Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Á Akureyri hefst í dag A! Gjörn- ingahátíð, sem er haldin í fyrsta sinn og stendur yfir fram á sunnu- dag, 6. september. Skipuleggjendur hátíðarinnar stefna á að hún verði árlegur viðburður, en í ár eru 14 fjölbreyttir gjörningar auk „off venue“ eða viðburða utan dagskrár og vídeólistahátíðarinnar heim. Lokin á Listasumri á Akureyri A! Gjörningahátíð er loka- hnykkurinn á Listasumri á Akur- eyri sem var endurvakið í byrjun júní, eftir nokkurra ára hlé, með yf- ir 200 viðburðum á dagskránni. Fjölbreyttir gjörningar myndlistarmanna og sviðslistafólks eru á dagskrá A! Meðal þeirra sem fram koma eru Magnús Pálsson, Anna Richardsdóttir, Katrín Gunn- arsdóttir, Snorri Ásmundsson, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir, Freyja Reynisdóttir & Brák Jónsdóttir, Örn Ingi Gíslason, Hekla Björt Helgadóttir, Choreography Rvk og Kriðpleir. A! fer fram víðs vegar um Akur- eyri og teygir anga sína til Hjalt- eyrar. Meðal annars verða settir upp gjörningar í kirkjutröppunum, endurvinnsluskemmu Gúmmí- vinnslunnar og Verksmiðjunni á Hjalteyri auk þess sem nokkrir gjörningar verða í Menningarhús- inu Hofi og í Listasafninu á Ak- ureyri, Ketilhúsi. Dagskráin hefst í dag kl. 17.00 í Hamragili í Hofi með framlagi Leikfélags Akureyrar og Hofs, Drengurinn með tárið, en sá gjörn- ingur verður fluttur í þremur hlut- um og fara seinni tveir fram föstu- dag og laugardag. Hver gjörningurinn mun reka annan og lokahnykkurinn verður á laug- ardagskvöldið í Réttarhvammi og á Hjalteyri þar sem Anna Richards- dóttir fremur meðal annars gjörn- inginn Hjartað slær, endurvinnsla á konu og Hekla Björt Helgadóttir opnar sýninguna Salt Vatn Skæri. Opið hús verður í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi kl. 11.00 sunnu- daginn 6. september þar sem boðið verður til umræðna og morgun- verðar. Þar munu allir listamenn- irnir koma saman og ræða gjörn- ingana. Allir eru velkomnir. A! Gjörningahátíð á Akureyri  14 fjölbreyttir gjörningar verða á dagskrá Gjörningur Anna Richardsdóttir verður með gjörninginn Hjartað slær, endurvinnsla á konu. » Í gærkvöldi, mið-vikudagskvöldið 2. september, kom hin róm- aða hljómsveit, Blonde Redhead, fram í Gamla bíói við Ingólfsstræti ásamt Skúla Sverrissyni og hljómsveit en samstarf Skúla og Blonde Redhead spannar nú fjölmörg ár. Blonde Redhead, sem var stofnuð árið 1993 og er skipuð Kazu Makino og tvíburabræðrunum Ama- deo og Simone Pace, lék efni af nýjustu breiðskífu sinni, Barragán (2014) í bland við efni af eldri plöt- um sínum. Hljómsveitin Blonde Redhead kom fram í Gamla bíói í gærkvöldi Kraftmikil Kazu Makino, söngkona hljómsveitarinnar fór mikinn á sviðinu ásamt tvíburabræðrunum Simone og Amedeo. Hress Þau Sóley og Jón Óskar Jónsson mættu á svæðið. Tónar Skúli Sverrisson og hljómsveit komu fram og með þeim var Ólöf Arnalds. Þríeyki Þau Andri Geir Árnason, tónlistarkonan Heiða Eiríks- dóttir og Valur Gunnarsson voru harla ánægð á tónleikunum. Kátar Þær skemmtu sér greinilega vel stöllurnar Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir. Morgunblaðið/Eggert STRAIGHTOUTTACOMPTON 7, 10 ABSOLUTELY ANYTHING 6, 8, 10 THE GIFT 8, 10:20 MINIONS - ENS TAL 2D 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.