Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 30

Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Sigurbjörn Sveinsson, góður vinur, fyrrverandi tengdasonur og faðir okkar elskulegu barnabarna, Karen- ar, Ívars og Sveins, er látinn langt um aldur fram. Sibbi var gjarnan tengdur við Veitingahúsið Greifann, þar sem hann var yfirþjónn og síð- an rekstrarstjóri. Honum var margt til lista lagt, kunni vel að fara með veiðistöng enda alinn upp á bökkum Fnjóskár, frábær kokkur, húmoristi og sögumað- ur góður. Þá var hann einnig vel liðtækur með pensil á striga og einlægur stuðningsmaður Knattspyrnufélags Akureyrar, KA. Samstarf okkar hófst á Greifanum, þar sem Sibbi var sífellt með afþurrkunarklútinn á lofti enda mikill snyrtipinni. Við störfuðum einnig saman á Hótel KEA, þar sem Sibbi var hótelstjóri. Þar komu bestu kostir hans í ljós, en hann hafði gott lag á að láta starfsfólkið vinna með sér en ekki hjá sér, enda urðu margir starfsmenn góðir vinir hans. Sibbi var ekki margmáll en þegar hann sagði skoðanir sín- ar á mönnum og málefnum var hlustað og það vandlega. Síðustu misserin á KEA voru honum erfið, þá voru veikindi hans farin að há honum, en hann var harður af sér og alltaf var stutt í húmorinn. Nú er þessi góði drengur frá okkur farinn og við hjónin vott- um öllum ættingjum hans sam- úð okkar í sorginni og þökkum honum allar gleðistundirnar. Ívar og Kristín. Virðing er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um okkar kæra bróður Sibba. Hann bar virðingu fyrir sjálfum sér, umhverfinu og samferðafólki sínu. Sjálfsvirð- ing hans birtist í stakri snyrti- mennsku, vönduðum fötum, fal- legu heimili og trú við eigin sannfæringu. Samferðafólki sínu mætti hann af virðingu og þess nutu þeir fjölmörgu sem hafa unnið hjá honum. Hann talaði varlega um fólk, hafði einstaklega gaman af sér- stökum karakterum og það dýpsta sem hann tók í árinni var „tja, hann er ekki beittasti hnífurinn í skúfunni“ eða „hún er kannski ekki bjartasta peran í seríunni“. Önnur orð sem upp í hugann eru húmor, greind, hlýja, þol- inmæði og svo blessaður þráinn sem bókstaflega hélt honum gangandi. Sigurbjörn lifði ekki því lífi sem hann hefði kosið. Helst hefði hann vilja hlaupa á fjöll í leit að rjúpu eða standa út í straumharðri á og bíða þess stóra. Í lífinu þurfti hann vissulega að standa í straumnum og með gífurlegri þrautseigju, yfirveg- un og einbeitingu tókst honum að gera það besta úr aðstæðum, vinna sína vinnu, vera sannur vinur og það sem honum var mikilvægast, vera umhyggju- samur faðir. Við systkinin höfum horft Sigurbjörn Sveinsson ✝ SigurbjörnSveinsson fæddist 13. nóv- ember 1969. Hann varð bráðkvaddur að kvöldi 31. ágúst 2015. Útför hans fór fram 9. sept- ember 2015. upp á hvernig hann smám saman missti máttinn og daglegt líf varð erfiðara. Umhyggja okkar varð stundum að forræðishyggju, við stungum upp á handföngum og jafnvel hjólastól til að létta lífið en við það var ekki kom- andi, allt hafði sinn tíma og hann ákvað hvenær það yrði. Það var ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir hvernig hann ákvað að bæta frekar lífi við árin en árum við lífið. Það var líka margt að gleðj- ast yfir og hann hafði næmt auga fyrir spaugilegum