Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 SVIÐSLJÓS Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, hvatti í gær ríki Evrópusam- bandsins til að ganga lengra en gert er ráð fyrir í nýrri tillögu fram- kvæmdastjórnar ESB þar sem hún leggur til sameiginlega stefnu í mál- efnum hælisleitenda með það að markmiði að skikka ríki til að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. Merkel sagði að bindandi kvóti án fastrar hámarkstölu væri eina leiðin til að skipta byrðunum með sann- gjörnum hætti. Nokkur ESB-ríki í austanverðri Evrópu eru hins vegar andvíg bindandi flóttamannakvóta. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, kynnti í gær tillögu hennar og þar er gert ráð fyrir því að 22 aðildarríki Evrópu- sambandsins taki við alls 120.000 flóttamönnum sem eru núna í Grikk- landi, Ungverjalandi og á Ítalíu. Hann hvatti einnig ríkin til að sam- þykkja aðra tillögu, sem var lögð fram í maí, um að þau tækju við 40.000 hælisleitendum á Ítalíu og í Grikklandi. Sum ríkjanna hafa tekið við tiltölulega fáum flóttamönnum og markmiðið með tillögunni er að fá þau til að taka þátt í því að leysa mesta flóttamannavanda í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni. Juncker sagði að Evrópusam- bandið gæti ekki veitt öllum flótta- mönnum heimsins hæli en bætti við að ef ríkin samþykktu að taka við 160.000 flóttamönnum samsvaraði það 0,11% af íbúafjölda allra ESB- ríkjanna. „Í Líbanon er flóttafólkið um 25% af íbúafjöldanum,“ sagði Juncker og skírskotaði til þess að um 1,1 milljón flóttamanna frá Sýrlandi er nú í Líbanon. Tæpar tvær millj- ónir sýrlenskra flóttamanna eru í Tyrklandi og um 630.000 í Jórdaníu. Innanríkisráðherrar ESB- ríkjanna ræða tillögu framkvæmda- stjórnarinnar á fundi í Brussel á mánudaginn kemur. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa sagt að búist sé við um 800.000 hælisum- sóknum þar í ár og segja að Þjóð- verjar geti tekið við um hálfri milljón flóttamanna á ári næstu árin. Merkel sagði að ESB-ríkin þyrftu að ná samkomulagi til langs tíma um hvernig skipta ætti byrðunum með sanngjörnum hætti. „Við þurfum bindandi samkomulag um bindandi skiptingu flóttamanna milli aðildar- ríkja í samræmi við sanngjarnar for- sendur. Við getum ekki aðeins ákveðið hámarksfjölda og sagt að við kærum okkur ekki um neitt umfram hann.“ Spáir flóttamannastraumi í „mörg ár“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB og fyrrverandi forsætisráð- herra Póllands, sagði í fyrradag að búast mætti við því að flóttamanna- straumurinn til Evrópu héldi áfram „í mörg ár“. Hann hvatti til harðra aðgerða gegn smyglurum, sem hafa flóttafólkið að féþúfu, og lýsti þeim sem „morðingjum“. Tusk skírskotaði til þess að talið er að um 2.850 flótta- menn hafi drukknað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið það sem af er árinu og dæmi eru um að tugir flótta- manna hafi kafnað í flutningabílum á leiðinni til vestanverðrar Evrópu. Stjórnvöld í Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Rúmeníu hafa lagst gegn bindandi flóttamannakvóta. Forsætisráðherra Tékklands, Bo- huslav Sobotka, lét í ljós efasemdir um tillögu framkvæmdastjórnarinn- ar í gær. „Ég er ekki sannfærður um að Evrópusambandið þurfi nýja áætlun um hvernig leysa eigi flótta- mannavandann,“ sagði hann. Stjórn Slóvakíu hefur sagt að hún vilji að- eins taka við kristnu flóttafólki. Fréttaveitan Reuters sagði þó í gær að svo virtist sem andstaðan við tillöguna hefði minnkað vegna mikils þrýstings frá stjórnvöldum í Þýska- landi, Frakklandi og á Ítalíu. „Þegar Merkel þarf eitthvað, og þegar hún beitir sér af skynsemi, þá kemur skriður á málin,“ hafði fréttaveitan eftir stjórnarerindreka frá fyrrver- andi kommúnistaríki í Austur-Evr- ópu. Stjórn Póllands hafði sagt að hún vildi taka við 2.000 flóttamönnum en Ewa Kopacz, forsætisráðherra landsins, segir