Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þó að enn sérúmlega ártil forseta- kosninganna í Bandaríkjunum er kosningabaráttan vestra komin á mikinn skrið. Einkum hefur hún verið fjörug innan Repú- blikanaflokksins, þar sem 17 manns hafa sýnt áhuga sinn á útnefningu flokksins. Þar á bæ líta menn svo á að öflug stjórnarandstaða við sitjandi forseta auk óánægju almenn- ings með Obama gæti tryggt flokknum Hvíta húsið á nýjan leik. Demókratamegin virtist lengi vel allt stefna í að Hillary Clinton fengi vart samkeppni um útnefninguna, en tölvupóstar frá tíð hennar sem utanríkismálaráðherra hafa dregið úr vinsældunum. Líklega gátu aðstandendur Clinton búist við einhvers konar bakslagi, en einn helsti tilgangurinn með því að hafa svo langan aðdraganda að sjálfum forsetakosningunum er sá að tryggja það að hver sá sem nær því að keppa um Hvíta húsið sé hæfur til for- ystu og að ferill frambjóðand- ans standist gagnrýni og skoð- un almennings. Það skiptir enda máli að sá sem velst til starfans geti borið þá ábyrgð sem forsetastólnum fylgir. Donald Trump, auðkýfing- urinn sem ber höfuð og herðar yfir aðra og hefðbundnari frambjóðendur í Repúblik- anaflokknum, uppfyllir tæpast þetta skilyrði. Trump virðist þeim hæfileika gæddur að geta ávallt sagt það sem fólk vill heyra. Þannig hef- ur hann bæði lýst yfir stuðningi sín- um og andstöðu við fóstureyð- ingar og byssueign, sem hvoru tveggja eru hitamál í Banda- ríkjunum. Slíkt „skoð- anaflakk“ myndi sökkva venjulegum frambjóðendum, en Trump er langt frá því að vera venjulegur. Líklega skiptir þó mestu að Trump hefur náð að eigna sér innflytjendamálin með óraun- hæfum loforðum um að reisa múr á milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Óheflað orðbragð og töfralausnir á öllum helstu al- þjóðamálum hafa heldur ekki dregið úr vinsældum hans. Samkvæmt skoðanakönn- unum sem gerðar voru um helgina er Trump ekki bara með örugga forystu á aðra repúblikana í forkosning- unum, heldur myndi hann einnig bera sigurorð af þeim frambjóðendum demókrata sem nú þykja líklegastir til þess að vera útnefndir, þar á meðal Clinton. Frægð og trúðslæti hafa áð- ur skilað mönnum langt í kosningum og þess vegna er full ástæða til að hafa áhyggj- ur af þróuninni vestra. Vegna hinnar löngu kosningabaráttu hafa Bandaríkjamenn hins vegar gott tækifæri til að fá leið á trúðnum. Vonandi gerist það áður en það verður um seinan. Frægð og trúðslæti hafa stundum skilað mönnum langt í kosningum } Trump sækir enn á Gagnrýnt hefurverið að í fjárlagafrumvarp- inu er gert ráð fyr- ir sáralítilli lækk- un tryggingagjalds. Þetta er skattur sem var hækkaður verulega í tíð fyrri ríkisstjórnar en hefur haldið sér að mestu þó að öll rök hnígi til þess að hann lækki, einkum mun betra atvinnu- ástand. Þá er nauðsynlegt að horfa til þess að atvinnulífið tók á sig miklar byrðar með kjarasamn- ingum fyrr á árinu og lækkun tryggingagjalds myndi auð- velda fyrirtækjunum að mæta þeirri hækkun án þess að þurfa að bregðast við með því að hleypa launahækkununum út í verðlagið, sem aftur dreg- ur úr kaupmáttaraukningunni sem að er stefnt. Í ræðu sinni á Alþingi í fyrra- kvöld sýndi fjár- málaráðherra því skilning að at- vinnulífið kallaði eftir því að þessar álögur yrðu minnkaðar og sagði það í eðli sínu frelsismál sem gæti stuðl- að að því að „þar geti hug- myndir fengið að blómstra, skjóta rótum, að þar finni menn kröftum sínum viðnám, geti ráðið til sín fólk og hrint hugmyndum í framkvæmd“. Mikilvægt er að skilningur sé á því að létta þurfi álögum af atvinnulífinu. Enn betra væri ef sá skilningur kæmi fram í fjárlögum. Við meðferð fjárlagafrumvarpsins