Morgunblaðið - 10.09.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015
á fallegum, notalegum stað á
5. hæð Perlunnar.
ERFIDRYKKJA
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Hjá menntamálaráðherra liggur
skýrsla starfshóps sem falið var að
móta tillögur um viðmið og skilyrði
vegna stofnsetningar þjóðarleik-
vanga. Snúa tillögurnar að því að
skilgreina hvernig staðið sé að því að
ákveðin íþróttamannvirki séu viður-
kennd sem þjóðarleikvangur fyrir
einstakar íþróttagreinar.
Sem stendur eru engar skilgrein-
ingar til á þjóðarleikvöngum.
Er í skýrslunni reynt að svara því
hvað felist í slíkri viðurkenningu og
reynt að svara þeim spurningum
hvort slíkar skuldbindingar séu
táknræns eðlis eða hvort í því felist
fjárhagslegar skuldbindingar og þá
hvort þær séu ríkis eða sveitarfé-
laga.
Þjóðarleikvangur á Akureyri
Undanfarna daga hefur komist í
hámæli umræða um stækkun Laug-
ardalsvallar. Dagur B. Eggertsson,
borgarstjóri, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að frumkvæði
að stækkun yrði að koma frá ríkinu.
Sem stendur er einungis einn leik-
vangur á Íslandi skilgreindur sem
þjóðarleikvangur og er það skíðaað-
staðan í Hlíðarfjall á Akureyri. Þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns
fengust hvergi útskýringar á því
hvað leiðir til þess að hægt er að
skilgreina leikvanginn á Akureyri
sem þjóðarleikvang. Helgast það þó
að líkindum af því að leikvangurinn
var byggður eftir að íþróttalög voru
samþykkt árið 1998 og kom ríkið að
uppbyggingu skíðasvæðiðsins.
Uppbygging skíðaaðstöðunnar
var fyrir tilstilli 13. greinar íþrótta-
laga sem segir m.a. að ef farið er
fram á þátttöku ríkisins í kostnaði
við uppbyggingu eða starfsemi þjóð-
arleikvangs þurfi Alþingi að sam-
þykkja fjárframlög í fjárlögum. Þar
segir einnig að ráðherra sé heimilt
að eiga aðild að samningum um
stofnun og starfsemi íþróttamið-
stöðva í samvinnu við sveitarfélög og
íþróttasamtök, en að fjárhagsleg að-
ild að slíku samstarfi sé ávallt háð
fjárveitingum í fjárlögum.
Reglugerðar þörf
Óskar Þór Ármannsson, sérfræð-
ingur í mennta- og menningarmála-
ráðuneytinu og einn skýrsluhöfunda
úr starfshópnum segir að í fram-
haldinu af þessum tillögum þurfi
reglugerð til þess að formfesta til-
lögur um vottun þjóðarleikvanga.
Hann segir þó skýrt í lögum að fjár-
hagslegar skuldbindingar ríkisins
séu engar, jafnvel þó ríkið muni
veita ákveðnum leikvöngum vottun.
,,Sveitarfélögin hafa alfarið það
hlutverk að byggja upp íþrótta-
mannvirki. Hins vegar opnar þessi
13. grein íþróttalaga möguleika rík-
isins á þátttöku ríkisins,“ segir Ósk-
ar.
Morgunblaðið/Ómar
Laugardalsvöllur Vinna hefur farið fram í menntamálalaráðuneytinu um skilgreingu þjóðarleikvanga.
Þörf á að skilgreina
þjóðarleikvanga
Eini þjóðarleikvangurinn skíðasvæðið á Akureyri
Í skýrslunni segir að þegar horft sé
til Norðurlandanna séu ekki alls til
staðar stefnur um þjóðarleikvanga
en þrátt fyrir það fari helstu við-
burðir fram á leikvöngum sem eru
í daglegu tali nefndir þjóðarleik-
vangar.
