Morgunblaðið - 10.09.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 10.09.2015, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 ✝ Sigríður S.Bergmann fæddist í Fuglavík á Miðnesi 23. júlí 1928. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Boða- þingi, 29. ágúst 2015. Foreldrar henn- ar voru Vigdís Sig- urðardóttir, f. 4.8. 1891, d. 6.10. 1960 og Sigurður Magnússon Berg- mann, f. 24.7. 1880, d. 11.8. 1965. Systkini Sigríðar voru Sigurður Bjartmar, f. 15.7. 1914, d. 18.12. 1936; Jóhanna, f. 23.10. 1915, d. 2.9. 1990; Una, f. 12.6. 1917, d. 14.1. 2002; Magn- ús, f. 20.2. 1919, d. 29.1. 2000; Björn, f. 18.7. 1920, d. 25.2. 1977; Ólafía, f. 27.1. 1922, d. 1.3. 2015; Guðríður, f. 10.2. 1925, d. 2004; Jónína, f. 22.11. 1926, d. 24.5. 2015; Haukur, f. 22.5. 1932, d. 16.10. 2013. Hinn 24. júní 1954 giftist Sig- Hjálmarsdóttir f. 1978, þeirra synir, Dagur f. 2000, Hjálmar f. 2004, og Hrafnkell f. 2010. 2) Ingibjörg Vigdís, f. 1954, sam- býlismaður Niels Davidsen, f. 1953. Þeirra synir eru a) Sig- urður Samik f. 1980, sambýlis- kona hans Guðrún Sif Hilm- arsdóttir f. 1988, þeirra dóttir Sara Björg f. 2014, áður átti Sigurður Samik dótturina Sess- elju Sól f. 1999 b) Friðbjörn Naman f. 1988. Sigríður ólst upp í Fuglavík. Hún stundaði ýmis störf á sín- um yngri árum s.s. sveitastörf sem féllu til á stóru heimili og við þjónustustörf. Lengst af vann hún við húsmóðurstörf eins og margar konur af henn- ar kynslóð. Eftir að börn henn- ar voru orðin stálpuð vann hún ýmis verslunarstörf, vann m.a. í Blómaverslun Alaska við Hafn- arfjarðarveg og í Blómum og grænmeti við Skólavörðustíg. Jafnframt rak hún, í félagi við systkini sín, Fuglavíkurbúið ehf. sem sinnir æðarvarpi og æðardúnstekju í landi Fugla- víkur. Sigríður verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag, 10. september 2015, og hefst at- höfnin kl.13. ríður Friðbirni Jós- afatssyni f. 12.3. 1921 á Efra Vatns- horni í Vestur- Húnavatnssýslu, d. 14.6. 1999. For- eldrar Friðbjörns voru Guðrún El- ísabet Ebenes- ardóttir f. 25.5. 1890, d. 13.11. 1955 og Jósafat Hansson f. 10.12. 1890, d. 8.9. 1930. Sigríður og Friðbjörn bjuggu mestan sinn búskap í Hlíðarhvammi 3, Kópavogi. Börn Sigríðar og Friðbjörns eru: 1) Sverrir Bergmann f. 1951, maki Steinunn M. Bene- diktsdóttir, f. 1952. Þeirra dótt- ir er Þórdís, f. 1972, sambýlis- maður hennar Magnús Hafliðason, f. 1969, þeirra syn- ir, Atli Freyr, f. 1994 og Fann- ar Örn, f. 2003. Áður átti Sverrir soninn Þórhall, f. 1969, sambýliskona hans Hildur Á klettum brýtur. Kvöldi fer að halla og kulið blæs úr loftsins opnu gátt. Nú leggur rökkurreyk um tinda alla frá rauðum sólarkyndli í vesturátt. Á öðrum ströndum, handan hafs og fjalla, Í heiði sólin skín um loftið blátt. (Jakob Jóh. Smári.) Ég sé hana mömmu fyrir mér á blettinum sínum í Klapp- arkoti. Hún er búin að draga upp hvar hreiðrin liggja og hún hef- ur tölu á þeim. Hún nefnir æðarkollurnar, þarna eru Klettafrúin, Strýta, Blíða, Toppa og margar fleiri. Sumar koma þar enn en aðrar eru farnar. Eitt sinn kallaði ég eina kollu Brussu því greyið flaug alltaf á snæri við hreiðrið. Mamma var ekki hrifin af því þó að hún segði það ekki berum orðum. Það var ekki nógu virðulegt nafn á æðarkollu. Mamma biður okkur að hafa hljótt í smástund því hún ætli að sýna okkur svolítið. Og viti menn. Hún hafði lagt brauð- mola á stein og þar voru smá- fuglar og mýs að kroppa