er sjálf- sagt að Alþingi skoði þetta vel og taki afstöðu með því að at- vinnulífið geti blómstrað. Skilningur á þörfum atvinnulífsins þarf að skila sér inn í fjárlög næsta árs} Lækka þarf tryggingagjald E r ekki orðið löngu ljóst að fólk vill hafa áhrif á mikilvægar ákvarð- anir sem verið er að taka er varða samfélagið og þegna þess? Með tilkomu allra samfélags- miðlanna er mun auðveldara fyrir fólk að koma skoðunum sínum á framfæri. Ein manneskja getur haft gríðarleg áhrif því það tekur ekki nema örskotsstund að koma hugmyndum á flug, nú síðast þegar skorað var á félagsmála- ráðherra að setja flóttamenn á oddinn og breyta fyrri ákvörðun. Við höfum séð fleiri um- byltingar á síðustu misserum þegar mál sem áður voru hjúpuð þöggun hafa verið dregin fram í dagsljósið. Leiðtogar í lýðræðisríkjum þurfa að hlusta eftir röddum fólksins. Sumir segja að jafnvel sé betra að vera góður í að hlusta en tala. Skoð- anakannanir með almennilegu úrtaki komast nálægt því að vita hver vilji fólks er, í það minnsta gefa þær vísbend- ingar um hvað meirihlutinn vill. Ítrekað hefur komið fram í skoðanakönnunum að fylgishrun sumra stjórn- málaflokka hefur hrunið á meðan aðrir laða til sín fylgi. Kannski bendir það til þess að flokkarnir séu ekki í góðum tengslum við vilja almennings, að forystumenn þeirra hlusti ekki nægileg vel. Við búum við fulltrúalýðræði þar sem við fáum á fjög- urra ára fresti vald til að velja stjórnmálaflokka sem kom- ast næst því sem hugur okkar stendur til. Kannski fara ekki allar skoðanir saman við tiltekinn flokk en sá sem við teljum að skili mestum árangri fær atkvæðið okkar. Á Alþingi safnast síðan þeir saman sem sigrað hafa. Því miður virðist sem þjóðin beri ekki mikið traust til þeirra sem þar sitja núna. John Lennon söng Power to the People fyrir margt löngu. Byltingarsinnar og stjórn- málaöflin á vinstri vængnum eiga ekki einka- rétt á því að setja hnefann á loft og vilja valdið til fólksins. Ætti það ekki miklu frekar að vera keppikefli þeirra sem vilja frelsi einstaklings- ins sem mest? Gæti það ekki átt við um frelsi til að hafa áhrif oftar en á fjögurra ára fresti? Ég vil hafa áhrif og þess vegna vil ég þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ég treysti Íslendingum til að setja sig inn í málefni sem taka á afstöðu til, enda erum við upp til hópa vel upplýst og vel menntuð. Niðurstaða úr þjóðar- atkvæðagreiðslu hugnast þó ekki alltaf ráð- andi valdhöfum, eins og gerðist til dæmis þegar þjóðin hafnaði Icesave. Þá var því hafnað að bera ábyrgð á skuld- um einkabanka í höndum stjórnenda sem fóru langt fram úr þjóð sinni. Það er ekki hægt að bera fyrir sig að það sé of kostn- aðarsamt að standa í þjóðaratkvæðisgreiðslum. Í tækni- væddum heimi getur ekki verið flókið að gefa hverjum ríkisborgara vald til að hafa áhrif með atkvæði sínu. Fyrr á árinu var hægt að smíða auðkennislykil vegna leiðrétt- inga lána. Gæti það kerfi ekki virkað í hina áttina þannig að ég gæti greitt mitt atkvæði, mitt mikilvæga þjóðar- atkvæði? margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Valdið til fólksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef hafinn yrði innflutningurá lifandi dýrum værumiklar líkur á að sjúk-dómar færu að gera vart við sig í íslenskum dýrum strax á fyrsta ári. Meðal annars er talið lík- legt að garnaveiki kæmi upp í ís- lenskum kúm. Gæti kostað 800 millj- ónir til tvo milljarða að losna við þann eina sjúkdóm úr stofninum. Þetta eru meginniðurstöður áhættumats vegna innflutnings lif- andi dýra í frjálsu flæði samkvæmt reglum Evrópusambandsins og efnahagslegar afleiðingar garna- veiki í nautgripum fyrir íslensk