Morgunblaðið - 10.09.2015, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.09.2015, Qupperneq 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég kom fyrst til Íslandsfyrir 30 árum, til að vinnaverkefni með rithöfund-inum Peter Stark sem átti að skrifa grein um Ísland fyrir tíma- ritið ISLANDS Magazine. Ég átti að taka myndirnar og þetta var afar spennandi fyrir mig því þetta var mitt fyrsta stóra alvöru tímaritsverk- efni. Við Peter vorum svo heppnir að okkur til leiðsagnar um Ísland fór ungur maður, Ólafur Baldursson, sem nú er orðinn læknir. Við fundum hvor annan á netheimum fyrir nokkr- um árum. Ég á afar góðar minningar frá þessari ævintýraferð okkar þre- menninganna,“ segir Raymond Gehman, bandarískur ljósmyndari, sem kom aftur til Íslands í liðinni viku til að halda nokkurra daga ljós- myndanámskeið þar sem hann fór um Ísland og lét að sjálfsögðu ekki hjá líða fara með nemendur sína að hitta aftur Vatnajökul, sem hann kynntist á ógleymanlegan hátt í fyrri Íslandsferð sinni fyrir þremur ára- tugum. „Ég vissi ekkert um Ísland þeg- ar ég kom hingað árið 1985. Eina sem ég vissi var að við áttum að fara upp á jökul sem heitir Vatnajökul og að þar átti ég að taka myndir. Mér var sagt að við yrðum á jöklinum í nokkra daga og að ég yrði að koma mér í gott líkamlegt form til að geta það. En ég var engan veginn búinn undir þessa göngu upp á jökulinn, hún var svaka- lega erfið. En Óli var í fantaformi, enda kornungur og hraustur,“ segir hann og hlær. „Við þurftum að fara á skíðum hluta leiðarinnar og ég datt ofan í jökulsprungu, en skíðið bjargaði mér. Þegar upp á jökulinn var komið höfð- um við náttstað í pínulitlum fjalla- kofa. Peter var með viskí og við þrír áttum góðar stundir í kofanum, þetta var rosalegt ævintýri,“ segir hann og hlær. „Við fórum um stórfenglegt svæði uppi á jöklinum, meðal annar á hinn magnaða Bensíntunnutind í Kverkfjöllum og einnig í íshelli í Hveradal sem er í 1700 metra hæð,“ segir Raymond og bætir við að ferðin þegar þeir óku frá jöklinum til Ak- ureyrar hafi ekki síður verið eft- irminnileg, þegar þeir óku heilan dag í endalausri auðn. „Við fórum líka til Víkur í Mýr- dal og á fleiri staði, en Vatnajökuls- ævintýrið var klárlega hátindur Ís- landsferðarinnar.“ Mikið á sig lagt fyrir mynd Þremur árum eftir Íslands- ævintýrið hóf Raymond störf sem ljósmyndari hjá hinu virta tímariti National Geographic og starfaði þar í 25 ár. Hann hefur í þrígang fengið verðlaun fyrir ljósmyndir sínar sem birst hafa á forsíðu tímaritsins. „Það hefur verið eitt allsherjar ævintýri að vinna fyrir National Geographic og alveg frá því ég hóf störf þar þá vissi ég að köllun mín væri að mynda undur náttúrunnar. Ég hef ferðast um víða veröld til að ljósmynda fyrir þetta magnaða tíma- rit, ég hef myndað mikið í kalda norðrinu í Kanada, en líka í regn- skógunum, í Suður-Ameríku, í Kína, á norðurheimskautasvæðinu og ótal fleiri stöðum. Ég hef lagt mikið á mig til að ná góðum myndum, ferðast dögum saman á hestum um óbyggðir og verið í heila viku í helli ofan í jörð- inni, svo fátt eitt sé nefnt.