hlið við hlið. Blessuð sé minning þín, Ingibjörg Vigdís. Öll vitum við að allt hefur sinn tíma og lífið tekur enda og nú er hún tengdamamma mín farin. Það er aftur komið að kveðjustund en tengdapabbi lést fyrir 16 árum. Söknuður okkar er sár. Mig langar að minnast elsku Sigríðar með fá- einum orðum. Ég minnist fyrstu áranna minna á Íslandi, hve vel hún tók mér og þau hjónin bæði. Hve stuðningur þeirra var einstakur og okkur mikilvægur þegar ég var að kynnast nýrri fjölskyldu og samfélagi. Ég er henni inni- lega þakklátur fyrir traustið og kærleikann til barnanna og barnabarnanna. Ég minnist ferðalaga okkar um Ísland, veiðiferða og bíltúra. Alla staði kunni „mamma“ að nefna, svo fróð um sögu lands og þjóðar og fræddi okkur fús- lega. Rík var hennar réttlætis- kennd, bæði hvað varðaði menn og málefni. Mér kemur í hug áramót með fjölskyldunni er við sátum yfir Skaupinu, þar voru þjóðfélagsmálin krufin en mikið var líka hlegið. Síðast en ekki síst langar mig að minnast sam- verustundanna í Fuglavík, fæð- ingarstað Sigríðar. Hún mátti ekki missa af einum degi þegar æðarvarpið stóð sem hæst. Það var líf hennar og yndi að vera í dúntekjunni og við vorum svo heppin að vera stundum með. Fegurðin í Fuglavíkur- hverfi minnir mig á hve hún Sigríður orðaði hlutina alltaf svo fallega. Blessuð sé minning þín, Niels. Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína. Mér finnst eins og það hafi gerst í gær en þó eru liðin 46 ár síðan ég, 17 ára feimin og óframfærin, stóð á stofugólfinu hjá henni og var kynnt fyrir henni og fjölskyldunni sem kærasta frumburðarins og einkasonarins á heimilinu, þá vissi enginn að ég var komin til að vera í þessari fjölskyldu, að ég væri staðfugl en ekki far- fugl. Vel var tekið á móti mér eins og öllum vinum systkinanna. Það var eftirsótt að hittast í Hlíðarhvamminum og því var þar oft glatt á hjalla þegar stór- ir vinahóparnir mættust á heimilinu. Hún tengdamóðir mín var ekki margmál kona, hún var hæglát, hafði sterkar skoðanir um menn og málefni, víðlesin svo að aldrei var komið að tóm- um kofunum hjá henni. Hún var mikið náttúrubarn, enda alin upp í sveit en þó við sjávarsíð- una, alin upp í Fuglavík þar sem stundað var útræði ásamt sveitabúskap og æðarvarpsbú- skap. Hún hafði gaman af ferðalög- um og gönguferðum og margar voru gönguferðirnar í fjörunni og upp í heiðina í landi Fugla- víkur þar sem sterkar rætur hennar lágu. En umfram allt var hún móð- ir, amma og langamma. Hún hugsaði fyrst og fremst um fólkið sitt, setti sjálfa sig alltaf í annað sæti. Börnin undu hag sínum vel hjá Siggu ömmu og Bjössa afa enda eftirsótt að heimsækja þau í Hlíðarhvamm- inn eða í Fuglavík. Minningabrotin streyma fram eins og kvikmynd á tjaldi; Sigga síkvik að stjana við fólkið sitt, sinna varpinu í Fuglavík, kíkja undir kollurnar á hreiðr- unum svo börnin gætu kíkt á eggin, slá í pönnukökur eða vöfflur, á kafi í bókalestri eða glíma við alls kyns þrautir og gátur, nostra við blóm, hvort heldur sem var við eigin garð- rækt eða í blómabúðunum sem hún vann í, alltaf svo natin og samviskusöm. Hún hélt utan um fjölskyld- una eins og fugl sem vefur vængjunum utan um unga sína. Minnisstæðar eru saltkjöts- veislur á sprengidögum, hádeg- ismatur í Hlíðarhvamminum þar sem hún reiddi fram hlað- borð rétta handa okkur þegar við skruppum úr vinnu til að borða með henni eftir að hún var orðin ein, hangikjötsveisl- urnar á