Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Í næstu viku verður tekið upp nýtt
fyrirkomulag við úthlutun matar-
gjafa hjá Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur. Í stað eins úthlutunar-
dags í viku verða þeir tveir, annan
daginn kemur fjölskyldufólk og hinn
daginn þeir sem búa einir. Formað-
ur nefndarinnar segir ástæðuna
einkum þá að sífellt fjölgi í hópi
þeirra sem leiti þangað, þarfir þess-
ara tveggja hópa séu mismunandi og
með breytingunni verði hægt að
þjónusta þá betur. Dæmi eru um að
fólk hafi þegið matargjafir frá
Mæðrastyrksnefnd í mörg ár.
„Það var einfaldlega orðið svo
mikið álag í einu,“ segir Anna H.
Pétursdóttir, formaður Mæðra-
styrksnefndar Reykjavíkur, en núna
leita á milli 400
og 500 eftir að-
stoð nefndarinn-
ar í hverri viku.
„Við gátum ekki
sinnt fólki sem
skyldi og viljum
geta gefið okkur
meiri tíma. Við
viljum gera þetta
manneskjulegara
og geta talað
meira við fólk. Svo eru þarfir fólks
mismunandi og stundum passar
ekki að hafa fjölskyldufólk og ein-
hleypa saman.“
Með því á Anna m.a. við að stund-
um þarf einhleypt fólk á annars kon-
ar matvöru að halda en fjölskyldu-
fólkið. „Sumir geta ekki eldað og við
höfum því ákveðið að gefa þeim
öðruvísi mat,“ segir hún.
Þiggja aðstoð í 5-10 ár
Frá og með næstu viku verða
matarúthlutanir fyrir einhleypa kl.
13-15 á þriðjudögum og fyrir fjöl-
skyldufólk á sama tíma á miðviku-
dögum. Anna segir hafa komið til
tals að afhenda úttektarkort í stað
matargjafa en enn um sinn verði
sama fyrirkomulag, þ.e. matargjafir.
„Við höldum að það komi betur út og
með nýja skipulaginu verður biðin
styttri,“ segir Anna.
Hún tók við formennsku Mæðra-
styrksnefndar í sumar en hefur
starfað með nefndinni frá 2004. Hún
segir margt hafa breyst á þessum 11
árum. Árið 2004 hafi um 80 manns
fengið mataraðstoð í hverri viku en
sá fjöldi hafi nú meira en fimmfald-
ast. „Það er mikil aukning. Önnur
breyting er að núna kemur fleira
ungt fólk en áður. En það sem hefur
ekki breyst er að fyrirtæki og versl-
anir eru alltaf jafn tilbúin að hjálpa
og við höfum heldur aldrei lent í því
að fá ekki sjálfboðaliða til að hjálpa
okkur.“
Anna segir að nokkuð sé um að
sama fólkið þiggi aðstoð Mæðra-
styrksnefndar árum saman, jafnvel
í 5-10 ár. Hugsanlega muni enn
fleiri leita til nefndarinnar eftir
þessar breytingar. „Hingað kemur
enginn sem þarf ekki á því að halda,
margir eru í aðstæðum sem þeir
komast ekki út úr og hafa ekkert
annað en okkur. Það gæti líka verið
að við fáum fleiri fjölskyldur til
okkar, sumar þeirra hafa átt erfitt
með að koma inn í þetta umhverfi
eins og það hefur verið og kannski
breytir nýja fyrirkomulagið því.“
Fjölguðu dögum vegna mikils álags
400-500 manns þiggja matargjafir hjá
Mæðrastyrksnefnd í hverri viku
Morgunblaðið/Ernir
Úthlutun Mat pakkað í poka hjá
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.
Sjálfboðaliðastarf
» Um 20 sjálfboðaliðar starfa
að jafnaði við matarúthlutun
Mæðrastyrksnefndar Reykja-
víkur.
» Mat er úthlutað þriðjudaga
og miðvikudaga, nema fyrstu
vikuna í hverjum mánuði.
» Mæðrastyrksnefnd úthlutar
líka fatnaði fyrsta miðvikudag-
inn í hverjum mánuði og er tek-
ið við honum á þriðjudögum.
» Nefndin starfrækir einnig
menntunarsjóð.
Anna H.
Pétursdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er sáralítið fé svo innarlega
þannig að þetta er ekki smala-
mennska. Við erum að leita, athuga
hvort það hafi komið kindur þangað,“
segir Lilja Loftsdóttir, fjalldrottning
Gnúpverja. Þeir fjallmenn Gnúpverja
sem lengst fara héldu af stað í gær í
Lönguleit, einhverjar lengstu leitir
sem þekkjast hér á landi. Leitin tekur
níu daga og er farið inn að Arnarfelli
hinu mikla. Réttardagurinn er tíundi
dagurinn.
Tiltölulega fáir menn eru í fyrsta
hópnum sem fer á fjall. Í það verk eru
skipaðir tveir úr Gnúpverjahreppi
auk trússara, einn af Skeiðum og einn
úr Flóa. Með þeim eru þrír aukamenn
sem langar að kynnast svæðinu. Leit-
armennirnir af Skeiðum og Flóa
halda síðar til móts við fjallmenn á
Flóa- og Skeiðamannaafrétti sem
halda af stað næstkomandi mánudag.
Lilja segir að fyrstu tveir dagarnir
fari í ferðina inn á afréttinn. Þriðja
daginn er Fjórðungssandur leitaður
og á laugardag er farið í Arnarfell hið
mikla sem er inn undir Hofsjökli og í
Þjórsárver. Hún segir að tiltölulega
lítið sé að gera fyrstu dagana, ef veð-
ur er hagstætt.
„Þetta er gríðarlega fallegt, alger
Paradís,“ segir Lilja um svæðið og
segir ekki að undra þótt aukafólkið
vilji koma með til þess að njóta þess.
Viðbótarmannskapur kemur til liðs
við fjallmenn Gnúpverja í Bjarnalækj-
arbotnum á sunnudag og þriðji hóp-
urinn fer í svokallaða Gljúfurleit og
gistir þar. Fjallferðinni lýkur á föstu-
dagsmorgun þegar rekið er í Skaft-
holtsréttir.
Fékk delluna sem unglingur
Þetta er tólfta árið sem Lilja Lofts-
dóttir er í því ábyrgðarmikla starfi að
vera fjalldrottning Gnúpverja. „Sá
sem var á undan mér vildi hætta. Mér
var treyst fyrir þessu,“ segir Lilja en
það þótti í frásögur færandi þegar
kona var í fyrsta skipti valin í þetta
starf. Hún er uppalin í Steinsholti og
hefur farið á fjall í rúm 30 ár.
„Ég fékk dellu fyrir þessu strax sem
unglingur og vildi alltaf fara,“ segir
hún. Hún viðurkennir að skemmti-
legra hafi verið að fara á fjall áður en
hún fékk sjálf það hlutverk að stjórna
verkum. „Það var afslappaðra.“
Undanfarin ár hafa 3.500 til 4.000
fjár komið af afrétti. Lilja telur að það
verði eitthvað færra í haust. Menn hafi
rekið seint á fjall og ekki farið með
eins margt og oft áður.
Hún fór inn á afréttinn á dögunum
og telur að lömbin séu nokkuð fal-
leg, miðað við aðstæður. Afrétt-
urinn líti vel út og lömbin séu
búin að vera í nýgræðingi í allt
sumar.
Ljósmynd/Elín Magnúsdóttir
Fangabrekkur Lilja Loftsdóttir og fjallmenn hennar á í Fangabrekkum, fremst í Þjórsárdal, á leið sinni á afréttinn.
Var afslappaðri áður
en hún fékk ábyrgðina
Lilja Loftsdóttir sjórnar lengstu leitum landsins
Kartöflugrös féllu að hluta eða öllu
leyti víða í Eyjafirði í næturfrosti um
helgina. Einnig sér á korni. Bergvin
Jóhannsson á Áshóli, formaður
Landssambands kartöflubænda,
segir að bændur hafi verið að bíða
með upptöku og vonast eftir að kart-
öflurnar myndu vaxa fram á haust.
„Nú er ekki eftir neinu að bíða með
að taka upp,“ segir hann.
Næturfrost var aðfaranótt sunnu-
dags. Bergvin segir að það hafi að-
eins verið ein eða tvær gráður hjá
honum, en staðið lengi nætur. „Mér
sýnist að mjög víða hafi það lagt
grösin alveg að velli. Í sumum görð-
um stendur það að hálfu.“
Hann lýsir ástandinu á Áshóli
þannig: „Það fer eftir því hvað garð-
arnir standa hátt. Það sem er uppi í
brekkunum féll að hálfu en það er
kolfallið sem var á láglendi.“
Til þess að kartöflurnar haldi
áfram að vaxa, eftir næturfrost, þarf
stöngullinn að standa uppi og ein-
hver blöð á honum. „Þá virðist þetta
nuddast eitthvað áfram, en aðeins á
hálfum krafti,“ segir Bergvin.
