Morgunblaðið - 10.09.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.09.2015, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Til sölu Patrol ‘85, langur, til sölu Skoðaður. Þarfnast viðgerðar. Upplýsingar í síma 894 0431. Húsviðhald Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373. brbygg@simnet.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Bókhald NP Þjónusta Óska eftir bókhaldi, endurútreikning og vsk. Hafið samband í síma: 861-6164. Þjónusta                                 ! " #$ %&& ' '' ((()*)  Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Smáauglýsingar Þjónustuauglýsingar Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is ✝ Sigríður Páls-dóttir fæddist í Reykjavík 28. maí 1921. Hún andaðist í hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ í Reykjavík, 27. ágúst 2015. Foreldrar Sigríð- ar voru hjónin Páll Jónsson, f. 1. júní 1880, d. 1962, og Steinunn Júlía Gísladóttir, f. 17. júlí 1887, d. 1963. Sigríður var næstyngst átta systkina. Samfeðra var Sig- urður, alsystkini hennar voru Guðrún, Hróðný, Gísli, Anna, Jón og Unnur, öll látin. Sigríður giftist Eyvindi Valdi- marssyni, verkfræðingi, þann 8. september 1945. Eyvindur var fæddur 14. júlí 1921, d. 5. sept- ember 2002. Börn Sigríðar og Eyvindar eru: 1. Sveinbjörg, geðhjúkrunarfræðingur, f. 22. október 1949. Sonur hennar og fv. maka, Sturlu Rögnvalds- sonar, f. 27. október 1953, d. 31. maí 2012, er Hjörtur, f. 24. des- ember 1972. Kærasta hans er dóttur, leikskólakennara, f. 11. júní 1954. Synir þeirra eru: Jón, nemi, f. 11. desember 1995, kær- asta hans er Brynhildur Ás- geirsdóttir, f. 6. apríl 1995, og Sindri, nemi, f. 28. apríl 1999. Stjúpsonur Páls og sonur Huldu af fyrra hjónabandi er Freyr Bergsteinsson, f. 1. september 1975, giftur Írisi Björnsdóttur, f. 27. október 1974, þau eiga þrjú börn. Eftir að hafa numið við Verzlunarskóla Íslands í tvö ár vann Sigríður verslunarstörf hjá KRON. Um sumarið 1946 flutti hún til Stokkhólms þar sem Eyvindur maður hennar var við nám til ársins 1949. Auk eigin barna ólu þau hjónin son- arson sinn, Eyvind, upp frá tveggja ára aldri. Helsta áhuga- mál Sigríðar var keppnisbridge. Hún var virkur félagi í Bridge- félagi kvenna og Bridgefélagi Breiðfirðinga og varð m.a. Ís- landsmeistari í tvímenningi með Ingibjörgu Halldórsdóttur aðal- meðspilara sínum. Einnig spiluðu hún og Eyvindur saman í parakeppnum. Útför Sigríðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 10. september 2015, og hefst at- höfnin klukkan 13. Soffía K. Þórð- ardóttir, f. 17. apríl 1975. Sambýlis- maður Svein- bjargar var Ketill Sigurjónsson, smið- ur, f. 20. júní 1954, d. 9. nóvember 2009. 2. Valdimar, býr í Noregi, f. 4. desember 1952. Sonur hans og fv. maka, Ellenar Rose Jones, f. 8. janúar 1953, er Ey- vindur, f. 8 mars 1975. Hann á þrjú börn og tvö stjúpbörn. Sambýliskona hans er Ellen Fríða Falkvard, f. 17. apríl 1979. Dóttir Valdimars og barns- móður hans, Sigrúnar Valdi- marsdóttur, f. 16. október 1955, er Hrafnhildur Ýr, f. 16. ágúst 1978. Hún á eina dóttur. Sam- býlismaður hennar er Davíð Stefán Hanssen, f. 10. ágúst 1970. Maki 2, var Sigrún Viðars- dóttir, þau skildu. Sambýliskona hans er Anne-Sofie Byholt Ped- ersen, f. 28. nóvember 1959. 