hliðum mannlífsins. Sibbi naut þess að elda dýrindis mat, vera í góðra vina hópi og hlusta á sögur af skemmtilegum uppákomum. Þá gat hann ískrað af smitandi hlátri og gert grín að sjálfum sér. Sibbi átti trausta og góða vini. Hann hélt góðum tengslum við Örnu, sína fyrri konu, og samstarf þeirra um uppeldi barnanna var til fyr- irmyndar. Síðustu árin var hann í sam- bandi við Svölu og það var aðdáunarvert að sjá hve áreynslulaust og eðlilega hún studdi hann í lífinu. Öll þessi fallegu tengsl Sibba við sam- ferðafólk sitt segja meira en mörg orð. Hans verður sárt saknað. Við kveðjum kæran bróður með virðingu og þakklæti. Una, Þórhildur og Benedikt Sveinsbörn. Minn elskulegi frændi/bróð- ir, á þessari erfiðu stundu í gegnum endalaus tár rifjast upp svo margt. Ég man að þegar við vorum lítil gerði ég í því að pirra þig bara svo að þú yrðir leiðinlegur við mig og ég gæti klagað og amma myndi skamma þig. Ég man eftir að þú lékst með mér ýmis leikrit bara af því að þú vissir að mér fannst það svo skemmtilegt, þér fannst það ekki eins skemmtilegt. Ég man eftir veiðiferðinni frægu þegar þú fékkst „kastið“. Ég man eftir að hafa verið sjúklega afbrýðisöm út í Örnu þegar mér fannst ég vera að missa þig til hennar. Ég man eftir því þegar þú varst að stelast til að leyfa mér að keyra. Ég man þegar þú leyfðir mér að fara með þér í partí. Ég man eftir því þegar við næstum kveiktum í bílnum hans pabba þegar við vorum að rembast við að grilla í roki. Ég man að við áttum alltaf óþægustu krakkana sem þurfti að skamma og okkur fannst það bara mjög fyndið. Ég man eftir vídeókvöldum, spilakvöldum, öllum KA-um- ræðunum og hvað við gátum skotið óvægum skotum hvort á annað. Og ég man þegar ég hitti þig nokkrum dögum fyrir andlát þitt, ó hvað ég hefði viljað vita að það yrði í síðasta skipti sem við hlógum saman. Já, ég man svo endalaust margt og ég mun engu gleyma. Elsku yndislegi Sibbi minn, nú ertu kominn til ömmu, þú varst nú alltaf litla uppáhaldið hennar, ætli hún flysji ekki of- an í þig kartöflurnar þarna uppi? Ég elska þig og sakna svo sárt. Þín frænka/systir, Gígja. Kveðja frá Knattspyrnu- félagi Akureyrar Mikið finnst manni lífið ósanngjarnt þegar manni á besta aldri er skyndilega kippt í burtu. Þá verður dagurinn dimmur. Kær vinur og félagi, Sigur- björn Sveinsson, varð bráð- kvaddur þann 31. ágúst síðast- liðinn, aðeins 45 ára að aldri. Sibbi, eins og við kölluðum hann alltaf, var varaformaður KA frá 2010-2014. Þar á undan var hann í stjórn knattspyrnu- deildar KA og einnig í ungling- aráði þess. Sibbi var KA-maður fram í fingurgóma og var alltaf boðinn og búinn að leggja sitt af mörk- um fyrir félagið, hvort sem það var við stjórnarstörf eða önnur störf eða þá að elda dýrindis kjötsúpu ofan í svanga stjórn- armenn. Til Sibba var alltaf hægt að leita og tók hann öllu af sinni einstöku ljúfmennsku. Við Sibbi áttum afar gott samstarf á meðan hann var varaformaður. Ýmis verkefni biðu okkar og þótti mér mjög gott að hafa hann mér við hlið. Sibbi var klár og fljótur að átta sig á hlutunum, traustur og úr- ræðagóður, maður sem mjög gott var að vinna með. Okkar góða samstarf og vinátta var mér afar mikils virði. Sibbi var þannig maður að það var ekki annað hægt en að láta sér þykja vænt um hann. Genginn er góður drengur og traustur félagi. Hans verður sárt saknað. