Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015
✝ Jónas Sveins-son fæddist á
Akureyri 22. nóv-
ember 1942. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
þann 22. ágúst
2015.
Foreldrar hans
voru Sveinn Jónas-
son, f. 16. maí 1924,
d. 19. júní 2004 og
Brynhildur Ólafs-
dóttir, f. 23. janúar. 1919, d. 7.
september. 1987.
Systkini Jónasar voru: Guð-
rún Sóley, f. 16. nóvember.
1940, Björg, f. 11. desember.
1941, Víglundur, f. 1944, d.
1946, Víglundur Jóhann, f. 1.
október. 1945, Sverrir Hall-
grímur, f. 14. mars 1949, d. 28.
nóvember. 2001, Sigurveig, f.
11. ágúst 1950, Hafdís, f. 6. febr-
úar. 1952 og hálfbróðir sam-
1. ágúst 1995, b) Ingvar Daði, f.
17. janúar 2002, c) Karen
Emma, f. 22. september 2005 og
d) Rakel Sara, f. 1. júní 2008. 3)
Sveinn, f. 12. júlí 1979. Eigin-
kona hans er Ásgerður, f. 15.
ágúst 1986. Börn þeirra eru: a)
Kristófer Máni, f. 12. ágúst
2006, b) Patrekur Freyr, f. 29.
janúar 2009 og c) Ronja Líf, f.
19. mars 2015.
Jónas ólst upp hjá foreldrum
sínum og systkinum í Banda-
gerði í Glerárþorpi á Akureyri.
Hann fór ungur út á vinnumark-
aðinn og fór snemma til sjós.
Störf hans voru alla tíð tengd
sjávarútvegi, fyrst sem sjómað-
ur og síðar í netagerð. Jónas
var mjög vinnusamur og mat
mikils dugnað og ósérhlífni.
Jónas settist að og stofnaði
fjölskyldu á Eskifirði upp úr
1970. 1995 flutti hann og fjöl-
skyldan í Garðabæinn þar sem
hann bjó síðustu 20 árin.
Útför Jónasar fór fram 2.
september 2015, í kyrrþey að
ósk hins látna.
feðra, Ásmundur,
f. 3. ágúst 1970.
Jónas giftist
þann 25. ágúst
1974 Kristínu Ingi-
gerði Hreggviðs-
dóttur f. 29. júní
1945. Börn þeirra
eru 1) Jóna Sigur-
björg, f. 30. nóv-
ember 1966. Eigin-
maður hennar er
Tómas Dagur, f.
26. október 1961. Börn þeirra
eru: a) Pálmar Helgi, f. 3. maí
1988, sambýliskona, Stefanía
Ósk, f. 8. maí 1991. Barn þeirra
er Tómas Ernir, f. 12. október
2013. b) Inga Valdís, f. 23. des-
ember 1995 og c) Íris Arna, f.
29. apríl 1998. 2) Þórunn
Brynja, f. 27. febrúar 1974.
Eiginmaður hennar er Þórir
Brjánn, f. 1. nóvember. 1972.
Börn þeirra eru: a) Jónas Ingi, f.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Elsku pabbi minn, ég trúi því
ekki enn að þú sért farinn frá okk-
ur. Þetta er allt svo óraunveru-
legt enn þá. En ég veit að nú ertu
kominn á betri stað og vakir yfir
okkur og passar eins og þér var
einum lagið.
Ef það er eitthvað sem skipti
þig miklu máli þá var það að börn-
in þín og barnabörn hefðu það
sem þau vantaði og varstu alltaf
fyrstur til að koma og hjálpa.
Alltaf er mér minnisstætt þeg-
ar ég var að alast upp á Eskifirði,
þá æfði ég fótbolta af fullum
krafti, við fórum oft á fótboltamót
út um allt land og þurfti foreldri
að fylgja með til þess að keyra
okkur. Þú varst oftast fyrstur til
að bjóða þig fram því ekki vildir
þú missa af mótunum mínum.
Einnig er mér ofarlega í huga
þegar þú kenndir mér að hjóla án
hjálpardekkja. Þú baðst mig um
að setjast á hjólið og svo ýttir þú
mér hratt af stað án nokkurs fyr-
irvara. Það hafðist í fyrstu tilraun
og hjólaði ég montinn um svæðið.
