Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Smáauglýsingar Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt Jessenius Faculty of Medicine í Slóvakíu býður upp á 6 ára viðurkennt nám í læknisfræði. Kennt er á ensku. Hagstæð skólagjöld. Margir íslendingar eru í námi við skólann. www.jfmed.uniba.sk/en. Uppl. í s. 5444333 og fs 8201071 kaldasel@islandia.is Bílar Renault Megane Classic RT S/D til sölu. Árgerð 1999, ek. 178.000 km. Beinskiptur. Nýskoðaður og í góðu standi. Eyðslugrannur og hentar vel sem snattari eða skólabíll. Verð: Tilboð. Upplýsingar veitir Bjarni í síma 691-9170. Baldursnesi 1, 603 Akureyri, s. 460-4300 LEXUS Rx450h F Sport 2/2015, 9þ.km, sjálfskiptur, sóllúga. Verð 13.190.000. Skipti ód. Rnr.200719. Range Rover Sport SE 7/2006, 79þ.km, dísel, sjálfskiptur, krókur, vetrar- dekk. Verð 4.790.000. Skipti ód. Rnr.118892. Range Rover Sport HSE tdv8. 5/2008, 68þ.km, dísel, sjálfskiptur, krókur, nagladekk á felgum. Verð 7.780.000. Skipti ód. Rnr.200717. TOYOTA Land Cruiser 150 VX. 5/2013, 49þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 9.790.000. Skipti ód. Rnr.122981. TOYOTA Land Cruiser 150 VX. 12/2012, 31þ. km,dísel, sjálfskiptur. Verð 9.690.000. Skipti ód. Rnr.123000. TOYOTA Land Cruiser 150 VX. 6/2013, 44þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 9.850.000. Skipti ód. Rnr.118777. TOYOTA Land Cruiser 150 GX. 6/2010, 102þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 6.680.000. Skipti ód. Rnr.118683. TOYOTA Rav4 GX Plus. 6/2014, 34þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 5.390.000. Skipti ód. Rnr.122987. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. ✝ Ahmed HafezAwad (Ómar) fæddist 26. febrúar 1942 í Kaíró, Egyptalandi. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 15. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Salaheldin Hafez Awad, lækn- ir, f. 9. júlí 1910, d. 1991 og Afaf Abdel Azeem Lotfy, húsmóðir, f. 25. júlí 1930, d. 2001. Bróðir hans var Samir Salaheldin Awad, f. 15. mars 1946, d. 2000. Ahmed flutti til Íslands árið 1965 og bjó hér til æviloka. Hann vann við ýmis sölustörf en lengst af hjá Osta- og Smjörsölunni og Mjólkursamsölunni en hann vann einnig sem stuðnings- fulltrúi í Hafnarfjarðarbæ og sem túlkur á efri árum. Ahmed stundaði stangveiði af kappi og var þekktur fyrir hæfni sína með flugu- stöng. Ahmed lætur eftir sig fjögur börn 1) Samy Awad, f. 20. sept- ember 1963 í Stokkhólmi, börn hans eru Isac Fogelström og Linnea Fogelström 2) Laila Awad f. 5. október 1966, börn hennar eru Arnar Breki Elfar, Bríet Ísis Elfar og Hildur Laila Hákonardóttir 3) Ómar Awad Green, f. 17. október 1974, son- ur hans Daníel Awad Ómarsson 4) Miriam Petra Ó. Awad, f. 10. júlí 1990. Útför hans fór fram frá Seljakirkju. Regnið bylur á rúðunni og ég reyni í enn eitt skiptið að átta mig á tilverunni án þín. Maður fullorðnast svo hratt og gerir sér ekki alltaf grein fyrir því stóra hlutverki sem foreldrar manns gegna. Ég reyni að finna styrk í síðustu orðunum sem þú sagðir við