Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 ✝ Reynir Frið-finnsson fædd- ist 24. janúar 1934 í Baugaseli í Barkárdal. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 21. ágúst 2015. Foreldrar Reyn- is voru Friðfinnur Steindór Sig- tryggsson, f. 13. desember 1889 á Hjalteyri, d. 24. ágúst 1976 á Akureyri, bóndi í Baugaseli í Barkárdal. Móðir Reynis var Una Zophoníasdóttir, f. 24. júní. 1894 í Baugaseli, d. 26. nóv- ember 1970 á Akureyri. Afi unni Rannveigu og eiga fjögur börn, b) Páll, f. 1918, c) Helgi Marinó, f. 1923, kvæntist Guð- rúnu Jónsdóttur og eignuðust fimm börn, sonur þeirra Frið- finnur lést barn að aldri, d) Ingimar, f. 1926, kvæntur Guð- nýju Skaftadóttur og eiga fjög- ur börn, e) Jón Steinberg, f. 1931, kona hans Ásta Ferdin- andsdóttir og eiga fjóra syni, f) Reynir, f. 1934, sem hér er kvaddur og g) Ari, f. 1938. Þeir Ingimar og Ari lifa bræður sína. Reynir ólst upp í Barkárdal, sótti farskóla í dalnum og vann lengst af við landbúnað og smíðar. Hann flutti síðar til Ak- ureyrar, lauk sveinsprófi í húsasmíði og vann við smíðar, m.a. hjá Sveini H. Jónssyni. Útför Reynis fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 3. sept- ember 2015, og hefst athöfnin kl. 13.30. Reynis í föðurætt var Sigtryggur Sigurðsson, f. 26. mars 1856, sjómað- ur á Hjalteyri. Kona hans var María Pálsdóttir, f. 6. desember 1860 á Féeggstöðum í Barkárdal. Afi Reynis í móðurætt var Zophonías Sig- urðsson, f. 26. ágúst 1859 í Bitrugerði. Kona hans var Helga Frímannsdóttir, f. 24. september 1851 á Ásgerð- arstöðum. Friðfinnur og Una áttu sjö syni. Þeir eru: a) Frið- finnur, f. 1917, kvæntist Jór- Við Reynir kynntumst vel þeg- ar Ferðafélagið Hörgur hóf end- urbyggingu á gamla torfbænum í Baugaseli árið 1982. Baugasel hafði þá verið í eyði um nokkurt skeið en nú tóku Ferðafélags- menn til hendinni og hófu lagfær- ingu á bænum. Nú kúrir torfbær- inn þarna um miðbik Barkárdalsins, gönguskáli opinn hverjum sem er. Þegar bærinn var í byggð var ævinlega tekið vel á móti ferðamönnum sem áttu leið um Barkárdalinn, en úr botni hans eru þrjár fornar gönguleiðir yfir í Skagafjörð; Héðinsskarð, Hólamannavegur og Tungna- hryggsleið. Reynir Friðfinnsson var bor- inn og barnfæddur á þessum af- skekkta bæ í Barkárdalnum, einn af sjö bræðrum. Lífsbaráttan hefur eflaust verið erfið barn- margri fjölskyldu á síðustu öld, en Reynir taldi að þeir bræðurnir hefðu aldrei liðið skort. Þeir Baugaselsbræður tóku mikinn þátt í endurbyggingu bæjarins og gott var að njóta leið- sagnar þeirra við forn vinnu- brögð svo sem grjóthleðslu, torf- ristu og smíðavinnu. Reynir var þar afkastamikill, enda ósérhlífinn verkmaður. Reynir fékkst við refaveiðar á heimaslóðum og var góður smið- ur eins og þeir bræður flestir. Hann starfaði lengi á ýmsum bæjum í núverandi Hörgársveit sem vinnumaður og smiður. Hann var einn af þessum ómiss- andi mönnum hverrar sveitar, smiður, sem fór á milli bæja og lagfærði það sem heimamenn gátu ekki smíðað eða höfðu ekki tíma til að sinna. Hann átti, og á eflaust enn, margar spýtur eða steinveggi sem þjóna hlutverki í hans gömlu heimasveit. Ég vil að lokum þakka fyrir það að hafa notið vináttu og leið- sagnar Reynis Friðfinnssonar. Guð varðveiti minningu hans. Bjarni E. Guðleifsson. Það fækkar óðum í hópi þeirra sem fæddir eru utan þjóðleiðar en Reynir fæddist í Baugaseli, fremsta