Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 13

Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Við höfum fengið viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki Kringlunnar 2015 Af því tilefni bjóðum við ykkur 20% AFSLÁTT AF ÖLLUM GALLABUXUM FIMMTUDAG TIL MÁNUDAGS GALLABUXNA DAGAR Vertu vinur okkar á facebook Verð frá 6.392,- Fylgi Pírata féll um tvö prósentu- stig í fylgiskönnun MMR sem var birt í gær á mmr.is. Píratar mæld- ust með 33,2% fylgi og eru enn stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Á sama tíma bætti Sjálfstæðisflokk- urinn við sig tveimur prósentustig- um og mælist nú með 25,3% fylgi. Björt framtíð skreið yfir fimm prósenta múrinn í könnuninni og mælist nú með 5,8%. Í síðustu könn- un mældist Björt framtíð með 4,4% fylgi og hefði það verið niðurstaða þingkosninga, hefði flokkurinn ekki fengið þingmann kjörinn. Samfylkingin bætti við sig einu prósenti og mælist nú með 10,6%, Vinstri grænir mælast með 9,6 fylgi og Framsóknarflokkurinn með 11,4% fylgi. Fylgi ríkisstjórn- arinnar jókst um rúmlega eitt pró- sent milli kannana og er nú 34,4%, en síðasta fylgiskönnun MMR var fyrir mánuði. Píratar missa tvö prósent  Björt framtíð mælist með 5,8% Morgunblaðið/Brynjar Gauti Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi frá síðustu könnun. Tréð sem talið er vera hæsta tré landsins nálgast nú 27 metrana. Tréð er sitkagreni sem gróðursett var á Kirkjubæjarklaustri árið 1949. Ýmsir hafa slegið máli á þetta tré undanfarin ár og mældist það 26,1 metri á hæð um miðjan ágúst á síð- asta ári. Skógarvörðurinn á Suður- landi var á ferðinni á Kirkjubæjar- klaustri í vikunni og mældi hæð trésins, sem reyndist vera orðið um 27 metra hátt eftir gott vaxtar- sumar. Skekkjumörk eru meiri á þessari mælingu en á mælingu síð- asta árs sem var gerð með nákvæm- ara tæki, samkvæmt því sem greint er frá á heimasíðu Skógræktar- innar. Fleiri tré í skóginum voru mæld og reyndust a.m.k. tvö sitka- greni til viðbótar vera komin yfir 25 metra hæð og fjöldi trjáa yfir 20 metra hæð. Eitt af gildari sitkagrenitrjánum á Kirkjubæjarklaustri var einnig mælt. Var það ríflega 25 metrar á hæð og 65 sentimetrar í þvermál í brjósthæð. Hátt í tonn kolefnis Gera má ráð fyrir að slíkt tré innihaldi vel á þriðja rúmmetra við- ar og að í því sé bundið hátt í tonn kolefnis (C). Þá hefur það bundið á þriðja tonn af koltvísýringi (CO2), segir á skogur.is Hæsta tré landsins að nálgast 27 metra hæð Ljósmynd/Hreinn Óskarsson Vöxtur Séð yfir skóginn á Kirkjubæjarklaustri og sjá má hæsta tré landsins skaga upp úr lundinum ofan við gamla sláturhúsið á Klaustri. Á þessum árstíma eru bændur að reka fé af fjalli og þegar komið er í byggð má búast við umferðartöfum á vegum, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurlandi. Þannig auglýsir Skeiða- og Gnúpverja- hreppur á heimasíðu sinni að tafir verði á umferð á þjóðvegi nr. 32, Þjórsárdalsvegi, fimmtudaginn 10. september, föstudaginn 11. sept- ember og á þjóðvegi nr. 30, Skeiða- og Hrunamannavegi, laugardaginn 12. september vegna fjárrekstra. Hjáleiðir eru færar. Sama á við um fjárrekstur af Hrunamannaafrétti en safnið kemur fram í dag, fimmtudag 10. sept- ember, og má þá búast við umferð- artöfum á Skeiða og Hruna- mannavegi ofan Flúða (30) frá Tungufellsvegi að Kirkjuskarði. Féð er síðan rekið um Kirkjuskarð eftir Hrunavegi (344) að Hrunaréttum þar sem réttað verður á föstudag 11. september kl. 10:00. Tafir vegna fjárreksturs á Suðurlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.