mig, að halda áfram og vera hamingjusöm, en það er erfitt. Ég sakna þín og þeirra stunda sem við áttum saman, oftar en ekki rúntandi um bæinn þar sem við töluðum um heima og geima, Ísland og Egyptaland, ferðalög, mat og nöldruðum um hitt og þetta. Og stoppuðum svo og fengum okkur pylsu á leiðinni. Eftir um það bil hálfa öld á þessari eyju varstu orðinn ýmsu vanur, lést veðrið ekki á þig fá. Þegar vorar og ég vakna við fuglasöng þá sendi ég þig af stað í veiðiferð í huganum, með veiði- stangirnar tilbúnar. Þar naustu þín svo sannarlega – aðeins þú, náttúran og guð. Þú varst mikill heimsborgari og ég mun seint gleyma síðustu ferðinni okkar til Egyptalands. Þú fékkst ófáan leigubílstjórann til að skella upp úr, snerir við og gekkst til baka heilu göturnar til að gefa betlaranum smápening sem þú fannst loksins í jakkavas- anum og reyttir af þér brandara í röðinni við flugvallareftirlitið. Með árunum komst ég að því, elsku pabbi, að þrátt fyrir menntunarleysið sem þú kvart- aðir stundum yfir, þá varstu nú samt afar laginn við þitt. Handlaginn með meiru, en einnig ótrúlegur tungumálamað- ur sem bjó yfir gífurlegri þekk- ingu á þessu, hinu og heiminum. Þú hafðir líka lifað og hrærst í tveimur ólíkum menningarheim- um og gast tvinnað þá svo fal- lega saman. Svo varstu líka rosa- lega duglegur að spjalla við fólk, hvort sem þú þekktir það eða ekki, og varst oftar en ekki bú- inn að heilla það upp úr skónum. Þegar þú féllst frá, þá held ég að þú hafir loksins verið orðinn sáttur við allt. Á einhverjum tímapunkti í Kaíró nefndirðu að þú hefðir stundum velt því fyrir þér hvernig líf þitt hefði orðið hefðirðu aldrei farið frá Egypta- landi. Þá hefðirðu kannski náð lengra í einhverjum viðskiptum eins og margir skólafélaganna. En einn sólríkan dag á svölunum í Heliopolis sagðirðu mér að sama hvað lífið í Egyptalandi hefði getað boðið þér upp á, hefði það aldrei fært þér börnin þín fjögur og barnabörnin öll, sem þú varst óhemju stoltur af. Hið fallega Ísland var óneit- anlega þitt heimaland líka en þú sýndir öllum sem vildu myndir héðan, til að sýna hvers vegna Egypti frá Kaíró hefði sest að á eyju í miðju Norður-Atlantshafi. Ég skil svo margt núna eftir að þú ert farinn, ég sé lífið í öðru ljósi og reyni að læra af þér. Ég veit þú ert á betri stað, laus við hræðilegu veikindin sem hrjáðu þig. Þess vegna er það erfiðasta við þetta allt kannski ekki að þú sért farinn, heldur að þurfa að átta sig á því, og sætta sig við, að samverustundir okkar í þessu lífi verða ekki fleiri. Ég hlæ þá bara fyrir okkur bæði og geymi þig í hjarta mínu þar til við sjáumst næst. Alltaf þín litla dóttir, elsku pabbi, sem saknar þín svo mikið. Miriam Petra. Ahmed Hafez Awad Kæri vinur, ég á ennþá mjög bágt með að trúa því að þú sért í alvörunni farinn, virkilega dapurt hérna án þín. Þú varst fyrsti vinur minn í leikskólanum, besti vinur minn í 28 ár, og án efa sú manneskja sem hefur haft mest áhrif á mig í lífinu. Þú varst nokkurs konar eldri bróðir sem ég elti bara blint hvert sem er. Þegar