Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is 14.990 19.900 15.000 Tímaritið Spectator, sem stofn-að var árið 1828, sagði ný- lega frá því að það hefði nú fleiri áskrifendur en nokkru sinni áður og var þá eingöngu átt við prent- uðu útgáfuna. Í nýjustu forystu- grein ritsins (sem auðvitað er ómerkt, eins og í alvöru blöðum) segir (í lausl. þýð.):    George Osborne heimsótti Sví-þjóð, Finnland og Danmörku s.l. mánudag og hlutabréfamark- aður allra landanna þriggja féll um því sem næst 5%. Um leið og hann kvaddi rétti markaðurinn sig af.    Þetta var auðvitað tilviljun.Ferð ráðherrans bar upp á sama dag og ofsaveður gekk yfir markaði. En hvað sem því líður varð skjálftinn til þess að Osborne horfði ofan í hyldýpið og fór á taugum. „Bretland,“ sagði hann í varnaðartón, „er ekki ónæmt fyr- ir því sem á gengur í veröldinni.“    Og ekki í fyrsta sinn sáum viðvarir hans bærast en heyrð- um hins vegar rödd Gordons Brown: „Við erum mun betur undirbúnir nú gagnvart svona áföllum en við vorum fyrir fáum árum.“    Það væri betra að þetta værisatt,“ segir ritstjórinn og bendir á að árið 2008 voru skuldir Breta 37% af landsframleiðslu og Brown gat því bjargað sér með lántökum út úr kreppunni. Nú sé hlutfallið hins vegar 80% og slíkt svigrúm því ekki til.    Sama staða er annars staðar,og að auki vextir víðast í núlli og peningaprentun fullnýtt úr- ræði. George Osborne Varir Konna en rödd Baldurs STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.9., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 12 léttskýjað Nuuk 10 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 12 alskýjað Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 16 skýjað Helsinki 13 skúrir Lúxemborg 18 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 15 léttskýjað London 17 léttskýjað París 18 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 heiðskírt Berlín 20 heiðskírt Vín 22 skýjað Moskva 12 skýjað Algarve 23 léttskýjað Madríd 30 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 26 heiðskírt Montreal 22 alskýjað New York 30 heiðskírt Chicago 29 léttskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:16 20:39 ÍSAFJÖRÐUR 6:14 20:51 SIGLUFJÖRÐUR 5:57 20:34 DJÚPIVOGUR 5:44 20:11 Vel hefur gengið að ráða grunn- skólakennara í haust, samkvæmt upplýsingum frá nokkrum af stærstu sveitar- félögum landsins. Á vefsíðum sveit- arfélaganna má þó enn sjá nokkr- ar auglýsingar, þar sem auglýst er eftir kennurum til starfa, en samkvæmt upplýs- ingum frá sveitarfélögunum er það ekkert umfram það sem yfirleitt er á þessum árstíma. Frá Hafnarfjarðarbæ fengust t.d. þær upplýsingar að enn vantaði í sex stöður kennara og ástæðan væri stundum sú að fólk hætti við á síð- ustu stundu. Í Kópavogi vantar nokkra kennara, að sögn Önnu Birnu Snæbjörnsdóttur, sviðsstjóra menntasviðs Kópavogsbæjar. „Þetta hefur ekki hamlað skóla- starfi og er yfirleitt leyst innan við- komandi skóla,“ segir Anna Birna. Í Reykjavík vantar enn í 3,5 stöðugildi kennara sem er áþekkt því sem verið hefur á þessum tíma. Grunnskól- arnir vel mannaðir  Sumir hætta við á síðustu stundu Í skóla Vel gekk að ráða kennara. Viðskiptaverð mjólkurkvóta hækk- aði um 50 krónur á lítra á tilboðs- markaði Matvælastofnunar nú um mánaðamótin. „Þetta kemur mér svolítið á óvart. Mér þætti fróðlegt að sjá hvaða efnahagslegu forsendur eru fyrir þessari hækkun,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúa- bænda. Eftirspurn og framboð á greiðslu- marki var töluvert meira á tilboðs- markaði Mast nú en var á síðasta markaði, 1. apríl. Munar þar 100- 150%. Niðurstaðan varð að allur framboðinn kvóti, 367 þúsund lítrar, var seldur og verðið varð 200 krónur á lítra. Verð á græslumarki hækkaði lítil- lega á síðasta tilboðsmarkaði, en áð- ur hafði það lækkað stöðugt um tíma. Skýringar þess eru augljósar, eins og Baldur Helgi bendir á. Bændur fá þessi árin ekki hærra verð fyrir mjólk sem er framleidd innan greiðslumarks en utan. Kaup- endur greiðslumarksins hafa ekki tryggingu fyrir beingreiðslum út á greiðslumark nema út samningstíma búvörusamninga, í lok næsta árs. Þá hefur Landssamband kúabænda markað þá stefnu að greitt skuli staðlað verð fyrir alla mjólk og að horfið verði frá kvótakerfi í mjólkur- framleiðslu. helgi@mbl.is Mjólkurkvótinn hækkar um 50 kr.  Framkvæmdastjóri LK veltir fyrir sér efnahagslegum forsendum verðsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Kýr Einhverjir bæta við kvótann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.