Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
5
-1
6
0
6
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“
á Facebook
Þessi rúmgóði og sparneytni fjölskyldubíll er í boði sem bensín- og dísilbíll
og fæst nú aftur sem metanbifreið. Metan verður sífellt hagkvæmari og
áhugaverðari kostur, bæði fyrir umhverfið og fjárhagslega og þú kemst
lengra fyrir sömu upphæð.
Frítt metan í heilt ár fylgir hverri nýrri Mercedes-Benz B-Class metanbifreið.*
Mercedes-Benz B-Class
B 160 d (dísil) með 7 þrepa sjálfskiptingu.
Verð frá 4.850.000 kr.
B 200 c (metan) með 7 þrepa sjálfskiptingu.
Verð frá 5.490.000 kr.
*Gildir til 31.12.2015. Miðað við 20.000 km akstur.
Frítt metan í heilt árNíu manns voru handteknir hér á
landi á þriðjudag í viðamiklum að-
gerðum lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu gegn
innflutningi
stera, sölu, dreif-
ingu og fram-
leiðslu þeirra.
Að sögn lög-
reglunnar var
lagt hald á mikið
magn af sterum,
mestmegnis í
formi dufts og
taflna, auk búnaðar af ýmsu tagi,
m.a. til framleiðslu stera. Lög-
reglan tók einnig í sína vörslu fjár-
muni, sem grunur leikur að séu til-
komnir vegna fyrrnefndrar
starfsemi.
Húsleitir voru gerðar á all-
nokkrum stöðum á höfuðborgar-
svæðinu, og ein í Reykjanesbæ með
aðstoð lögreglunnar á Suður-
nesjum. Rannsókn málsins er um-
fangsmikil og hefur staðið yfir um
nokkurt skeið, en hún er unnin í
samvinnu við embætti tollstjóra.
Sakborningarnir, sem nú eru lausir
úr haldi lögreglu, eru flestir á fer-
tugsaldri, en í þeim hópi er ein
kona. Við húsleitirnar í gær var
einnig lagt hald á stinningarlyf og
maríjúana.
Að sögn lögreglunnar voru að-
gerðir íslenskra lögregluyfirvalda
hluti af alþjóðlegri lögregluaðgerð
undir forystu Europol og banda-
rísku fíkniefnalögreglunnar, DEA.
Ráðist var gegn innflutningi stera
frá framleiðendum í Kína, en þeir
eru mjög stórtækir á þessu sviði.
Alls voru 135 þúsund stera-
skammtar, 635 kíló af sterapúðri og
yfir tvær milljónir dollara gerðar
upptækar í aðgerðunum en 92 voru
handteknir og 16 sterastofum lokað
víða um heim.
Níu hand-
teknir í
steramáli
Hluti af alþjóð-
legri aðgerð
Medical ehf., sem er markaðs-
leyfishafi á verkjalyfinu Fentanyl
ratiopharm forðaplástri, hefur í
samráði við Lyfjastofnun innkallað
lyfið. Þeir sem fengu lyfið afgreitt
frá 28. júlí sl. til 2. september eru
beðnir um að fara með pakkningar
með vörunúmerinu 103806 í næsta
apótek til skoðunar. Innköllunin á
við eftirfarandi lotunúmer: Lota
P51869. Ástæða innköllunar er að í
Finnlandi fannst í einum pakka einn
forðaplástur af fimm sem ekki var
merktur „ratiopharm“. Þá innihélt
plásturinn einnig lyfið fentanyl en í
röngum styrk og með áletrun á
röngu tungumáli. Notkun á plástri
með hærri styrkleika getur valdið
heilsutjóni, segir í tilkynningu.
Innköllun
á verkjalyfi
Málþing um inntöku nýnema í fram-
haldsskóla var haldið í Verzlunar-
skóla Íslands í gærkvöldi. Þar var
m.a. rætt hvernig bregðast skyldi við
svokallaðri einkunnaverðbólgu sem
komst til umræðu í vor þegar margir
nemendur með yfir 9 í skólaeinkunn
komust ekki inn í skólann.
Átta fulltrúar framhaldsskóla,
grunnskóla, Menntamálastofnunar
og nemenda tóku þátt. Bent var á að
meðaleinkunn nýnema í skólanum
hefði hækkað úr 8,7 í 9,1 á tíu árum og
að einkunnirnar hefðu tekið ákveðið
stökk þegar samræmd próf voru lögð
af. Flestir voru sammála um að kerfið
í dag væri nokkuð ósanngjarnt og að
samræmt hæfnipróf væri eflaust
besta lausnin.
Fleiri þættir en prófið eitt myndu
gilda til lokaeinkunnar í grunnskóla
en að mati þátttakenda gæti það orðið
til þess að nemendur sætu allir við
sama borð. Jón Pétur Zimsen, skóla-
stjóri Réttarholtsskóla, tengdi hækk-
andi einkunnir þó ekki við það að
kennarar væru einfaldlega að gefa
hærri einkunnir heldur að nú væri
samkeppnin harðari og voru flestir
þátttakendur sammála um það.
Einnig skapaðist umræða um það
að næsta vor myndu einkunnir út-
skriftarnema í grunnskólum verða í
formi bókstafa í stað tölustafa. Skóla-
stjórar framhaldsskólanna bentu á að
næsta vor gæti það orðið erfitt að
gera upp á milli námsmanna með
sama bókstafinn.
„Ef allir umsækjendur eru með B
eða allir A þá veit ég ekki hvernig
þetta verður gert. En þá verður enn
erfiðara að velja þetta á sanngjarnan
hátt. Ef það kemur samræmt hæfni-
próf myndi ég fagna því mjög,“ sagði
Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunar-
skólans. Arnór Guðmundsson, for-
stjóri Menntamálastofnunar, sagði að
með bókstöfunum fylgdi nánari lýsing
á námsmanninum en með tölustöfum
en að samræmt hæfnipróf væri til
skoðunar í ráðuneytinu. Nánar um
málið á mbl.is í dag. audura@mbl.is
Kallað eftir samræmdu viðmiði
Samræmd hæfnipróf lausnin á „einkunnaverðbólgu“ Skólastjórnendur efast um nýtt bókstafakerfi
Morgunblaðið/Eggert
Skólamál Fulltrúar skóla og yfir-
valda ræddu málin í gær.