Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Ég frétti fyrst af kenningunni um íslenskan uppruna taflmannanna þegar ég var að skrifa bók mína Song of the Vikings, sem fjallar um Snorra Sturluson og verk hans,“ segir Nancy Marie Brown, banda- rískur rithöfundur, sem í byrjun vik- unnar sendi frá sér bók um hina sögufrægu fornu taflmenn frá Lewis eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Kenning bókarinnar er að sterkar líkur séu á því að taflmenn- irnir fornu séu íslensk smíði og þeir gætu verið verk Margrétar hinnar oddhögu, útskurðarmeistara við biskupssetrið í Skálholti. Hefð- bundið hefur verið að líta svo á að taflmennirnir, sem eru frá 12. eða 13. öld, séu verk norskra listiðn- aðarmanna og hafi þeir líklega verið gerðir í Þrándheimi þar sem hand- verksiðn var í blóma á miðöldum. Taflmennirnir fundust fyrir til- viljun árið 1831 í sandi á strönd Lewis-eyjar sem er hluti Suðureyja við Skotland. Líklegt er að þeir hafi verið í farmi skips sem fórst þar. Hæðst að kenningunni Nancy segir að það hafi vakið at- hygli sína að þegar Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, kynnti kenningu sína um íslenskan uppruna taflmannanna á málþingi fræði- manna í Edinborg fyrir fimm árum, hafi sérfræðingar hæðst að honum. Einn þeirra hafi sagt í blaðaviðtali að Ísland hafi verið of fátækt land og vanþróað til að skapa töfrandi lista- verk eins og hina útskornu taflmenn. Það hafi þurft fjöldann allan af rost- ungstönnum í framleiðsluna og Ís- land hafi á þessum tíma verið út- kjálki byggður bændum. „Þessi ummæli stungu mig,“ segir Nancy. „Ég hafði varið mörgum ár- um við að rannsaka og skrifa um Ís- land 12. og 13. aldar og vissi því að þessi maður hafði rangt fyrir sér. Í upphafi 13. aldar var Ísland á há- tindi gullaldar sinnar, auðugt sam- félag og sjálfstætt og listsköpun í miklum blóma.“ Þetta varð kveikjan að því að Nancy ákvað að kanna málið frekar sem á endanum leiddi til þess að hún settist niður og skrifaði bókina Ivory Vikings. Páll biskup lykilmaður Samkvæmt kenningu Guðmundar G. Þórarinssonar var það Páll Jóns- son biskup í Skálholti sem stóð fyrir því að taflmennirnir voru gerðir. Margrét hin oddhaga var í þjónustu hans ásamt fleiri listamönnum. Nancy bendir á að í ævisögu Páls frá 13. öld séu til viðbótar nafngreindir Ámundi smiður, Atli skrifari og Þor- steinn skrínsmiður. Í þessu sam- bandi sé rétt að líta á stöðu Páls og tengsl. Hann var sonur mesta höfð- ingja á Íslandi, Jóns Loftssonar í Odda, sem tók Snorra Sturluson í fóstur. Magnús berfættur Noregs- konungur var langafi hans. Páll hafi ferðast um heiminn, dvalið með höfðingjum og hlotið bestu menntun sem völ var á. Traustar heimildir séu um ævi hans og störf. Skálholts- staður hafi verið auðugur á þessum tíma og mikið menntasetur. Nancy segir að fyrst eftir að tafl- mennirnir fundust hafi því verið haldið fram í lærðri grein eftir breskan fornleifafræðing, Frederic Madden, að þeir væru líklega gerðir á Íslandi. Þessu hafi ekki verið and- mælt fyrr en 1874 þegar norskur skáksögufræðingur hélt því fram að slíkt listaverk gæti ekki hafa orðið til hér. Íslendingar hafi verið of frum- stæðir og jafnvel ekki kunnað að tefla. Sannfærðist um kenninguna Snjóboltinn hafi síðan velt upp á sig. Eftir þetta hafi það viðhorf orðið ríkjandi að þeir væru upprunnir í Noregi þótt þekktir skáksögufræð- ingar eins Willard Fiske og