jóladag þar sem að hún safnaði saman öllum afkomend- unum við langborð í stofunni sinni, þannig mætti lengi telja. Hún setti sér markmið og öll tengdust þau því að fylgjast með afkomendunum, hún ætlaði að lifa það að sjá elsta lang- ömmubarnið sitt verða stúdent, hún ætlaði að lifa það að sjá yngsta langömmubarnið sitt koma í heiminn, hún náði þess- um og fleirum markmiðum og gott betur, stúdentinn er byrj- aður annað árið sitt í háskóla og sú stutta varð ársgömul í ágúst sl. Ég trúi því að nú hafi hún Sigga hitt hann Bjössa sinn aft- ur eftir 16 ára fjarvistir. Ég trúi því að stóri, samhenti systkinahópurinn hennar hafi líka tekið fagnandi á móti henni og þar sem þau eru nú öll sam- einuð aftur trúi ég því að það sé mikið skrafað og þar sé mikill kliður, kannski ekki alveg eins og í fuglabjargi en svona næst- um því. Með þakklæti í huga kveð ég hana tengdamóður mína og bið Guð að blessa minningu hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Steinunn. Elsku amma mín, ég er svo innilega þakklátur fyrir hverja stund sem við áttum saman. Það er svo gott að eiga ótal skemmtilegar minningar, bæði með þér og afa. Ég man þegar ég var yngri og ég fékk að gista í Hlíðar- hvamminum, hvað mér leið vel að skríða fram úr rúminu með ykkur afa að stússa í eldhúsinu og Gufan í gangi. Ég man allar ferðirnar sem við fórum í Fuglavík, sérstak- lega fannst mér gaman þegar við tvö förum saman í langar göngur lengst upp í heiði að finna hreiður. Ég fann eitt og eitt hreiður og var svo stoltur af því að finna hvert hreiður því þú sagð- ir mér að ég væri með augu arnarins. Ekki skemmdi fyrir að það var launað í krónum við að fara í heiðina og finna kollu- hreiður. Á seinni árum er ég líka þakklátur fyrir þann tíma sem bjó hjá þér, oftar en ekki þá horfðum við á einhvern íþrótta- viðburð í sjónvarpinu saman. Þú hafðir ótrúlega gaman að íþróttum, eiginlega alveg sama hvaða íþrótt það var en varst lítið fyrir að gefa upp með hvaða liði þú héldir. Fyrir mig, sem er frekar gleyminn, fannst mér líka mjög þægilegt að vera með þér því þú mundir einhvern veginn eftir öllu. Sama hvort það var í landafræði, pólitík, ættfræði eða málefni líðandi stundar virtist þú alltaf vera með allt á hreinu. Ég er líka þakklátur fyrir að þú hittir hana Söru Björg okkar og að þið hafið kynnst. Okkar tími með henni Sesselju Sól var líka yndislegur. Ég man eftir að þegar við skruppum í sjoppuna að leigja spólu fyrir prinsess- una og fórum svo niður í Hlíð- arhvamm í afslöppun. VHS vid- eo-tækið var lengi við lýði í Hlíðarhvamminum og þar fékk Sól að horfa á „góðu“ skaupin eins og skaupinu sem var stolið í nótt. En nú er komið að kveðju- stund, þú varst mér svo inni- lega kær og ég geymi minning- arnar um þig og okkur saman djúpt í hjartarótum. Hvíl í friði, elsku besta Sigga amma. Sigurður Samik. Í dag kveðjum við hana Siggu ömmu mína. Sigga amma var einstök manneskja, hjartahlý og vildi allt fyrir alla gera. Það var gott að koma til ömmu og afa í Hlíðarhvamminn og fá að gista. Það var ekkert endilega að það þyrfti pössun fyrir mig. Reglulega bað ég um að fá að koma í heimsókn og fá að gista. Oft fékk ég að leggja undir mig stofurnar í mínum ímynduðu leikjum. Ristabrauðið hennar ömmu var og er enn það besta ristaða brauð sem ég hef fengið og hefur engum tekist að gera eins gott brauð eins og amma gerði á eldavélarhellunni sinni. Það er óhætt að segja að stjanað hafi