Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 19
Í Strandabyggð, Súðavíkurhreppi, Árneshreppi og Kaldrananeshreppi á Vestfjörðum búa um 850 manns, en samanlögð stærð sveitarfélaganna er um 3.770 ferkíló- metrar. Atvinnuvegir þar eru fjölbreyttir, m.a. sjávar- útvegur, ýmiss konar þjónusta og landbúnaður. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 daga og hafrót. Öldurnar náðu fjór- tán metra hæð og gengu hér langt inn á land. Fyrr á árunum var hafís stundum aðgangsharður hér og lagð- ist að landi. Mikilvægt var að fylgjast með ferðum hans og ganga þá hér upp í hlíðar Reykjaneshyrnu og horfa á haf út. Í síðari tíð, þegar veðráttan er mildari, er minna um hafís. Raun- ar eru fimm ár síðan ég sá síðast staka jaka á reki,“ segir Jón, sem kveðst á flestan hátt líka vel við starf veðurathugunarmannsins. Því fylgi að vísu talsverð binding því að ekki megi bregðast að Veðurstofunni ber- ist lýsing á því hvernig vindar blása í þessari afskekktu byggð. Og af- skekktri þó. Allt slíkt er afstætt og ræðst af huglægu mati hvers og eins – og þeim sem sveitina byggja finnst Árneshreppur svona á stundum vera í alfaraleið. Strandir Litla-Ávík stendur við rekafyllta fjöruna í Norðurfirði og undir hlíðum píramídalaga Reykjaneshyrnu. Flug Yfir vetrartímann er flugvöllurinn lífhöfn byggðarinnar í Árneshreppi og þangað er ekki flogið nema veðurlýsing frá Jóni gefi grænt ljós á það. „Norðaustanáttin byrjaði hjá okkur seinni part júnímánaðar og það hætti ekki fyrr en um 20. ágúst. Það var bara alltaf norðanátt og hitastigið fór aldrei upp fyrir tíu gráður í júlí,“ segir Ásbjörn Magnússon sjómaður á Drangsnesi og bætir við að hann muni ekki eftir viðlíka sumri. „Og það gera elstu menn ekki heldur. Það var alveg ótrúlega kalt en við sluppum samt við þessar óhemjumiklu rigningar sem voru norðan við okkur.“ Lágur lofthiti virðist þó ekki hafa haft nein neikvæð áhrif á æti í sjónum við Drangsnes því að Ásbjörn segir þar nóg um vænan og feitan fisk. „Það er nóg æti og kuldinn hefur engin áhrif á það. Mest fór sjávarhiti í níu gráður en í fyrra fór hann í 12 gráður. Ljóst er því að sjórinn er talsvert kaldari nú en í fyrra,“ segir hann og bendir á að um yfirborðsmælingar sé að ræða. Aðspurður segir Ásbjörn ferðamenn hafa verið nokkuð iðna við að sækja Drangsnes heim í sumar þrátt fyrir kulda og vind. „Útlendingarnir eru líka ekkert óhressir með veðrið og að fá á sig smá vind.“ khj@mbl.is Norðaustanáttin var ríkjandi á Drangsnesi í sumar Morgunblaðið/Golli Byggð Drangsnes er lítið þorp við norðanverðan Steingrímsfjörð. Hiti fór aldrei upp fyrir tíu gráður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grímsey Hún er perla svæðisins. en bætir við að erfitt sé að átta sig á því hvenær auka þurfi umsvif fyrir- tækisins. „Maður áttar sig ekki alveg á því um leið. Þegar gestirnir hafa náð ákveðnum fjölda eykst álag á starfsfólkið og því fylgir auka- kostnaður. Maður bætir við starfs- manni og þá þarf visst marga gesti til að standa undir því. Þannig hættir maður eiginlega aldrei að elta rófuna á sér. Svo veit ég aldrei hvað er fram undan því að maður hefur náttúrulega ekki kvóta, þótt ég sé nú ekki að mæla með honum,“ segir Sigurður og hlær við. Nábrækurnar vekja athygli Merkasta muninn á safninu segir hann vera nábrækurnar sem eru þar til sýnis, en eðli máls sam- kvæmt er um eftirlíkingu að ræða af þessari fornu galdraflík. „Í samræðum við fólk finnst mér bera á því að þær þykja mjög merkilegar. Síðan er það auðvitað þessi saga sem við eigum, þjóðtrú- in, galdrarnir og hvaðeina. Þetta er gríðarlegur fjársjóður sem við Ís- lendingar gerum okkur stundum ekki alveg grein fyrir. Þetta eru okkar pýramídar.“ Ljósmynd/Galdrasafnið Tilberi Á Galdrasafninu má finna þessa eftirlíkingu af tilbera. Eini granítsteininn sem talið er að sé á Íslandi er í Stóru-Ávík í Árnes- hreppi á Ströndum. Talið er að hann hafi borist hingað til lands í lok ísaldar eða fyrir 10 þúsund ár- um. Klettur þessi, sem vegur tugi tonna og er kristöllum hlaðinn, er oft nefndur Silfursteinn og hafa margir gaman af því að líta á grip- inn enda vel þessi virði. Klettur kristöllum hlaðinn SILFURSTEINN Í STÓRU-ÁVÍK Steinn Leyndardómsfullur gripur. www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Frábær pakkatilboð til Færeyja 23. september Bókaðu núna!Sigling með Norrænu og hótel í Færeyjum í 4 nætur frá kr. 65.800 á mann miðað við að 2 ferðist saman. Hægt er að velja um gistingu í Þórshöfn eða í Rúnavík. Frábært tækifæri til að heimsækja Færeyjar. Brottför frá Seyðisfirði 23. september og komið til Seyðisfjarðar 29. september. Sjá nánar á www.smyrilline.is eða hafa samband við Norrænu Ferðaskrifstofuna í síma 5708600 og Austfar í síma 4721111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.