Elsku pabbi, fyrir mér ertu al-
gjör fyrirmynd og þú sýndir mér
hvernig á að hugsa um fjölskyld-
una sína því fjölskyldan var alltaf
númer 1, 2 og 3 hjá þér.Ef ég næ
að hugsa eins vel um mína fjöl-
skyldu og þú hugsaðir um okkur
þá veit ég að ég hef gert vel og af-
rekað mikið. Þú varst pabbi minn,
besti vinur minn, verkstjóri og
verndari, þú varst mér allt og
munt alltaf lifa áfram í hjarta
mínu á hverjum degi og fylgja
mér eftir í gegnum súrt og sætt.
Pabbi, ég elska þig, dái og
virði. Ég mun leggja mig allan
fram svo þú getir fylgst með mér
með stolti ofan frá himnum. Þinn
sonur,
Sveinn Jónasson.
Elsku besti pabbi minn lést
laugardaginn 22. ágúst s.l. eftir
löng og erfið veikindi. Maður
reynir að búa sig undir þessa
stund en þegar til þess kemur er
maður aldrei tilbúinn.
Fyrstu minningar sem ég á um
föður minn er tilhlökkunin sem
fylgdi því þegar hann var að koma
í land, að bíða niðri á bryggju eftir
að Nesið legði að. Þegar pabbi
manns er sjómaður elst maður
upp við það að þá sé alltaf smá há-
tíð.
Eftir að pabbi hætti á sjó þá
urðu samskiptin að sjálfsögðu
meiri. Hann passaði alltaf að
sækja mig í skólann í hádeginu
svo ég fengi eins langt hádegishlé
og hægt var og svo fékk ég far í
skólann aftur að því loknu.
Pabbi var mikill dugnaðarfork-
ur, hann var vinnusamur og mat
mikils fólk sem lagði hart að sér.
Hann kippti sér ekki upp við að
sækja mig í Menntaskólann á Eg-
ilsstöðum í hádeginu á föstudegi
svo ég næði að komast í loðnu yfir
helgi og skutla mér í skólann aft-
ur á mánudagsmorgni fyrir átta.
Þannig var hann bara. Ef maður
tók sér eitthvað fyrir hendur sem
var uppbyggilegt og jákvætt þá
gerði hann allt til að hjálpa manni.
Þegar ég eignaðist mitt fyrsta
barn, bjó ég enn í foreldrahúsum.
Pabba þótti nú ekki lítið gaman að
hafa lítinn gullmola og nafna inni
á heimilinu til að dekra við. Urðu
þeir nafnar miklir félagar og vinir
út lífið.
Það skipti pabba öllu máli að
fjölskyldan hans, börnin og
barnabörnin hefðu það gott og liði
vel. Hann var óendanlega stoltur
af öllum afabörnunum sínum og
öllu því sem þau stóðu fyrir. Hann
var manna duglegastur að styðja
þau og styrkja í öllu því sem þau
tóku sér fyrir hendur, hvort sem
um var að ræða æfinga og keppn-
isferðir eða eitthvað annað sem til
stóð hjá þeim. Hann hafði mikinn
áhuga á því sem þau tóku sér fyrir
hendur og fylgdist grannt með
því sem var að gerast í lífi þeirra.
Þegar hann veiktist þá hvarfl-
aði aldrei annað að mér en að
hann myndi sigrast á þessum
veikindum. Annað kom bara ekki
til greina. En áföllin voru mörg og
fátt fór eins og búist var við en
þrautseigjan sem hann sýndi var
hreint út sagt ótrúleg. Ekki und-
arlegt að hjúkrunarfræðingarnir
hjá Karitas skyldu kalla hann
manninn með níu lífin.
Maður verður víst aldrei nógu
gamall til að missa pabba sinn.
Söknuðurinn er sár en minningin
um þig mun lifa um alla framtíð í
hjarta mínu.
Blessuð sé minning þín, elsku
pabbi minn.
Þórunn Brynja Jónasdóttir.
Laugardaginn 22. ágúst feng-
um við þær fréttir að Jónas
tengdapabbi væri látinn eftir erf-
ið veikindi. Þegar ég minnist
tengdaföður míns sé ég fyrir mér
sterkan, útitekinn mann í galla-
buxum og hvítum bol. Þannig var
hann nánast alltaf. Það skein af
honum kraftur og dugnaður.
