Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þetta er góður dagur fyrir samninga- viðræður og mikilvægar samræður við maka og viðskiptavini. Tónninn í röddinni skiptir öllu þegar þú þarft að semja við lán- ardrottna. 20. apríl - 20. maí  Naut Hulunni er svipt af fólki og við sjáum nákvæmlega hvers vegna vissar manneskjur leika viss hlutverk í lífi okkar. Afsakanir heyr- ast áður en dagur er á enda og þannig greið- ist úr flækjunum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef einhver sem skiptir þig máli sýn- ir tilfinningar svarar þú í sömu mynt og það birtir yfir. Ekki fara of geyst af stað í líkams- ræktinni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hittir fólk sem virðist hugsa á sömu nótum og þú. Leggðu þig því fram. Ræddu málin við trúnaðarmenn þína. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þitt vinalega eðli mun koma að góðum notum í dag. Verkefni tengd útgáfu og ferða- lögum ganga vel og þú nýtur góðs af reynslu annarra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú færð sjáfsöryggið að nýju. Þér finnst þú geta allt og það er svo sannarlega rétt hjá þér. Tækifærin bíða þín í hrönnum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef einhver vill létta undir með þér, skaltu þiggja það með þökkum. Þú átt það til að taka of mörg verk að þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fólk kann að meta frásagn- arhæfileika þína. Engir eru eins heyrnarlausir og þeir sem ekki vilja hlusta. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú munt leggja þig verulega fram við það að fá vilja þínum framgengt í dag og finnur fyrir miklum áhuga og eldmóði. Nú þarf heilsan að ganga fyrir öllu öðru. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er nauðsynlegt þegar fjár- málin eru skoðuð að reyna ekki að blekkja sjálfan sig með einhverjum hundakúnstum. Vertu bara heiðarleg/ur og sjálfri/sjálfum þér trú/r. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur áhyggjur af einhverjum sem á það til að rása út af beinu brautinni. Fjármálin gætu staðið betur, reyndu að taka þig á. 19. feb. - 20. mars Fiskar Bjóddu fólki heim til þín og njóttu góðra stunda í félagi við fjölskylduna. Hugs- aðu áður en þú talar og íhugaðu hvort deilu- efnið sé þess virði að fórna vináttunni fyrir það. Mér varð á að senda GuðnaÁgústssyni vísu sem ekki var fullort – og birta hana í Vísnahorni! Hún er betri svona: Ótal myndir upp hann dró augnablikið karl nam góma; orðakonfekt á hann nóg auðvitað með skyri og rjóma. Þessi stafsetningarþraut eftir Sigurkarl Stefánsson mennta- skólakennara rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var að hugsa um Guðna og Njálu: Yxu víur ef ég hnigi og andinn smygi í himininn út af því að það er lygi að Þráinn flygi á Skarphéðin. Teitur Hartmann kvað: Drykkur er mannsandans megin, margþætt er jarðlífsins glíman. Sá sem að sér ekki veginn sér kannski langt fram í tímann. Jón Arnljótsson setti á vefinn á þriðjudaginn: Fögnum sumars, sælu, háþúst, syngjum gleðibrag, 32. ágúst, upp sem rann í dag. Seinna þennan sama dag skrifaði sr. Skírnir Garðarsson „Flott vísa Jón!!!