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Blessuð sé minning þín. Ég vil fyrir hönd Knatt- spyrnufélags Akureyrar senda ástvinum Sibba innilegustu samúðarkveðjur. Hrefna Gunnhildur Torfa- dóttir, formaður KA. Skarpgreindur mannvinur. Húmoristi fram í fingurgóma. Alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Glaður á góðri stundu og fáir skemmtilegri að umgangast. Sigurbjörn Sveins- son – Sibbi á Greifanum. Óraunverulegar voru fréttirnar um andlát þessa góða drengs. Aðeins 45 ára gamall. Lífið er hverfult og sígild eru sannindin um að enginn viti hvað morg- undagurinn beri með sér. Sibbi lýsti sjálfum sér sem þrjóskum. Sem má til sanns vegar færa því hann barðist ár- um saman gegn þeim hrörn- unarsjúkdómi sem herjaði á hann frá unga aldri. Þrjóskur í þeim skilningi að hann neitaði staðfastlega að játa sig sigr- aðan. Afar sjaldgæf hrörnun og líklega var Sibbi eini Íslending- urinn sem barðist við þennan sjúkdóm. Aldrei heyrðum við hann kvarta þótt augljóst væri að smám saman hallaði undan. Í viðtali við Vikudag í mars sl. ræddi Sibbi um sjúkdóminn og hvernig hann tókst á við hann: „Blessunarlega er ég hrikalega kærulaus og er ekki að velta framtíðinni mikið fyrir mér. Sem betur fer kannski, því það er ekki gott þegar mað- ur dettur í þann gír. Ég tek nýju vandamáli hverju sinni og reyni að tækla það,“ segir hann í viðtalinu. En þrátt fyrir allt var sem endranær stutt í húmorinn: „Ég tel með nokkurri vissu að ég sé eini Íslendingurinn sem greinst hefur með þennan sjúk- dóm, en hann er víst algeng- astur í Japan. Ég held samt að ég sé ekki af japönskum ætt- um, nema þá kannski að hæð- inni til.“ Sibba þekktum við best í gegnum störf hans fyrir KA. Félagið var honum mikils virði og ófáar voru þær stundir sem hann lagði því lið sem foreldri eða fulltrúi í ýmsum ráðum og stjórnum. Eins og gengur var brautin ekki alltaf bein og breið og ýmsar ójöfnur á veginum fram undan. Menn sáu því ekki alltaf til lands. Nema Sibbi. Með rólyndis- legu yfirbragði og með glettn- ina að vopni sá hann oftar en ekki lausnirnar. Og fékk okkur hin til þess að brosa. Það er vont að vera í þeim sporum að skrifa minningarorð um félaga og góðan vin sem fellur frá svo langt um aldur fram. En minningarnar veita yl. Gott er að minnast góðra og gefandi stunda og brosa í gegn- um tárin. Mætum dreng er þökkuð samfylgdin. Fjölskyldu hans og ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Óskar Þór Halldórsson og Gunnar Níelsson. Kveðja frá veiðifélögunum „Hinum vammlausu“ Sibbi var einn af okkur „Hin- um vammlausu“. Í tæp 20 ár höfum við félagarnir farið í veiðiferð í Blöndu. Yfir vetur- inn höldum við reglulega fé- lagsvist til að fjármagna veiði- ferðina og skal spilamennska hefjast kl. 20.15 stundvíslega. Komi menn ekki á réttum tíma eru þeir sektaðir og var sérstakur hagur af því fyrir fé- lagsskapinn að hafa Sibba, en hann kom sjaldan á réttum tíma. Greiddi hann undantekn- ingalaust sektina með bros á vör. Þegar hann var kominn upp- hófst mikið glens og gaman og áttu menn jafnvel til að fá sér í glas. Sibbi var hrókur alls fagn- aðar hvar sem hann var