H.J.R. Murray, hafi haldið íslenskum upp- runa þeirra á lofti. Nancy kveðst hafa farið ofan í saumana á kenningu Guðmundar með því að rannsaka frumheimildir um málið og sannfærst um að hann væri á réttri leið. Erlendir fræði- menn hafi ekki þekkt til hins list- elska Páls biskups og listamannanna sem voru á hans snærum í Skálholti. Né hafi þeir vitað um umsvif og tengsl Skálholtsstaðar. Þá hafi skrif íslenskra fræðimanna um þessi mál ekki verið aðgengileg utan land- steinanna. Skrif hinna erlendu fræðimanna hafi verið byggð á hefð- arvaldi í fræðunum. „Það er ekki hægt að svara því af eða á hvort Margrét hin oddhaga hafi skorið út taflmennina að beiðni Páls biskups,“ segir Nancy Marie Brown, „Ekki nema við finnum minjar um vinnustofu með rostungs- beinum í Skálholti. En sú vitneskja sem við höfum um þetta mál gerir það ekkert síður líklegt að taflmenn- irnir hafi orðið til á Íslandi en í Þrándheimi.“ Listsköpun í blóma á miðöldum  Lewis-taflmennirnir urðu til þegar Ísland var á hátindi gullaldar sinnar  Páll Jónsson biskup í Skálholti hafði hjá sér fjölda listamanna  Fáir erlendir fræðimenn þekkja sögu hans og tengsl Vinsælir Lewis-taflmennirnir fornu eru meðal vinsælustu sýningargripa í British Museum í London. Þeir vekja óskipta athygli gesta enda skornir af miklu listfengni. Þeir eru frá 12. eða 13. öld, hugsanlega gerðir á Íslandi. Höfundurinn Nancy Marie Brown er höfundur margra bóka. Hún er mikill Íslandsvinur og heldur íslenska hesta heima hjá sér í Bandaríkjunum. „Við vildum að þeir greiddu kostnað við flutninginn. Við vitum hver hann er, höfum reynslutölur um það. Það er langt í frá að við séum að reyna að gera þetta okkur að féþúfu,“ segir Hörður Gunnarsson, forstjóri Olíu- dreifingar. Húsavíkurbær hefur fengið heim- ild til eignarnáms á hluta olíustöðvar fyrirtækisins á Húsavík en mannvirk- in þurfa að víkja vegna lagningar veg- ar á milli Húsavíkurhafnar og iðnað- arsvæðisins á Bakka. Sveitarfélagið Norðurþing telur að fjarlægja þurfi flest mannvirki á lóð sem Olíudreifing hefur til umráða við Höfða, vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda við veginn. Veglínan er kom- in inn á aðalskipulag. Samningavið- ræður á milli Norðurþings og Olíu- dreifingar stóðu frá október 2013 til janúar 2015, þegar Norðurþings sleit þeim þar sem of mikið bar í milli til þess að von væri um að samningar tækjust. Norðurþing lagði fram fjög- ur tilboð á þessum tíma en þeim var öllum hafnað. Tilboðin fólu í sér boð um nýja lóð fyrir starfsemi Olíudreif- ingar, niðurrif og förgun olíutanka, hreinsun og greiðslu upp á 30 millj- ónir kr. Olíudreifing taldi stöðina mun meira virði og krafðist 68 millj- óna. Hörður segir að veruleg verð- mæti liggi í olíubirgðastöðinni á Húsavík. Hún sé eina birgðastöðin á Norðurlandi sem gæti verið varastöð fyrir birgðastöðina á Akureyri ef eitt- hvað kæmi uppá þar. Olíudreifing hefði einnig haft í huga að viðhalda aðstöðu sinni til að þjóna auknum um- svifum vegna uppbyggingarinnar á Bakka. Umhverfisráðuneytið féllst á að nauðsynlegt væri að taka hluta lóðar- innar eignarnámi og að reynt hefði verið til þrautar að ná samningum. Matsnefnd mun ákvarða bætur fyrir eignarnámið. helgi@mbl.is Greinir á um verðmæti stöðvar  Olíubirgðastöð tekin eignarnámi Morgunblaðið/Jim Smart Birgðir Olíutankar þurfa að víkja fyrir iðnaðarvegi að Bakka. Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.