Eins og ég kynntist tengdaföð-
ur mínum þá var fjölskyldan það
mikilvægasta í hans lífi. Hann var
lítið fyrir fjöldasamkomur og
kaus frekar þegar ástæða var til
að fagna í faðmi sinna nánustu.
Hann var ósérhlífinn og einstak-
lega duglegur maður og lét alla
tíð aðra en sjálfan sig ganga fyrir.
Hann var alltaf boðinn og búinn
að aðstoða börnin sín og þeirra
fjölskyldur eins og hann gat.
Við áttum okkar stundir saman
þar sem við ræddum málin og
man ég vel eftir því þegar hann
sagði við mig: Ég er ekki ríkur
maður, en mér finnst gott að geta
hjálpað. Hann endurtók þetta ný-
lega í sínum veikindum þegar við
sátum úti niðri á spítala. Jafnvel
þá hafði hann meiri áhyggjur af
öðrum en sjálfum sér. Þetta lýsir
vel þeim manni sem hann var,
alltaf að hugsa um sitt fólk. Hann
var óendanlega elskulegur og um-
hyggjusamur við barnabörnin sín
og fannst þeim öllum faðmurinn
hans afa hlýr og notalegur.
Það er sárt að kveðja, en eftir
lifir góð minning um góðan eig-
inmann, föður, tengdapabba, afa
og vin sem margir munu sakna.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Blessuð sé minning hans.
Þórir Brjánn Ingvarsson.
Leiddu mig heim í himin þinn,
hjartkæri, elsku Jesús minn.
Láttu mig engla ljóssins sjá
er líf mitt hverfur jörðu frá.
(Rósa B. Blöndals)
Nú kveð ég minn ljúfa og
hjartahlýja tengdapabba, Jónas
Sveinsson.
Þegar ég hitti Jónas fyrst þá
var ég örlítið smeyk við hann,því
hann átti það til að skjóta stríðni-
athugasemdum að manni og var
ég ekki viss hvort þetta væri
stríðni eða alvara. Stuttu seinna
lærði ég inn á stríðni hans og þótt
honum þetta alltaf jafn gaman.
Jónas var topp-pabbi, tengda-
pabbi og afi. Hann vildi öllum vel
og var fjölskyldan hans það mik-
ilvægasta í hans lífi. Strákarnir
okkar, þeir Kristófer Máni og
Patrekur Freyr litu upp til afa
síns í Lyngmóum. Alltaf fengu
þeir eitthvað gott hjá afa og þótti
þeim rosalega gaman hvað afi í
Lyngmóum var jákvæður og
stríðinn. Ronja Líf okkar fæddist
svo í mars síðastliðnum og ljóm-
aði yfir elsku Jónasi þegar litla
títlan kíkti til hans í heimsókn.
Við munum halda minningu þinni
á lofti með því að rifja þær upp og
þannig fær Ronja okkar að kynn-
ast þér.
Með þessum fáu orðum þá
langar mig að þakka þér, elsku
Jónas, fyrir yndislegan tíma sem
við áttum saman, þú varst og ert
æðislegur pabbi, tengdapabbi og
afi sem mun lifa í hjörtum okkar
Svenna og barnanna okkar. Við
munum varðveita minningar um
góðan mann
Hvíl í friði. Þín tengdadóttir,
Ásgerður Friðbjarnardóttir.
Hann afi var góður og blíður.
Afi fór oft og keypti bland í poka
þegar við gistum hjá ömmu og
afa. Það var gaman að fara í bíltúr
með afa í Nammiland. Það var
gaman að hafa kósýkvöld með
þeim og þá fengum við Karen
stundum jarðarber og súkkulaði.
Þegar við gistum horfðum við á
mynd í sófanum með teppi milli
ömmu og afa. Það var rosalega
notalegt að vera hjá þeim. Hann
var skemmtilegur afi og við
heppnar að eiga hann fyrir afa.
Rakel Sara Þórisdóttir.
