Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 246. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Sveik 50 milljónir undan skatti 2. Baltasar og Lilja ljómuðu á … 3. „Fegurð er fyrir aumingja“ 4. Björguðu leiðinlegri guðs … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Opnunarmynd RIFF kvikmyndahá- tíðarinnar í ár verður myndin TALE OF TALES en leikstjóri myndarinnar er Matteo Garrone, fæddur árið 1968 á Ítalíu. Hann vann til verðlauna árið 1996 fyrir stuttmyndina Silhouette sem varð seinna einn þriggja kafla í „Terra di Mezzo“ (1997), fyrstu mynd hans í fullri lengd. Hann hlaut evr- ópsku kvikmyndaverðlaunin sem besti leikstjóri árið 2008 fyrir kvik- myndina „Gomorrah“, og Grand Prix verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2012 fyrir Reality. TALE OF TALES opnunarmynd RIFF Tveir vitleysingar eru í prógramminu Á föstudag Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Bjart með köflum A-lands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast syðst. Á laugardag Suðvestan 8-13 og súld eða rigning, en skýjað með köflum og þurrt A-til. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast A-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt 8-13 og víða rigning, en þurrt að mestu á SA-landi og Austfjörðum. Dregur úr úrkomu síðdegis. VEÐUR ,,Ég er bara klár í leikinn og það er ástæða fyrir því að maður kemur í landsleikina. Auðvitað er ég jafn spennt- ur og allir aðrir að fá að spila en ég mun bara taka við því hlutverki sem mér verður gefið. Styrkleiki hópsins er sá að það er mik- il samkeppni um stöður,“ segir Eiður Smári Guðjohn- sen um leikinn mikilvæga gegn Hollendingum í Amst- erdam í kvöld. »1 Tek því hlutverki sem mér er gefið „Ég er mjög stoltur og ánægður, sér- staklega af því að hafa tryggt efsta sætið núna þó að enn séu þrjár um- ferðir eftir. Ég trúi þessu varla ennþá,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings frá Ólafsvík sem var með átta leikmenn í sínum hópi í janúar en er nú kominn með liðið upp í efstu deild í annað skipti. »2 Var með átta leikmenn í janúar en kominn upp Lýsingin „dauðariðill“ er ef til vill of- notuð en hafi hún einhvern tíma átt við þá er það í tilfelli Íslands í B-riðli Evrópukeppni karla í körfuknattleik sem hefst á laugardaginn. Hinar fimm þjóðirnar eru allar stórþjóðir og fjöldi NBA-leikmanna leikur í riðlinum auk leikmanna úr Meistaradeild Evr- ópu. Ísland þarf að vinna tvo leiki af fimm til að komast áfram. »4 Fimm stórþjóðir bíða landsliðsins í Berlín ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bandaríski bókasafnsfræðingurinn Morgan Ann Czaja vissi af íslenskum ættingjum á Íslandi, kynntist nokkr- um þeirra í fyrsta sinn í tengslum við þátttöku í Snorraverkefni Þjóðrækn- isfélags Íslendinga í fyrra og bætti um betur sem sjálfboðaliði á Vestur- farasetrinu á Hofsósi í sumar. Torfi Þorgrímsson prentari og Sig- ríður Ásmundsdóttir eignuðust átta börn. Þrjú þeirra fluttu til Bandaríkj- anna. Þorgrímur Torfason og Mar- grét Snorradóttir fluttu frá Íslandi til New York 1888. Þau eignuðust átta börn vestra, þar á meðal Richard Thorgrimson, langafa Morgan. Sonur hans er Richard Thorgrimson, faðir Marjorie Jane Thorgrimson, móður Morgan. Nýr heimur „Ég hef kynnst nýjum heimi,“ segir Morgan