Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 25

Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 YOUR TIME IS NOW. MAKE A STATEMENT WITH EVERY SECOND. Pontos Day/Date Sígild en engu að síður nútímaleg hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta. Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir vikudaga og dagsetningu. Einfalt og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð. jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind Um þessar mundir berjast ýmsir hart fyrir því, að sem allra flestir flóttamenn komi hingað til lands, án tillits til þess kostnaðar, sem af því hlýst, og annarra af- leiðinga fyrir íslenskt samfélag. Nærtækara væri, að mínu mati, að veita íslenskum rík- isborgurum, ekki síst öldruðum Íslendingum, forgang í hjálpar- og líknarstarfi og heilbrigðisþjónustu. Þessir velferðar- og þjónustuþættir í samfélagi okkar urðu heiftarlega fyrir barðinu á síð- ustu ríkisstjórn vinstri manna og þeirra afla, sem telja sig nú búa yfir meiri náungakærleik en aðrir! Óútfylltar ávísanir á samfélagið Ég bendi á, að sjálfskipaðir mann- vinir eiga ekki að geta útfyllt inni- stæðulausar ávísanir á sameiginlega sjóði þjóðar okkar, sem þarfnast fremur sjúkrahúsa og velferðarþjón- ustu innanlands, en að taka á móti flóttamönnum, umfram það, sem hægt er að ráða við, en þeir eru þegar orðnir yfir 60 á þessu ári. Borg- arastyrjöldin í Sýrlandi hefur gert þessi mál óviðráðanleg í Evrópu, en þessi styrjöld var hafin fyrir fjórum árum, af andstæðingum fjöltrúar- samfélags Assads og Alawita, sem eru eina vörnin fyrir kristna í Sýr- landi. Súnní múslímar undir nöfnum „Þjóðfrelsishreyfingar“, Nussra og Ísis hafa herjað grimmilega á kristna, og eyðilagt dýrmætustu menning- arperlur þeirra, eins og t.d. kirkjuna í Antíokkíu, fyrir komu Ísis, sem hefur í anda Múhameðs spámanns eytt öllu, sem minnir á aðra menningu en ísl- am. Drápsaðferðir og grimmd Ísis minnir einnig um margt á útrýming- arherferð Tyrkja á hendur kristnum á árunum í kringum fyrri heimsstyrj- öld. Tyrkir eru sérfræðingar í kristnieyðingu Þó að kristnir íbúar Sýrlands hafi enn verið um 10% þjóðarinnar við upphaf borgarastyrjaldarinnar, þar í landi, er hætt við að með sama áfram- haldi verði kristnir Sýrlendingar á yf- irráðasvæði súnní-íslams ekki marg- ir, þegar hernaðarsigur súnní-múslíma verður orðinn stað- reynd. Menn skyldu minnast þess, að við upphaf fyrri heimsstyrjaldar voru kristnir íbúar Anatólíu, Assýríu og svæðanna við strendur Svartahafs og Eyjahafs, sem nefnast Tyrkland í dag, um sex milljónir. Í dag eru þeir rösklega 100.000 eða um 0,2% íbúa Tyrklands, sem er í raun eintrúarríki súnní-íslams, eins og fyrirhugað er í Sýrlandi. „Eitt ríki, ein trú,“ var kjör- orð Ungu Tyrkjanna og Pashanna, sem hófu kristnidrápin, en þau náðu lokatakmarki sínu undir forystu Mu- stafa Kemal Pasha „Atatürk,“ við stofnun Tyrklands árið 1923. Sami leikur virðist nú hafa borist til Sýr- lands og hafa Tyrkir sannarlega áhrif á framgang mála. Nú, sem fyrri dag- inn láta kristnir íbúar Evrópu, það sig litlu varða, þó að trúbræður þeirra í Mið-Austurlöndum, verði sífellt að- þrengdari og litið er framhjá þeirri staðreynd, að kristnu fólki er hent fyrir borð á bátkænum á leið yfir Miðjarðarhafið frá Afríku og drepið annars staðar á flótta sínum í múslímsku bylgjunni, sem nú skell- ur á Evrópu. Blekkingarleikur vinstri manna Að lokum vil ég benda á það hversu vill- andi áróður vinstri manna hérlendis er, varðandi hina ör- lagaríku flótta- mannabylgju, sem er yfir Eyjahaf og Mið- jarðarhaf þessa dagana. Sá sorglegi atburður gerðist við Eyjahafs- strendur Tyrklands, nálægt Bodrum, þar sem mörgum Íslendingnum finnst gott að spegla sig í sólinni, að kúrdísk fjölskylda frá stríðs- átakastaðnum, Kobane, við landa- mæri Sýrlands og Tyrklands, lenti í hafi, er bát hvolfdi, og drukknuðu all- ir, nema fjölskyldufaðirinn, Abdullah Kurdi. Myndin af drukknuðum syni hans Aylan, 3 ára, hefur farð eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, og hafa viðbrögð, m.a. vinstri manna hérlendis, verið þau, að kenna „mannhatri“ annarra Íslendinga um atvikið! Kúrdar eru ofsóttir í Tyrk- landi, þó að þeim hafi ekki verið nær útrýmt, eins og kristnum. Nú hefur komið fram í tímaritinu Guardian og í íslenska Ríkissjónvarp- inu, að föðursystir litla drengsins, sem búsett er í Kanada, kennir illri meðferð Tyrkja á Kúrdafjölskyldunni um það, hvernig fór, þrátt fyrir að hún hefði greitt Tyrkjum fyrir að hýsa fjölskylduna. Abdullah sjálfur segir að það sé ekki sök Evrópuríkja, hvernig komið sé fyrir honum, heldur Arabaríkja og Tyrkja, sem hafa varla gert neitt til að lægja stríðsátökin í Sýrlandi. Orðrétt segir Abdullah Kurdi: „Ég vil, að ríkisstjórnir Arabalanda, ekki Evrópuríkja, sjái hvað kom fyrir börnin mín, og bið, að vegna þeirra verði fólki hjálpað. Ég vil ekkert annað.“ Þekkingar- og ábyrgðarleysi gagnvart íslam Eftir Ólaf F. Magnússon » Sjálfskipaðir mann- vinir eiga ekki að geta útfyllt innistæðu- lausar ávísanir á sam- eiginlega sjóði þjóðar okkar. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. Þessi fressköttur er búinn að vera á flæk- ingi á Bergstaðarstræti í tæpa þrjá mánuði. Hann er mjög góður og blíður en ómerktur. Veit einhver hvar hann á heima eða hver á hann? Upplýsingar um hann væru vel þegnar í s. 691-0539. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Köttur mbl.is alltaf - allstaðar Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.