bænum í Barkárdal, árið 1934. Að Baugaseli var um langan veg að fara með alla aðdrætti og lengstum yfir óbrúaðar ár að sækja. Búskapur hefur um margt verið erfiður í þessum forsæludal og einungis fyrir hörkuduglegt fólk að búa þar fremra. Heimilið var stórt, þeir bræður fóru snemma að vinna búinu gagn og víst er að munað hefur um sjö drengi við bústörfin enda góðir búmenn, lagnir smiðir og að auki með kveðskap í æðum. Þeir bræður voru miklir veiðimenn og lærðu snemma að fara með byssu og var byssa Friðfinns föður þeirra víst svo gjörnýtt að hlaup- ið fremst var orðið að skæni undir lokin. Rjúpa var veidd í dalnum og eins er víst að tófu og hrafni fjölgaði ekki á meðan þeir bræð- ur voru til staðar. Reynir var góður veiðimaður en veiðarnar höfðu tilgang sem var að afla matar eða halda aftur af vargi. Skot átti að hitta í mark og ekki þótti honum verra ef fleiri en ein rjúpa lágu í skoti. Reyni var lítið um tófu og hrafn gefið og mótaðist afstaða hans af því að verja þurfti búfé fyrir vargnum. Reynir bar þó virðingu fyrir þessum fjandvinum sínum og kunni margar skemmtilegar sög- ur af viðskipum við tófuna. Síð- ustu áratugina lagði hann út æti og beið tófunnar í skothúsum á vetrarnóttum. Hann var komin yfir áttrætt þegar hann sat síðast fyrir tófu og talaði þá um að hann væri aðeins farinn að slappast en taldi þó skotfélaga sína vera að linast öllu meira, þótt mörgum áratugum yngri væru! Reynir var ekki hávaxinn maður en samsvar- aði sér vel og var léttur á fæti. Honum lá lágt rómur en var glettinn í fasi og lagði gott til mála. Hann var ljúfur maður í umgengni, hæglátur og þraut- seigur. Ég heyrði Reyni ekki tala illa til nokkurs manns, það var ekki hans háttur. Hann var félagshyggjumaður fremur en maður sérhagsmuna en fannst þó betra að kjósa flokk sem stóð honum næst í skoðun ef hann vissi af skyldmennum eða vinum á listanum. Reynir var fæddur í torfbæ í þröngum dal og hélt sig mest norðan fjalla. Hann hafði ekki „þvers og kruss, þotið um veröld alla“ en sótti frekar „sál- arbót í sólskinið norðan fjalla“ eins og segir í ljóði eftir Ingimar Friðfinnsson. Hann ólst upp við verklag 19. aldar, upplifði um- byltingu í ræktun og tæknivæð- ingu til sveita en einnig undan- hald jaðarbyggða sem enn stendur yfir. Reynir veikist al- varlega á útmánuðum en tók veikindum sínum af miklu æðru- leysi. Hann sagðist undir lokin ekki vera viss um hvort hann væri á vetur setjandi og hafði því miður rétt fyrir sér. Ég hafði mætur á þessum manni sem var bæði heilsteyptur og velviljaður. Að lokum vil ég minnast á ljóð eftir Ingimar Friðfinnsson þar sem segir: Svo lýk ég minni göngu. Ég bið þess efstum orðum, að yfir lága bænum megi hljóðar dísir vaka. Ég tek ei með mér gullin, sem tapaði hér forðum; á tímans mikla vegi er engin leið til baka. Ég óska þess að hljóðar dísir megi vaka yfir Reyni og fólkinu hans frá lága bænum frammi á Barkárdal. Blessuð sé minning hans. Meira: mbl.is/minningar Ólafur Jónsson. Reynir Friðfinnsson Kæri frændi. Ég vil þakka þér fyrir samfylgdina og allar þær góðu stundir sem við höf- um átt saman. Þú sagðir mér oft söguna af því að þú hafir passað mig nýfæddan á Grett- isgötunni og að þú hafir þurft að ganga með mig um gólf allt kvöldið því í hvert sinn sem þú lagðir mig niður byrjaði ég að öskra. Í hvert sinn sem þú sagðir mér þetta þá ímyndaði ég mér