þú vildir vera markmaður í fótbolta varð ég líka að vera það. Þegar þú vildir svíkja lit og fara yfir í FH kom ekkert annað til greina. Þórólfur Sverrisson ✝ ÞórólfurSverrisson, Þóró, fæddist 4. janúar 1983. Hann lést 17. desember 2014. Útför hans fór fram 23. janúar 2015. Þegar þú ákvaðst að rap og hip hop væri ömurleg tón- listarstefna, þá var það bara þannig. Fyrstu tónlistar- áhrifin beint í æð voru að sjálfsögðu „Fólk er fífl“ með Botnleðju, Bubbi, Prodigy, Jethro Tull, Moody Blues, Jimmy Hendrix, o.fl. snillingar, frekar háþróaður tónlistarsmekkur hjá 11 ára gutta. Þú varst ekki hræddur við neitt, sem var alltaf pínu ógn- vekjandi, held samt að það hafi gert mig harðari fyrir vikið. Áramótin ’94 sprengdum við fullt af froskum við alla gluggana í umsjónarstofunni okkar í Álfta- nesskóla. Einn glugginn brotnaði og við (ég) vorum geðveikt hræddir um að við yrðum reknir úr skólanum ef það kæmist upp um okkur. Þú róaðir mig niður með því að út- skýra fyrir mér hvernig atvinnu- menn í fótbolta þyrftu ekki skóla og ef við yrðum reknir þá gætum við bara æft meira sem myndi hvort eð er auka líkur okkar á at- vinnumennsku. Mjög öflug rök- semdafærsla. Tvisvar á okkar lífsleið lentum við í alvöru slagsmálum við hvorn annan. Bæði skiptin snérust um hvort boltinn hefði farið í stöngina eða í markið í vítakeppni milli okk- ar… þar sem markið var gert úr yfirhöfnum. Ég hef ávallt talað um jafntefli öll þessi ár, sem þér fannst alltaf mjög fyndið en nenntir samt ein- hverra hluta vegna aldrei að mótmæla… takk fyrir það bróð- ir. Hefði Bubbi fengið að lýsa þessum bardögum hefði þetta verið B-O-B-A! „Rothögg Þóró“, enda hljóp ég grenjandi heim í bæði skiptin. Þú varst aldrei smeykur við að láta mig heyra það ef ég var ekki að standa mig, allt frá asnalegum klæðnaði, matarvenjum, aðdáun minni á Sigurrós, til alvarlegra lífsákvarðana. Enginn var jafn hreinskilinn og beinskeyttur og þú. Óhrædd- ur við að hrauna yfir mig hvenær sem er, hvar sem er. Þetta hélt mér á tánum, gerði mig sterkan. Þú hafðir þó ekki alltaf rétt fyrir þér en svona okkar á milli þá var það miklu oftar en ég vildi við- urkenna. Hvern hefði grunað hversu mikið ég myndi sakna alls skít- kastsins frá þér sem ég þurfti að líða fyrir að halda með Liver- pool! Óendanlegt hatur þitt gagnvart uppáhalds knatt- spyrnuliði mínu er eitthvað sem ég og strákarnir munum sakna mikið, klassískt stuff. Ég gat alltaf treyst á þig þeg- ar ég þurfti hjálp, sem var all- svakalega oft þegar ég lít til baka. Traustari vin er ekki hægt að finna neins staðar. Takk fyrir allt Þóró minn, þú ert goðsögn í hæsta gæðaflokki alveg eins Baron Munchausen! Eina leiðin til að þú myndir samþykkja þetta væl, sem þú myndir að sjálfsögðu kalla þetta hjá mér, er að enda með vitnun í meistarann sjálfan. „Gott fólk drekkur góðan bjór.