og gleðimaður. Mikil spenna er hjá veiði- félögunum fyrir hverja veiði- ferð og var Sibbi þar engin undantekning, enda átti veiði- skapur hug hans allan allt frá barnsaldri. Komið gat fyrir að Sibbi gerði lítið úr veiðifélögunum, t.d. með því að mæta í striga- skónum á bakkann og taka lax fyrir framan nefið á félögum sínum sem stóðu þar útataðir í veiðigræjum. Félagsskapurinn fór í fleiri ferðir en veiðiferðir, m.a. fjalla- ferðir og ferð til Berlínar á síð- asta ári sem okkur öllum er ógleymanleg og ýmsum Berl- ínarbúum líka. Sibbi fór ávallt með og dró hvergi af sér þrátt fyrir sínar aðstæður. Margar ógleymanlegar stundir höfum við átt saman. Sumar hverjar þola síður dags- ljósið. Er kallið kom var Sigurbjörn með okkur veiðifélögunum við bakka Blöndu og erum við þakklátir fyrir að hafa átt þennan dag með honum. Síðustu árin fór hann ekki hratt yfir en þarna þykir okkur sem hann hafi verið heldur snar í snúningum en treystum því að hann verði búinn að redda okkur veiðiá, veiðileyfum og veiðihöll þegar við hittumst á ný. Við skulum koma með maðk- inn og „nestið“. Innilegar samúðarkveðjur sendum við félagarnir börnum hans, unnustu, föður og öllum ættingjum hans og vinum. Guð gefi ykkur styrk á þessum erf- iða tíma. Hjörleifur, Vilhjálmur, Brynjar, Björn og Páll. Þann 13. ágúst síðastliðinn fékk ég þá sorgarfrétt að elsku Erla mín væri dáin. Að leið- arlokum langar mig til að minnast hennar. Mín fyrsta hugsun var að það er rétt sem sagt er, að það sé stutt á milli gráts og hlát- urs, hjá mér og Erlu minni er þetta svo rétt. Ég og maðurinn minn, son- ur og fjölskylda fórum til Stokkseyrar eftir yfir 40 ár og ætluðum við að heimsækja son Erlu, Matta, og fjölskyldu. Ég var bílstjóri með mann minn mér við hlið. Ekki hafði ég hugsað um að allt væri breytt og ég rataði ekki um bæinn en heppnin var með mér þegar ég sé einn mann hlaupandi í rigningunni á einni götunni og maðurinn minn segir mér að stoppa hann og spyrja til vegar. Ég stoppa, rúðan niður, en þegar mér er litið á manninn verð ég bara kjaftstopp og kem ekki upp orði, sem bróðir minn segir að það sé krafta- verk og sá sem geti það eigi hrós skilið. En hvað, jú eiginmaðurinn potar mörgum sinnum í lærið á mér og segir mér að spyrja til vegar. Æ, já, getur þú sagt mér hvar Marteinn Arilíusson, Matti, á heima segi ég við manninn, hann horfir á mig og segir „Það er pabbi minn“ og auðvitað varð hlátur af þessu og hann sagði hvert við ættum að fara sem var rétt hjá þar sem við vorum. Fyrir utan eitt hús stendur maður og ég öskra upp í bíln- um, þetta er Matti, ég þekki hann af mynd á Facebook. Öll hlýjan sem við mættum hjá Matta og fjölskyldu er ógleymanleg. Við sögðum sögu okkar og að ég varð kjaftstopp af því mér fannst ég sjá föður Matta, sem dó af slysförum 1970. Svo þegar við erum hjá Matta og fjölskyldu koma Erla mín, Steingrímur minn, Óskar bróðir Matta og synir Matta. Þegar ég sé svo manninn koma inn sem ég spurði til vegar gátum við ekki annað en skellihlegið og það varð mikill hlátur út af okkar fyrstu kynnum milli mín og frænda míns, sonar Matta sem ég fékk að vita að heitir Birgir. Ekki datt mér í hug þá að það væri rétt líka að þeir fari fyrst sem guðirnir elska mest. Góð og elskuleg