litla líkamann minn hossast í Þórður Magnússon ✝ Þórður Magnússon var fæddur í Vík í Mýrdal 24. apríl 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 16. ágúst 2015. Útför Þórðar fór fram frá Fossvogskirkju þann 25. ágúst 2015. fanginu á þér og mér finnst ekki ótrúlegt að sem barn hafi ég álitið það vera besta stað- inn til að vera á. Þú varst stór og sterk- ur maður og þeir sem þekktu þig vita eflaust að mjúku hreyfingarnar voru ekki þín sterka hlið. En þín sterka hlið var hvað þú varst hjartahlýr og mikill mannvinur og sem unga- barn hef ég strax skynjað að hjá þér var best að vera. Það var alltaf gott að vera í þínum félagsskap, jákvæðnin og bjart- sýnin alltaf sú sama alveg sama hvað bjátaði á og aldrei man ég til þess að þú hafir talað illa um nokkurn mann. Allt eru þetta mannkostir sem ég reyni eftir bestu getu að taka mér til fyr- irmyndar, en þér var þetta eðl- islægt. Ég man vel þegar þú komst að heimsækja okkur í Svíþjóð og þegar við fjölskyldan fórum að taka á móti þér þá mætti okkur risavaxinn, ljós yfirlitum, hvítskeggjaður og síðhærður víkingur. Það var ekki svona sem við mundum eftir þér, og þegar þú hafðir sannfært okkur um að þú værir í raun frændi okkar Þórður, þá þótti okkur bræðrum kostulegt að eiga skyldmenni sem liti svona út. Það var alltaf tilhlökkun að fara á fýlaveiðar með þér í Vík. Þá var veitt og gert að fýlnum á daginn og svo var borðaður heimilismatur að hætti ömmu Völu á kvöldin. Þú ósérhlífinn í öllum verkum eins og endra- nær. Svo enduðum við kvöldin með því að hlusta á sögur úr Víkinni sem þú og Pálmi bróðir þinn sögðuð svo skemmtilega frá. Ég mun sakna þessara stunda og þíns hvella hláturs og nærveru sem kom manni alltaf í gott skap. Þegar ég var staddur á Spáni í sumarfríi með fjölskyld- unni þá fékk ég fréttir af því að þú hefðir fengið hjartastopp og þér væri vart hugað líf. Það voru enn nokkrir dagar í það að ég héldi heim til Íslands og ég hélt að við myndum ekki hittast aftur. Næstu fréttir sem ég fæ er að þú værir allur að bragg- ast, en ekki leið á löngu þar til ástand þitt fór aftur versnandi. Ég er ánægður að hafa náð að hitta þig áður en yfir lauk, og þegar þú lást á dánarbeðnum spjallandi við fjölskyldu þína og ættmenni, sá ég og skynjaði ég hvað þessi litli tími sem þér var gefinn aukalega var mikilvægur bæði þér og þeim sem stóðu þér næst. Þú náðir að kveðja og það með reisn. Þegar ég hugsa um þig þá situr þú í Víkinni með mömmu, ömmu og afa, þið sötrið kaffi og borðið kleinur í rólegheitum og talið um veðrið, amma grípur kannski gítarinn og þið takið lagið. Þið vakið yfir okkur og ég veit að þegar stundin kemur þá verða móttökurnar góðar. Þinn frændi, Magnús Þorsteinsson ✝ Sigurður ElísÞorsteinsson fæddist á Reynivöll- um 7. febrúar 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu á Höfn 18. ágúst 2015. Foreldrar Sig- urðar voru hjónin Arelí Þorsteins- dóttir, f. 18.11. 1897, d. 2.7. 1975, og Þorsteinn Guðmundsson, f. 29.7. 1895, d. 20.3. 1984, hrepp- stjóri á Reynivöllum. Sigurður var annar í röð þriggja bræðra, þeir eru Þor- steinn Lúðvík, f. 23.4. 1929, og Ingimundur Reynir, f. 19.6. 1934, d. 15.9. 