpið kom fyrst. „Ég man þegar pabbi sat og horfði á sjónvarpið á kvöldin og mamma var kannski að ganga frá eftir matinn. Þá kallaði hann stundum, Magga! Komdu! Það er í lit!,“ segir hún og við skellihlæjum báðar. Spilverkið algjör straumhvörf Diddú kynntist strákunum í Spilverkinu þegar hún var í Leiklistarskólanum SÁL. „Þar með var ég alfarið toguð úr leiklist- inni í tónlistina og hef verið þar síðan, þá varð ekki aftur snúið,“ segir hún. Strák- arnir sem um ræðir eru Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garð- arsson. „Þeir buðu mér upp í dans. Það voru þá algjör straumhvörf. Við áttum mjög farsælt og gjöfult samstarf í fjögur ár. Sömdum og tókum upp sex hljómplötur. Við æfðum stíft frá morgni til kvölds og svo héldum við líka tónleika um víðan völl og tókum þátt í alls kyns öðrum verk- efnum. Þetta var mjög blómlegt og fjöl- breytilegt. Eftir fjögur ár fór fólk að hugsa sér til hreyfings. Egill stofnaði Þursaflokk- inn og Valgeir fór utan til náms og kærasti minn þáverandi, og núverandi eiginmaður, Þorkell Jóelsson, hélt utan til tónlistarnáms. Áður en ég ákvað að fylgja honum út, fékk ég hlutverk Lóu í Silfurtunglinu og var upptekin við önnur söngstörf þannig að ég var heima þann vetur en fór svo utan 1979. Ég komst inn í sama skóla og hann, Guild- hall School of Music and Drama. Ég var ekkert sannfærð að ég yrði endilega klass- ísk söngkona, þó svo að ég hefði komist að í skólanum. Ég var orðin 25 ára að stíga mín fyrstu skref í alvöru tónlistarnámi,“ segir hún og útskýrir að það þyki gamalt í þessum bransa. „Mér fannst ég ekki komin nógu langt í tónlistinni,“ segir hún, því hún hafði ekki almennan bakgrunn í klassíkinni. „Það var að vísu mjög gjöfult að hafa verið í popp- inu, því strákarnir í Spilverkinu sömdu alla tónlistina og ég leit á mig sem eitt af hljóð- færunum í hljómsveitinni. Þeir eru flottir Syngur með hjartanu SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR, ÆVINLEGA KÖLLUÐ DIDDÚ, HEFUR SUNGIÐ SIG INN Í HJÖRTU LANDSMANNA Í FJÖRUTÍU ÁR. HÚN HEFUR ÁTT FARSÆLAN SÖNGFERIL SEM HÓFST Í DÆGURTÓNLISTINNI EN ÓPERAN ER ÞAÐ SEM Á HUG HENNAR OG HJARTA. NÝORÐIN SEXTUG FAGNAR HÚN TÍMAMÓTUM MEÐ STÓRTÓNLEIKUM Í HÖRPU Í HAUST. HÚN RIFJAR UPP FERILINN OG TALAR UM LÍFIÐ MEÐ SÖNGNUM SEM HÚN SEGIR BÆÐI LÍKNANDI OG NÆRANDI. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.