Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Stórmyndin Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks hlaut mikið lófatak að frumsýningu lokinni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær. Myndin var opnunarmynd hátíðarinnar og var Baltasar hæst- ánægður með viðbrögð gestanna þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Það hreyfðist varla sála, það fór enginn á klósettið. Þá veit maður að fólk er að fylgjast með,“ sagði Baltasar, „sérstaklega þegar fólk er að fá sér,“ sagði hann og hló. Aðdragandi frumsýningar- innar gekk þó ekki áfallalaust fyr- ir sig. Röng filma var flutt til Fen- eyja vegna sýningarinnar og þurfti Baltasar að fá mann með flugi frá London með aðra filmu. Aðfara- nótt frumsýningardagsins var Baltasar á fótum til klukkan þrjú þar sem hann þurfti að taka á móti filmunni og ganga úr skugga um að rétt filma væri með í för í þetta skiptið. Hollywood-kvikmyndastjörn- ur og forseti Ítalíu, Sergio Matta- rella, voru á meðal þeirra sem gengu rauða dregilinn endilangan við mikla ánægju viðstaddra sem höfðu gert sér ferð til þess að berja stjörnurnar augum, en einn- ig voru margir með tengingu við kvikmyndabransann í Hollywood. Þá var Lilja Pálmadóttir, eigin- kona Baltasars, honum til halds og trausts á stóru stundinni, en Baltasar var með hjartað í bux- unum í allan gærdag að eigin sögn. Frumsýningardeginum var varið í fjöldann allan af viðtölum vegna myndarinnar. Átta í einkunn á IMDB Kvikmyndagagnrýni var tekin að hrannast upp þegar Morgun- blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Á síðunni Rotten Tomatoes stóð ein- kunn myndarinnar í 75 prósent- um, en einkunnin byggist á gagn- rýni 12 kvikmyndagagnrýnenda. Níu þeirra hrósuðu myndinni í há- stert en þrír voru ekki eins hrifn- ir. Á kvikmyndavefnum IMDB var kvikmyndin með 8 í einkunn eftir einkunnagjöf 106 notenda. Scott Mendelson hjá Forbes segir nálgun Baltasars að sögunni frískandi. „Leikstjórinn Baltasar Kormákur mjólkar ekki efnið fyrir æsing þar sem hann er mjög með- vitaður um að saga sem er eins hrífandi og þessi þarf engan auka- safa.“ Segir hann Everest skila nákvæmlega því sem lofað var, grípandi og tilfinningalega hríf- andi persónudrama skýjum ofar. Baltasar hafði séð hluta gagn- rýninnar í gærkvöldi og var hann nokkuð ánægður með viðbrögðin. Sagði hann þá ánægðu vera mjög ánægða, og að meira hefði verið um jákvæða gagnrýni heldur en neikvæða. „Auðvitað er maður spenntur að sjá hvernig viðbrögðin eru. En þetta er langt ferðalag, það getur verið misjafnt hvernig þetta leggst í þjóðir, og oft er gagn- rýnin mjög hörð á svona hátíð- um,“ sagði Baltasar að endingu, áður en hann fór í næsta frum- sýningarteiti. Everest hlaut mikið lófa- tak eftir frumsýninguna AFP Frumsýning Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir á rauða dreglinum með Jason Clarke, leikara, og konu hans.  Baltasar með hjartað í buxunum á frumsýningardegi Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Aðilar vinnumarkaðarins og stjórn- völd eiga erfitt verk fyrir höndum í vetur að sögn Ólafíu Bjarkar Rafns- dóttur, formanns VR. Óvissa ríkir um kjarasamninga en í febrúar mun nefnd fjalla um hvort forsendur samninga sem gerðir voru á almenna markaðinum í byrjun sumars hafi brostið, m.a. sú forsenda að launa- hækkanir í samningum aðildarfélaga ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð. Miðstjórn ASÍ fundaði í gær og var greining á launahækkunum gerðar- dóms til umfjöll- unar á fundinum. Að sögn Ólafíu var velt upp þeim leiðum sem færar væru í þeirri stöðu sem nú er komin upp. Hún bendir á að í endurskoðun- arákvæðinu, sem tekið verður til at- hugunar í febrúar, sé sérstaklega fjallað um að aðrir hópar megi ekki fara fram úr samn- ingnum sem gerður var á almenna markaðinum. Með úrskurði gerðar- dóms hafi hjúkrunarfræðingar og fé- lagar í BHM hins vegar fengið tölu- vert meiri launahækkun en starfsmenn á almenna markaðinum. „Þær forsendur eru brostnar, en samningnum verður ekki sagt upp fyrr en í febrúar,“ segir Ólafía. Lausnin