Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Bergmálið er svo óþægilegt hér í salnum og heyrnin
ekki það sem hún eitt sinn var,“ sagði Kristján Guð-
mundsson, listamaður, þar sem ég mætti honum í sýn-
ingarsal i8 Gallery við Tryggvagötu.
Verið er að setja upp sýningu á verkum hans frá ár-
unum 1972 til 1989 og var Kristján kominn til að leiða
mig um sýninguna og segja mér frá verkum sínum.
Fyrst vildi hann þó fá sér kaffibolla og vísaði veginn inn í
huggulegt kaffiherbergi baka til.
„Kannski ég taki það strax fram að þessi sýning er
ekki að mínu upplagi heldur þessa ágæta fólks sem rek-
ur galleríið. Það á allan heiður skilið fyrir að sækja og
setja upp verkin mín. Þá má nú samt koma fram að ég
hef haldið margar sýningar hérna og sett upp á síðustu
tuttugu árum.“
Gaman að sjá aftur gömul verk
Engin ný verk eru á sýningunni enda það yngsta frá
1989 og segir Kristján gaman að sjá gömul verk en fá
verk eigi hann sjálfur frá þessum tíma.
„Ég á orðið voðalega lítið frá þessum tíma en þarna
var ég að vinna með tímaformúlur t.d. á pappír. Verkið 6
x 7 jafntíma línur er mjög gott dæmi um það hvernig ég
vann með tímann. Ég notaði sjálfblekung og gaf mér
jafnlangan tíma til hverrar línu. Þar sem þær eru ekki
jafn langar verða sumar línurnar þykkari en aðrar enda
safnar pappírinn í sig meira bleki ef hægara farið yfir.“
Sýningin afmarkar þannig mikið rannsókar- og þróun-
artímabil í list Kristjáns, þar sem hann tókst á við endi-
mörk teikningarinnar og náði loks að finna henni þrívítt
form, án þess að víkja nokkru sinni frá grundvall-
aratriðum aðferðarinnar.
Orsök og afleiðing í verki
Þegar kaffibollinn var búinn var Kristján í þann mund
að fara að lýsa því hvernig hann vann í verkunum Orsök
og afleiðing, frá árunum 1974 til 1976.
„Komdu hérna með mér, ég þarf eiginlega að sýna þér
verkið svo þú áttir þig á því,“ sagði hann og útskýrði á
leiðinni hvernig hann hefði notað tippex-borða til að
vinna verkin. „Þetta eru verk sem unnin voru með efni
sem ekki er hægt að fá í dag nema kannski á safni. Það
eru allir komnir í tölvurnar en sjálfur er ég lítið fyrir
þær. En komdu hérna og sjáðu hvernig ég hef lagt tipp-
ex-plötuna yfir brúnleita örkina og prentað hvíta litinn á
hana. Þú sérð að tippex-platan sem hangir fyrir ofan er
þá orsökin og sniðið afleiðingin.“
Í þessum verkum sínum er Kristján að að takast á við
teikninguna með öfugum formerkjum. Tippex-borðinn
eða leiðréttingarborðinn, sem notaður var við að leið-
rétta villur þegar notast var við ritvélar, myndar þannig
neikvæða teikningu á örkinni.
Sýningin verður opnuð í dag, 3. september og stendur
til 24. október.
Unnið með tíma og form
Morgunblaðið/Golli
Listamaður Kristján Guðmundsson stendur innan um
listaverk sín sem unnin voru á árunum 1972 til 1989.
Listaverk Hér má sjá verkin Orsök og afleiðing en þau voru unnin á árunum 1974 til 1976 af Kristjáni.