spennt. Bætir við að uppgötv- unin hafi verið algjör tilviljun. Richard Thorgrimson, móðurafi hennar á Long Island, sé mikill Íslendingur í sér. „Hann leggur alltaf áherslu á að við séum með víkingablóð í æðum, að við séum af íslenskum ættum á Ís- landi,“ segir hún. Fjölskyldan hafi hvorki átt myndir, bréf né aðrar upp- lýsingar um íslenska ættingja og hann hafi leitað árangurslaust að íslensku skyldfólki á Íslandi. Hann hafi farið til Íslands 2001 til að spyrjast fyrir en notað amerísku nöfnin frekar en þau íslensku, spurst fyrir um Thorgrim Thorgrimson en ekki Þorgrím Torfa- son, og því einskis orðið vísari. Fyrir tveimur árum hafi móðir hennar kom- ið til Íslands í sama tilgangi en gengið út frá sömu nöfnum. „Hún var við það að gefast upp, þegar hún spurði á hót- elinu hvar hún gæti fengið þessar upp- lýsingar,“ segir Morgan. Starfsmað- urinn hafi spurt hvort hún ætti börn á aldrinum 18 til 28 ára og þegar hún játti því hafi hann ráðlagt henni að senda þau í Snorraverkefnið, því þar yrðu þau fljót að finna út úr þessu. „Þegar hún kom aftur heim sagðist hún hafa fundið fullkomið verkefni fyr- ir mig og boltinn fór að rúlla.“ Snorraverkefnið felst meðal ann- ars í því að kynnast skyldfólki og Morgan bjó hjá íslenskum ættingjum í fyrra. Þeir fóru með hana á árlegt stórfjölskyldumót og ekki varð aftur snúið. „Það breytti öllu,“ segir hún og bætir við að hún sé í sambandi við æ fleiri á fésbókinni og í tölvupósti. „Afi, sem er 83 ára, fylgist með hverju skrefi og er kominn á Facebook. Ég byrjaði að grufla í íslensku ættfræð- inni fyrir hann og aðalatriðið er að hann sé ánægður.“ Hún bætir við að þau og mamma hennar hafi ákveðið að koma til Íslands næsta sumar. „Hann vill upplifa allt sem ég hef upplifað á Íslandi,“ segir Morgan. Með víkingablóð í æðum  Löng leit að skyldfólki skilaði loks árangri Morgunblaðið/Styrmir Kári Óðinstorg Morgan Ann Czaja fór aftur til Bandaríkjanna í gær en kemur til landsins á ný næsta sumar. Morgan Ann Czaja sérhæfði sig í gömlum bókum og sérstökum bókasöfnum í náminu og mennt- unin kom sér vel á bókasafni Vesturfarasetursins. Íslenska skrásetningarkerfið er allt öðru vísi en notað er í Bandaríkj- unum en það vafðist ekki fyrir Morgan, sem vann við að skipu- leggja og skrá safnið á Hofsósi í sumar. Vinnan á safninu fólst meðal annars í því að aðstoða fólk, einkum ferðamenn af íslenskum ættum frá Bandaríkjunum og Kanada, við að finna íslenska ættingja. Í frítímanum vann hún við að skrá eigið ættartré, en grunnurinn að því er í bókinni Niðjatali Jóns Pálssonar. Þjóð- ræknisfélagið og samstarfsaðilar þess, kanadíska og bandaríska sendiráðið á Íslandi, Icelandair og Vesturfarasetrið á Hofsósi, stóðu að starfsnámsverkefninu, sem Morgan Ann og Natalie Gutt- ormsson frá Toronto í Kanada tóku þátt í. Á kafi í ættfræðinni MORGAN ANN CZAJA FRÁ NEW JERSEY Í BANDARÍKJUNUM  Kristinn Sigmundsson mun syngja nokkrar af uppáhalds- aríum sínum á upphafs- tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á þessu starfsári undir stjórn Rico Saccani í kvöld kl. 19. 30 og annað kvöld kl. 20. Með honum syngur Óp- erukórinn í Reykjavík. Kristinn mun m.a bregða sér í hlutverk Basilíó og Bartoli, sem að hans sögn eru vit- leysingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.