nú að Pólverjar geti lagt meira af mörkum. Samkvæmt nýju tillögunni frá framkvæmda- stjórninni á Pólland að taka við nær 9.300 flóttamönnum. Ungverski forsætisráðherrann Viktor Orban hefur lagst gegn bind- andi flóttamannakvóta þótt í tillög- unni sé gert ráð fyrir því að ESB- ríkin taki við tugum þúsunda flótta- manna sem eru núna í Ung- verjalandi. Orban segir að með tillögunni sé ekki tekið á rót flótta- mannavandans og hún verði til þess að enn fleiri flóttamenn freisti þess að komast til Evrópu. Skortur á ungu starfsfólki Fréttaskýrandi The Washington Post, Rick Noack, segir að ein af ástæðum þess að Þjóðverjar séu vilj- ugri til að taka við flóttamönnum en margar aðrar þjóðir í Evrópu sé sú að þeir geri sér sífellt betur grein fyrir því að þeir þurfi á innflytjend- um að halda vegna fyrirsjáanlegrar fólksfækkunar í Þýskalandi og hækkandi hlutfalls aldraðra. Hann bendir á að hagstofa Þýskalands spáir því að íbúum landsins fækki úr 81 milljón í um 68-73 milljónir fyrir árið 2060. Á hvern Þjóðverja á eftir- launaaldri eru núna þrír á starfsaldri og gert er ráð fyrir að hlutfallið lækki í einn á móti tveimur á næstu 45 árum, samkvæmt spá fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Mikill skortur er nú þegar á ungu og faglærðu starfsfólki í Þýskalandi og fyrirtæki landsins hafa ekki getað ráðið í hundruð þúsunda starfa af þeim sökum, að sögn The Was- hington Post. „Flestir flóttamenn- irnir eru ungir, vel menntaðir og mjög áhugasamur um að fá vinnu,“ hefur blaðið eftir Dieter Zetsche, forstjóra Daimler. Vill bindandi kvóta án hámarks  Ein af ástæðum þess að Þjóðverjar eru viljugri til að taka við flóttafólki en margar aðrar ESB-þjóðir er skortur á vinnuafli og hækkandi hlutfall aldraðra  Þýskaland talið þurfa á innflytjendum að halda AFP Fólk á flótta Lögreglumaður ræðir við flóttamenn í ungverskum bæ við landamærin að Serbíu. Rúmlega 160.000 flóttamenn hafa komið til Ungverjalands það sem af er árinu, þar af 2.706 á einum sólarhring fyrr í vikunni. Flóttamannakvóti » 22 lönd eiga að taka við 120.000 flóttamönnum sem eru í Grikklandi, Ungverjalandi og á Ítalíu, skv. nýju tillögunni:  Austurríki: 3.640  Belgía: 4.564  Búlgaría: 1.600  Eistland: 373  Finnland: 2.398  Frakkland: 24.031  Holland: 7.214  Lettland: 526  Litháen: 780  Lúxemborg: 440  Malta: 133  Króatía: 1.064  Kýpur: 274  Portúgal: 3.074  Pólland: 9.287  Rúmenía: 4.646  Slóvakía: 1.502  Slóvenía: 631  Spánn: 14.931  Svíþjóð: 4.469  Tékkland: 2.978  Þýskaland: 31.443 » Samkvæmt sáttmálum Evr- ópusambandsins þurfa Bret- land, Írland og Danmörk ekki að taka þátt í kvótakerfinu. Ítölskum skák- manni hefur ver- ið vikið frá keppni vegna svindls sem fólst í því að hann not- aði myndavél og morsmerkja- sendingar til að hafa betur gegn andstæðingum sínum á einu af virt- ustu skákmótum Ítalíu. Skipuleggjendur mótsins fór að gruna að brögð væru í tafli þegar skákmaðurinn Arcangelo Ricciardi, sem er í 51.366. sæti yfir bestu skákmenn heims, fór að leggja mun sterkari andstæðinga að velli á mótinu. Ricciardi er sagður hafa blikkað augunum á mjög óvenju- legan hátt á meðan hann var með báðar hendur í handarkrikum, að sögn fréttavefjar BBC. Skákmaðurinn var beðinn um að ganga í gegnum málmleitartæki sem nam hálsfesti undir skyrtunni. Í ljós kom að hún var með örsmáa myndavél sem var tengd litlu boxi undir handarkrikanum. Mótshaldarar halda því fram að Ricciardi hafi notað myndavélina til að senda leikina til annars manns sem var með skákforrit í gangi. Sá er grunaður um að hafa sent Ricci- ardi leiki með morsmerkjum, að sögn fréttavefjarins. ÍTALÍA Skákmanni vikið frá keppni fyrir brögð í tafli með morsmerkjum og myndavél HB-System ABUS kranar í öll verk Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is Stoðkranar Brúkranar Sveiflukranar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.