3. Páll, iðnfræðingur, f. 17. júlí 1954, kvæntur Huldu Markús- Í dag kveðjum við kæra tengdamóður mína, Sigríði Páls- dóttur. Við kveðjum með sorg í hjarta, en líka gleði yfir að hafa fengið að kynnast henni. Að ná 94 ára aldri er svolítið sérstakt og þannig var hún Sigga tengda- mamma, sérstök á svo margan hátt. Hún sagði sjálf að fólk ætti ekki að verða svona gamalt. Hún sagði við mig fyrir fjórum mán- uðum: „Jæja, Hulda mín, nú held ég sé kominn tími til að skipta um hótelherbergi,“ og svo glotti hún. Hún hafði svo skemmtileg- an húmor og svo var hún líka mikill prakkari inn við beinið. Sigga var alltaf svo falleg og flott. Hugsaði vel um sig. Fór reglulega í lagningu, hand- og fótsnyrtingu og var alltaf svo fín. Hún átti gott líf með Eyva sín- um. Það var svo mikill kærleikur og virðing á milli þeirra. Henni var mjög umhugað um fjölskyld- una og vildi alltaf vita hvar allir væru og hvað þeir væru að gera. Hvort allir væru með vinnu, hvort allir væru ekki að standa sig vel í skóla og þar frameftir götunum. Hún var afar stolt af sínu fólki. Hún þuldi upp afmæl- isdaga allra og sýndi mikla rækt- arsemi við sitt fólk. Hún var allt- af svo þakklát ef einhver kom í heimsókn og var ófeimin að hrósa fyrir það sem vel var gert. Það fór alltaf vel á með okkur tengdamæðgunum. Hún varð svo glöð þegar við Palli tilkynnt- um henni og Eyva að við ætl- uðum að gifta okkur, hérna um árið, að hún tók ekki annað í mál en að dekka upp á með spari- stellinu af þessu tilefni og það var engin önnur en hún sem keyrði mig í kirkjuna á brúð- kaupsdaginn. Hún var alltaf boðin og búin að líta eftir strákunum okkar þó svo hún væri ekki alveg með lík- amlega getu til að sinna því hlut- verki, en hún gerði það samt með dyggri aðstoð Eyva. Hún hafði gaman af því að tala um gamla daga, þannig að mér finnst eins og ég hafi þekkt allt hennar fólk, svo vel lýsti hún því. Ég hitti bara Ninnu systur henn- ar, en öll hin systkinin voru látin þegar ég kynntist henni. Það verður skrýtið um næstu jól, því það verður engin Sigga! Við er- um búnar að vera saman síðustu 27 jólin. Mín kæra tengdamóðir hefur nú fengið hvíldina og hefur feng- ið nýtt hótelherbergi. Ég óska henni velfarnaðar á nýjum slóð- um og þakka fyrir samfylgdina. Hulda Markúsdóttir. Sigríður Pálsdóttir Þá ertu horfin á braut, elsku amma mín. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að sem ömmu. Dýr- mætar eru minningarnar, svo ótal margar sem ég á um þig, afa Jóa og allar stundirnar í Valsmýrinni. Einna skemmtilegast var að sitja með þér í borðstofunni og spila kasínu, þú kenndir mér hana og ég heyri ennþá hlát- urinn frá þér og flissa við til- hugsunina um glettnislega keppniseðlið og glensið sem fylgdu þessum spilastundum. Kristín Steinunn Marteinsdóttir ✝ Kristín Stein-unn Marteins- dóttir fæddist 11. mars 1926. Hún lést 31. ágúst 2015. Kristín var jarð- sungin 7. sept- ember 2015. Ég hlakka til að ylja mér um ókomna tíð við allar þessar yndislegu og ómetanlegu minningar úr m.a. berjamó, kartöflu- görðunum, epla- skífur, síldar- og laxabrauði á eld- húsborðinu, fallegu og fínu handsáp- urnar inni á baði, litríkar krullur í fallegu brúnu hári, sanseruðu naglalökkin, haldast í hendur og dansa í stof- unni, öll blómin í garðinum, að vera klipin í kinnar og ótal margt fleira. Ég bið að heilsa þér amma – takk fyrir allt. Við sjáumst seinna og tökum þá kasínu upp í 21… eða 50, fer eftir hver okkar verður að vinna. Mig langar að ljúka kveðju minni til þín á þessu fallega ljóði sem mér finnst eiga svo vel við og lýsir því hvernig þú ert og verður alltaf allt um kring þó horfin þú sért af jörðu. Að smita okkur sem eftir erum af þinni einstöku kímni og gleði. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) Þín, Sandra. Himinninn er stórri stjörnu ríkari. Hún Stína frænka er dá- in og ég veit að stjarnan hennar kemur til með að skína skært á vetrarhimninum. Ég var svo lánsöm að fara austur á Norðfjörð í fiskvinnu eitt sumar fyrir mörgum árum. Að sjálfsögðu hjálpuðu Stína og Jói til við að gera það mögulegt og ekki síst Súa frænka og Biggi sem ég fékk að búa hjá. Ég átti margar góðar stundir hjá Stínu frænku það sumar og var spjallað um ýmislegt sem enginn fékk að vita eftir á. Hun var glettin kona og oft sposk a svipinn þegar eitthvað lá undir. Ég man að mér fannst óskap- lega fyndið þegar hún læddist með vindilinn sinn út í glugga til að reykja eftir hádegismatinn . Á þessum árum reyktu konur alls ekki vindla … en henni fannst lyktin svo góð. Þetta ár átti stóran þátt í að móta mig og vil ég þakka bæði Stínu frænku og ekki síst börn- unum þeirra Jóa fyrir þetta sumar. Elsku Marteinn, Súa, Sigurð- ur Karl, Magnús, makar, barna- börn og barnabörn, fyrir hönd okkar Laugu og Ólabarna, Gauja, Mæju og Sillu sendi ég okkar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra í sorg ykkar. Megi algóður Guð styrkja ykkur. Sigurlaug Maren Óladóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast yndislegrar vinkonu minnar sem ég frétti að jarðsungin hefði verið síðasta dag ágústmánaðar og þykir mér leitt að hafa ekki getað fylgt henni síð- asta spölinn. Margar af mínum fyrstu bernskuminningum tengjast þessari konu og fjölskyldu henn- ar þar sem þau bjuggu á neðri hæðinni á bernskuheimili mínu á Hrefna Sigurðardóttir ✝ KristjanaHrefna Ingi- björg Sigurð- ardóttir fæddist 21. maí 1920. Hún lést 21. ágúst 2015. Út- för Hrefnu var gerð 31. ágúst 2015. Patreksfirði á fyrstu sex árum ævi minnar og sam- gangur milli hæða var mikill og sam- skiptin í alla staði góð og gefandi. Þau kynni eru í minning- unni sveipuð hlýjum bjarma sem ein- kenndist af gáska og vináttu. Þessi vin- átta var mjög sterk og traust á milli fjölskyldnanna tveggja sem í húsinu bjuggu. Það voru í raun forréttindi að fá að kynnast Hrefnu og njóta þess fjölbreytta persónuleika sem hún hafði til að bera og fyrir litla stelpu eins og mig var það alger fjársjóður að fá að taka þátt í þeim ævintýraheimi sem var í kringum þessa konu. Ég var allt- af velkomin í heimsókn „í kjall- arann“ þegar ég vildi og það not- aði ég mér óspart og það held ég hafi verið gagnkvæmt hjá börn- unum hennar líka. Stiginn sem lá á milli hæða í húsinu var notaður sem samgönguleið. Minningabrotin eru eins og áð- ur er sagt mörg og öll sveipuð hlýju og birtu: Ég, þriggja ára, að hjálpa Hrefnu við að baða Tótu litlu og Hrefna útskýrir vandlega fyrir mér hvað það sé nauðsyn- legt að fara varlega með svona lít- ið barn. Hrefna að drífa sig með okkur Tótu í búningi snædrottn- ingar og leiðandi tvær „snjóstelp- ur“, sína við hvora hlið, á leið á grímuball í Skjaldborg í búning- um sem hún galdraði fram. Kjartan að koma heim úr siglingu og færandi okkur Tótu hvorri sína brúðuna. Poppkornspoki sem skilinn var eftir í forstofunni af því við vorum ekki heima en ég átti að njóta líka af því þau voru að poppa. Og þegar skíðasleðinn minn hvarf þá fór Hreinn af stað með mér um allt nágrennið að leita. Svona gæti ég talið upp nokkrar blaðsíður af minningum frá þessum árum en læt þessi fá- tæklegu sýnishorn nægja. Seinna, eftir að Hrefna og Kjartan fluttu til Reykjavíkur, varð sambandið á milli fjöl- skyldnanna strjálla en því var þó lengi haldið við með bréfaskrift- um, jólakortum og heimsóknum. Og alltaf var gaman að hitta Hrefnu. Síðast þegar ég hitti hana var við jarðarför Helgu Þóru á síð- asta ári. Sá ég þá og skynjaði að minnið var þrotið og í fyrsta skipti á ævinni þekkti hún mig ekki, þessi kæra gamla vinkona mín. Ég vil að lokum þakka henni og fjölskyldu hennar fyrir mig. Fyrir að hafa átt þátt í að skapa skemmtilegar og hlýjar minning- ar forðum daga sem ylja út lífið. Guð blessi góða, trúaða og fjöl- hæfa konu sem ég trúi að hafi fengið góðar móttökur þarna á grænu grundunum hinum megin við móðuna. Ingibjörg Ólöf Sigurð- ardóttir (Inga Lóa).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.