Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 BAKSVIÐ Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Grímuklæddir menn í her- mannafötum námu á brott að minnsta kosti átján tyrkneska og íraska verkamenn, endurskoðanda og verkfræðinga í Bagdad, höf- uðborg Íraks, í gærmorgun. Að sögn íraskra og tyrkneskra yfirvalda var mönnunum ýtt inn í stóra jeppa sem var svo ekið í burtu á miklum hraða. Segja yf- irvöld mennina starfa fyrir bygg- ingafyrirtækið Nurol Insaat, sem staðsett er í Ankara í Tyrklandi. Fyrirtækið vinnur nú að byggingu íþróttamannvirkis í Shiite sýslu í Sadr, sem er í úthverfi Bagdads. Mannræningjarnir grímu- klæddu munu hafa komið inn á vinnusvæðið á meðan starfsmenn- irnir voru í fasta svefni, afvopnað alla verði og svo rænt starfsmönn- unum, eftir því sem kemur fram í frétt Fox News um málið. Engin gögn sem benda til ofbeldis liggja fyrir. Óvíst hvað vakti fyrir þeim Talsmaður tyrkneska utanrík- isráðuneytisins, Tanju Bilgic, sagði að meðal þeirra horfnu væru 14 verkamenn, þrír verkfræðingar og einn endurskoðandi. Saad Maan, talsmaður innan- ríkisráðuneytis landsins, sagði mannránið í rannsókn og að mann- ræningjanna væri leitað. Þá væri hvorki vitað hverjir þeir væru né hvað hefði vakað fyrir þeim. Tyrkir hófu nýlega loft- árárásir á Íslamska ríkið í Norður- Írak og hófu að leyfa bandarískum herþotum að notast við herstöðvar í suðausturhluta Tyrklands, til að ráðast á öfgamenn úr hópi sunni- múslima. Á sama tíma hóf Tyrk- land loftárásir í Norður-Írak á PKK, Kúrdíska verkamannaflokk- inn, sem hefur lengi verið þyrnir í auga tyrkneska hersins. Mannránið í gær felur í sér afturhvarf til áranna 2006 og 2007 þegar herdeildir sunni- og sjíta- múslímar rændu hvorir um sig fylgismönnum hinnar fylking- arinnar. Í þeim tilvikum fundust yfirleitt lík þeirra sem rænt var degi eða tveimur dögum síðar. Yf- irleitt báru þau merki þess að mennirnir hefðu verið pyntaðir fyr- ir andlátið og voru með byssukúlu í höfðinu. Ofbeldi hefur verið daglegt brauð í Bagdad í yfir áratug, á borð við vegasprengjur, sjálfsmorðs- árásirog launmorð. AFP Mannrán Mennirnir átján unnu að byggingu íþróttamannvirkis. Átján numdir á brott í Bagdad  Starfsmönnum rænt á vinnusvæði Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Frans páfi samþykkti í vikubyrjun að gera konum, sem hafa undirgeng- ist fóstureyðingu, auðveldara fyrir að fá fyrirgefningu frá kirkjunni. Þetta einstaka tilboð páfa mun þó aðeins gilda í eitt ár en þessi við- leitni hann er hluti af Ári miskun- arinnar (e. Year of Mercy). Um er að ræða forna kaþólska hefð sem veitir trúuðum tækifæri til syndaaflausn- ar. Árið hefst þann 8. desember næstkomandi og stendur yfir til 26. nóvember 2016. Páfinn tilkynnti um þetta í Vati- kaninu í fyrradag, örfáum vikum áð- ur en hann heldur í opinbera heim- sókn til Kúbu og Bandaríkjanna, þar sem tíðni fóstureyðinga er nokkuð hærri en í Vestur-Evrópu. Í stað þess að biðjast syndaaf- lausnar frá biskupi, eins og konur þurfa að gera í dag, hefur páfi heim- ilað að sérhver kaþólsk kona sem farið hefur í fóstureyðingu, geti ósk- að eftir fyrirgefningu synda sinna hjá presti. Þetta fyrirkomulag er nú þegar við lýði í Englandi, Wales og Skotlandi, ef marka má fréttir Tele- graph um málið. Kaþólikkar trúa því að líf hefjist við getnað og þar af leiðandi sé fóst- ureyðing synd. Samkvæmt lögum kirkjunnar, kanónískum rétti, eru þær sem undirgangast fóstureyð- ingu sjálfviljugar og þeir sem að- stoða við fóstureyðingu, bannfærðir en prestar geta aflétt bannfæring- unni. Þetta kemur m.a. fram í frétt Wall Street Journal um málið. Einstakt tækifæri  Frans páfi gefur konum sem hafa undirgengist fóstureyð- ingu tækifæri í ár til að óska eftir fyrirgefningu hjá presti AFP Páfi Frans vill sýna konum, sem hafa farið í fóstureyðingu, skilning. Átta mann- eskjur, þar af drengur og stúlka, létu lífið í gærmorgun í eldsvoða í íbúð í átjánda hverfi Parísar. Fimm aðrir eru lítillega slasaðir en sjö manns mun hafa verið bjargað úr húsinu. Talið er að kveikt hafi verið í íbúðinni og einn maður á fertugsaldri hefur verið handtekinn vegna málsins. Slökkvilið Parísar fékk tvö neyð- arsímtöl frá sama heimilisfangi á Myrha-götu aðfararnótt miðviku- dags, fyrst klukkan tvö um nóttina og svo tveimur og hálfri klukku- stund síðar. Enn er óvíst hvernig þessi tvö símtöl tengjast. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagði málið vera í rann- sókn og vottaði aðstandendum sam- úð sína. FRAKKLAND Húsbruni grandar átta manns í París Anne Hidalgo Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk. fi p y j g p C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa mauki Bruchetta íreymeð tv ðlatu hangikjöti, bal- samrau og piparrótarsósu heBruc ta með hráskinku, balsam rægrill uðu Miðjarðar- h a f s g meti Krabba a- s a l ðboferskum kryddjurtum í brau Bruchetta rðameð Miðja hafs-tapende aRisa- rækj spjóti með peppadew Silunga hrogn i simeð japönsku majónes nepsrjóma-osti á bruchettu Birkireykt-ur lax alioá bruchettu með grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is Möndlu Mix og Kasjú Kurl er ekki bara hollt snakk. Líka gott í salatið. Hollt og gott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Þín verslun Seljabraut, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.