“ Návígi við reiðan skógarbjörn Eðli málsins samkvæmt lenti Raymond í hinum ýmsu ævintýrum á þessum aldarfjórðungsferli hjá Nat- ional Geographic. „Svæðið í norð-vestri í Kanada varð mín sérgrein og þangað fór ég margsinnis og dvaldi vikum saman úti i villtri náttúru við frumstæðar að- stæðu. Eitt sinn komst ég í návígi við risastóran skógarbjörn þegar ég var í bátsferð með frumbyggja í heila viku. Þessi maður kunni að lesa í hegðun dýranna og hann var á veiðum, að safna matarforða fyrir veturinn. Allt- Aftur á Íslandi 30 árum eftir jöklaferð Raymond Geham lenti í jökulsprungu og ýmsum öðrum ævintýrum þegar hann fór upp á Vatnajökul með ungum íslenskum manni og erlendum rithöfundi fyrir margt löngu til að taka myndir. Hann er kominn aftur til að mynda. Morgunblaðið/Styrmir Kári Ljósmyndari Raymond Geham fann köllun sína þegar hann hóf störf hjá National Geographic fyrir 25 árum. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Haldið verður upp á Alþjóðadag sjálfsvígsforvarna með fjölbreyttri dagskrá í fjórum byggðarlögum á landinu í dag. Í Þjóðminjasafninu í Reykjavík í dag kl. 15.30 eru allir boðnir vel- komnir á frumsýningu forvarnar- myndbands Útmeð’a forvarnarátaks- ins gegn sjálfsvígum ungra karla, sem og á fyrirlestur. Dagskráin í Þjóðminjasafninu hefst með stuttum inngangi Hrann- ars Jónssonar, formanns Geðhjálpar, um þema dagsins. Því næst verður forvarnarátakið Útmeð’a kynnt. Átakið er samvinnuverkefni Geð- hjálpar, Hjálparsíma Rauða krossins og tólf manna hlaupahóps undir yf- irskriftinni Útmeð’a. Með yfirskrift- inni eru ungir karlmenn hvattir til að setja erfiðar tilfinningar í orð til að bæta líðan sína. Hlaupahópurinn hljóp hringveginn með viðkomu í Vestmannaeyjum til að safna fyrir kostnaði við gerð myndbandsins fyrr í sumar. Markmiðið með gerð og dreifingu myndbandsins er að stuðla að fækk- un sjálfsvíga á Íslandi – einkum meðal karla í aldurshópnum 18 til 25 ára. Sjálfsvíg eru algengasta dán- arorsök karlmanna í þessum aldurs- hópi á Íslandi. Í myndbandinu er tæpt á nokkrum helstu orsökum sjálfsvíga ungra karla og veittar upp- lýsingar um hvar fólk í sjálfsvígs- hugleiðingum getur leitað sér hjálp- ar. Myndbandinu verður dreift á netinu og styttri útgáfa sýnd í hefð- bundnum fjölmiðlum og kvikmynda- húsum. Stefnt er að því að fylgja myndbandinu eftir með fyrirlestrum í framhaldsskólum. Segir frá eigin reynslu af því að gera tilraun til sjálfsvígs Eftir frumsýningu myndbandsins mun Steindór J. Erlingsson, vís- indasagnfræðingur, segja frá sinni eigin reynslu af því að gera tilraun til sjálfsvígs, fjalla um sjálfsvíg í víðu samhengi og þær leiðir sem bættu líðan hans. Eftir erindið munu Stein- dór og nokkrir sérfræðingar verða til viðtals við fjölmiðla og almenning í hliðarsal. Þar verður boðið upp á kaffi fyrir gesti. Efnt verður til minningarstunda um fórnarlömb sjálfsvíga í Dómkirkj- unni í Reykjavík, Akureyrarkirkju, Eg- ilsstaðakirkju og Keflavíkurkirkju kl. 20 í kvöld, með hugvekju og tónlist. Að dagskránni standa: Þjóð- kirkjan, embætti landlæknis, geðsvið Landspítalans, Ný dögun, Lifa, Rauði krossinn, Hugarafl og Geðhjálp. Áherslan er á unga karlmenn Mikil dagskrá á Alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna sem er í dag Garpar Útmeða-hópurinn hress og kátur þegar hann kom í mark eftir að hafa hlaupið hringveginn og út til Vestmannaeyja í sumar til að safna. Morgunblaðið/Golli Þunglyndi Í átakinu Útmeða eru ungir karlmenn hvattir til að setja erfiðar tilfinningar í orð til að bæta líðan sína, en það skiptir miklu máli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.