Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári sögur, ævisögur og sjónvarps- og kvikmyndahandrit. Auk þess að vera ritstjóri MeginStoða, tímarits MS- félagsins, ritstýrir hann SÍBS- blaðinu og Neistanum, sem styrktar- félag hjartveikra barna gefur út. Mikill tími hefur farið í gerð fræðslu- og heimildarmyndanna. Um leið og ein myndin fór í loftið fékk hann beiðni um að gera aðra fyrir annað styrktarfélag og þannig koll af kolli öll þessi ár. Þær nýjustu sem runnið hafa úr smiðju Páls Kristins fjalla um Parkinsonssjúkdóminn, Alzheimer, gáttatif og nú flogaveiki. „Sumar eru býsna lengi í vinnslu vegna þess að styrktarfélögin eru oft fremur illa stödd fjárhagslega. Alla jafna hef ég fengið mjög sterk og góð viðbrögð. Fólk er þakklátt fyrir ís- lenskar myndir um sjúkdóma, sem margir þjást af eða einhver þeim ná- kominn. Aðalatriðið er að koma upp- lýsingum um sjúkdóminn á framfæri á einfaldan og skýran hátt og slá um leið á meintan ótta, sem oft er sprott- inn af einskærri vanþekkingu.“ Þetta er svo lúmskt Sem dæmi nefnir hann hræðslu fólks við ristilspeglun, aðgerð sem að hans mati er gríðarlega mikilvæg og allir ættu að fara í ekki seinna en daginn sem þeir verða fimmtugir. „Þetta er svo lúmskt – krabbamein í ristli og endaþarmi, mynd sem ég gerði 2011 vakti mig – og vonandi fleiri – til vitundar um hversu auð- veldlega má fyrirbyggja að góðkynja separ, sem auðvelt er að fjarlægja við ristilspeglun, geti orðið að illvígu krabbameini ef ekkert er að gert. Hér á landi deyr einn á viku af sjúk- dómnum,“ upplýsir Páll Kristinn, sem er þegar farinn að undirbúa gerð fleiri fræðslu- og heimildarmynda á komandi misserum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Mod GG 3604 Á vefsíðu Laufs – Félags flogaveikra, lauf.is, er ýmis fróðleikur um floga- veiki. Sjálft nafn sjúkdómsins er skýrt með eftirfarandi hætti: „Floga- veiki er íslenskt orð yfir epilepsy sem komið er úr grísku sögninni epilemb- anein og þýðir að grípa eða hremma.“ Jafnframt segir að orðið flogaveiki sé að mörgu leyti villandi þar sem um margs konar einkenni sé að ræða frekar en afmarkaðan sjúkdóm. Orsök flogaveiki er sögð í grund- vallaratriðum sú sama. Í heilanum eru rafboð og við eðlilegar aðstæður eiga frumur heilans samskipti sín á milli með því að mynda örlitla raf- spennu sem þær senda frá sér á mjög lágri tíðni. Truflun á þessum rafboð- um veldur flogum, sem geta annað- hvort verið vegna rangra efnaboða í heila eða skemmda í heilafrumum eins og koma fram við æxlisvöxt eða þegar heilaæxli er fjarlægt. Stundum getur flog því verið byrjunareinkenni einhvers sjúkdóms, í versta falli byrj- un á heilaæxli. Flog getur líka verið góðkynja arfbundin truflun sem varir stundum bara í ákveðinn tíma og hverfur svo. Ástæðan gæti líka verið höfuðáverki, áfengisneysla, blý- eitrun, galli í þroska heilans fyrir fæðingu og ýmsir sjúkdómar. Orsakir flogaveiki eru afar margvíslegar og hjá um 40% finnast engar skýringar. Flogaveiki er ekki smitandi. Vefsíðan www.lauf.is Teikning Jean Duplessi-Bertaux (f. 1747) af fólki stumra yfir flogaveikum/Wikimedia Commons. Þverrandi fordómar Áður fyrr urðu flogaveikir oft fyrir barðinu á fordómum. Truflun á rafboðum heilans Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Páll Kristinn fæddist 1956 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann nam þjóðfélagsfræði og bókmennta- fræði við HÍ 1978-1986 og kvik- myndafræði við Kaup- mannahafnarháskóla 1986-1993. Páll Kristinn hefur verið sjálf- stætt starfandi rithöfundur, rit- stjóri, blaðamaður, handritshöf- undur og þáttagerðarmaður fyrir útvarp og sjónvarp frá árinu 1977. Fyrsta skáldsaga hans, Hallærisplanið, kom út 1982 og alls eru útgefnar bækur frá hans hendi orðnar tíu, þar af tvær sakamálasögur í samvinnu við Árna Þórarinsson, Í upphafi var morðið (2002) og Farþeginn (2006). Með Árna hefur Páll einnig skrifað handrit að leikn- um sjónvarpsþáttum og að auki hefur hann skrifað handrit að leikinni bíómynd í fullri lengd, Desember, sem frumsýnd var 2009. Páll Kristinn Pálsson er kvæntur Elsu Maríu Ólafsdóttur, saman eiga þau þrjú börn og hann einnig eldri son. Ritlistin í öndvegi PÁLL KRISTINN PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.