Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 bh kr. 8.650 Navy blue pattern Stærðir 41-46 Verð 3.990 Black grey checker Stærðir 41-46 Black checker Stærðir 41-46 Verð 4.990 Grey checker Stærðir 41-46 Verð 4.685 Grey pattern Stærðir 41-46 Black Stærðir 41-46 Verð 6.990 Póstsendum hvert á land sem er | Laugavegi 178 | Opið mán-fös 10-18, lau. 10-14 | S. 551-2070/551-3366 | www.misty.is á góðu verði, til dæmis: Úrval af góðum inniskómSaumlaus og meiriháttar Verð 3.990 Verð 4.685 Borgartúni 27 Hæð til leigu í BYGG býður til leigu glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 4. hæð á einum besta stað í bænum, Borgartúni 27. Hæðin sem er 853 fermetra leigist í einu lagi eða hlutum, allt eftir þörfum. Upplýsingar hjá Fjárfestingu fasteignasölu í síma 562 4250 og hjá Gunnari í sími 693 7310. Sigurjón J. Sigurðsson Ísafirði Náttúrugripasafnið í Bolungarvík, sem formlega var opnað í maí 1998, er það fyrsta sinnar tegundar á Vest- fjörðum. Safnið er tileinkað Steini Emilssyni jarðfræðingi, sem lengi var skólastjóri í Bolungarvík og er steinasafn hans uppistaðan í steina- sýningu safnsins. Spendýrum og fuglum eru einnig gerð góð skil en þar eru um 250 fuglar af 171 tegund. Flestar fuglategundirnar sem finna má á safninu, dvelja einhvern hluta ársins á landinu en innan um eru fuglar sem hafa af einhverjum ástæð- um flækst til landsins. Þá er á safninu stórt og gott eggjasafn og hreiður til sýnis. Safnið hefur að geyma úrval spen- dýra, m.a. hvítabjörn og blöðrusel sem báðir eru flækingar frá Græn- landi. Hvítabjörninn fannst á sundi norður af Horni sumarið 1993. Skip- verjar á Guðnýju ÍS-266 frá Bolung- arvík komu að dýrinu, hífðu það um borð og hengdu. Drápið olli harðvít- ugum deilum sem enduðu með því að dýrið var gert upptækt, stoppað upp og er nú til sýnis á safninu. Á safninu má einnig sjá hvalbeinin í hvalbeins- hliðinu að Skrúði í Dýrafirði, sem eru líklega best þekktu bein hérlendis enda hafa mörg þúsund manns heim- sótt garðinn undanfarin 100 ár. Vel sótt af ferðafólki Að sögn Huldu Birnu Alberts- dóttur, forstöðumanns safnsins, er safnið vel sótt af ferðafólki og eru Ís- lendingar þar í meirihluta. Fram til 15. ágúst síðastliðinn höfðu 1.640 manns sótt safnið heim í sumar, þar af 894 Íslendingar. Náttúrustofa Vestfjarða sér um rekstur náttúrugripasafnsins sem og um rekstur sjóminjasafnsins í Ósvör sem nýtur sívaxandi vinsælda meðal ferðamanna. Bæði söfnin eru í eigu Bolungarvíkurkaupstaðar. Tæplega átta þúsund manns hafa sótt sjóminjasafnið í sumar, flestir erlendir gestir með skemmti- ferðaskipum sem koma til Ísafjarðar, eða 5.295 manns. Aðrir erlendir gest- ir teljast vera 1.930 í sumar og Ís- lendingar 633 talsins. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Hvalur Hvalbeinin frá Skrúði í Dýrafirði, skipa heiðurssess á Náttúruminjasafninu í Bolungarvík. Í safninu Hulda Birna Albertsdóttir, forstöðumaður náttúrugripasafnsins, við hlið ísbjarnarins fræga, sem var drepinn norður af Horni árið 1993. Perlan í víkinni  Þúsundir ferðamanna hafa skoðað söfnin í Bolungarvík í sumar Fuglasafnið Hluti fuglasafnsins. Þar eru um 250 fuglar af 171 tegund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.