Þetta verður lélegt uppskeruár
hjá norðlenskum kartöflubændum.
„Grösin voru rétt að ná þeim þroska
sem þau eiga að ná fyrir miðjan
ágúst til að koma krafti í vöxtinn. Þá
kemur frostið og leggur þau að
velli.“
Bændur hafa verið að seinka upp-
skerustörfum, til að reyna að fá
stærri kartöflur. „Nú er ekki eftir
neinu að bíða. Uppskerustörfin taka
það langan tíma og helst þarf maður
að ná að ljúka þeim áður en það fer
að snjóa. Algengt er að hér snjói síð-
ustu dagana í september.“
helgi@mbl.is
Ekki eftir
neinu að bíða
Kartöflugrös fallin í Eyjafirði
Uppskera verður með minnsta móti
Lið alls sex sveitarfélaga sem ekki
voru með síðasta vetur í Útsvari,
spurningaþætti RÚV, taka þátt í
vetur. Þetta eru Vestmannaeyjar,
Norðurþing, Fjallabyggð, Rang-
árþing eystra, Sandgerði og Snæ-
fellsbær. Þarna er miðað við
sveitarfélög með 1.500 íbúa og
fleiri. Alls eru 27 þættir á dagskrá
yfir veturinn og því ekki hægt að
koma því við að öll sveitarfélög
sendi inn lið og munu Garðabær,
Mosfellsbær, Akranes, Hornafjörð-
ur, Borgarbyggð og Grindavík því
sitja hjá í vetur.
Fyrsti þáttur Útsvars fer í loftið
þann 11. september nk. og munu
lið Hafnarfjarðar og Árborgar þar
eigast við. Í þeim næsta, 18.
september, keppa lið Seltjarnar-
ness og Reykjanesbæjar. Umsjón-
armenn í vetur verða sem fyrr þau
Þóra Arnórsdóttir og Sigmar Guð-
mundsson. Helgi Jóhannesson
stjórnar útsendingum og dagskrár-
gerð. Ekki er frágengið hver verð-
ur dómari.
Í keppni þessa vetrar taka þátt
átta lið úr fjórðungsúrslitum fyrra
árs, það er Seltjarnarnes, Ölfus,
Skagafjörður, Akureyri, Reykjavík,
Reykjanesbær, Fljótsdalshérað,
Hafnarfjörður og liðin sex úr flokki
byggða með 1.500 íbúa eða fleiri,
sem nefnd eru hér að framan. Þá
voru önnur sjö lið dregin úr potti
þrettán bæja þar sem meira en
hálft annað þúsund býr, það er
Kópavogur, Árborg, Fjarðabyggð,
Ísafjörður, Hveragerði, Dalvík og
Rangárþing ytra.
Úr flokki sveitarfélaga með 500
til 1.000 íbúa senda Strandabyggð
og Langanesbyggð inn fulltrúa og
úr þeim byggðum þar sem íbúarnir
eru 500 eða færri kemur eitt lið,
það er úr Reykhólahreppi.
sbs@mbl.is
Sex sveitarfélög sitja
hjá í Útsvari í vetur
Sigmar
Guðmundsson
Þóra
Arnórsdóttir
Fyrsti þátturinn er 11. september
Fyrstu fjárréttir haustsins eru
um helgina. Þær eru aðallega
á Norðurlandi.
Nefna má að Hrútatungu-
rétt í Hrútafirði og Mið-
fjarðarrétt verða á laugardag,
einnig Fossárrétt og Hlíðar-
rétt við Bólstaðarhlíð í
Austur-Húnavatnssýslu. Í
Borgarfirði verður Nesmels-
rétt í Hvítársíðu á laugardag.
Sömu sögu er að segja af
Skarðarétt í Gönguskörðum í
Skagafirði.
Fjöldi rétta er einnig á
sunnudag, til dæmis Staðar-
rétt í Skagafirði og
Skrapatungurétt
í Laxárdal. Þann
dag verða
Hlíðarrétt og
Baldursheims-
rétt í Mý-
vatnssveit.
Fyrstu réttir
um helgina
SAUÐFJÁRRÆKT
Lilja Loftsdóttir