Ég sakna þess að gista hjá afa
og fara í Nammiland að kaupa
bland í poka. Afa fannst það svo
gott. Ég man þegar við fórum í
Perluna með afa og ömmu að
kaupa ís. Fórum oft í kaffi til afa
og ömmu og fengum kaffi, snúð
og kökur. Afi var svo rosalega
góður og tillitssamur og hugsaði
vel um okkur og passaði upp á
mig. Honum þótti svo vænt um
mig. Ég á minn eigin verndaren-
gil. Ég sakna hans mjög mikið. Ef
ég ætti eina ósk myndi ég óska
þess að fá hann aftur til okkar.
Það var rosalega gaman að fara í
mat til afa. Ég var stundum að
spila við afa, það var gaman.
Karen Emma Þórisdóttir.
Æ, afi, hvar ertu? Æ, ansaðu mér.
Því ég er að gráta og kalla eftir þér.
Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf?
Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað?
(Höf. ók.)
Elsku afi Jónas.
Manstu þegar þið amma fóruð
með okkur í bíltúr í Perluna og
gáfuð okkur ís? Manstu þegar við
komum til ykkar ömmu í heim-
sókn og amma gaf okkur gott að
borða? Manstu þegar við komum
til ykkar ömmu í heimsókn og þú
leiddir okkur inn í eldhús að
skápnum þar sem alltaf var til
Prins póló?
Æ afi, við söknum þín svo mik-
ið, við elskum þig. Þínir afadreng-
ir,
Kristófer Máni og
Patrekur Freyr.
Afi minn var mjög góður mað-
ur í alla staði, til dæmis hvernig
hann hugsaði vel um fjölskyldu
sína, fór með mann að kaupa
bland í poka í Hagkaup í Garðabæ
og leyfði manni að vaka frameftir
þegar ég gisti. Amma og afi gáfu
mér gamla rúmið sitt þegar ég
var ellefu ára mér fannst það
frekar stórt en er mjög þakklátur.
Allar jólagjafirnar, sumargjafirn-
ar, afmælisgjafirnar og aðrar
gjafir. Eitt sem ég mun líklega
aldrei gleyma er þegar afi sótti
veskið sitt og gaf manni einn
rauðan, þá var maður sko hepp-
inn.
Fótboltabaukurinn, afi átti fót-
boltabauk heima hjá sér sem
hann setti bara gullpeninga í til að
styrkja mig í íþróttunum sem ég
stundaði. Það er eiginlega bara
ótrúlegt hversu miklum pening
hann gat safnað í baukinn. Afi var
mjög stoltur af mér að vera dug-
legur í skóla, æfa fimleika og bera
út Moggann. Hann beið alltaf eft-
ir að ég kæmi með Moggann til
hans. Amma, afi, Jónas og ég fór-
um saman upp í bústað þegar ég
var yngri. Ég man ekki mjög mik-
ið en við fengum okkur ís, skoð-
uðum Geysi, borðuðum góðan
mat og slökuðum á. Ég á svo
sannarlega eftir að sakna þessara
góðu tíma. Elsku afi minn, ég
sakna þín og ég á aldrei eftir að
gleyma þér.
Blessuð sé minningin um hann
afa minn.
Ingvar Daði Þórisson.
Afi minn lést þann 22. ágúst
síðastliðinn og var það mér mjög
erfitt því alveg sama hvað ég var
búinn að búa mig undir það þá var
ég engan veginn tilbúinn að
kveðja hann.
Hann var mér ekki bara venju-
legur afi heldur var hann einnig
hetjan mín og minn helsti kennari
í lífinu. Hann var alltaf að kenna
mér nýjar lífs-lexíur og vildi alltaf
að ég myndi standa mig sem best
í öllu og veitti mér mikinn stuðn-
ing.
Mín fyrsta minning er örugg-
lega síðan ég bjó hjá honum þeg-
ar ég var lítill og hann var oft að
gefa mér smábita af bónus-
súkkulaði. Minningarnar eru þó
fleiri frá því ég var barn. Ég fór
með honum og ömmu í mína
fyrstu utanlandsferð þegar ég var
5 ára, þá fórum við til Portúgal og
þar var dekrað vel við mig í tvær
vikur. En ekki var stoppað við
það að bjóða mér í eina utanlands-
ferð, mér var boðið með til Krítar
þegar ég var að verða 10 ára.
