Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Árni Páll Árnason freistar þessað ljúka pólitískri eyðimerk- urgöngu sinni með því að leiða heimsbyggðina upp á Vatnajökul. Í umræðum um stefnuræðu for- sætisráðherra var hann staddur þar ásamt sjö millj- örðum manna.    Ræðan hófst áþessum orð- um: „Mig langar í upphafi að heilsa ykkur sem heima sitjið og biðja ykkur um að koma með mér í stutt ferðalag, loka augunum og við ímyndum okkur að við séum komin upp á Vatnajökul í sól og blíðu og víðernin blasi við. Ímynd- um okkur nú að það sé fleira fólk á Vatnajökli, það sé fullt af fólki á Vatnajökli, samt ekki troðnara en svo að við getum rétt út hend- urnar. Við sjáum mannmergðina.    Ímyndum okkur nú að við séumkomin til London. Þar er bara ekki hræða á götunum og ekki hræða í neðanjarðarlestunum vegna þess að allt fólkið er uppi á Vatnajökli. Við komum til Sýr- lands. Þar er enginn, engin átök, ekki neitt, allt fólkið uppi á Vatnajökli. Kína — tómt. Indland — tómt. Þegar við opnum augun, ætlum við þá að reyna að halda því fram í fullri alvöru að heim- urinn sé svo stór að við getum ekki haft áhrif á hann til breyt- inga og mannfjöldinn svo mikill að við skiljum ekki hver hann er? Nei, það er ekki þannig.“    Hver ætlar svo að halda þvífram að boðskapur Samfylk- ingarinnar höfði ekki til almenn- ings?    Dettur nokkrum manni í hugað sá jarðarbúi sé til sem ekki vill fylgja formanninum upp á Vatnajökul? Árni Páll Árnason Árni Páll Árnason á Vatnajökli STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.9., kl. 18.00 Reykjavík 12 rigning Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 16 alskýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 10 þoka Ósló 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 13 heiðskírt Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 18 léttskýjað Dublin 16 léttskýjað Glasgow 13 skýjað London 18 heiðskírt París 22 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 heiðskírt Berlín 17 skýjað Vín 13 skúrir Moskva 12 skýjað Algarve 23 léttskýjað Madríd 28 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 22 heiðskírt Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 12 léttskýjað Montreal 27 alskýjað New York 30 skýjað Chicago 21 alskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:36 20:14 ÍSAFJÖRÐUR 6:37 20:24 SIGLUFJÖRÐUR 6:20 20:07 DJÚPIVOGUR 6:05 19:45 Hellulína tvö, 13 kílómetra langur jarðstrengur Landsnets milli Hellu og Hvolsvallar, er nú kominn í rekstur. Hann leysir af hólmi nærri 70 ára gamla loftlínu og eykur bæði flutnings- getu og afhendingaröryggi raforku á svæðinu. Jarðstrengurinn milli Hellu og Hvolsvallar var spennusettur þann 4. september sl. og ann- aðist fyrirtækið Þjótandi lagningu hans. Vinn- an hófst í maímánuði og gengu framkvæmdir mjög vel. Strengurinn er gerður fyrir 66 kV spennu og var hann framleiddur af alþjóðlega kapalfyrirtækinu nkt cables. Fyrirtækið sá jafnframt um flutning strengsins til landsins og eftirlit með lagningu hans, tengingum og próf- unum en Orkuvirki var undirverktaki nkt hér- lendis. Með tilkomu jarðstrengsins hefur gamla loft- línan, sem var reist árið 1948, lokið hlutverki sínu. Hún er með elstu línum í raforkukerfinu og er stefnt að því að fjarlægja hana í vetur. Jarðstrengur kominn í rekstur  Leysir af hólmi nærri 70 ára gamla loftlínu  Framkvæmdir gengu vel við jarðstrenginn Hellulína Vinna við jarðstrenginn var á áætlun. Áshildur Braga- dóttir hefur verið valin úr hópi 39 umsækjenda til að taka við stöðu for- stöðumanns Höfuðborgar- stofu. Stofan rek- ur fjölþætta upp- lýsingamiðlun fyrir ferðamenn í Reykjavík og sér um framkvæmd stórra borgarhátíða ásamt samráði og ráðgjöf við skipu- leggjendur annarra viðburða í borg- inni. Áshildur Bragadóttir er viðskipta- fræðingur með MSc í Stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Frá árinu 2012 hefur hún gegnt stöðu framkvæmdastjóra Markaðsstofu Kópavogs. Hún hefur víðtæka stjórn- unarreynslu bæði frá stórum og smáum fyrirtækjum og stofnunum, en hún gegndi m.a. áður störfum sem samskipta- og markaðsstjóri við- skipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, sérfræðingur og deild- arstjóri hjá Landsbankanum. Áshildur tekur við stjórn Höfuð- borgarstofu 16. september nk. þegar Einar Bárðarson hættir. Áshildur Bragadóttir Áshildur ráðin  Tekur við stjórn Höfuðborgarstofu Síðumúla 13 | 108 Reykjavík | Sími 571-3566 Opið: Þri. - föst. 10-18 laugardaga 11-16 - eitt vinsælasta barnafatamerkið í Skandinavíu í dag... facebook.com/biumbiumstore Instagram: @biumbiumstore MarMar COPENHAGEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.