1948. Sigurður var ókvæntur og barnlaus. Sigurður ólst upp á Reynivöll- um í Suðursveit. Hann nam bú- fræði við Bændaskól- ann á Hvanneyri og bjó eftir það um nokkurt skeið á Reynivöllum þar sem hann starfaði ásamt foreldrum sínum. Sigurður fluttist síðan til Reykjavíkur og bjó þar stærstan hluta ævinnar og starfaði lengstan hluta hjá vélsmiðj- unni Héðni. Sigurður fluttist til Hafnar í Hornafirði á efri árum þar sem hann vann hjá Vélsmiðju Hornafjarðar þar til hann komst á eftirlaun. Síðustu ævidagana dvaldi Sig- urður á Hjúkrunarheimilinu á Höfn. Útför Sigurðar var gerð frá Kálfafellsstaðarkirkju 25. ágúst 2015. Nú er hann Siggi frændi okkar farinn. Í minningunni var Siggi frændi skemmtilegur maður og kunni að segja sögur betur en nokkur annar sem við höfum þekkt. Hann hafði ótrúlega gott minni sem nýttist honum vel við sagnagerðina sem oft snerist um samsveitunga hans og búskapar- hætti. Þórbergur frændi hans var í miklu uppáhaldi hjá Sigga enda deildu þeir lífssýn og skoðunum. Siggi var heimagangur hjá Þór- bergi og Möngu á Hringbraut en hann leigði herbergi þar í risinu og aðstoðaði þau með ýmis viðvik á heimilinu. Eins sat hann þar mörg kvöld í góðu yfirlæti með Þorláksdropa svo fremi hann væri ekki á þrælahaldaranum. Öll að- fangadagskvöld frá því að Siggi flutti til Reykjavíkur 1964 var hann boðinn til þeirra ásamt fleir- um suðursveitungum, allt þar til Þórbergur dó. Á unglingsárum Sigga í Suður- sveit áskotnaðist honum harmon- ikka en henni fylgdi sú kvöð að hann þurfti að spila á flestum mannamótum í sveitinni. Hann spilaði alltaf á nikku og var félagi í Harmonikkufélagi Hornafjarðar á efri árum og naut þess félagsskap- ar niður í neglu. Eftir að Siggi datt illa við útburð á Morgunblaðinu og axlarbrotnaði varð hann að gefa spileríið upp á bátinn honum til mikillar skapraunar. Eftir það slys gaf hann Tónlistarskóla Hornafjarðar nikkusafnið sitt til að viðhalda harmonikkuþekkingu ungmenna á staðnum. Siggi giftist aldrei en var vin- margur, bæði í gegnum tónlistina og pólitíkina. Siggi var góður frændi sem okkur þótti vænt um og megi hann spila á harmonikku um alla eilífð. Emil, Ari og Anna Þorsteinsbörn. Sigurður Elís Þorsteinsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARGEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Lautasmára 3, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 28. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. september kl. 13. . Guðbjörg Reynisdóttir, Erna Reynisdóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Guðmunda Reynisdóttir, Helgi Ágústsson, Haukur Reynisson, Eygló Bjarnadóttir, Bryndís Reynisdóttir, Guðmundur Brynjarsson, Thelma Reynisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐNI FRÍMANN GUÐJÓNSSON byggingatæknifræðingur, lést á heimili sínu þann 26. ágúst. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 9. september klukkan 13. . Alda Guðrún Friðriksdóttir, Friðrik Guðjón Guðnason, Anna Soffía Gunnlaugsdóttir, Guðni Viðar og Gunnlaugur Dan. Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI THORODDSEN, matreiðslumeistari, lést 2. september síðastliðinn á Líknardeild Landspítalans, Kópavogi. . Bryndís Þ. Hannah og fjölskylda. Mistök við birtingu minn- ingargreina Þau mistök urðu við vinnslu minningargreina í blaðinu gær að með æviágripi og mynd af Maríu Kristínu Tóm- asdóttur fylgdi minning- argrein um ótengda mann- eskju, Margréti Tómasdóttur. Morgunblaðið biður alla hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráð- legt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.