Þetta var þegar amma var að
verða 60 ára og þau, yndisleg eins
og alltaf, buðu mér með. Þar man
ég eftir sérstöku kvöldi þegar
amma og Sibba fóru í gamla bæ-
inn að versla og var afi að passa
mig, Ingu og Írisi. Hann fór með
okkur í minigolf og var þetta, ef
ég man rétt, heitasta kvöldið.
Hann var með okkur úti allt
kvöldið á meðan við krakkarnir
lékum okkur í hoppuköstulum.
Afi minn bauð mér fyrstu al-
vöru vinnuna mína þegar ég var
15 ára. Þá byrjaði ég að vinna með
honum í Hampiðjunni og það var
þá sem hann kenndi mér að vera
alltaf duglegur í vinnu því þannig
á maður bara að vera. Maður get-
ur slakað á heima hjá sér sagði
hann. Gleymi ég því aldrei að við
vorum alltaf mættir hálftíma fyrir
vinnu svo að hann gæti fengið sér
tvo kaffibolla og sígó áður en
vinnan byrjaði.
Þegar afi veiktist þá varð ég
ekki strax hræddur eða stressað-
ur því ég hugsaði að svona sterk-
ur maður myndi sigrast á svona
veikindum. Í nokkrar vikur skutl-
aði ég honum og ömmu á hverjum
degi upp á spítala svo að hann
gæti farið í geislameðferð. En
þessi veikindi voru mikil og erfið,
alltaf eitt skref áfram og tvö skref
aftur á bak.
Eina sem ég get hugsað um
núna er að hann þurfi ekki að
þjást á hverjum degi, það þurfti
mikið til að þjá þennan mann.
Þegar hann lærbrotnaði í vinnu-
slysi 2008 þá lét hann ekki vita að
hann væri þjáður heldur bað
hann karlana sem vinna með hon-
um að sækja sígarettu fyrir sig
svona á meðan þeir biðu eftir
sjúkrabílnum.
Magnaður sem þessi maður er
þá lofaði hann mér að vera ennþá
vakandi þegar ég kæmi heim frá
Spáni, sem var núna í ágúst síð-
astliðnum, og auðvitað stóð hann
við það eins og hann stóð við allt
sem hann lofaði.
Ef ég get orðið jafn góður mað-
ur og hann þá get ég verið sáttur
með líf mitt. Nú máttu, elsku afi,
hvíla í friði og þú munt lifa að ei-
lífu verða í minningum mínum.
Þinn nafni og fyrsta afabarn,
Jónas Ingi.
Jónas Sveinsson
Ástkær faðir okkar og bróðir,
BJÖRN BJARNASON,
hagfræðingur,
MBA,
lést erlendis þann 1. febrúar síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
.
Baldur Björnsson,
Bjarni Björnsson,
Björg Yrsa Bjarnadóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MAGNÚS ÁSMUNDSSON,
læknir,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í
Reykjavík 31. ágúst. Útför hans fer fram 11.
september, nánar auglýst síðar.
.
Katrín Jónsdóttir,
Eyrún Magnúsdóttir,
Sæmundur Þ. Magnússon,
Andrés Magnússon, Áslaug Gunnarsdóttir,
Jón Magnússon, Guðrún Bergþórsdóttir,
Ásmundur Magnússon, Ásdís Höskuldsdóttir,
Steinunn S. Magnúsdóttir, Jesper Madsen
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
BRYNDÍS KJARTANSDÓTTIR,
húsmóðir,
Fífuseli 37,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 1. september.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Karl Arason,
Sigríður Sigurðardóttir, Eiríkur Ingimagnsson,
Kjartan B. Sigurðsson, Unnur Erla Malmquist,
Birgir Sigurðsson, Hildur Loftsdóttir,
Arnar Þór Ingólfsson, Unnur Sigurrún Kristleifsdóttir,
Ari Karlsson, Elfa Scheving Sigurðardóttir,
Guðlaugur K. Karlsson, Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir minn og afi okkar,
SVAN H. TRAMPE,
fyrrverandi flugumferðarstjóri,
lést síðastliðinn mánudag.
.
Svan Hector Trampe,
Steinar Hrafn Trampe, Sandra Hrönn Trampe.