Sýning á verkum Kristjáns Guðmundssonar frá 1972-
1989 í i8 Gallery Opnuð í dag og stendur til 24. október
ingum og læt áhorfandanum eftir að
ákveða og velta hlutum fyrir sér. Í
nýjustu myndunum mínum var ég
mikið að hugsa um gömlu grísku
heimspekingana, m.a. Pyrrhon-
ismann, en sú stefna leggur áherslu á
að aldrei sé hægt að skoða hlutina
bara út frá viskunni eða tilfinning-
unum einum saman. Við getum alltaf
túlkað hlutina á tvo vegu, sem leitt
getur til örvæntingar,“ segir Arn-
gunnur Ýr og bætir við: „Við lifum á
svo undarlegum tímum og erum afar
ráðvillt. Við vitum ekki alveg hvar við
stöndum og höfum að vissu leyti
misst stjórnina,“ segir Arngunnur Ýr
og gerir litavalið í myndum sínum
þvínæst að umtalsefni. „Myndirnar
mínar eru bjartar og glaðar. Þannig
birtist í þeim ákveðin bjartsýni þó
verið sé að fjalla um erfitt málefni,“
segir Arngunnur Ýr og tekur fram að
litagleðin hafi tekið völdin í myndlist
hennar fyrir um fimm árum.
„Fram að þeim tíma var ég mun
mínimalískari í stíl og notaði lengi vel
mjög takmarkað litaval. Dag einn tók
ég ákvörðun um að prófa mig áfram
með fleiri og sterkari liti. Ég hef haft
mjög gaman af því, en ég útiloka ekki
að ég gæti snúið við blaðinu aftur.“
Að sögn Arngunnar Ýrar bera
sumar mynda hennar nöfn sem vísa í
raunverulega staði. „En ég er samt
ekki að mála raunverulegt landslag.
Ég tek mikið af ljósmyndum þegar
ég er að leiðsegja og nota þær myndir
sem innblástur, en síðan sleppi ég
þeim.“
Krípí náttúra
Að sögn Arngunnar Ýrar vinnur
hún að mörgum myndum í einu. „Þær
myndir sem ég vinn á hverju ári vinn
ég allar í einu. Þannig er ég með þær
allar uppi við á vinnustofunni og vinn
í tvo til þrjá tíma með hverja mynd
áður en ég sný mér að næstu,“ segir
Arngunnur Ýr og bendir á að þessi
vinnuaðferð sé best í ljósi þess hversu
marglaga myndir hennar séu. „Það
er mjög sterkur þráður í myndunum
mínum.“
Spurð um þema þeirra mynda sem
til sýnis verða í Hörpu segir Arn-
gunnur Ýr þemað snúa að því hversu
stórfengleg en á sama tíma hættu-
lega náttúran geti verið. „Hún felur í
sér dásemd og dýrð á sama tíma og
hún er óörugg,“ segir Arngunnur Ýr
og bendir á að Elísabet fangi í bók-
artexta sínum mjög vel þá ógn sem
felist í náttúrunni með lýsingu sinni á
„krípí náttúru“. „Ég hafði samband
við Elísabetu eftir að hafa lesið eftir
hana texta þar sem hún lýsir því hvað
náttúran geti verið falleg og ógnvekj-
andi í senn. Mér fannst það kallast á
við það sem ég er að fást við. Textinn
hennar er sjálfstæður en kemur mjög
skemmtilega inn í bókina. Af ásettu
ráði leyfðum við okkar sköpun að
stangast á, en samt ná saman og tala
saman. Bókin hefur verið yndisleg
samvinna okkar með Brynju sem er
einstaklega fær hönnuður. Þetta hef-
ur verið skemmtilegt ferli hjá okkur
þremur.“
Morgunblaðið/Golli
Jarðfræði „Í jarðfræðinni er ákveðin uppbygging og ákveðin eyðing og það
er alltaf að koma meira og betur fram í verkum mínum,“ segir Arngunnur Ýr.
Trausti Traustason sýnir á Icelandair
Hótelinu í Keflavík á Ljósanótt en hann
úskrifaðist frá Myndlista- og handíða-
skóla íslands árið 1987 (Listaháskóla Ís-
lands). Trausti hefur komið víða við í
list sinni og má þar nefna grafíska
hönnun, myndlist og höggmyndalist.
Á sýningu þessari sem nefnist Hetj-
urnar Mínar sýnir Trausti popplista-
verk frá árinu 2000 til dagsins í dag. En
Trausti hefur málað popplistaverk allt
frá árinu 1980 og hélt sína fyrstu popp-
listarsýningu ári 1990. Sýning þessi er
til heiðurs Hergé, Morris og Goscinny.
Sýningin hefst í dag klukkan 19:00 og
stendur til 6. september.