verið við mig í Hlíðarhvamminum og margar góðar minningar á ég þaðan sem og úr Fuglavík þar sem ég fékk að hjálpa til við að líta eft- ir æðarvarpinu og við kartöflu- ræktun. Eins voru tjaldferða- lögin með ömmu og afa yndisleg. Tjaldferðalög mín eru nú ekki mörg á seinni árum en ef mig langaði að gista í tjaldi á mínum yngri árum með ömmu þá var það ekkert mál, þurfti ekkert ferðalag til, bara tjaldað og gist í garðinum, hvort sem það var í Hlíðarhvammi eða í Fuglavík. Atli Freyr fékk svo að kynn- ast því hvernig það var að vera hjá ömmu og afa en sex mánaða fór hann í pössun til þeirra þeg- ar ég byrjaði aftur að vinna eft- ir fæðingarorlof og var í pössun hjá hjá þeim til tveggja ára ald- urs eða þar til við fjölskyldan fluttum til Danmerkur. Hann kom þó reglulega til Íslands og heimsótti ömmu og afa í þess- um heimsóknum sínum en þrátt fyrir ungan aldur fór hann „einn“ til Íslands til að vera hjá ömmum og öfum og naut hann sín hjá þeim eins og við barna- börnin. Kallið kom laugardaginn 29. ágúst eftir langvarandi veikindi. Þó svo að við vissum í hvað stefndi þá er kveðjustundin allt- af erfið. Við huggum okkur við góðar minningar og það er gott til þess að vita að nú eru amma og afi sameinuð ný. Á þessari stundu er mér þakklæti efst í huga fyrir allt sem hún amma mín var mér og bið ég Guð að blessa minningu hennar. Þórdís (Dísa). Sigríður S. Bergmann ✝ Stefán SamúelBergmundsson fæddist að Látrum í Aðalvík 9. októ- ber 1927. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 1. sept- ember 2015. Foreldrar hans voru Bergmundur Halldór Sigurðs- son, f. á Stað, Sléttuhreppi, 3. 11. 1895, d. 2.3.1954 og Stefanía Ágústa Stefánsdóttir, f. í Efri- Hlíð, Snæfellsnesi, 9.8. 1902, d. 24.2. 1982. Börn þeirra auk Stefáns eru: 1) Drengur, f. 1923, d. 1923. 2) Ragnheiður, f. 1924, d. 2003. 3) Kristjana Sveingerður, f. 1926, d. 1997. 4) Sigríður Kristín, f. 1928, d. 2002. 5) Þorgerður, f. 1934, d. 1999. 6) Jórunn Hanna Bergþóra, f. 1940. Þann 26. desember 1963 gift- ist Stefán Kristínu Haralds- Kári Björgvin Agnarsson, f. 1957, börn Rakel Björk, f. 1980, Guðni, f. 1986, Ísak, f. 1996. 5) Ágústa, f. 1958, eiginmaður, Albert Hörður Hannesson, f. 1960, börn Andri Hjörvar, f. 1980, Atli Jens, f. 1986. 6) Haukur, f. 1960, eiginkona Helga Halldórsdóttir, börn Halldór Elfar, f. 1981, Hrannar Atli, f. 1989. 7) Friðrik, f. 1962, eiginkona Kristjana Jón- asdóttir, börn Hákon Freyr, f. 1981, móðir Nanna G. Mar- inósdóttir, Regína Rist, f. 1988, móðir og fyrri eiginkona, Mar- grét Rist. 8) Ásdís, f. 1964, eig- inmaður Torfi Jóhann Ólafsson, f. 1965, börn Ólafur Halldór, f. 1987, Kristín Helga, f. 1990, Baldvin Steinn, f. 1991, Stefán Karel, f. 1994. Heimili þeirra var í Löngumýri 26, Akureyri, frá 1957 til 1994, þá fluttu þau í Lindasíðu 4, Akureyri. Stefán var lærður húsa- smíðameistari, og starfaði hjá Slippstöðinni á Akureyri frá 1953 sem verkstjóri á trésmíða- deild og síðar sem tækniteikn- ari til loka árs 1993. Útför Stefáns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 10. september 2015, kl. 13.30. dóttur frá Húsavík, f. 14.6. 1932. For- eldrar hennar voru Haraldur Jóhann- esson, f. í Klambraseli í Að- aldal, S-Þingeyj- arsýslu, 1.9. 1898, d. 31.12. 1990 og Ásdís Baldvins- dóttir, f. á Hvera- völlum í Reykja- hverfi 30.10. 1902, d. 27.7. 1989. Börn Stefáns og Kristínar eru 1) Bergmundur, f. 1953, eiginkona Kolbrún Tóm- asdóttir, f. 1958, d. 2010. 