“ og hélt áfram: „Laugavegur er orðinn einstefnu- gata og umferð hæg. Þar gefst tími til fræðistarfa á meðan ekið er… Í morguns-ár ég mæddur ók, á miðjum Laugavegi, þar ferskeytlu ég færði á bók, á fjórða í höfuðdegi. Sr. Skírnir segir að sr. Sigurður Jónsson hafi kennt sér mun á morg- uns-ári og morguns-sári. Annar klerkur, sr. Hjálmar Jónsson, hafi ort þegar þeir heimsóttu Birgi heit- inn Emilsson, sem bjó á Fálkagöt- unni: Teygðu álku uppá skör, íss af hálku plötu, var tveim skálkum veizla gjör vestur á Fálkagötu. Sigurður frá Haukagili segir í vísnasafni sínu að margir þekki þessa vísu: Bágt á ég með börnin tvö, bæði sárt þau gráta. Ef þau væru orðin sjö Eitthvað mundu þau láta. Þessi breyting kom síðar: Bágt átt þú með börnin sjö, en betri ert þú og meiri manni sem varð svo mikið um tvö hann meðgekk ekki fleiri. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af stafsetningu, Lauga- veginum og barneignum Í klípu „VÁ - SEX ÁR Í HÁSKÓLA OG 14 ÁR Í FRAMHALDSNÁMI Í KJÖLFARIÐ. VILTU VINNU EÐA AFSLÁTTARKORT FYRIR ELLILÍFEYRISÞEGA?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ERT KANNSKI FARINN AÐ FÁ SKILABOÐIN UM AÐ VIÐ ÞURFUM AFÞREYINGARHERBERGI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gefa henni brosið þitt þegar hún er án þess. TIL AÐ GRENNAST, ÞARFTU AÐ LÆRA AÐ SEGJA ,,NEI TAKK”. ÞAÐ ER SVO AUÐVELT. OKEI, PRUFUM... MÁ BJÓÐA ÞÉR ÍS? NEI TAKK. AF HVERJU ERTU MEÐ ÖLL ÞESSI VOPN, HRÓLFUR? ÉG ÞARF ÞAU TIL AÐ TRYGGJA SÆTIÐ MITT Í RÖÐINNI. Á VÍGVELLINUM? INN Á BIÐSTOFUNNI ÞINNI. Einn borgarfulltrúi Samfylkingar-innar lagði fram áhugaverða til- lögu á dögunum, nefnilega að réttast væri að sameina knattspyrnulið borgarinnar, þar sem það væri svo dýrt fyrir borgina að halda úti svona mörgum liðum í efstu deildum knatt- spyrnunnar hér á landi. Í ljósi þess að borgin, sem þessi tiltekni fulltrúi hefur átt þátt í að stjórna, tapar rúmum 16 milljónum króna á hverj- um einasta degi þessa árs, þá þykir Víkverja það ólíklegt að sparnaður- inn sem hljótist af því að neyða til dæmis KR-inga og Valsmenn í sömu óþægilegu sængina myndi hrökkva langt. x x x Þá þykir Víkverja hugmyndin full-skammsýn. Hvers vegna ætti ekki að ganga enn lengra í nafni sparnaðar? Hvers vegna ekki að sameina öll lið á höfuðborgarsvæð- inu og öll lið á landsbyggðinni, og láta þessi tvö lið keppa innbyrðis? Þannig yrði komist hjá því að hið allt of stutta sumar hefði neikvæð áhrif á gæði knattspyrnunnar, því að alla leikina þrjá, heima, heiman og bik- arúrslit, mætti spila á góðviðris- dögum. x x x Best færi síðan að sjálfsögðu á því,og sparnaðurinn yrði hámark- aður, ef öll lið á landinu yrðu sam- einuð í eitt stórt Knattspyrnufélag Íslands. Kostirnir eru ótalmargir: KÍ yrði áskrifandi að bæði Íslands- og bikarmeistaratitlum og myndi aldrei eiga á hættu að falla. Þá myndi hinn stórhættulegi rígur á milli áhorf- enda, sem hefur sums staðar erlend- is leitt til ofbeldis, hverfa algjörlega. Ætlar enginn að hugsa um börnin? x x x Hugsunin á bak við tillöguna er ígrunninn góð, en henni er lík- lega miðað á rangan stað. Nú er mál- um svo komið að hér á landi eru sex stjórnmálaflokkar, sem allir eru á framfæri hins opinbera. Það væri nær að sameina þá alla í einn stóran flokk, svona til þess að ná fram nauð- synlegri hagræðingu og sparnaði. Það virðist líka litlu skipta, allaveg- ana í Reykjavík, hvaða flokki full- trúarnir tilheyra. víkverji@mbl.is Víkverji Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu en leiða mæðurnar. (Jesaja 40:11) Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili. Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450 zenus@zenus.is • zenus.is Augljós kostur 5 ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.