Morgunblaðið - 10.09.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.09.2015, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 ER KOMINN TÍMI Á SJÓNMÆLINGU? Traust og góð þjónusta í 19 ár Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er mikið leikið verk, sem helg- ast ekki síst af því hversu mergjaður þessi texti er. Þetta er sterkur og fal- legur texti, sem verður fyrir vikið mjög áhrifaríkur,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir sem stendur á bak við frumuppfærsluna hérlendis á 4:48 Psychosis eftir Söruh Kane sem frumsýnt verður í Kúlunni í Þjóðleik- húsinu í kvöld. Uppfærslan er sam- starfsverkefni Edda Productions, Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins. Búningar eru í höndum Filippíu El- ísdóttir, um leikmynd sér Stígur Steinþórsson, Stefán Már Magn- ússon og Magnús Örn Magnússon eru ábyrgir fyrir tónlist og hljóð- mynd. Sigurlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Didda, þýðir, Stefán Hall- ur Stefánsson er dramatúrg og Frið- rik Friðriksson leikstýrir, en Edda Björg leikur. Leikritið 4:48 Psychosis er síðasta verk höfundar og það eina sem frum- sýnt var að leikskáldinu látnu, en Kane svipti sig lífi snemma árs 1999 eftir áralanga baráttu við þunglyndi. Verkinu hefur verið lýst sem 75 mín- útna löngu sjálfsmorðsbréfi, enda fullt af vonleysi og örvæntingu. Því liggur beint við að spyrja af hverju Eddu Björgu hafi fundist mikilvægt að verkið rataði á svið hérlendis. Ég upplifi mig sem sjálfstæða „Það eru um tíu ár síðan ég kynnt- ist þessu verki fyrst, en á sínum tíma stóð til að setja það upp í Borgar- leikhúsinu og var Didda þá þegar bú- in að þýða verkið, sem hún gerir frá- bærlega. Þegar ég las verkið á sínum tíma fannst mér það rosalegt. Það snart mig djúpt, en samt fannst mér ég ekki skilja það til fulls. Síðan liðu árin og ég tókst á við fæðingar- þunglyndi þegar yngra barnið mitt fæddist. Í kjölfarið á sjálfsvinnu minni í tengslum við þunglyndið kom þetta verk aftur til mín og mig lang- aði til að takast á við það. Mér fannst verkið þurfa að komast á svið og að tíminn væri réttur núna. Auk þess var ég komin með lykil að verkinu,“ segir Edda Björg, sem í framhaldinu keypti sýningarréttinn. Hvaða máli skiptir það fyrir þig að vera sjálf að leika í og framleiða sýn- inguna í stað þess að ráða þig sem leikari í verkefni hjá öðrum? „Það skiptir öllu máli. Mér finnst ég vera að þroskast sem listamaður þegar ég fæ tækifæri til að takast á við fleiri þætti en að vera ráðin í verk- efni á forsendum annarra. Ég upplifi mig sjálfstæða. Þessi uppfærsla markar þannig ákveðin þáttaskil í mínu lífi og er staðfesting á listrænu frelsi og þori.“ Lá beint við að ráða Friðrik til samstarfs sem leikstjóri? „Já, þetta er þannig verk að ég varð að hafa einhvern mér við hlið sem ég treysti 120%. Við Friðrik er- um mjög góðir vinir og höfum þekkst lengi, en við vorum saman í Leiklist- arskólanum og höfum unnið mikið saman. Við Stefán Hallur, sem er dramatúrg sýningarinnar, vinnum líka mjög vel saman. Traust, umburð- arlyndi og þolinmæði hefur verið gríðarlega mikilvægur þáttur í upp- setningu á þessu verki. Æfingaferlið hefur tekið á, en við höfum verið dug- leg að passa upp á hvert annað þann- ig að verkefnið gleypi mann ekki,“ segir Edda Björg. Hvernig er að fara inn í þennan mjög svo myrka heim verksins? „Það er erfitt, enda er ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Ferlið hefur verið eins og fjallganga. Þetta er eins og að ganga á Everest. Ég held að þær tilfinn- ingar sem lýst er í verkinu búi í okkur öllum að einhverju leyti,“ segir Frið- rik og bendir á að líkt og alltaf í leik- húsinu snúist vinnan um að kafa ofan í manneskjuna með það að markmiði að skilja hvernig hún virkar. „Þetta hefur verið mikil áskorun og krefjandi. Verkið krefst þess að maður sé algjörlega berstrípaður og það gleypir mann auðveldlega,“ segir Edda Björg og bendir á að Kane sé í verki sínu að kljást við mjög stórar spurningar. „Sorgin í verkinu felst í því að við erum öll ein og alltaf að leita að tengslum og tilgangi. Við er- um öll með ákveðið tóm í hjartanu sem við viljum fylla og það gengur misvel og það er ekki hægt að fylla það í eitt skiptið fyrir öll,“ segir Edda Björg. „Það felst mikil hreinsun fyrir áhorfendur