Stefna er til staðar í Noregi þar
sem gert er ráð fyrir að ríkið hafi
einhvers konar aðkomu að slíkum
mannvirkjum í formi byggingar- og
viðhaldsstyrkja eða rekstrar-
styrkja. Hægt er að sækja um fjár-
magn til uppbyggingar íþrótta-
mannvirkja, þ. m .t. þjóðarleik-
vanga, til menningarmálaráðu-
neytisins í Noregi. Mögulegt er að
sækja um byggingarstyrki í gegn-
um sérstakt umsóknarferli. Til að
íþróttamannvirki sé samþykkt
sem þjóðarleikvangur þarf að fara
í gegnum ákveðið ferli. Lagastoð
er til staðar í íþróttalögum hér á
landi um ákveðna þátttöku ríkisins
í uppbyggingu mannvirkja þó svo
að í þessari stefnumótun felist
ekki skuldbinding af hálfu ríkisins
um þátttöku í uppbyggingu
Ríkið ekki
skuldbundið
AÐEINS STEFNA Í NOREGI
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
KSÍ greindi frá því í gær að samn-
ingur hefði verið gerður við Borg-
arbrag, fyrirtæki sem stofnað var á
vordögum, um að
kanna raunhæfi
þess að stækka
Laugardalsvöll. Í
tilkynningu frá
KSÍ segir að
sambandið fagni
umræðunni sem
skapast hefur um
stækkunina en
um leið er ítrekað
að verkefnið sé á
frumstigi og ótal spurningum ósvar-
að um hvort raunhæft sé að ráðast í
verkefni af slíkri stærðargráðu hér á
landi.
Pétur Marteinsson, annar eiganda
Borgarbrags, segir að áætlað sé að
frumniðurstöður könnunarinnar
muni liggja fyrir í desember. ,,Við
erum búnir að vera í samtali við KSÍ
í nokkurn tíma og höfum lagt drögin
að þessari vinnu. Fyrst og fremst
þurfum við að tala við alla
hagsmunaaðila sem að þessu máli
koma. Það eru KSÍ og íþróttahreyf-
ingin, en einnig eru það Þróttur,
Frjálsíþróttasamband Íslands,
Reykjavíkurborg og ríkið,“ segir
Pétur. Hann segir hagkvæmnikönn-
unina miða eingöngu að því hvort
gerlegt sé að halda áfram með þá
vinnu að stækka Laugardalsvöll.
„Þetta er forhagkvæmniskönnun.
Það sem liggur fyrir er að við erum
með landsvæði í Laugardalnum sem
gríðarlega lítil nýting er á. Þó svo að
mikið sé talað um að hafa fleiri sæti
fyrir leikina, þá er ekki síður mik-
ilvægt að vinna að betri nýtingu á
svæðinu þegar horft er til ársins í
heild. ,“ segir Pétur.
Hann segir að fyrsta spurningin
sem svara þurfi sé hvort hlaupa-
brautin eigi að víkja og hvert hún
eigi þá að fara. ,,Þetta er langt frá
því að vera komið á einhvern hönn-
unarstað,“ segir Pétur.
Hagkvæmni
stækkunar könnuð
Niðurstaða í desember um hvort
raunhæft sé að stækka Laugardalsvöll
Pétur
Marteinsson
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Við fórum í skoðunarferð til Frakk-
lands í byrjun maí til að skoða sex til
sjö þeirra hótela sem UEFA var búið
að koma með tillögur um að hent-
uðu,“ segir Gunnar Gylfason, sem sér
m.a. um skipulagningu karlalands-
liðsins í verkefnum þess á EM í
Frakklandi á næsta ári. Fyrir valinu
varð hótel í bænum Annecy í suðaust-
urhluta landsins. Að sögn Gunnars
gaf UEFA liðunum 80 hótelmögu-
leika víðs vegar um Frakkland.
„Við erum svo heppnir að Lars hef-
ur farið nokkrum sinnum áður á loka-
keppnir og vissi að hverju hann var
að leita,“ segir Gunnar. Hann segir að
meðal annars hafi verið horft til gæða
hótels, æfinga- og frístundaaðstöðu.
Hann segir heilmikla skipulagsvinnu
framundan og að starfsmenn KSÍ
muni fara þangað nokkrum sinnum
til viðbótar áður en landsliðið kemur
á svæðið.
„Þegar við fórum í maí voru 12-13
þjóðir komnar á undan okkur. Engin
þeirra var komin á EM heldur og það
er þannig að ef þú finnur hótelið þitt
þá ræður sú regla að fyrstur kemur,
fyrstur fær,“ segir Gunnar.
Annecy Hótelið er í bænum Annecy í suðausturhluta Frakklands.
Skoðuðu hótelkosti
í Frakklandi í maí