ógni ekki stöðugleika Auk endurskoðunarákvæðisins um að samningurinn á almenna markað- inum eigi að vera stefnumarkandi fyr- ir aðra samningagerð hvílir samning- urinn á þeim forsendum að kaupmáttur launa aukist á tímabilinu og að fullar efndir verði á yfirlýsing- um ríkisstjórnarinnar við gerð samn- ingsins. „Í mínum huga má lausnin fyrst og síðast ekki ógna stöðugleik- anum,“ segir Ólafía. Leitað verður lausnar þar sem sanngirni er höfð að leiðarljósi og kaupmáttaraukning höfð í fyrirrúmi. Ólafía bendir á að hækkanir í samn- ingi félaga BHM feli í sér jafnmiklar launahækkanir á tveimur árum og hækkanir á almenna markaðinum gera á fjórum árum. Hún segir það mjög sérstakt að gerðardómur hafi metið launahækkanir á almenna markaðinum um 24%, þegar meðal- tals kostnaðarmat á samningum 70 þúsund félagsmanna feli í sér rúm- lega 18% hækkun. „Ég átta mig ekki á því hvernig þeir reiknuðu það út.“ Erfiður vetur í vændum  Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir forsendur samninga á almenna mark- aðinum brostnar  Miðstjórn ASÍ fundaði  Kaupmáttaraukning höfð í fyrirrúmi Ólafía Björk Rafnsdóttir Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Meirihluti borgarstjórnar Reykja- víkurborgar felldi á borgarstjórnar- fundi á þriðjudag tillögu Sjálfstæðis- flokksins um aukið gagnsæi vegna ferðakostnaðar starfsmanna Reykja- víkurborgar, með níu atkvæðum gegn sex. Tillagan gekk út á að ákvarðanir um ferðir starfsmanna og ráðgjafa á vegum borgarráðs eða borgar- stjórnar ætti að kynna í borgarráði áður en haldið yrði í ferðina, og aðrar ferðir starfsmanna og ráðgjafa skyldu kynntar á fundum í þeim nefndum eða ráðum sem viðkomandi svið heyrðu undir. Gert upp ársfjórðungslega Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri, segir að aðrar reglur eigi að gilda um starfsfólk borgarinnar en kjörna fulltrúa. Hann segir að ferða- lög starfsmanna og ráðgjafa á vegum borgarinnar verði gerð upp ársfjórð- ungslega, sem samþykkt hafi verið fyrr í sumar. „Þetta er endurflutningur á máli sem var búið að ákveða,“ segir Dagur en hann segir starfshóp hafa uppfært reglur um ferðaheimildir og ferða- kostnað á vegum Reykjavíkur- borgar. „Það var sérstakur starfshópur sem uppfærði reglur yfir þessa hluti og lagði til að yfirlit yrði lagt fyrir ársfjórðungslega. Tillagan gengur lengra, en hitt var í raun nægilegt,“ segir Dagur sem tekur þó fram að honum finnist sjálfsagt að kjörnir fulltrúar leggi fram upplýsingar um ferðalög áður en í þau er haldið. Eftirlit yrði meira og betra Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að tillagan hefði aukið gagnsæi til muna, bæði fyrir kjörna fulltrúa og eins alla þá sem hafa aðgang að fundar- gerðum borgarinnar. Með auknu gagnsæi yrði hægt að sinna eftirlits- hlutverkinu betur, enda upplýsingar um utanlandsferðir birtar fyrirfram í fundargerðum nefnda og ráða en ekki eftir að farið er í ferðirnar. Birta kostnað eftir ferðalög Dagur B. Eggertsson  Tillaga um aukið gagnsæi var felld Kjartan Magnússon Moggabíllinn svonefndi, fjórði bíll- inn í áskriftarleik Morgunblaðsins, hefur verið á ferðinni víðsvegar um höfuðborgarsvæðið síðustu vikur, nú síðast í gær við Miklubraut á móts við Kringluna. Ekki er búið að afhjúpa bílinn að öðru leyti en því að um glæsilegan og hreinrækt- aðan sportjeppa er að ræða. Dregið verður í leiknum 22. október nk. þegar einn heppinn áskrifandi mun fá jeppann að gjöf. Morgunblaðið/Júlíus Moggabíllinn á ferðinni „Miðstjórn Alþýðusambandsins hvetur ríkisstjórnina til að nálg- ast vandamál flóttafólks í Evr- ópu af festu og ábyrgð. Ísland getur svo sannarlega tekið við fleiri flóttamönnum en þeim 50 sem þegar hefur verið ákveðið að veita hér hæli,“ segir m.a. í ályktun sem miðstjórn ASÍ sendi frá sér í gær um málefni flóttamanna. Telur miðstjórnin mikilvægt að stjórnvöld standi vel að komu flóttamanna með því að tryggja að þeir sem hing- að koma fái gott húsnæði og nauðsynlegan samfélagslegan stuðning. Standi vel að komu þeirra ASÍ UM FLÓTTAMENN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.