í því að sjá svona sýn- ingu. Maður getur bæði speglað sig í sársauka þessarar manneskju, og líka losað sig undan honum,“ segir Friðrik. „Þú sem áhorfandi ætlar ekki að farast með persónunni á svið- inu. Það var mjög skýrt fyrir mér að ég ætlaði ekki heldur að farast með verkinu heldur fara upp meðan verk- ið fer niður, þannig að í öllum sárs- aukanum er einhver kraftur sem lyft- ir andanum og nærir sálina,“ segir Edda Björg. Vildum forðast allar klisjur Í handriti Kane er engin forskrift um hversu margar persónur verksins eiga að vera í þeim 24 brotum sem leikritið byggist upp á, en í frumupp- færslunni hjá Royal Court leikhúsinu í London léku þrír leikarar. Ekki eru heldur neinar upplýsingar frá höf- undarins hendi um hvernig sviðsetn- ingu skuli háttað. Hvernig nálguðust þið verkið í uppfærslu ykkar? „Við vildum forðast allar klisjur um geðsjúkdóma og sjúklinga. Við vildum engar spennutreyjur eða pillubox,“ segir Friðrik. „Mín sýn var strax að sýningin ætti að vera eins og gjörningur, uppákoma eða tónleikar. Þess vegna erum við með hljómsveit á sviðinu,“ segir Edda Björg og tekur fram að sýningin sé langt því frá að vera raunsæisleg. „En við erum búin að fara í mikið ferðalag og prófa ým- islegt. Kannski má segja að við höf- um farið í ákveðinn hring og endað á upprunalegu hugmyndinni um svið- setningu, en sú leið virkar fyrst eftir að búið er að fara í allt ferðalagið,“ segir Edda Björg. „Það hjálpaði okk- ur að við vorum ekki að reyna að vera of klár eða gáfuð í upphafi. Við leyfð- um okkur að leita að lausnum. Eins og oft í leikhúsinu þarf maður að fara í heilmikið ferðalag til þess að vita að maður er sáttur við að gera hlutina á einfaldan og hreinan hátt,“ segir Friðrik og bendir á að vídeómyndavél leiki lykilhlutverk í sýningunni. „Kameran var stór og mikil gjöf og virkar eins og mótleikkona mín sem ég upplifi eins og sjúkdóminn og þessa sjálfhverfu sem birtist í verk- inu,“ segir Edda Björg. „Notkunin á kamerunni helst í hendur við þá sjálf- skoðun sem persóna verksins fer í,“ segir Friðrik og bendir á að mynda- vélin vísi líka í þá skrásetningu sem viðgengst í samfélaginu í dag á sam- félagsmiðlum og í snjallsímum. „Okk- ur finnst mjög spennandi að nýta kvikmyndamiðilinn í leikhúsinu. Hann skapar ákveðna fjarlægð, en gefur líka færi á nálægð með nær- myndum,“ segir Edda Björg og tekur fram að þau Friðrik séu í nálgun sinni undir áhrifum frá m.a. ljósmyndum frá Factory listasmiðju Andy Warhol og leikstjóranum Katie Mitchell. Hvernig gekk að læra leiktextann, sem er alls ekki lógískur? „Breska leikkonan Brenda Blet- hyn hefur lýst ferlinu við að læra texta mjög vel. Hún líkir þessu við að keyra á ókunnan stað þar sem maður þekkir ekki leiðina. Í fyrstu ferð rugl- ast maður og þarf nokkrar tilraunir til að komast á áfangastað. Næst þeg- ar þú keyrir leiðina er hún kunn- uglegri og maður fer ekki í jafn- miklar ógöngur. Því oftar sem maður keyrir leiðina fer maður að læra hana og þarft ekki lengur að hafa kortið við höndina,“ segir Edda Björg. „Og á endanum getur þú litið af veginum og farið að njóta landslagsins. Þá ertu komin á góðan stað,“ segir Friðrik. „Ég hlakka til að fara að frumsýna. Ég er sátt og stolt af þessari sýn- ingu,“ segir Edda Björg. Og hverjum er sýningin ætluð? „Þetta er heiðarleg sýning og tónn- inn í henni er hreinn,“ segir Friðrik og tekur fram að uppfærslan ætti að höfða til allra sem vilja njóta góðs leikhúss. „Þetta er góður texti sem snertir mann og dásamlegur leikur sem einkennist af mikilli einlægni,“ segir Friðrik. „Þetta er verk sem fjallar um það hvað ófullkomleikinn er fallegur,“ segir Edda Björg. „Það er niðurstaða verksins. Við erum fal- legar manneskjur þó við séum ófull- komin,“ segir Friðrik. „Kraftur sem nærir sálina“  Leikritið 4:48 Psychosis eftir Söruh Kane verður frumsýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu í kvöld  Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona og framleiðandi segir verkið mjög krefjandi en um leið heillandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjöf „Kameran var stór og mikil gjöf og virkar eins og mótleikkona mín,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir, en Friðrik Friðriksson leikstýrir henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.