Hetjurnar Mínar eftir
Trausta á Ljósanótt
Hetjur Trausti Traustason hefur málað
popplistaverk frá árinu 2000.
Norðmaðurinn Harald Olsen er
einn helsti fræðimaður á Norð-
urlöndum um pílagrímsferðir og
keltnesk áhrif. Hann er nú staddur
á Íslandi og verður með erindi á
málþingi um pílagríma fyrr og nú á
morgun í sal Þjóðminjasafnsins
milli klukkan 13:00 og 17:00 sem
nefnist „De søfarende keltiske pil-
grimme.“ Hann verður líka með er-
indi í Skálholti 3. sept. kl. 17 sem
nefnist ,,Hellige steder“ og eru allir
velkomnir.
Olsen hefur skrifað fjölda bóka
um málefnið og leitt göngur og
ferðir m.a. til eyjarinnar Iona og
um aðrar slóðir pílagríma í Vest-
urvegi.
Aðrir fyrirlesarar á þinginu
verða m.a. Roger Jensen en hún er
pílagrímaprestur og forstöðumað-
ur Pílagrímamiðstöðvarinnar í
Osló. Erindi hennar nefnist „Nuti-
dig pilgrimsteologi.“
Málþing um
pílagríma og
ferðir þeirra
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 4/9 kl. 19:30 Sun 13/9 kl. 19:00 Fim 24/9 kl. 19:00
Lau 5/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Fös 25/9 kl. 19:00
Lau 12/9 kl. 19:00 Sun 20/9 kl. 19:00 Sun 27/9 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Fim 10/9 kl. 20:00 aukas. Lau 19/9 kl. 20:00 Lau 26/9 kl. 20:00
Fös 11/9 kl. 20:00 aukas. Mið 23/9 kl. 20:00
Aukasýningar í september
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 20/9 kl. 13:00 Sun 4/10 kl. 13:00 Sun 11/10 kl. 13:00
Sun 27/9 kl. 13:00 Lau 10/10 kl. 13:00
Haustsýningar komnar í sölu
Hystory (Litla sviðið)
Lau 12/9 kl. 20:00 Sun 20/9 kl. 20:00 Sun 27/9 kl. 20:00
Fös 18/9 kl. 20:00 Fös 25/9 kl. 20:00
Aðeins þessar sýningar!
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Þri 8/9 kl. 19:30 fors. Fim 17/9 kl. 19:30 Aukas. Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn
Mið 9/9 kl. 19:30 fors. Fös 18/9 kl. 19:30 3.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn
Fim 10/9 kl. 19:30 fors. Lau 19/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn
Fös 11/9 kl. 19:30 Aðalæ. Sun 20/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn
Lau 12/9 kl. 19:30 Frums. Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn
Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Fim 3/9 kl. 19:30 Sun 6/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/9 kl. 19:30 7.sýn
Fös 4/9 kl. 19:30 Fös 11/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 19/9 kl. 19:30 8.sýn
Fös 4/9 kl. 19:30 Aðalæ. Lau 12/9 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn
Lau 5/9 kl. 19:30 Frums. Fim 17/9 kl. 19:30 6.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Fim 10/9 kl. 19:30 Frums. Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Mið 16/9 kl. 19:30 3.sýn
DAVID FARR
HARÐINDIN
Vegna fjölda
áskorana verða
tónleikar með
öllum bestu lög-
um Vilhjálms
Vilhjálmssonar
endurteknir í
Eldborg laug-
ardaginn 5. sept-
ember. Tónleik-
arnir voru fyrst
fluttir 11. apríl
sl. í tilefni af því að þá voru 70 ár
síðan Vilhjálmur Hólmar Vil-
hjálmsson fæddist í Merkinesi í
Höfnum á Suðurnesjunum.
Friðrik Ómar syngur lög Vil-
hjálms í útsetningum Karls Ol-
geirssonar ásamt stórhljómsveit
Rigg Viðburða. Gestasöngvarar
eru Guðrún Gunnarsdóttir, Mar-
grét Eir, Jógvan Hansen og Jó-
hann Vilhjálmsson, sonur söngv-
arans ástsæla. Miðasala er á
harpa.is.
Minningartón-
leikar endurteknir
Vilhjálmur
Vilhjálmsson