“ –Hunter S. Thompson Jón Axel Jónsson. Maður kynnist mörgu fólki á lífs- ins leið. Einn ætt- ingja minna ágætra þekkti ég alla ævi. Það var Nanna móðursystir mín, Kristjana Pétursdóttir, fædd á Laugum í Súgandafirði. Þannig réðst á árum áður að þrjár Laugasystra áttu heima á sömu torfunni á Hvaleyrarholt- inu í Hafnarfirði um áratuga skeið. Munda á Mosabarði, Beta á Þúfubarði og Nanna á Móabarði. Af eðlilegum ástæð- um var mikill samgangur þarna á milli alla tíð. Nú eru þær fallnar frá, nú síðast Nanna, 95 Kristjana Petrína Pétursdóttir ✝ Kristjana Petrína Péturs- dóttir fæddist 16. apríl 1920. Hún lést 12. ágúst 2015. Út- för Kristjönu fór fram 24. ágúst 2015. ára gömul. Af Laugasystkinum er nú aðeins eftir á lífi Sveina á Akur- eyri sem hélt á mér í fangi sínu frá fyrsta degi – ynd- isleg manneskja, sem nú ein systk- inanna hefur tekið við lífskeflinu. Í 12 barna hópi voru afar heil- steyptar manneskjur. Þau voru samhent, yndisleg og hvert öðru betur gefið. Þau eru mér öll nákomin – hvort sem þau bjuggu í Súgandafirði, Hafnar- firði, Reykjavík eða Akureyri. Yndislegar manneskjur, með afar hlýtt hjartalag. Það var alltaf ánægjulegt að heimsækja Nönnu og Grím, eiginmann hennar, sem lést fyrir allmörgum árum. Síðast heimsótti ég Nönnu í síðasta dvalarstað hennar í þessu jarðlífi, á Sólvangi í Hafnarfirði, fyrir nokkrum vik- um. Hún var ótrúlega hress þó að síðustu lífsdagar væru gengnir í garð. Hún var eins og tölva, hún Nanna, spurðist fyrir um allt og alla í Súgandafirði. Nánast eina sem merkti að hún væri farin að eldast var að hún var aðeins farin að missa heyrn. En þá hváði hún bara. Vildi vera viss um að það sem sagt var væri rétt. Söm við sig. Það voru ekki margar vikur liðnar frá fráfalli náfrænku Nönnu og nánast jafnöldru, Ásdísar Frið- bertsdóttur frá Suðureyri. Þær voru nánar. Þau hjónin Nanna og Grímur gengu götur Hafnarfjarðar alla tíð, utan spora hennar á Laug- um og eitthvað á annan áratug þeirra hjóna sem bændur í Sel- skarði á Álftanesi. Nanna var mikill Súgfirðingur alla tíð – sama má segja um tilfinningar hennar til Álftaness og Hafnar- fjarðar. En fyrst og fremst var Nanna alla tíð mikill Íslend- ingur. „Íslandi allt“ var ríkt í hennar hjarta. Stundum er sagt að dauðinn sé hluti lífsins. Það getur vel verið. En það tekur samt alltaf á. „Það syrtir að er sumir kveðja.“ Og 95 ára gamla Nannan okkar kvaddi með reisn. Þannig reyndi hún alla tíð að hafa reisn yfir sínu lífi. Hún bognaði sjálfsagt stundum – en brotnaði aldrei. Sjálfsagt komst hún næst því að brotna þegar hún missti son sinn óskírðan nokkurra vikna gamlan. Sat það alla tíð í henni. Einn- ig var henni sárt að kveðja eig- inmann sinn, Ásgrím Jónsson. Þau voru mjög samstiga og samhent alla tíð og áttu saman langa ævi. Stundin er komin hérna megin. Henni verður vel tekið á grænum grundum sumarlands- ins. Þar fagna henni margir þeir sem á undan eru farnir. Þar hittast vinir í varpa. Ég þakka Nönnu samfylgdina sem ég á aðeins jákvæðar minning- ar um. Ég votta afkomendum Nönnu og Gríms samúð mína. Guð blessi Kristjönu Petrínu Pétursdóttur. Svo sannarlega reyndi hún alla tíð að vísa sér og sínum réttan veg. Takk fyrir allt. Ævar Harðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.