kúabú sem kynnt var í gær. Viðkvæmir búfjárstofnar Frjáls innflutningur lifandi dýra var eitt af átakamálunum í við- ræðum um aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Innflutning- urinn er frjáls innan ríkja ESB. Halldór Runólfsson, fyrrverandi yfirdýralæknir og nú ráðgjafi í at- vinnuvegaráðuneytinu, segir að ís- lensk stjórnvöld hafi ekki getað fall- ist á að láta ESB-reglurnar ná til Íslands. Gömlu íslensku búfjárstofn- arnir, nautgripir, sauðfé, geitur og hestar, hafi lengi verið einangraðir og séu því sérstaklega viðkvæmir fyrir sjúkdómum sem grassera í Evrópu. Nefnir Halldór að það hafi komið í ljós þegar hestapestir bár- ust hingað til lands fyrir fáeinum ár- um og gerðu mikinn usla í hrossa- rækt og hestamennsku. Því séu gerðar miklar varúðarráðstafanir þegar heimilaður sé innflutningur á erlendu erfðaefni, svo sem sæði og frjóvguðum eggjum, og sóttkví þeg- ar minkar og gæludýr komi til landsins. Evrópusambandið hafi krafist þess að sýnt væri fram á að áhættan væri jafn mikil og Íslend- ingar teldu. Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir í Danmörku og pró- fessor við Kaupmannahafnar- háskóla, var fenginn til að fram- kvæma áhættumat fyrir íslensk stjórnvöld. Auður L. Arnþórsdóttir, sóttvarnadýralæknir hjá Matvæla- stofnun, og Halldór Runólfsson lögðu til efni í nokkra kafla um ís- lenskar aðstæður, auk fleiri ís- lenskra sérfræðinga. Halldór segir að áhættumatið sé hávísindalega unnið. Það var sent í ritrýningu til eins af virtustu sérfræðingum Evr- ópu á þessu sviði, sem staðfesti að vinnubrögðin væru í samræmi við það sem best þekkist og matið unnið samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Garnaveikin alvarleg Meginniðurstaða áhættugrein- ingarinnar er að strax á fyrsta ári eftir að innflutningur hæfist væru miklar líkur á að sjúkdómar kæmu upp í íslenskum dýrum. Áhættan myndi aukast með hverju árinu sem liði. Miklar líkur eru taldar á að nautgripastofn garnaveikibakterí- unnar og Salmonella Dublin bærust í nautgripi og líklegt að afleiðing- arnar yrðu miklar. Jafnframt eru miklar líkur á að bakterían sem veldur Q-hitasótt bærist í nautgripi, sauðfé eða geitur, en afleiðingarnar yrðu ekki eins miklar og af garna- veiki. Þá eru miklar líkur taldar á að veirur sem valda mæði-visnu og smitandi liða- og heilabólgu bærust í sauðfé og geitur með alvarlegum af- leiðingum. Halldór vekur athygli á því að þessum sjúkdómi var útrýmt hér á landi á síðustu öld með gríðar- legum kostnaði ríkisins og miklum fórnum sauðfjárbænda. Loks kemur fram að mjög líklegt sé að þeir þrír hrossasjúkdómar sem athugaðir voru bærust í hross hér með alvar- legum afleiðingum. Sjúkdómar bærust strax á fyrsta ári Morgunblaðið/Eggert Kýr Miklar líkur eru á að nautgripastofn garnaveikibakteríunnar bærist í nautgripi með innflutningi, með alvarlegum afleiðingum fyrir kúabændur. „Áhættumatið stendur fyrir sínu, ef við þurf- um síðar á því að halda að sanna nauðsyn þess að við þurfum og getum sjálf stjórnað okkar innflutningi á lif- andi dýrum,“ segir Halldór Run- ólfsson um gildi áhættumatsins þegar aðildarviðræðum við ESB hefur verið hætt. Hann leggur áherslu á að við verðum áfram með betri sjúkdómastöðu en ríki ESB og hægt að sanna afleið- ingar frjáls innflutnings með þessari skýrslu, ef þess verður talin þörf í framtíðinni. Metin var áhættan af því að flytja inn lifandi dýr frá Dan- mörku, þar sem sjúkdómastaðan er tiltölulega góð. Teknir voru fyrir nokkrir sjúkdómar í kúm, kindum og hestum sem ekki eru í íslenskum dýrum. Stendur allt- af fyrir sínu GILDI ÁHÆTTUMATS Halldór Runólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.