2) Baldvin, f. 1954, eiginkona Ás- rún Ásgrímsdóttir, börn Birkir, f. 1983 og Gauti, f. 1991. 3) Haraldur, f. 1955, eig- inkona Helga Steingerður Sig- urðardóttir, f. 1954, börn Krist- inn Freyr, f. 1976, Stefán Már, f. 1980, Sævar Ingi, f. 1984. 4) Sigríður, f. 1957, eiginmaður Elsku afi Stefán. Ég er afar þakklátur fyrir það að ég og fjöl- skylda mín náðum að hitta þig í sumar áður en þú fórst á spítalann í hinsta sinn. Helga og Knútur, Ásthildur og ég eigum nú ljóslif- andi minningu um afa og langafa Stebba, þar sem við meðal annars sátum saman og skoðuðum í bók Ferðafélagsins um Vestur-Húna- vatnssýslu og þú sast fyrir svör- um hjá mér og börnunum á með- an við skoðuðum myndirnar. Það situr ákaflega sterkt í mér þegar ég á mínum æskuárum heimsótti þig og ömmu á Löngumýrina og þær stundir sem ég varði í geymslunni niðri innan um allt „dótið“ þar sem ég fékk að róta og alltaf fékk ég skýr og greinargóð svör um hvaða hlutir þetta væru sem ég kom fram með. Og síðan eru það minningarnar um allar myndabækurnar og Andrésblöðin sem maður fékk að blaða í og lesa, annað hvort saman eða í fé- lagsskap hvort annars, ef maður var ekki úti að leika sér á klöpp- unum bak við húsið á góðviðris- dögunum. Að endingu vil ég minnist þess að ég þykist sjá það hvernig þú hefur kennt næstkom- andi kynslóð um gildi elju og vinnusemi og hvernig það hefur gengið kynslóða á milli og vil ég þakka þér fyrir það, elsku afi minn. Er ég nú kveð þig í hinsta sinn vil ég láta fylgja með ljóð eft- ir Valdemar Lárusson sem mér þykir eiga við á þessari stundu. Þó dökkni og dimmi yfir og dagsins lokið önn, sú vissa að látinn lifir er ljúf og sterk og sönn. Hún er það ljós, sem lifir og lýsir myrkan veg. Hún ljómar öllu yfir svo örugg, dásamleg. Við samferð þína þökkum, já, þökkum allt þitt starf. Hrærðum huga og klökkum þú hlaust þá gæfu í arf að eiga huga heiðan og hreina sanna lund, sem gerði veg þinn greiðan á granna og vinafund. Nú ertu héðan hafinn á hærra og betra svið. Þar ást og alúð vafinn en eftir stöndum við. Þig drottinn Guð svo geymi og gleðji þína sál. Í öðrum æðra heimi þér ómi guðamál. (Valdemar Lárusson.) Kristinn Freyr Haraldsson og fjölskylda. Við í Sam-frímúrarareglunni á Akureyri kveðjum í dag félaga okkar og vin, Stefán Bergmunds- son. Hann gekk í Regluna 9. jan- úar 1953, það var mikill fengur að fá hann til liðs við okkur. Hann vann af áhuga og dugn- aði að uppbyggingu Reglunnar hér á Akureyri og var einn af styrkustu máttarstólpum hennar um árabil. Með árverkni og áhuga stuðlaði hann að velferð hennar. Stefáni voru falin mörg trúnaðar- störf. Starf hans innan Reglunnar einkenndist af krafti, eldmóði og áhuga á öllu sem viðkom starfinu. Þennan eldmóð nýtti Stefán sér í þeim tilgangi að lifa og starfa eftir kenningum Reglunnar, m.a. virða mannréttindi, frelsi til trúar- bragðaskoðana, jafnrétti kynjanna og umburðalyndi til allra manna. Stefán var miklum mannkost- um búinn, afar traustur og hlýr maður en lítillátur í sinn garð. Að leiðarlokum þökkum við Stefáni af alhug allt hans góða starf í þágu Sam-frímúrareglunn- ar á Akureyri. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Við kveðjum Stefán með virð- ingu og þökk og ástvinum hans vottum við dýpstu samúð. Fyrir hönd Sam-frímúraregl- unnar á Akureyri, Margrét Guðmundsdóttir. Stefán Samúel Bergmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.