kona er geng- in sem tók á móti mér og for- eldrum mínum þegar ég var barn og alltaf mættum við hlýju og kærleik frá henni. Erla hafði þann einstaka hæfi- leika að smita aðra með sinni léttu lund svo öllum leið vel í návist hennar. Fyrir allar samverustund- irnar sem ég fékk að eiga með henni sem barn og stundina í maí erum við þakklát. Erla mín fékk svo sannar- lega að kynnast því að lífið er ekki ein gleðiganga en þá komu hinir stórkostlegu mannkostir hennar best í ljós. Þótt syrti í álinn skal sótt á brattann og lífinu skal haldið áfram. Erla var snillingur þegar handavinna var annars vegar Jóhanna Erla Sigurþórsdóttir ✝ Jóhanna ErlaSigurþórs- dóttir fæddist 5. apríl 1944. Hún lést 13. ágúst 2015. Út- förin hefur farið fram í kyrrþey. og á ég nokkrar uppskriftir frá henni sem ég varð- veiti vel og mínar hugsanir verða hjá henni þegar ég geri þær. Ég þakka af heilum hug að hafa fengið að kynnast heiðurskonunni Jó- hönnu Erlu Sigur- þórsdóttur. Við vottum elsku börnum Erlu og fjölskyldum, elsku eft- irlifandi eiginmanni hennar- ,Steingrími Jónssyni, börnum Steingríms og fjölskyldum þeirra innilega samúð og biðj- um Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning hennar. Hólmfríður Benedikts- dóttir og fjölskylda. Þann 13 ágúst síðastliðinn fékk ég þá sorgarfrétt að Erla mín væri látin. Góð og elsku- leg kona er gengin.Með fátæk- legum orðum langar mig að minnast hennar. Elsku Erla mín, nú kveð ég þig með trega og sorg í hjarta. Ég er búin að þekkja þig í meira en hálfa öld, 55 ár, og alltaf varst þú sama góða kon- an, við vorum svilkonur en þú varst mér alltaf eins og systir. Sorgin kom til þín eftir fárra ára hjónaband með 3 ung börn þegar eiginmaður þinn, Arilíus Óskarsson, drukknaði af slys- förum árið 1970. Þú stóðst þig eins og hetja, Erla mín. Mér fannst gæfan koma til þín þeg- ar þú kynntist eftirlifandi eig- inmanni þínum, Steingrími Jónssyni. Erla mín var snillingur þeg- ar handavinna var annars veg- ar, hlutirnir hreinlega göldr- uðust fram í höndunum hennar. Heiðarleiki, snyrti- mennska, traust og trú voru einkenni hennar ásamt ein- lægni og elsku. Heimili þitt og Steingríms var öllum opið og öllum tókuð þið með opnum örmum. Alltaf var svo gott að koma til ykkar og mæta hlýj- unni í minn garð. Ég þakka af heilum hug að hafa fengið að kynnast heið- urskonunni, einni bestu vin- konu minni öll árin. Nú að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir það sem hún var mér og handavinnuna sem hún gaf mér varðveiti ég mikið. Bless- uð sé minning yndislegu og góðu Erlu minnar og ég kveð hana með textanum sem kem- ur upp í huga minn þegar ég hugsa til hennar. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin, nú ein ég sit um vetrarkvöld. Því eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn. hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar, ég reyndar sé þig alls staðar, þá napurt er. það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Elskulegum börnum Erlu og fjölskyldum þeirra, Stein- grími og börnum hans og fjöl- skyldum, öðrum ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð og bið þeim Guðs bless- unar á ókomnum æviárum. Sigríður Hauksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.